Tíminn - 01.10.1964, Blaðsíða 3
1ÓN H. MAGNÚSSON SKRIFAR FRÁ AMERÍKU
Menn gleymdu f Ijótt að
Goldwater hafði komið
Kosningabaráttan verður stöðugt umfangsmeiri í Bandarikjunum
JHM-Cape Code, Massachusetts.
Það er rétt mánuður liðinn
frá því kosningabaráttan fyrir
forsetakosningamar í nóvember
hófst hér í Bandaríkjunum. Þeg
ar er búið að skrifa og segja
fleiri en billjón orð á báða
bóga. Áður en þessi mánuður-
inn er á enda eiga báðir flokk
arnir eftir að lofa kjósendum
svo miklu gulli og grænum
skógum að ef einhvem tíma
tækist að uppfylla helminginn,
þá má búast við paradís á
jðrðu.
Bandaríkjamenn era rétt að
vakna við ærandí hávaðann frá
þessum pólitíska hvirfilvindi,
sem herjar á þjóðinni fjórða
hyert ár, og skilur stundum eft
ir sig_ meira tjón heldur en
hitt Áróðurs- og auglýsingasér-
fræðingar vinna nótt sem dag
til að finna upp ný og ný slag
orð til að reyna að vekja at-
hygli kjósendanna á frambjóð
endum og kosníngaloforðum, á
meðan senda prentsmiðjur frá
sér bæklinga í tonnatali fulla
af lofi eða ásökunum, vitandi
að mest af því endar ólesið á
ðskuhaugunum.
Barry nokkur Goldwater
endaþeytist um landið í leigu
þotu og heldur ræður yfir
hausamótunum á stuðnings-
mönnum jafnt sem andstæðing
um í þeirri von, að það megi
hjálpa honum inn í Hvíta hús-
ið í nóv. Enda er það hans
trú að þaðan geti hann og
enginn annar en hann bjarg-
að þjóðinni frá kommúnistum
og öðram óþjóðalýð. Þrátt fyr-
ir allt þetta ferðalag á liðnum
mánuði, þá hefur homun enn
ekki tekizt að vekja eins mikla
athygli á sér og sínum er-
indum, eins og republikanar
höfðu haldið. Goldwater hef-
ur alls ekki getað skapað sér
eins víðtækt almenningsálit og
mótstöðumaður hans, Lyndon
B. Johnson, nýtur á meðal
landsmanna. Goldwater hefur
heldur ekki getað sannað fyr
ir fólkinu að hann sé engu
minni leiðtogi heldur en LBJ.
Kosningasérfræðingar segja,
að Goldwater verði nú á næstu
dögum að „gera eitthvað stór-
fenglegt" ef hann eigi með
nokkru móti að geta sigrað i
nóvemberkosningunni. Þetta
getuleysi Goldwaters í að sanna
getu sína til að verða frábær
forseti hefur mjög svo aukið
á sigurmöguleika demókrata.
Undirritaður var fyrir nokkr
um dögum á pólitískum fundi
hjá republikönum í Minneapol
is í Minnesota, þar sem Barry
Goldwater hélt ræðu kvöldsins
fyrir fullu húsi. Ekkert nýtt
kom þar fram í ræðu hans.
enda ræddi hann eingöngu um
Viet Nam, kommúnisma, heims
völd, og lélegan þjóðarmóral.
Þótt hann hefði verið inn í
miðju landbúnaðarríki, þá sagði
hann lítið um vandamál land-
Barry Goldwater er kunnur radíó-amatör og notfærir sér þá kunn-
áttu sína [ sambandi við kosnlngabaráttuna elns og myndir sýnir.
(Ljósmynd: UPI).
búnaðaríns, og bar fyrir sig að
hann „vissi lítið um þau mál“.
Sannleikurinn er sá að Gold
water hefur barizt á móti nauð
synlegum breytingum í þessum
málum og vildi því lítið á þau
minnast. Áheyrendur voru flest
ir sterkir stuðningsmenn Gold-
waters fyrir utan nokkra ung-
linga og forvitna kjósendur,
enda fengu fáir aðrir aðgöngu
miða. Nokkrum dögum áður
höfðu Minnesotabúar fagnað
„heimkomu" Hubert H. Humph
reys mun betur en komu Gold-
waters. William Miller, varafor
setaefni republikana átti að
tala í ríkinu nokkrum dögum
seinna, en gat ekki komið, enda
fór svo að fáir söknuðu hans,
þar sem enn færri vissu hver
hann var. Lyndon B. Johnson
er væntanlegur í heimsókn eft
ir stuttan tíma og ræða menn
mikið um komu haus. Gold-
water var rétt farinn frá borg
inni er flestir voru búnir að
gleyma því að hann hefði nokk
urntíma komið þar. Svipaðar
sögur má segja frá fleiri heim
sóknum Goldwaters í miðríkj
unum.
Meðan Goldwater tekst ekki
betur til í kosningabaráttunni,
má segja að sigurmöguleikar
Johnsons verði betri og betri,
sem um leið leiðir af sér erfið
ari baráttu fyrir fyrrnefndan.
Þrátt fyrir ógöngur Goldwaters
á þessum fyrsta mánuði kosn-
ingabaráttunnar, þá má segja
að hann er enn uppfullur af
baráttuhug og lætur lítið á sér
finna að hann sé farinn að
missa sigurvonina. Goldwater
virðist vera mjög ósérhlífinn
og er ekki síður duglegur í að
heilsa mönnum með handa-
bandi en Lyndon. Goldwater er
líka álíka góður og Johnson
í að notafæra sér persónuleika
sinn, eins og sjá mátti í Minn-
eapolís, þar sem hann varð að
stoppa ræðu sína 40 sinnum
vegna fagnaðarláta áheyrenda,
þrátt fyrir þá staðreynd að
hann sagði lítið nýtt. Frú Gold
water hefur náð í töluvert mörg
atkvæði fyrir mann sinn með
mjög góðri framkomu, enda er
hún mjög geðþekk og lagleg
kona. Keppinautur frú Goldwat
er, Lady Bird Johnson, er einn
ig drjúg í atkvæðaveiðum, enda
telst hún í hópi atvinnupólitík-
usa og á þar lítið sameiginlegt
með frú Goldwater. <•
Republikanar vitna nú óspart
í sögu demókrata, þegar Harry
Trumann, vann óvæntan sigur
í forsetakosningunum 1948 yfir
Thomas Dewey. Því meir sem
bandarískir kjósendur sáu eða
heyrðu í Dewey, því minna lík
aði þeim maðurinn, þrátt fyrir
að allar skoðanakannanir og
flest blöð spáðu honum sigri.
Þjóðin kaus Trumann í stað-
inn, segja republikanar, og
bæta við að svo geti einníg far
ið í ár, það er að segja að
kjósendur vilji Barry frekar en
Lyndon.
Maðurinn, sem Goldwater
kaus sér sem samherja og
varaforsetaefni flokksins á
flokksþinginu í San Francisco
í sumar, William Miller, hefur
einnig verið á ferðinni í at-
kvæðaleit. Miller hefur gengið
mjög illa og menn segja nú
að Goldwater sé farinn að
finna fyrir varaforsetaefninu
sem bagga á baki sér frekar en
hjálparhellu. Miller á við
við marga erfiðleika að stríða,
í fyrsta lagi er hann svo til
óþekktur maður hér, í öðru
lagi virðist manninn algjörlega
skorta þann persónuleika sem
amerískir stjórnmálamenn
þurfa á að halda, í þriðja lagi
hefur honum orðið illilega á
í sumum ræðum sínum og í
fjórða lagi, þá á hann fáa vini
innan flokksins, þegar Gold-
wateristar eru frátaldir. Ein-
um blaðamanni varð það á
orði nýlega að Miller. þyrfti
meir á samúð að halda heldur
en gagnrýni.
Johnson forseti situr í Wash
ington og lætur lítið á sér bera
á alfara kosningatröðum þessa
dagana, enda ætlar hann ekki
að hreyfa sig mikið fyrr en
síðustu dagana fyrir kosningar.
Hann nýtur aftur á móti þeirra
hlunninda sem embættið gefur
honum og í sinn stað hefur
hann sent Hubert H. Humhrey
um landið og látið hann svara
Goldwater. Þó að hver vinnu-
dagur hjá Humphrey sé meir
en 18 klst., þá sér lítið á hon-
um þreyta, enda ku maðurinn
hafa endalausan lífskraft. Hann
er duglegri en hínir frambjóð
endurnir í að halda ræður,
kyssa börn og taka í hendurnar
á kjósendum, nokkuð sem er
lífsnauðsynlegt hér á meðal
stjórnmálamanna. Humphrey
er án efa einhver bezti maður
inn sem demókratar eiga, enda
má segja að hann haldi merki
flokksins hátt á lofti í þefssum
kosningum. Menn segja að
Humphrey eigi að skipa á með
al demókrata eins og Harry
Trumann, Adlai Stevenson,
Lyndon B. Johnson og John
F. Kennedy — mannanna sem
mestan heiðurinn eiga að upp
byggingu og sameíningu flokks
ins á síðustu árum.
Pólitíkin og kosningabaráttan
á enn eftir að aukast bæði að
afli og fyrirferð á næstú vik-
um. Þrátt fyrir það að skoðana
Pramhald t> uðu 13
J
T f M I N N . ^lmmtudaalnn 1. oktáKAi* lOAd —.
Á VÍOÁVANGi
Ljótur skollaleikur
Einherji ræðir nýlega um
skattamálin og segir m.a.:
„Um fátt hefur verið meira
rætt og ritað að undanförnu
en skatta- og útsvarsreglur
þær, er nú gilda, »g fram-
kvæmd þe'irra. Að vísu er það
rétt, að áður hafa menn verið
ánægðir með skattalög, og þá
eimkum framkvæmd þeirra, og
séð, að ýmsir hafa komizt upp
með það að svíkja tekjur und-
an skatti. En nú keyrir um
þverbak.
Það er ekki cinungis að
skattsvikin sjálf séu stórkost-
legri en *áður og liljóta að
hneyksla hvern réttsýnan
mann, hcldur hefur skattþung-
1 iun sjálfur færzt svo til, að
mönnum hnykkir við og eru
furðu lostnir, þegar þeir sjá
að það er engin tilviljun, held-
ur verið unnið að því markVisst
af núverandi fjármálaráðherra,
síðan hainn tók við fjármálum
ríkisins, að flytja aðalskatt-
þungann, sem áður hvíldi lang-
þyngst á þeim tiltölulega fáu
tekjuhæstu í þjóðfélaginu, yfir
á bök þeirra þjóðfélagsþegna,
sem hafa miðlungs tekjur, og
framkvæmt þetta með þeim
ljóta skollaleik milli hans og
verðbólgunnar, þar sem hann
hefur þótzt vera að lækka skatt-
ana, en notað verðbólguna til
að hækka þá aftur mörgum
sinnum meira, og svo allt látið
heita Viðreisn. En það Ijótasta
við þennan skollalcik ríkis-
valdsins er það, að hami
liefur farið fram að tjalda-
baki án þess að þjóðin átt-
aði sig á, hvað væi'i að ger-
ast. Sjálfur hefur ráðherrasin
skroppið við og við framfyrir
tjöldin, fram á leiksviðið, og
frammi fyrir alþjóð hefur hann,
með samblandi af ósvífnum ó-
sannindúm, látbragðskúnstum
og talnatvöfeldni, sagt þjóð-
inni, að hann og ríkisstjómin
væru alltaf að Iækka skattana.
Sfðan hafa málgögn ríkisstjórn-
arinnar og ráðherrans flutt
þjóðinni þetta sem sarman
gleðiboðskap ásamt Iióli um
slíka ágætis stjórn og stjórnar-
stefnu. Og málpípur ríkisstjórn
arinnar voru sjálfar farnar að
trúa þessu, sbr. þegar Vísir
sagði, sömu dagana og skatt-
skráin kom út, að nú gætu
men'n notað Iækkun skattanna,
10—15 þús. kr., til að fara í
sumarfrí til útlanda, og með
þetta væru auðvitað allir á-
nægðir. Það er skömm að svona
skollaleik og þjóðarskömm að
ráðherra skuli leyfa sér slík
vinnubrögð, jafnvel þó hann
geti með því komið fram póli-
tískum óskadraumi íhaldsins.
Og það er sorglcgt, að íslenzk
blöð, eins og Vísir, skuli segja,
já, og hælast yfir slíkum vinnu-
brögðum. Ivn það verður lík-
lega að flokkast undir það að
pörupiltum þyki sómi að
skömmunum.“
ÞaS, sem gerzt hefur
Einherji segir ennfremur:
,,Nú fflun margur segja: Jú,
ljótt er ef satt er, og hvernig
var hægt að gera þetta, og
hverjir tóku þátt í undirbún-
ingi og framkvæind að tjalda-
baki? Því nviður er þetta satt,
um það vitna skattskýrslurnar,
og þær tala sínu máli. Um
þátttakendurna að tjaldabaki
er það að segja, að þar hafa
verið núverandi ráðherrar og
Framhald á bls. 6.
■■■aHBanHKmaB
3