Tíminn - 17.09.1964, Side 13
SEXTUGUR:
kennari frá Skógu
Þeir eldast óSum aldamótakenn-
ararnir, sem gengu út í kennslu-
starfið af hugsjón, að glæðs fyrir
íslenzkri æsku allt það, er verða
mætti til þess, að hún lifði auðugu
andlegu lífi og mætti verða góðir
synir og dætur fósturjarðarinnar.
Og margir höfðu þeir lifað við and
legar glæður af hugsjónum ung-
mennafélaganna.
Einn þessara manna er Eiríkur
Stefánsson, kennari, frá Skógum;
Hann varð sextugur þann 24. ágúst
s.l. og naut þá sumarblíðu á
bernskuslóðum sínum í eyfirzkum
dölum.
Eiríkur Stefánsson er fæddur
að Refsstöðum í Laxárdal í Húna-
vatnssýslu 24. ágúst 1904. Foreldr-
ar hans voru Stefán H. Eiríksson
og Svanfríður Bjarnadóttir. Ungur
missti hann föður sinn, en ólst
upp í Skógum á Þelamörk í hópi
efnilegra systkina. Og þó að þau
væru a'lin upp í fátækt, hafa þau
flest brotizt til mennta. Eiríkur
gekk fyrst í Eiðaskóla og varð þar
fyrir hollum áhrifum. Þá gerðist
hann kennari um skeið í heima-
sveit sinni, en lauk kennaraprófi
1940. Þá kenndi hann í Húsavík í
þrjú ár og á Akureyri í 15 ár,
lengst við Barnaskóla Akureyrar,
en síðasta árið við Oddeýrarskól-
ann. Frá 1958 hefur hann verið
kennari við Langholtsskólann í
Reykjavík.
Kvæntur var Eiríkur ágætri
konu, Laufeyju Haraldsdóttur, en
•missti hana árið 1957. Þau áttu
einn efnilegan son, Hauk, sem lézt
fyrir aldur fram á síðastliðnu ári,
svo ekki hefur Eiríkur farið var-
hluta af þeirri lífsreynslu, sem
þyngst er, ástvinamissi. Nú helgar
hann sonarbörnum sínum líf sitt,
og stendur við hlið tengdadóttur
sinnar, Þórnýjar Þórarinsdóttur,
til að koma þeim til manns. Það
er göfugt hlutverk og samboðið
öðrum eins mannkostamanni og
Eiríkur er.
Eiríkur Stefánsson er úrvals-
kennari, ávallt leitandi að nýjung-
um til að gera starfið lífrænt og
skemmtilegt. Og það tekst honum
með ágætum. Ég veit að fjöldi
foreldra, sem hafa átt börn hjá
honum, er honum mjög þakklátur.
Hann hefur ritað bókina: „Leið
sögn í átthagafræði". ásamt Sig-
urði Gunnarssyni, sem notuð er nú
í íslenzkum skólum Þá hefur
hann einnig séð um útgáfu bókar-
innar: „Eftir liðinn dag;‘, minning-
ar um Guðgeir Jóhannsson kenn-
ara, og ritað þar æviminningu
ÍÞRÓTTIR
10.000 m.: Gerry Lindgren, Billy
Mills, Ron Larieu.
110 m. grindahlaup: Willie Dav-
enport, Hayes Jones. Blaine Lind-
gren.
400 m. grindalilaup: Rex Cawley,
Bill Hardin, Jay Luck.
Kúluvarp: Dallas Long, Randy
Matson, Parry 0‘Brien.
Kringlukast: Jay Silvester, A1
Oerter, Dave Weill.
Stangarstökk: F Hansen. John
Pennel, Billy Pembleton.
Langstökk: Ralpb Boston, Gayle
Hopkins, Phil Shinnick.
Sleggjukast: Hal Connolly. Ed
Burke, Al Hali.
Hástökk: Ed Carruthers, John
Thomas. John Rambo.
Spjótkast: Ed Red Frank Cov-
elli, Les Tipton.
Þrístökk: Ira Davis, Bill Sarpe,
Kent Floerke
Tugþraut: Þátttakendur valdir
síðar.
um hann. En Guðgeir var kennari
hans á Eiðum og tókst með þeim
Eiríki innileg vinátta.
Jæja, þessi'-fáþ cfrðl áttu' ekki að
vera nein ævisaga Of snemmt er
að rita ævisögu Eiríks Stefánsson-
ar. Þetta átti aðeins að vera stutt
vinar- og afmæliskveðja. Og bið
ég nafna minn afsökunar á því,
hvað hún .kemurvseinh
Við höfðum vérið samkennarar
í, 14 ár, þegar eg tók við stjórn
Oddéyrarskólans ’ nýjá haustið'
1957.. Fylgdi hann mér þá að hin-
um nýja skóla ásamt fleiri ágæt;
um samkennurum mínum. Það
gladdi mig sérstaklega að geta
notið hollra og viturlegra ráða
hans við mótun hins nýja skóla.
Það var mér mikil virði. Og nú við
þessi tímamót í lífi hans, er mér
sérstaklega ljúft að þakka sam-
veru þessa vetrar. Ég harmaði það
mjög, að sú samvinna gat ekki
orðið lengri. En þá gripu örlaga-
völdin inn í, svo að ekki þýddi-um
að ræða.
Eiríkur Stefánsson er mjög bóg-
vær maður og yfirlætislaus. Vin-
sældir sínar á hann eingöngu því
að þakka, sem hann er. Hann legg-
ur meiri stund á að vera en sýn-
ast.
Ég sendi Eiríki og ástvinum
hans innilegar heillaóskir á þess-
um ltímamótum og þakka hug-
ljúf kynni liðinna ára.
Eiríkur Sigurðsson.
S KIPAUTGC RÐ RIKISINS
Ms. Herðubreið
fer austur um land í hringferð
i 22. þ.m. Vörumóttaka á fimmtu-
dag og föstudag til Hornafjarðar,
Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöð
varfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyð
arfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjað-
ar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar,
Borgarfjarðar, Vopnafjarðar,
Bakkafjarðar, Þórsafnar og Kópa
skers.
Farseðlar seldir á mánudag.
HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR
Opið alla daga
(líka laugardaga og
sunnudaga)
frá kl. 7.30 til 22.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h. f.
Skipholti 35. Reykjavik
sími 18955.
VINNA
Þrifin stúlka óskast til að
sjá heimili í sveit, öll þæg-
indi og góð húsakynni.
Upplýsingar í síma 1139
KEFLAVÍK.
Bifreiðaeigendur
Framkvæmum gufupvott á
mótorum í bilum og Öðr
um tækjum.
Bif rei ðaver kst æðið
STIMPÍLL.
Grensásvegi 18.
Sími 37534.
TRULOFUNAR
HRINGIR
k AMTMANN SSTÍR 2
HALI.OOR KRISTINSSON
ffiillsinlðnr — Sími 1B979
Þið getið tekið bí) á leiffu
allar «ólarhrinsr!m>
BÍLALEIGA
Aiflieimun: 52
Zephyi 4
Sírai 37661 2S—
Trúlofunarhringar
afgreiddii samdægurs
SENDUM UV ALLT lAND
I HALlOðR
Skálavörðustig S
íþróttlr
Næstu 3 árin var Ólafur Sig-
urðsson, kaupmaður, formaður
Í.B.R., en frá 1949 til 1962 var
Gísli Halldórsson, arkitekt, for-
maður bandalagsins. Frá 1962 hef-
ur Baldur Möller, ráðuneytisstjóri.
verið formaður þess.
Starfsemi bandalagsins jókst
jafnt og þétt og 1948 var ráðinn
framkvæmdastjóri og var það
Sigurður Magnússon. Hann starf-
aði fyrir bandalagið til 1954, er
Sigurgeir Guðmannsson tók við
störfum framkvæmdastjóra og
hefur gegnt þeim síðan.
Sem yfirstjórn íþróttamála
Reykjavíkur hefur bandalagið haft
mörg og marvísleg mál með hönd-
um, sameiginleg hagsmunamál
íþróttafélaganna í Reykjavík.
Stærsta og brýaasta verkefnið i
dag er bygging hins nýja íþrótta- \
og sýningahúss í Laugardal, en ;
bandalagið er fyrir hönd íþrótta [
félaganna aðili að þeim fram- 1
kvæmdum.
Undanfarið nefur Í.B.R. í félagi
við Í.S.Í. komið upp bækistöð fyr-
ir starfsemi sína í tengslum við
hið nýja íþróttahús og hefur fyrir
nokkrum dögum flutt skrifstofu
sína þangað. Mun stjórn banda-
lagsins minnast afmælisins með
kaffisamsæti í hinum nýju húsa-
kynnum í kvöld.
Núverandi stjórn bandalagsins
skipa: Baldui Möller, formaður,
Andreas Bergmann, varaformað-
ur, Sæmundur Gíslason gja.dkeri.
Björn Björgvinsson, riiari, og
Ólafur Jónsson, bréfritari.
KAUPFELAG EYFIRÐINGA
AKUREYRI
Setjum
í heildsölu, verzlunum, gistihúsum, matsöl-
um, matarfélögum
matar- og kaffibrauð alls konar.
Einnig hart brauð.
BRAUÐGERÐ KEA.
Akureyri —sími 1700
.X.
Til söla í Kópavogi
húseign í vesturbænum, nýlegt steinhús, á hæð-
inni er 38 ferm. stofa, skáli, 3 svefnherbergi eid-
hús og bað. í kjallara er tveggja herb. ibúð með
sér inngangi, innbyggður bílskúr, þvottahús og
geymsla. Ræktuð lóð. Tvöfalt gler, harðviðannn-
réttingar, teppi á stofu parketgólf á skála. Fagurt
útsýni.
SKJÓLBRAUT 1-SÍMI 41250
KVÖLDSÍMI 40647
Afgreiðslustarf
Óskum eftir að ráða mann til starfa í verzlun vorri
Héðinn, vélaverzlun, Seljavegi 2.
Sími 2 42 60.
Sendisveinar
Óskast hálfan eða allan daginn.
H. F. Eimskipafélag íslands.
SOKKANÝJUNG
Ný framleiðsla á Vestur-Þýzkum HELANCA
NYLONSOKKUM 3x10 den, er nú komin á mark-
aðinn.
Fást hjá okkur, verð kr. 59,75.
Bankastræti -- sími 22-1-35.
T í M I N N , fimmtudaginn 17. september 1964 —
13
^ >