Tíminn - 01.10.1964, Side 8

Tíminn - 01.10.1964, Side 8
f Framsóknarblaðið í Vestmanna eyjum birti 23. september viðtal við áttræðan merkismann, Einar Sigurfinnsson. Tilefni viðtalsins er það, að Einar varð nýverið áttræður. Síðastliðin níu ár hefur hann átt heima í Vestmannaeyjum, hjá syni mínum Guðmundi, deildar- stjóra í Kaupfélagi Vestmannaeyja. Einar Sigurfinnsson missti fyrri konu sína árið 1913. Með henni eignaðist hann tvo syni, biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson og Sigurfinn, verkstjóra hjá ísfélagi Vestmannaeyja. Seinni kona hans er Ragn- hildur Guðmundsdóttir. — Viðtalið við Einar fer hér á eftir: Hefur áhuga fyrír trú- málum, bindindismálum og samvinnuhugsjóninni Einar Sigurfinnsson, Kirkju vegi 29, hér í bæ, átti nýlega áttræðisafmæli. Af því tilefni átti undirritaður stutt viðtal við afmælisbarnið. — Þú ert Skaftfellingur að uppruna, Einar? — Já, ég er fæddur að Háu- Kotey í Meðallandi þaan 14. september 1884. Foreldrar mín ir voru Eristín Guðmunds dóttir, heimasæta í Háu-Kotey, og Sigurfinnur Sigurðsson bú- stjóri sama stað. Móðir enín giftist siðar Sigurði Sigurðs- syni frá Fjósatungu í sömu sveit. Þau bjuggu fyrst í Háu- Kotey og þar ólst ég upp hjá móður minni og fóstra í stór- um systkinahópi. — Og skólagangan varð stutt? — Það var farkennsla og ég held, að ég hafi alls verið í bamaskóla í 15 vikur. Það var mitt skólanám. Fátæktin sá fyr ir því að það var ekki lengra. Séra Gísli Jónsson, prestur i Langholti fermdi mig. Hann var afbragðs kennari. Nú flutti hann skömmu eftir að ég fermdist út að Mosfelli í Grímsnesi. Þá vildi hann taka mig eneð sér þangað og kenna mér undir skóla, eins og þá var kallað. En þetta góða boð var ekki hægt að þiggja, því heimilið þurfti á minni hjálp að halda við bústörfin. Mig langaði að komast í Flens- borgarskólann. — En það var.nóg að starfa — Já, kjörin voru þannig, að fólkið þurfti á öllu sínu þreki að halda, og það var annað- hvort að duga eða drepast. Meðallandið var erfið sveit og afskekkt, jarðir litlar og búin þess vegna smá og mikil fátækt á flestum bæjum. Þá var ekki um annað að ræða en hand verkfæri og hesturinn eina flutningatækið. Maður er svo sem alinn upp í gamla tíman- um. — Og félagslíf? — Við stofnuðum ungmenna- félag 1908, en áður var stúka starfandi í sveitinni. Skemmti- kraftar voru ekki sóttir út fyrir sveitina. Þá var 'talið sjálfsagt að leggja sig fram við að byggja upp samkomurnar þann- ig, að þær hefðu menningar- legt gildi, enda ekki fjarri að ungmennafélögin hafi verið lýðskólar sveitanna. — Og þú staðfestir ráð þitt. — Eg gifti mig 1910, Gísl rúnu Sigurbergsdóttur frá Háu- Kotey. Okkar samvistir urðu stuttar, því hún lézt af völd um bruna 1. janúar 1913. Frá- sögn af þeim atburði er skráð annars staðar og missirinn gleymist mér aldrei. Við bjugg- um þessi ár á Steinsmýri í MeðaUandi, en eftir að hún lézt, flutti ég aftur að Kotey og bjó þar í félagi við bróður minn. Við eignuðumst tvo drengi, Sigurbjörn biskup og Sigurfinn verkstjóra hjá ísfé- lagi Vestmannaeyja. — Þú manst vel eftir Kötlu- gosinu 1918? — Já, þá kreppti að hjá okk- ur Skaftfellingum. Það var samvinnuskipulagið, sem bjarg- aði sveitunum fyrir austan EINAR SIGURFINNSSON Sand. Bjarni Kjartansson, kaup félagsstjóri I Vík og Lárus á Klaustri höfðu þá forystu á höndum. — Þú settist að í Reykjavík? — 1926 flutti ég til Reykja- víkur og var þar í þrjú ár. Kunni ekki við mfg þar, enda var mikið atvinnuleysi um þær mundir í höfuðborginni. Svo kvæntist ég í annað sinn, er seinni kona mín Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Syðra- Langholti í Hreppum. Við hóf- um búskap að Iðu í Biskups- tungum vorið 1929 og bjuggum þar í 26 ár, að við fluttum hing- að til Vestmannaeyja. Sonur okkar er Guðmundur, deildar- stjóri í Kaupfélagi Vestmanna- eyja. Með Rágnhildi kom í heimilið drengur, Skúli Helga son, og ólst hann upp hjá okkur. — Og hvernig hefur þú svo kunnað við þig í Eyjum? — Mér hefur hvergi liðið betur. s;#- Heldur þú að það sé hætta á, að þjóðin veiklist í velgengninni. — Nei, ég hef trú á æsk- unni, og hún áttar sig og veld- ur sínu hlutverki, þegar þar að kemur. — Og nú lítur þú yfir far inn veg. — Það hlýtur maður að gera. Og mér finnst sárast að sjá hvað ég hef litlu áorkað Eg hef áhuga fyrir bindindis- málum, samvinnuhugsjóninm og trúmálunum. Þessum hugð- arefnum hef ég reynt að leggja lið og hygg, að því meira, sem vinnst á vettvangi þessara mála, því betur vegni íslenzku þjóðinni. — Hugsar þú mikið um dauðann? — Nei, þar læt ég nótt, sem nemur, og ég hef engar áhyggj ur, þó hann komi í kvöld. Eg er þess fullviss, að annað líf tekur við, og þar verður séð fyrir öllu. Trú; var mér innrætt frá blautu barnsbeini, og ég hef reynt að halda henni við. Hún er athvarfið í raunum, og velgengnin verður dýftnætari, sé litið á hana sem guðsgjöf Það hefur komið fyrir, að ég hef fundið eitthvað í náiægð, sem ekki verður skýrt frá sjónarmiði efnishyggjunnar, og mér hefur verið send huggun í raun og hjálp í nauð, svo ég efast ekki um, að það er yfir oss vakað. En bænin má aldrei bresta þig. Hér látum við samtalinu lok- ið, þó mér, sem festi þetta á blað, sé Ijóst, að flest er óskrif að, sem í venjulegum afmæl isgreinum, eins og upptalning á félagsmálastörfum og veg- tillur, sem afmælisbarmð hef- ur hlotið. Hitt verður að minn- ast á, að afmælisbarnið á ó- venju marga vini. Um það vitnar fjöldi heillaskeyta og afmælisgjafirnar, þar á meðal er hlaði af bókum, og segist Einar verða að reyna að lifa fram eftir vetrinum til að geta lesið þær allar. Svo þegar ég er að fara, réttir gamli maðurinn mér kvæði, sem hann hefur ort núna síðustu dagana. Rekur hann þar þráð liðinna daga af hógværð og sálarró hins lífs reynda og trúaða manns. Leyfi ég mér að lokum að birta síð asta erindið. „Nú er bráðum lokið leið til landsins dýrðar bjarta. Ljómar bak við dapran deyð Drottins náðar sólin heið. Lofi Drottinn hugur, tunga og hjarta.“ Sigurgeir Kristjánsson. tu mæta kirkjumuni. Höfðu þeir ver ið fjarlægðir úr kirkjunni, sumir jafnvel seldir til annarra landa. Á fundinum var kosin nefnd, sem skal hafa það hlutverk með hönd um, að grennslast fyrir um, hvar hinir fjarlægðu rnunir Þing- eyrarkirkju séu níður komnir og endurheimta þá, sé það mögulegt Þá var á fundinum samþykkt tillaga, þar sem beint er til kirkju þings og kirkjuráðs að beita sér fyrir því, að opinbert framlag til bygginga og endurbóta kirkiu húsa verði aukið til muna Fundinum lauk i kirkjunni með því, að prófasturinn las ritningar ra I I ■ A. Sunnudaginn 6. september s.l. var héraðsfundur Húnavatnspró- fastsdæmis haldinn i Þingeyrar kirkju, að aflokinni guðsþjónustu í kirkjunni. Prófastuiinn, séra Þor steinn B. Gíslason, Steinnesi, pré dikaði. Auk hans þjónuðu fyrir alt ari prestarnir Gísli H. Kolbeins, Melstað, Pétur Ingja'.dsson, Skaga 4rönd og séra Jón Kr. ísfeld, Brandsstöðuim. í prédikun sinni minntist prófastur m.a. Ásgeirs Einarssonar, bónda og alþm. á Þingeyrum, sem fyrir réttum 100 árum hafði byrjað byggingu Þing eyrarkirkju. Orgelleik við guðs- þjónustuna annaðist prófastsfrú Ólína Benediktsdóttn. Steinnesi, og stjórnaði jafnframt kór. sem söng við guðsþjónustuna. Að guðsþjónustunni lokinni flutti séra Guðmundur Þorsteins- son, Hvanneyri, erindi um Þing- eyrar. Rakti hann sögu staðarins allt frá því að þar var stofnað munkaklaustur á árinu 1133. Rakti fyrirlesarinn í stórum dráttum það gagnmerka bókmenntastarf, sem unnið var á Þingeyrum meðan klaustur var þar, en það var lagt niður sem klaustur á árinu 1551. Síðan rakti hann að nokkru sögu staðarins frá siðaskiptum og fram á vora daga. Var erindið mótað af inngangs- og lokaorðum þess: Minnstu þess, að staðurinn, sem þú stendur á er heilög jörð. Að erindi loknu var öllum kirkju gestum boðið til rausnarlegra kaffi veitinga að Þingeyrum Var það sóknarnefndin, sem bauð, en kven félag sóknarinnar annaðist þær og húsráðendur. Eftir að hafa notið góðgerðanna. j var aftur gengið til kirkju. Þar I hófst fundur með því, að prófast I urinn flutti yfirlitsskýrslu sína. I Ræddi hann fyrst um kirkjulegt starf á árinu aknennt, en sneri sér svo að því, sem gerzt hefði í kirkjumálum prófastdæmisins. M. a bauð hann velkominn og kynnti fyrir fundarmönnum séra H. Mart in frá Glasgow, sem mættur var á fundinum. En séra Martin gegnir um þriggja mánaða skeið prest- störfum fyrir séra Robert Jack, Tjörn á Vatnsnesi, sem þann tíima dvelur í Glasgow. Þegar prófastur hafði lokið skýrslu sinni, flutti Jón S. Pálma- son, Þingeyrum, erindi um Þing- eyrarkirkju. Rakti hann sögu kirkj unnar og gat ýmissa viðgerða og endurbóta, sem söfnuðurinn hafði gert m.a. iátið eirþak á kirkjuna. Ræðumaður lýsti síðan munum kirljjunnar, sem margir hverjir eru mjög dýrmætir, og sagði sögu þeirra, eftir því semn bezt verður vitað. Kirkjan átti, allt fram undir síðustu aldamót, fleiri verð Maðurinn, sem skrifar þáttinn: Útvarp — Reykjavík í Morgun- blaðið s.l. fimentudag, kemst nokk- uð kynduglega að orði í loka- setningu greinarkorns þar sem getið er um útvarpserindi mitt, er ég flutti 10. þ.m. og segi frá dvöl minni á „Vár GSrd“ i Sví- þjóð á s.l. vori, en í því hafði ég leyft mér að segja að Sviar væru friðelsk þjóð og nokkur fleiri vin- samlega orð lét ég fafla . garð þeirrar þjóðar En þegar þessi maður er búinn að brengla frá- sögn •nína eftir eigin geðþótta, eins og er hann segir að ég hafi! talað um „lagni“ Svíg að ..sitja hjá“ í síðustu heimsstyrjöld (gæsa lappir hefði nann getað sparað; sér í þesusm tilbúningi sinum),í þá klykkir hann út með þessari setningu. eftir nokkrar fleiri vangaveltur. orðrétt svona ,.Hitl- er var nefnilega friðarsinm. svo lengi sem hann fékk óskir sínar uppfylltar átakalaust." Þessa kenningu um Hitler hafði ég aldrei heyrt fyrr, og ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. en það stóð þarna svart á hvítu í sjálfu Morgunblaðinu að Hitler hefði verið friðarsinni! Hingað tii hefur ekki mátt nefna orðið ,.friður“ eða neitt annað það orð gegn stríði. að ekki hafi það æst upp reiði í sálum nazistanna hér og þeirra fylgis manna En hvað mun þeim ímnast nú þegar farið er að snúa Faðir vorinu upp á fjandann og kalla Hitler „friðarsinna"? Þetta ætlar að verða meiri háttar kúvending sem eins vel getur endað með því að Hitler verði tekinn i dýrlinga tölu En hvað segja þéir þá i neðra? Sigríður Einars frá Munaðarnesi 8 T í M I N N , fimmtudaglnn 1. október 1964 —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.