Tíminn - 22.09.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.09.1964, Blaðsíða 7
Utgetandi PRAMSÖKNARFLOKKURINN FramKvæmdast.ión Kristián Benediktsson Ritst.lórar Þórarmn Þórarinsson 'áb> Andrés Krist.iánsson Jón Helgason og Indriði G Þnrsteinsson Fulltrúi ritst.iórnar Tómas Karlsson Frétta stióri Jónas Krist.iánsson Auglýsingast.i. St.eingrímur Gíslason Ritstiórnarskrifstofui > Eddu-húsinu simar 18300- 18305 Skni stáiur Bankastr 7 Afgr simi 12323 Augl simi 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300 \skriftargiald kr 90,00 s mán Innan lands - t lausasölu kr 5.00 eint - Prentsmiðjan EDDA h.l Samnmgar um búvöruverðið Það er við ramman reip að draga í verðlagsmálum landbúnaðarins og öðrum málefnum bændanna Ríkis- stjórnin og þingmeirihluti hennar stendur eins og vegg- ur gegn öllum lagfæringum á löggjöfinni um verðlags- mál landbúnaðarins og beitir þar að auki áhritum sín- um að öðru leyti til þess að halda niðri búvöruverðinu til bænda. Öskum bændasamtakanna um aðrar ráðstafanir til hagsbóta landbúnaðinum, í lánamálum og varðandi auk- in framlög til landbúnaðarmála, hetur ýmist verið svar- að neitandi af ríkisstjórninni, eða tilslakanir bundnar því skilyrði, að ekki sé gengið lengra í leiðréttmgum á verðlagi landbúnaðarafurða en fulltrúar annarra en bænda í sex manna nefndinni geta samþykkt. Frammi fyrir þessu hafa fulltrúar bænda staðið und- anfarnar vikur og ekki verið öfunasverðir af. í lang- varandi hörkusamningum hafa þeir samt náð nýjum áfanga með festu og þrautsegju og verið lögð óhemju mikii vinna í að afla gagna og óyggjandi upplýsinga ril stuðnings sanngjörnum leiðréttingarkröfum bændanna, og fast á þessu haldið gegn ofureflinu. Þessi viðureign nú í haust sýnir þó enn, svo að ekki verður um villzt, að ný stefna til hagsbóta fyrir land- búnaðinn kemst ekki í framkvæma fyrr en meirihluta stjórnarflokkanna hefur verið hnekkt. En þessir nÝj- ustu atburðir sýna einnig hvers virði það er fyrir bænd- urna að eiga öflug samtök, sem stýrt er af festu og ein- urð. Forystu B.S.R.B. vottað traust Þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja er nýlok- ið. thaldið hefur að undanförnu haldið uppi árásum á Kristján Thorlacius, sem veitt heíur samtökunum for- ystu af ágætri forsjá undanfarin ár. og var öll flokks- vél Sjálfstæðisflokksins sett í gang til þess að felJa hann og sambandsstjórnina. Mátti gerla sjá það á skrifum Morgunblaðsins undanfarið, að nú skyldi látið til skar- ar skríða. Opinberir starfsmenn hafa með myndariegum hætti hafnað slíkum starfsaðferðum. Þeir vilja starfa að kjara málum sínum á stéttarlegum grundvelli, en það hefur bandalagsstjórnin gert á undanförnum árum. Undir forystu Kristjáns Thorlaciusar hefur tekizt að sameina alla krafta innán samtakanna til samstilltrar baráttu, sem hefur borið mikinn og góðan árangur til hagsbóta fyrir opinbera starfsmenn t starfi bandalags- stjórnarinnar hefur flokkspólitík verið vikíð til hliðar Bandalagsþingið hefur nú skorið upp úr með það. að þannig vill K".ð láta vinna framvegis og neitar að láta sundra samtökunum eftir pólitískum sjónarmiðum Þess vegna mistókst forystumönnum stjórnarflokkanna að sundra þeirri markvissu einingu um hagsmun-imahn sem ráðið hefur í forystu B.S.R.B Henni var votlað traust á þinginu. Óðafur Jóhannesson: ■■■— -- Kennsla í þjóðfélagsfræðum í lýðræðisþjóðfélagi eins og því íslenzka, er mikil þörf á fræðslu í þjóðfélagsfræði. Þar er þjóðfélagsvaldið að síðustu í höndum þess hluta þjóðar innar, er kosningarrétt hefur — kjósendanna. Til þeirra sækja handhafar ríkisvaldsins vald sitt, og þeir fella endan- lega sinn dóm um starfsemi hins opinbera. Kjósendui eiga að ákveða hverjir fari með stjórn landsins og hvaða grund vallarstefnum í þjóðfélagsmál- um skuli fylgt. Kjósendur hvers sveitarfélaigs kjósa sér fulltrúa til að fara með stjórn sveitarstjómarmáiefna. Þjóðfé- lagsþegnarnir taka þátt í margs konar almannasamtökum, eins og t.d. stéttarfélögum, er hafa víðtæk þjóðfélagsleg áhrif. Sér- hver kjósandi, þ.e. hinin al menni þjóðfélagsborgari fer því með mikið vald. Það skiptir auðvitað miklu, að því valdi sé beitt með skynsamlegum hætti. Það er beinlínis sltilyrði fyrir velgengni lýðræðisskipulags. Þar sem kjósendum er fengið svo veigamikið vald, liggur í augum uppi, að þeim er nauðsynlegt að kunna nokk- ur skil á grundvallaratriðum þjóðskipulags og þjóðarbúskap- ar. Þekking í þeim efnum er i raun réttri undirstaða þess, að þeir geti áttað sig á þýð- ingu kosningarréttarins, skyld- unum við samfélagið, átökum þjóðfélagsaflanna og Iögmál- um efnahagslífs-ins. Sjálfstæð skoðanamyndun á erfitt upp- dráttar án slíkrar undirstöðu- þekkingar. Það er og tiauðsyn legt að kunna skil á lýðræðis- skipulaginu til þess að geta metið það réttilega. Það er ekki nóg að lofsyngja lýðræði, ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir, hvaða kosti það hefur fram yfir önnur stjómarform, og hvers vegna menn aðhyll- ast það. Menn þurfa að skilja lýðræðið til þess að geta vernd- að það. Me>nn þurfa að þekkja hættumevlriri við braut Iýð ræðisins ti' !>ess að geta varast hætturnar Þess vegna er fræðsla um þjóðskipulagið lýð- ræðiskerfinu nauðsynleg. Hér ber því allt að sama bmnni, að fræðsla eða kennsla í þjóðfé- lagsfræðum er hin mesta nauð syn. Spurningin er, hvort við fslendingar höfum lagt nægi lega rækt við fræðslustarfsemi á þessu sviði. Ég held, að þeirri spurningu verði að svara neit- andi. Ég hygg, að þessum þættj í fræðslu og þjóðaruppeldi fs lendinga hafi alls ekki verið sinnt sem skyldi. Það mun að vísu nú gert ráð fyrir því, af kennslu í þjóðfélagsfræði fari fram í gagnfræða- og héraðs skólum, og er það umbót frá því sem áður var. Sá tími, sem ætlaður er til þessarar kennslu mun þó vera fremur af skom- um skammti. og mun því þjóð- félagsfræðin víðast hvar skoð- uð alger aukagrein. Á því þarf að verða breyting. Ég held, að það þurfi að búa þjóðfélags- fræðinni veglegri sess í fræðslukerfinu en nú á sér stað, Það þarf að leggja meiri rækt við kennslu í þjóðfélags- fræði i skólum landsins en nú er gert. Hún er að mínnm dómi nauðsynlegri en sitthvað ann- að sem þar er kennt, og er mér þó Ijóst, að vandi er þar >ið velja og hafna. En fræðsla i þjóðfélagsfræði á að vera liður í skyldunámi, og á ekki að vera neitt olnbogabarn. En aukin fræðsla í þjóðfé Iagsfræðum getur einnig átt sér stað utan hins almenna skólakerfis. Hún þarf að geta náð til fulltíða manna, sem ekki hafa tíma aflögu til skóla- göngu. Þar geta komið til greina útvarpsþættir, bréfa- kennnsla, sérstök námskeið, fyrirlestrar fyrir almenning o.fl. Víða eriendis hafa t.d. verkalýðssamtökin og sam- vinnuhreyfingin gengizt fyrir fræðslustarfsemi bæði fyrir forystumenn þessara samtaka og almenning, um félags- og efnahagsmál. Bréfaskóli sænska samvinnusambandsins hefur t.d. gefið út ágætan kennslubréfaflokk um þjóð- félagsfræði. Hér á landi má nefna merkilega starfsemi Fé- lagsmálastofnunarinnar, sem fyrst og fremst byggist á at- hyglisverðu og lofsverðu fram taki eins manns, Hannesar Jónssonar, félagsfræðings. En vettvangur Félagsmálastofnun- arinnar er náttúrlega ekki tak- markaður við þjóðfélagsfræði heldur nær til félagsfræði al- mennt. í þessu sambandi má á það minna, að fyrir um það bij 8 eða 9 árum síðan fluttu þeir þingmennirnir Bernharð Stef ánsson og Gísli Guðmunds son, þingsályktunartillögu um aukna fræðslu fyrir almenning í þjóðfélags- og þjóðhagsfræð um. Sú tillaga var svohljóð andi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa þriggjp manna nefnd, einn eftir tilnefn ingu Háskóla íslands, einn sam kvæmt tilnefnimgu Alþýðusam- bands íslands og einn efur til- nefningu Stéttarsaivibands bænda. til þess að kanna Á fundi í borgarstjór Reykja víkur 17. þ. m. bar Björn Guð mundsson varaborgarfulltrúi fram svohljóðandi fyrirspurn: Á fundi í borgarstjórn R.vík ur 18. apríl 1963 var samþ. til- laga um ýmsa fyrirgreiðslu fyr ir aldrað fólk. Að því tilefni er hér með spurt um eftirfarandi: hversu bezt verði komið við aukinni fræðslu fyrir almenn ing í þjóðfélags- og þjóðhags- fræðunt, svo sem um ýmsa þætti þjóðskipuiags-, efnahags- félags- og verkalýðsmála Nefndin athugi, hvort nám- skeiðum um þessi efni verði koinið við á vegum Iláskóla fs- lands“ Þessi tillaga þeirra Bern harðs og Gísla var samþykkt, þó með þeirri breytingu, að nefndarmenn skylu vera fimm í stað þriggja, og áttu Lands samband íslenzkra útvegs- manna og Iðnaðarmálastofnun fslands að tilnefna þá tvo, sem Við var bætt. Nefnd þessi var skipuð og mun hafa lokið störf um fyrir löngu, að ég hygg, en ekki minnist ég þess að hafa séð álit eða.tillögur frá hennar hendi. Ekki hefur heldur síð- ar orðið vart neinna fram- kvæmda á grundvelli þessarar ályktunar, og er það illa farið. því að hér var vissulega hreyft merkilegu máli. Ég held, að flestir, sem hug- leiða þessi mál, hljóti að kom- ast að þeirri niðurstöðu, að þörf sé aukinnar hlutlægrar fræðslu um þjóðfélagsfræði og þjóðarbúskap. Um hitt geta aft ur á móti orðið skiptar skoð- anir, hvernig þeirri fræðslu verði bezt fyrir komið, og skal ég ekkert fullyrða um liað á þessu st'igi, hvaða leiðii liér beri að fara, þó að fljótt a litið virðist Iiggja næst aukin kennsla á unglinga- eða gagn- fræðastigi. Það er atliugunar- efni. Það væri þvf æskilegt, að tillögur þeirrar nefindar, er áð ur getur, væru birtar, því að hugsanlegt er, að þær gætu gefið bendingu um. hvaða leið á að velja, þegar auka á kennslu í þjóðfélagsfræðum En á þessu sviði er endurbóta þörf, og hef ég því talið rétt að vekja athygli á þessu máli. Vitaskuld þarf að vanda til þessarar fræðslu, hvaða form. sem á henni verður haft. Jafnframt því, sem auka þarf almenna fræðslustarfsemi á þessu sviði, þyrfti sem fyrst að taka upp kennslu í þjóðfé- lagsfræði við Háskóla íslands. Væri æskilegast, að komið i væri á fót sérstakri deild i þjóðfélagsfræði eða stjórnvís indum. Ætti hún að vera i tengslum við lagadeildina. Er líklegt, að ýmsir þeir, sem nú fara í lagadeildina. en sérstak an áhuga hafa á opinberun málum og pólitík, færu í slíka þjóðfélagsfræðideild, ef þess væri kostur 1. Hvað hefur verið gert til að auðvelda öldruðu fólki að dvelja sem lengst í heimahúsum? 2 Hvað um aukna heimilishjálp og útvegun starfa fyrir aldrað fólk? 3 Hvað hefur Heilsuverndarstöð- in gert til að efla hjúkrun aldr- aðs fólks í heimahúsum? Framhald á siðu 13 Þriijudagsgreinin Hvað hefur veriö gert fyrir gamia fólkið? 'ÍMINN, þriðjudaginn 22. september 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.