Tíminn - 01.10.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.10.1964, Blaðsíða 13
HÉRAÐSFUNDUR Framhald af 8. síðu. grein og bað bænar við altarið. Fundarmenn báðu sameiginlega Faðlr vor og sungu að lokum vers ið „Son guðs ertu með sanni“. 'f>á var haldið heim áð Steinnesi, |>ar sem fundarmenn neyttu ríku legs kvöldverðar hjá prófastshjón Unum. Fundinn sátu allir prestar pró- fastsdæmisins og 12 safnaðarfull trúar. En auk þess tóku ýimsir fleiri þátt í fundinum, þ. á m. eiginkonur flestra prestanna. Síðla kvölds hélt hver ttl síns heima, að loknum merkilegum fundi. Voru allir þakklátir pró- fastinum fyrir þá nýbreytni, að helga meiri hluta fundarins minn ingu merks atburðar í sögu eins kirkjustaðar. Fundurinn varð þann ig bæði umræðufundur og fræðslu fundur. Fundarmaður. KOSNINGABARÁTTAN Framhalt aí Dis 3 kannanir segi að Johnson og Humphrey eigi eftir að vinna þá Goldwater og Miller, þá eru landsmenn samt tregir til að segja hvað þeir haldi sjálfir. Báðir aðilar eiga enn eftir mörg ósögð orð og enn liggja þeir á ýmsum ásökunum og pólitísk- rnn brögður, sem þeir vona/að edgi eftir að efla sigur- möguleikana. Þrátt fyrir allt, þá er það kjósandinn sjálfur sem mun skera úr um það hver vinnur, með sínu litla X4. —jhm. GETUR GERT (Framhaid at 9 síðu \ ekkert koma málinu við á leik- húsþingi. En eftir á fannst mér nú bara gaman af að þetta skyldi hafa komið fyrir — og eiginlega verst að við skyldum eÉ3d fá tíma til að virða þessa yndislegu stúlku betur fyrir okkur, þetta bar svo brátt að. Þegar allt kemur til alls, sann ast það á sögu kventízkunnar, að kvenfólkið hefur alltaf ver ið að færa sig í þessa átt — að fækka fötum. í rauninni langar þær allar til að fara úr öllu — en brestur kjark til þess. En hvað sem því líður, og þrátt fyrir ýmiss mistök á þessum listamannaþingum eiga þau fullan rétt á sér og geta orðið til gagns. Og það er synd og skömm til þess að vita, að John Calder, þessum ágæta og frjálslynda útgefanda frá Lond on, skuli vera settur stóllinn fyrir dyrnar, þega hann ætl aði að stofna til þriðja þings- ins, fyrir Ijóðskáldin. Eg vona að hér veroi haldið ljóðskálda- þing en er hræddur um, að siðvæðingaríhaldið hér komi í veg fyrir að leitað verði til hæfasta mannsius til að skipu- leggja það, John Calder, og megum við Edinhorgarar skammast okkar fyrir það,“ sagði MacDiarmid, og kveikti í pípunni sinni og fór að ganga um gólf fyrir fullum dampi. Annars var fundahald á þessu þingi heldur laust í böndunum framan af og lá við upplausnj stundum. Mörg ung Skáld komu í fram og lásu kvæði sín ýmist í hefðbundnu formi eða svo- kölluð atómkvæði. Sumir komu inn af götunni með kvæðablöð undir hendinni báðu um orðið og fengu það Einn las upp ástalífsljóð svo berort, að ung ar stúlkur meðal fundargesta stokkroðnuðu og einni rosk- inni konu var svo nóg boðið, að hún strunsaði út í fússi. Eitt skáldið kvaðst hafa gert til- raun með að yrkja Ijóð án orða, en því miður væri hann ekki ánægður með árangurinn. Samt flutti hann nokkur ljóð með aðstoð annars manns, sem hóf á loft ýmsa hhrti undir lestr- inum. Ef ljóðið var um póst- kort, lyfti aðstoðarsveinninn upp póstkorti til sýnis, og ef ráuður litur kom fyrir í kvæð inu, lyfti pilturinn upp spjaldi sem á stóð skrífað „rautt“ o s. frv. Eitt kvæðið fjallaði ui boltaleik á baðströnd, og á me an skáldið flutti það, fór ai stoðarmaðurinn að henda rön óttum baðstrandarbolta u: fundarsalinn. Þetta fannst mör, um dáskemmtilegt grín en að’ ir áttu ekki orð yfir slíka fáj sinnu . Eftir hvern kvæðales] ur urðu umræður og ekki go að henda reiður á allt, sem þai var sagt. Seinast var Georgi Whiteman, skáldi sem starfa: við brezka útvarpið, falin fun arstjórn, sem hann tók að sé með því skilyrði, að menn færit, eftir einhverjum fundarsköpunP og ekki kæmi til mála að ein- hverjir óskiljanlegir bullukálf ar færu að taka til máls og tefja tímann. Fórst honum fund arstjóm vel úr hendi. Voru nú teknir til umræðu þeir erfiðleikar, sem ljóðskáld í Bretlandi ættu við að stríða að fá útgefendur að verkum sínum. Fundarstjórinn upplýsti að af opinberu fé til styrktar bókmenntum og listum í Bret- landi færu 64% handa list- dansi og óperu, en ein skitin 0.247% til ljóðagerðar í ríkinu. Þetta þótti mönnum furðuleg tíðindi. Kona ein meðal fundar gesta lagði það til málanna, að nú væri einmitt rétti tíminn til að gera eitthvað í málinu, úr því kosningar færu í hönd, ættu nú skáldin að færa þetta í tal við hvern einasta frambjóðanda hver í sínu kjördæmi, og fá þá til að lofa að ráða bót á þessu ófremdarástandi. Var loks gerð þingsályktun um að skora á hið opinbera að gera hlut Ijóðagerðar og bókaútgáfu meiri en hingað til hafði verið. Hugh MacDiarmid hafði orð ið að hverfa af þinginu í miðj um klíðum. Búizt.var_þó -vi3 að hann mundi koma atfur áður en því lyki, en hann var löglega forfallaður. Hann hafði verið boðaður til London, þar sem Kommúnistaflokkur Bret lands var að velja frambjóðend ur fyrir kosningarnar í haust. Þaðan barst sú tilkynning, þeg j ar Ijóðskáldin voru að hespa j af þingið sitt í Edinborg, að ! Dr. Christopher Grieve (Hugh MacDiarmid) yrði í framboði; fyrir kommúnistaflokkinn í j West Perth og Kinross kjör-1 dæmi í Skotlandi — á móti Sir j Alec Douglas Home forsætis-; ráðherra. Var haft eftir skáld- j inu, að aðalástæðan fyrir því! að hann tæki að sér þetta fram ! boð, væri sú, að Kommúnista flokki Bretlands væri meinaður sami kosningaaðgangur að brezka útvarpinu og sjónvarp- j inu, sem væri ólöglegt þar sem aðrir flokkar fengju inni. Ef forsætisráðherrann mundi nota i sér þá kosningaaðstöðu að koma fram í sjónvarpi og yrði kosinn, mundi skáldið heimta þá kosn- ingu forsætisráðherrans ógilda, því hún yrði til komin með ó- löglegum hætti. John Calder lét ekki á sér bera á skáldaþinginu (þótt hann eigi sæti í stjórn leik- félagsins sem stóð að því). Hins vegar var honum boðið að koma fram í spurningaþætti á öðrum opinberum vettvangi í borginni. Hann var hinn ró- legasti, þegar hann var spurð ur um skáldaþmgið og beru stúlkuna í fyrra og sagði m. a. sitt til si svona: „Við höfum sliki fengið að komast inn á siálfa hátíðina með skáldaþing og það er allt út af þessari bíessaðri stúlku, sem enginn sá nógu vel. En KÁUPFELAG EYFIRÐINGA HAUSTIÐ ER KOMIÐ .».aupa þarf haust- og vetrar skófatnað handafjölskyldunní, komið, eða hring- ið, fyrirspurnum greiðlega svarað og afgreiðslu hraðað. Sendum gegn póstkröfu. SkódeOd K.E.A. sími 1700 Akureyri. ég held það sé bara til að hreinsa blóðið og vekjandi fyr- ir flesta að listahátíð geti boðið upp á eitthvert sjokk, það er ágæt tilbreyting að ganga fram af fólki, held meira að segja, að margt fólk oækist eftir því þótt fæstir vilji viðurkenna það. Sjokk getur verið nauð- synlegt í þessu tilliti ,ekki sið ur en í læknisfræðinni, til að vekja fólk og hjálpa því til að sjá hlutina i nýju ljósi.“ ERLENT YFIRLIT Framhald af 7 síðu. því frjálslyndari stefnu með tilliti til þess. Af hálfu Sósíaldemókrata og Radikala mun vafalítið verða reynt að ala á óánægju vinstri armsins í Vinstri flokknum, T.d. heldur Politiken, sem'ver- ið hefur málgagn Radikala, Westerby nú mjög fram. f HINNI nýju stjórn Krag eiga sex menn sæti, sem ekki hafa verið í stjórn áður. Fimm þeirra koma í sfað ráðherra Radikalaflokksins, en einn ;vegna Bomholts menningar- ! ! málaráðherra, sem verðúr for- seti þingsins. Hann er nú elzti' maður þingsins, 68 ára gamall. Af hinum nýju ráðherrum, er tveimur þeirra veitt einna mest athygli. Annar þeirra er K. B. Andersen kennslumáia- ráðherra, sem hefur verið mál- svari Sósíaldemókrata á þingi undanfarið. Hann er fimmtug- ur að aldri og var kunnur út- varps- og skólamaður áður en hann varð þingmaður. Hann er dugnaðarmaður, harðskeyttur ræðumaður og því heldur illa látinn af andstæðingunum. Hinn er Hans Sölvhöj menning- armálaráðherra. Hann er 45 ára gamall. Hann varð útvarps stj. rétt fertugur og nýtur sér- staks álits sem mikill athafna- maður. Hann hefur ekki haft afskipti af stjómmálum áður. Per Hækkrup er áfram utan ríkisráðherra, en Hans bróðir hans, sem áður var dómsmála ráðherra, er nú innanríkismála- ráðherra. Vald Hækkerupanna þykir ekki hafa minnkað við það, að kona Per Hækkerups var nú kosin á þing. Hins vegar fór mun verr fyrir konu Poul Möll- ers, annars aðalleiðtoga íhalds- flokksins. Hún bauð sig fram í öruggu kjördæroi en meðmæl- endalisti hennar reyndist gall- aður, svo að framboð hennar var dæmt ógilt. Þ.Þ. TÍÐI heimilisblað allrar fjölskvidurinar er fjölbreytt fróSlecjt, skemmtileaf os flytin m a.: ★ Fvndnar skonsögur ★ Kvennaþættir ★ Stjörnuspár •* Getraunii- ★ Spennandisögur ★ Skák oa bridaebastti ★ Greinar um menn og málefni o m fl. PREMT K Ingólfsstræti 9 Sími 19443. 10 blöð á ári fyrir aðeins 95 kr NÝIR KAUPENDUR FÁ 3 ÁRGANGA FYRIR 150 kr Póstsendið i dag eftirfarandi nöntun Eg undirrit óska að eerast áskrifandi að SAMTÍÐINNl og sendt Hér með I5Ö kr t'yrir ár gangana 1962. 1963 og 1964 (Vinsamlegast sendið þetta i ábyrgðarbréfi eða póstávísun). Nafn: ............................................. Heimili: .......................................... Utanáskrift okkar er SAMTÍÐIN — Pósthólf 472 RvU ■BH T I M I N N , fimmfudaginn 1. október 1964 — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.