Tíminn - 29.09.1964, Síða 15

Tíminn - 29.09.1964, Síða 15
WARREN-SKÝRSLAN Framhald af 1. síðu. an sannleikann um þennan hryllilega atburð"'. Nefndin hafi verið skipuð til þess að segja þennan sannleika bandarísku þjóðinni og öllum heiminum." „Þetta var skylda okkar gagn vart heiðri þjóðar okkar og öll- um mönnum alls staðar, sem bera virðingu fyrir þjóð okkar, en þó uim fram allt gagnvart minningu Kennedys, forseta“, sagði Johnson, Bandaríkjafor- seti. Eins og kunnugt er hefur verið geysilega mikið rætt og ritað um morðið á Kennedy forseta, allt fram á þennan dag. Fylgzt hefur verið með störfum Warren-nefndarinnar af miklum áhuga og fyrir löngu kvisast út, hver niðurstaða hennar yrði. Þótt skýrslan eigi að geytna all- an sannleikann í þessu máli virð- ast deilur um, hver hafi verið hinn raunverulegi morðingi, hver hafi verið tilgangur þess o. s. frv., vera jafn hatrammar nú og þær voru strax eftir morðið. Margir hafa framkvæmt sína eigin rannsókn eftir þeim gögnum, sem fyrir lágu og gert grein fyrir niðurstöðum sínum. Ber þar hæst ítarleg skýrsla bandaríska rithöfundarins Thomas G. Buchanan, sem nú er komin út í bók, er nefnist: Hver myrti Kennedy. Ræðst hann þar harkalega á hina „opinberu skoð- un“ uim, hver hafi myrt forsetann, sem nú er komin á blað með skýrslu Warren-nefndarinnar. — Ekki eru tök á að rekja röksemdir Buchanans, en þess eins skal get- ið, að lokaályktun hans er í al- gerri mótsögn við niðurstöðu hinn ar stjórnskipuðu nefndar, þ. e.: — Oswald gat ekki hafa verið morð- ingi Kennedys. Þessar og aðrar ályktanir, til- gátur, sögusagnir og fullyrðingar sem fóru eins og eldur í sinu um Bandarjkin og raunar heim allan, tekur Warren-nefndin einnig fyr- ir í skýrslu sinni. Segir hún að í þessu sambandi sé flest byggt á misskilningi. Hér skulu aðeins nefnd nokkur dæmi um tilgátur, sem Warren-nefndin fjallar um í skýrslunni. Tilgáta: Banaskot forsetans kom frá járnbrautarbrúnni fyrir fram- an bifreið forsetans. Nefndin: Skotin, sem lentu í hnakka og höfði fosetans og særðu Connally, ríkisstjóra, komu aftan frá og að ofan. Engar skýrsl- ur og engir vitnisburðir eru til um, að skotum hafi verið hleypt af frá nokkrum öðrum stað en bóka- geymslubyggingunni. Tilgáta: Skothylki úr riffli fund ust á járnbrautarbrúnni. Nefndin: Ekki hefur neins kon- ar skothylki fundizt á brúnni, né komið fram neitt vitni, setn segð- ist hafa fundið slíkt. Tilgáta: Meira en þrem skotum, e. t. v. fimm eða sex var skotið á forsetann og Connally, ríkisstjóra. Nefndin: Yfirgnæfandi fjöldi vitnisburða bendir til, að þrem skotum hafi verið hleypt af og tvö þeirra hafi hæft Kennedy. Vitnis- burðir sérfræðinga benda og á- kveðið til, að annað þessara 2ja skota hafi einnig hæft Connally. Sum vitni hafa haldið því fram, að þau hafi heyrt fleiri skot, en eins og nákvæmlega er greint frá í þriðja kafla skýrslunnar, heyrði mikill meiri hluti vitna aðeins þrjú skot. Tilgáta: Sárið á hálsi forsetans var eftir kúlu, sem kom framan að forsetanum, samkvæmt áliti lækna í Parkland-siúkrahúsinu. Nefndin: Læknar á Parkland- sjúkrahúsinu héldu því upphaflega fram að sárið á hálsinum væri ann að hvort eftir kúlu á innleið eða útleið, en þeir gerðu ekki neinar rannsóknir í þessu sambandi. En þegar niðurstöður kiafningar lágu fyrir, féllust læknarnir á, að sár- ið væri eftir kúlu á útleið. Tilgáta: Oswald gat engan veg- inn vitað um leið þá, sem forset- inn og fylgdarlið hans átti að fara, áður en hann (Oswald) kom til vinnu að morgni hins 22. nóvem- ber. Nefndin: Skýrt var frá leiðinni í báðum dagblöðum Dallas þann 19. nóvember og var leiðin því kunn a. m. k. 72 klukkustundum áður en Oswald skráði sig til vinnu þann 22. nóvember. Tilgáta: Það er vitnisburður fyr- ir hendi um, að riffill hafi fund- izt á þaki bókageymslunnar eða á brúnni. Nefn-din: Enginn annar riffill fannst á þessum stöðum, né á neinum öðrum stað. Skotin, sem hæfðu Kennedy og Cennally kotnu úr rifflinum, sem fannst á 6. hæð bókageymslunnar. Tilgáta: Oswald gat ekki haft tíma til allra þeirra ferða, sem hann er sagður hafa farið frá því hann yfirgaf bókageymsluna og þangað til hann mætti Tippit, lög- reglumanni. Nefndin: Tímaprófanir sýna, að Oswald gat farið allra þessara ferða á þeim tíma. Tilgáta: Jack Ruby og Oswald sáust saman á The Carousel Club. Nefndin: Allar staðhæfingar um, að Oswald hafi sézt í félagi með Ruby eða einhverjum öðrum í The Carousel Club, hafa verið rannsakaðar. Ekki er hægt að leggja trúnað á neina þeirra. Þetta er aðeins lítill hluti þeirra spurninga, sem Warren-nefndin svarar í skýrslu sinni. Ef þessar tilgátur eða hugleið- ingar eru athugaðar kemur í ljós, að flestar þeirra ber Buchanan fram í skýrslu sinni. Um það verður sjálfsagt lengi deilt, hvort nefndin hefur gefið fullnægjandi svör við þessum og öðrum spurningum, en hitt stend- ur, að niðurstaða skýrslunnar er sá sannleikur, sem bandarísk yf- irvöld láta sögunni í té. \ Gripinn kverkataki undir stýri Rvík, 28. sept. Laust eftir kl. 9 í kvöld, varð leigubílstjóri fyrir líkamsárás, þegar hann var að fara yfir gatna- mót Miklubrautar og I.önguhlið- ar. Tveir farþegar voru í bílnum og annar mjög drukkinn. Hann missti séneverbrúsa á gólfið og skvettist úr honum, en bílstjórinn fann að þessu. Farþeginn reidd- ist þá svo, að hann greip bílstjór- ann kverkataki og sveigði hann aftur á bak, en hinn farþeginn kom þá til og hjálpaði bílstjór- anum, sem kallaði í talstöðina og bað um hjálp. Bíllinn var frá Bæjarleiðum, og þar heyrðist kall- ið en stöðin hringdi til lögregl- unnar, sem sendi menn á vett- vang. Bílstjórinn er með áverka eftir fantatakið og finnur til í baki. Árásarmaðurinn verður geymdur og kærður til sakadóms fyrir þetta hrottalega >ig hættu- lega tiltæki. METÁR Framnald aí l. sfðu. þúsund tunnur upp í samningana. Mjög erfiðlega gengur með söltun fyrir austan, þessa dagana, vegna fólkseklu. í frystingu höfðu á miðnætti laugardagsins farið 35.484 upp- mældar tunnur, en i fyrra 33.424, og í bræðslu 2.042.458 mál, en á sama tíma í fyrra 1.149.566 mál. Raufarhöfn er enn hæsta lönd- unarhöfnin með 421.159 mál og tunnur. Aðrar helztu löndunar- hafnír, eru: — Siglufjörður 282.- 829, Vopnafjörður 221.494, Seyðis- fjörður 408.071, Neskaupstaður 345.625, Eskifjörður 183.249 og Reyðarfjörður 137.601 MI N N, þrlSjudaglnn 29. september 1964 t-* MYNDAVÉLUM STOLIÐ Framhalé al 16 stðu sem hún stóð við Fiskverkunar- stöð Halldórs Snorrasonar á Gelgjutanga. í Herratízkuna á Laugavegi var enn eitt innbrotið framið í nótt, en þar hefur oft verið brotizt inn upp á síðkastið. Núna var stolið þaðan karlmanns- ullarfrakka grágrænum að lit, 3—4 karlmannavestum með rú- skinni að framan og prjónuðu baki, einum Ijósum poplíns- frakka og einum tweed-jakka núm er 39. Frá Herratízkunni hefur leiðin legið í verzlunina Hrund, sem er í sama húái og þar var brotin rúða í útihurð, en horfið frá við svo búið. Gleraugnaverzlunin Fókus var fyrir barðinu á innbrotsþjófum í nótt, og stolið var þaðan fjórum myndavélum; tveim Biloxar 1x56 (önnur í svörtum kassa) og tveim Bella 66 og 44. Dýrasta vélin kost- aði kr. 1055.00, en sú ódýrasta 585.00 kr. Farið var inn í Fókus bakatil. Farið var inn á afgreiðslu Fálkans (vikublaðsins), en ekki var vitað til að neinu hefði verið stolið þaðan. Og svo var það útbrotið. Það var nú ekki úr „Steininum“ heldur út úr húsinu Aðalstræti 16 (Upp- salir). Var brotin þar vírrúða að- faranótt sunnudags, og farið var út um gluggann. Rannsóknarlögreglan biður þá, er -kynnu að geta gefið upplýsingar um framangreinda atburði, að hafa samband við sig hið allra fyrsta. RÉTTAÐ í NJÓSNAMÁLI « Framhald af 1. síðu. Jegerov, en þau voru í októ- ber látin laus í skiptum fyrir tvo bandaríska njósn- ara, sem Rússar höfðu handtekið. Er fylgzt með þessu njósnamáli með mik- illi eftirvæntingu í Banda- ríkjunum, ' ■ ;----—»;--—— ----- VÍÐAVANGUR — framtfð landbúnaðarins. Stefán svarar m.a.: „Ég held, að þeir hafi rétt fyrir sér, sem telja eitt mesta vandamál íslenzks landbúnað- ar fjármagnsþörfina hjá frum- býlingunum. . Ef bændur hér hefðu sömu lánakjör og stéttar- bræður þeirra búa við víða er- lendis, þá væri hér öðru vísi umhorfs. Þá gengi betur hjá þeim, sem við jörðunum taka, áð eignast þær. Hagstæð lán til langs tíma — það er það, sem vantar í okkar landbúnaði. En það ríður á að búa svo vel að íslenzkum sveitum, að þeir, sem þar starfa, séu ekki með hálfan hugann við það, hvernig þeir geti þaðan losnað.“ ÍÞRÓTTIR Framhald af 5. síðu. Crystal Palace—Bury 0:2 Derby—Portsmouth 4:0 Middlesbro—Ipswich 2:4 Newcastle—Preston 5:2 Northampton—Cardiff 1:0 Norwich—Leyton Orient 2:0 Rotherham—Charlton 3:2 Southampton—Coventry 4:1 Swansea—Manch. City 3:0 SwindoB—Huddersfield 4:1 Newcastle og Norwich eru efst með 14 stig, Rotherham, Bolton og Derby hafa 13 stig. f Skotlandi vann Rangers sinn fyrsta sigur í deildakeppn- inni, sigraði Airdrie, neðsta lið ið, sem öllum Ieikjum hefur tapað hingað til, með 9:2. St. Mirren tapaði enn, nú fyrir Fal- kirk á útivelli, 2:0, og er næst neðst með 1:0. Kilmamock sigr aði Dunfermline með 1:0 og hefur því sigrað í öllum leikj- um sínum hingað tiL ^ , VÉLAHREEN GERNING Vanii menn Þægileg Fljótieg Vönduð vlnna ÞKIF - SimJ 21857 oe 40469 RYDVORN Grensásvep 18 sfmi 19945 RySverfum bílana með Tectyl Skoðum oo stillum bílana fliótl oo vel BÍLASKODUN Skúlaíiöti; 37. Sími 13-100 Trúlofunarhringar afgrelddli samdægurt SENDUM UM ALLT LAND HALIDÖR SkólavörSustig í PILTAR, EFÞlD EIGIÐUNIWSTUNA \ > ÞÁ Á ÉO HRINÓANA //vÁJ fyar/d/} tem/7Í(sio/7\ /4eWsfréet/6 \1 H JÓLB ARÐA VIÐGERÐIR Opið aUa daga (líka laugardaga og sunnudaga) frá kl. 7.30 tll 22. GÚMMÍVINNUSTOFAN h. t Skipholti 35 Reykjavik sími 18955. ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir til barna, tengdabarna, ættingja og vina, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og; skeytum á sextugsafmæli mínu 22. sept. s. 1. Stefán Sigurðsson, Ártúni. Ég þakka ‘hjartanlega öllum er sýndu mér vináttu á sjötugsafmæli mínu, 31. ágúst síðastliðinn, með gjöfum, heimsóknum, skeytum, og samtölum Sérstakar þakkix færi ég frænda mínum Halldóri Þoigrímssyni og konu hans, Blönduósi. Guð blessi ykkur öll. Gunnhildur Sigurðardóttir, Brekku. Innilegar þakkir til allra þeirra er glöddu mig með veizlu blómum og skeytum og gerðu mér daginn ógleym anlegan. Guð blessi ykkur > Runólfur Sigtryggsson Suðurlandsbraut 89. Fósturfaöir minn, Þorsteinn Þorsteinsson * frá Hjörtsey, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju iaugardaginn 3. október kl. 10,30. Hjörleifur Sigurðsson. Eiginmaður minn Tómas Jónsson : borgarlögmaður verður jarðsunginn frá Dómkirkiunni miðvikudaginn 30. september kl. 2 e.h. F. h. barna, tengdabarna og barnabarna Sigríður Thoroddsen. Hjartkær elglnmaður minn, Valur Hlíðberg WfPfFi’frf? .fp vélstjóri, -^rp i lézt í Landspítalanum 28. september. Sigríður Tómasdóttlr. Faðir okkar, Einar Gíslason 1 Garðsstíg 1, Hafnarfirði, andaðist 26. þ. m. að Hrafnistu. Gísli Einarsson, Sigurjón Einarsson. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.