Tíminn - 17.09.1964, Qupperneq 7

Tíminn - 17.09.1964, Qupperneq 7
Otgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benedlktsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur I Eddu-húsinu. símar 18300—18305 Skrif- stofur Bankastr ? Afgr.siml 12323 Augl. siml 19523 Aðrar skrifstofur, slml 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán innan lands - ! lausasölu kr 5,00 elnt. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Efling síldariðnaðarins Það verður áð telja mjög ánægjuieg tíðindi, að stjórn síldarverksmiðja ríkisins hefur ákveðið að leita eftir því við ríkisstjórnina, að hún megi þegar hefjast handa um að bæta aðstöðu til síldariðnaðar austan Melrakka- sléttu, þar sem reynslan síðustu ár hefur sýnt, að mest þörf er fyrir það, og hraða svo framkvæmdum, að gagn verði að á næstu síldarvertíð. Þessar framkvæmdir fela í senn 1 sér að auka verulepa afköst síldarverksmiðjanna og auka þróarrými, svo og gera ýmsar aðrar umbætúr við löndun síldar og geymslu afurða. Þetta er brýn nauðsyn, og hefur reynslan síðuscu sumur sýnt, að ríkisstjórnin hefði átt að taka .>etur á þessum málum fyrr og halda áfram þeim framkvæmdum sem gerðar voru í tíð vinstri stjórnarinnar, en Sjálfstæðis flokkurinn barðist þá hatramleg gegn. Nú hefur hann von andi lært nokkuð af reynslunni, en sú kennsla hefur orðið dýrari fyrir þjóðina alla en ástæða var til Allt frá því að sumarsíldin fór að verulegu leyti ið veiðast fyrir Norðaustur- og Austurlandi hefur Fram sóknarflokurinn beitt sér eftir megm fyrir byggingu síld arverksmiðja þar og bættum löndunarskilyrðum Fyrstu stórátökin í því efni voru gerð í stjórnartíð vinstri stjórn- arinnar, mjög fyrir forustu Eysteins Jónssonar. Sjálfstæð isflokkurinn barðist þá hatramlega gegn þeim fram- kvæmdum, eins og mörgum öðrum atvinnuaukningar- framkvæmdum í verstöðvum úti á landi og iallaði þetta „pólitíska“ fjárfestingu, sem væri tordæmanleg í alla staði og voru höfð um þetta mörg orð og ill. Það kom hins vegar á daginn, að þessar ráðstafanir björguðu tugmilljónum fyrir þjóðarbúið og hefur svo verið á hverju sumri síðan. Sjálfsagt hefði verið að halda uppbyggingunni þarna áfram, eins og nauðssyn síldveiðanna krafðist, sn þegar núverandi ríkisstjórn tók við, varð háskaleg stöðvun Stjórnin gerði ekkert fyrstu árin, og löndunarvandræðin austan Melrakkasléttu bökuðu þjóðinni stórtjón Allar tillögur Framsóknarflokksins á Alþingi og öðrum opin- berum vettvangi voru hundsaðar, og heimamenn fengu lélega áheyrn hjá stjórnarvöldunum. En reynslan er harður skóli, og hun hefur haldið áfram að sýna og sanna, hvað gera beri. Loks virðist svo. sem ríkisstjórnin ætli að sjá eitthvað að sér, þótt æint, sé, og er þess að vænta, að hún taki tillögur. síldarverk- smiðjustjórnarinnar vel, og framkvæmdir hefjist f igar. Þær eru mikilvægt spor í rétta átt, en að sjálfsögðu verð- ur að halda áiram, að gera meira og betur og koma víð- ar við. Meðferð sláturfjár Það er viöurkennd staðreynd, að meðferð sláturfjár í göngum, réttum og við flutning á slaturstað er ekki nógu góð og veldur jafnvel töluverðu tjóni á afurðum. Á þessu verða að fást verulegar umbætur. Bændur hata að vísu erfiða aðstöðu vegna fólksfæðar og anna, en hér er svo mikið i húfi, að kosta verður öllu sem unnt er til úrbóta. Er góð meðferð bændanna sjálfra heldur ekki nóg. þar verður líka að bætast víð mikil vandvirkni i störfum í sláturhúsum. Margir eiga hér nlut að ináli, en fiárhagslegir hagsmunir bændn eru mestir. Er því astæða til að hvetja þá. svo og starfsfólk sláturhúsa. að eefa góðan gaum að varnaðarorðum lýralækna og peina =°m með sölu afurðanna og vinnslu fara. Á efstu myndinni sést Jósep P. Kennedy, faðir h'ins látna forseta, sitja í hópi barnabarna sinna á 76. afmælisdegi sínum. Barnabörnin eru orðin nokkuð mörg og allfríður hópur. Er nokkur Bandaríkjaforseti' þarna á meðal? Eða dómsmálaráð- herra og stjórnmálaskörung- ar? Svo ætti að vera, ef Kenin- edy-ættin gengur ekki úr sér. Á myndinni hér til liliðar er svo einn sonur Kennedys gamla, sá frægasti þeirra, sem nú er uppi, Robert fyrrum dómsmálaráðherra en nú fram- bjóðandi deinókrata í~ Píew York til öldungadeildar. Ilann dregur ekki af sér við áð gera hosur sínar grænar fyrir kjós- endunum. Hér er hann að taka við CHALAH, risastóru brauði af sérstakri gerð, sem Gyð- ingar hafa bakað frá aldaöðli og hefur trúarlega þýðingu. Gamli maðurinn, sem gaf Ro- bert brauðið, á 35 barnabörn. Neðs-t er mynd af Moise Tshombe forsætisráðherra í Kongó. Hann lætur aðdáendur sína bera sig hér á gullstól'i meðal lýðsins, sem fagnar hon- um vel eftir töku borgarinnar Albertville, sem verið hafði þrjá mánuði í höndum upip- reisnarmanna. Tshombe virðist kunna aðdáun sinna manna vel. T í M I N N , fimmtudaginn 17. september 1964 — t;

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.