Tíminn - 22.09.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.09.1964, Blaðsíða 13
GAMLA FÓLKIÐ r n ii i siftu -i. Borgaritjóri mun hafa skipað ráðgefandi nefnd um velferðar- mál aldraðs fólks. Hvað líður störfum þeirra nefndar og hverj ar eru tillögur hennar? Próf. Þórir Kr. Þórðarson svar- aði fyirspurninni. Kom fram í svar inu, að unnið væri að málefnum aldraðs fólks á vegum borgarinnar á svipuðum grundvelli og undan- farin ár. Nefndin, sem um getur í 4. lið, hefði rætt málefni gamla fólksins á breiðum grundvelli. — Hún hefði þegar haldið 10 fundi, en engar tillögur gert ennþá. Birni Guðmundssyni fannst svör- in benda til hægagangs í málinu og í sama streng tók frú Soffía Ingvarsdóttir. FLOTAÆFINGAR Framhald af 8. síðu sem við áttum að fylgjast með. (Um kvöldið sáum við tvær nýjar amerískar kvikmyndir, ágætar myndir og lék Jack Lemmon aðalhlutverkið ®>áð- um, í hinni fyrri á móti Kim Novak og hinni síðari, „Irma la douce“ ásamt Shirley Mac lain og var það hin ágætasta mynd.) Ekki sváfum við allir vel um nóttina. Ég svaf á næsta þilfari fyrir neðan flugbrautina og það lék allt á reiðiskálfi við flugtak og lendingar, sem voru stanzlaust svo til alla nóttina. Sofnuðu sumir lítið þrátt fyrir langan og erfiðan dag og auma fætur eftir allt labbið. Við fórum snemma á fætur í morgun og hlýddum á fyrir lestur K. Masterson aðmíráls, yfirmanns 2. flota Bandaríkj- anna og „Nato Striking Fleet Atlantinc" en það er einmitt sú flotadeild, sem við fylgjumst með og leikur hún meginlilut- verk þessara sameiginlegu æf- inga. Þessi deild skiptist í þrjár undirdeildir, „Striking Force“, (Árásarflota), „Anti submarine Force“, (Kafbáta- varnarflota), og „Support Force“, (Birgðaflota). Daginn áður hlýddum við á McCorm- ick, aðmírál, yfirmann „Antis- ubmarine Force“, en hann hefur aðsetur sitt um borð í Vespunni, sem er flaggskip þeirrar deildar. Einnig fengum við yfirlit um hlutverk annarra deilda þessa sameiginlega flota. Að fyrirlestri þessum lokn- um tókum við saman föggur okkar og stigum að nýju um borð í þyrlurnar. Var flogið með okkur um borð í „USS Ind ependance", sem er flaggskip „Striking Force“. Það er miklu yngra skip en „Vespan“ og stærra og fullkomnara, 60 þúsund lestir. Er við höfðum borðað hádegismat stigu all margir okkar að nýju upp í þyrlurnar og var flogið með | þá til annarra skipa í flota-1 deildinni, þ. á. m. til „USS j Newsport News“ sem er! stærsta og fullkomnasta beiti j skip heimsins, 10—12 þús. j tonn að stærð. Fóru þrír í i hvert skip og voru látnir síga j í reipi niður úr þyrlunum og í þótti ýmsum glæfralegt. Aðrir! settust við skriftir og skoðuðu „Independance“, sem er feikna legt skip. Independence var tekið til notkunar 1959. Það er eitt stærsta herskip sem smiðað hef ur verið og kostaði hvorki meira né minna en 200 millj- ónir dollara eða 86 þús. millj- ónir ísl. króna. Áætlað er að við verðum hér um borð næstu tvo daga og fylgjumst með æfingunum, en við höfum átt þess fremur lítinn kost ennþá að komast í nána snertingu við þær en 1 reynt hefur verið að búa okk ur sem bezt undir þær til að j fá sem gleggstan skilning á því ' sem við eigum eftir að sjá. Rússar hafa mikinn áhuga á þessum æfingum, rússnesk her skip hafa nálgast og könnun- arflugvélar hafa verið á flugi öðru hverju yfir flotanum og hefur þeim verið heilsað og þeim fylgt af þotum frá flug- móðurskipunum. —Tjélcá SJÖTUG Framhald af 9. síðu. værð og léttleiki í lund eru ómet anlegir eiginleikar og hafa kann- ski orðið samferðamönnum hennar á lífsleiðinni til eneiri blessunar en hún hefur sjáif hugmynd um. Það hefur heldur aldrei verið ein kenni Hólmfríðar að hreykja sér eða þykjast meiri en aðrir. Þó nokkuð margir munu hugsa hlýtt til þessarar lítillátu og lífs- glöðu konu á sjötugsafmæli henn- ar. þótt fundum beri ekki saman, en hún á heimili hjá Aðalsteini syni sínum á Korpúlfsstöðum. Og þess mundum við vilja óska henni, gaenlir sveitungar hennar að vest- an, að ævikvöldið verði henni eins hlýtt og ljúft og hún á skilið. Þá verður það henni unaðsríkt. Ólafur Þ. Kristjánsson. P.s.: — Hólmfríður var ekki heima á afmælisdaginn, en tekur á móti gestum á heimili sonar síns Aðalsteins á Korpúlfsstöðum á laugardaginn 26. þ. m. TÍMINN, brfðjudaginn 22. september 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.