Tíminn - 01.10.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.10.1964, Blaðsíða 9
 Fyrsti fundur skáldaþingsins í Traverse Theatre Club í James Court viS Lawnmarket. Handan við borðið eru skáldin sjö, sam boðið var til þingsins, frá vinstri: Robert Shure (USA), Peter Brown (England), Pablo Fernandez (Cuba), Edwin Morgan (Skotland), Hugh Mac Diarmid (Skotlandi), George Macbeth (England) og Schuldt (Þýzkaland). Þríhyrningurinn á bak við þá er spjald, sem á er fest alls kyns pjötlur, skinnbætur og munir úr ýmsu efni. Naerri fyrir miðju er ryðguð reiðhjólagjörð, og í gegnum hana gægist mynd af Baudilaire, sem var eitt af atómskáldum Frakka á síðustu öid. GETUR GOTT FA Það stóð til að halda mikils- háttar alþjóðlegt ljóðskálda- þing í Edinborg í ár. John Calder, bókaútgefandi í Lond on (sá, sem gefur út skáldrit- in eftir Adamov, Beckett, Dur- as, Ionesco og Robbe-Grillet og fleiri, sem fyrst voru taldir óalandi en nú í hávegum hafð- ir), skipulagði sagnaskálda þing í hitteðfyrra og leikhús maTinaþing í fyrra, en hið síð- arnefnda endaði með þeirri skelfingu, að stúlkukind birt- ist allsnakin uppi á svölum yfir ræðupallinum í þingsaln um fyrir allra augum, sem frægt varð. Hinir siðavöndu feður borg- arinnar vildu ekki láta betta afskiptalaust eða kyrrt liggja. heldur hófust rekistefnur mikl- ar að þingi loknu til að hafa upp á hinum seka. Harewood lávarður, John Calder og fleiri framámenn voru stranglega yfirheyrðir, en ekki fundnir sekir. Raunar voru það ein hverjir strákar, komnir alla (eið frá Kaliforníu, sem fengu laglega ljósmyndafyrirsætu, gegn eins sterlingspunds greiðslu, til að afklæðast og sýna sig í tvær mínútur a svöl- unum ef takast mætti að koma blóði fundargesta á hreyfingu áður en botninn yrði sleginn í þetta þinghald. Slíkt uppá tæki nefna þeir vestra „happ ening" og á að heita tilviljun- arkennt atvik. Mikið var um þetta rætt og ritað, af mörgum í fúlustu alvöru, enda var Krist- in Keeler og ýmsir háttsettir í slagtogi með henni, mjög á dagskrá um þær sömu mundir og þóttust margir Bretar standa á öndinni út af því framferði öllu, en þá var Frökkum skemmt og fleira fólki. Nú ætlaði sem sé John Cald- er að halda sitt þriðja þing í Edinborg og bjóða til ljóð- skáldum og bókmenntafræð ingum að koma þar saman til skrafs og ráðagerða og gefa almennnigi um leið kost á að kynnast frá fyrstu hendi því markverðasta, sem væri að ger- ast í ljóðagerð nú á dögum og sjá með eigin augum og jafn vel hitta skáld af ýmsum heims hornum, mörg mikið misskil- in á þessum síðustu og verstu tímum. En Calder varð ekki að ósk sinni. Hann fékk ekki að HUGH MacDIARMID (Dr. Christopher Grieve) halda neitt skáldaþing að þessu sinni og óvíst að hann fái nokk- urn tíma að gera það í Edin- borg. Þeir gruna hann enn um græsku þar, þótt ekki tækist að finna hann sekan um að hafa komið hinni allsberu á framfæri, vildu þeir ekki eiga á hættu, að slík firn endur- tækju sig. Þrátt fyrir allt var nú hald- ið pínulítið skáldaþing fyrir tilstuðlan eins konar utangarðs félags við sjálfa hátíðina, til- raunaleikklúbbs, sem nefnist Traverse Theatre Club og er til húsa í einum af elztu stein- hjöllum í Edinborg, James Court, þar sem James Boswell bjó fyrir tveim öldum og leiddi meistarann dr. Johnson við hönd á götunni fyrir utan. Lawnmarket. Þetta var eigin lega vasaútgáfa skáldaþings, en jafnvel hugsað sem eins konar „undanrás'1 að miklu og fjöl- mennu ljóðskáldaþingi, sem vonandi yrði haldið að ári. Boðið var sem aðalgestum sjö ljóðskáldum: Robert Shure (Bandaríkin), Pablo Femandez (Kúba). Schuldt (Þýzkaland), George Macbeth og Peter Brown (England), Edwin Morgan og Hugh MacDiarmid (Skotland). Hinn síðastnefndi var aldursforsetinn (hinir allir ungir menn), mesta skáld Skota á síðari tímum, af sum- um talinn mesta ljóðskáld, sem þeir hafi átt, aðrir telja hann einn af þrem mestu ljóðskáld um, sem yrkja á enska tungu á þessari öld, ásamt T. S. Eliot og Ezra Pound. Hugh Mac- Diarmid er skáldnafn. en borg JOHN CALDER (Ljósm.: GB). aralegt nafn hans er Christo- pher Grieve, og er hann heið- ursdoktor frá Edinborgarhá- skóla vegna skerfs síns tii heimsbókmennta. Hann náði fyrst frægð á kreppuárunum sem einn í hópi hinna byltingarsinnuðu brezku skálda Auden, Cecil Day Lewis, Stephen Spender o. fl„ einkum eftir að ljóða bók hans „First Hymn to Lenin“ kom út. Hann er undarlega lítt kunn ur erlendiá, sem nokkuð mun eiga rót að rekja til þess. að hann hefur ort mikið á skozku, sem útlendingar eru tregir til að lesa, þótt ekki sé það meira en lesa kvæðin eftir Robert Burns, þeir yrkja á sama máli. Mac Diarmid er byltingarsinn aður maður, bæði á sviði skáld skapar (líkt og Eliot og Pound) og þjóðernisbaráttu og stjórn- mála. Hann hefur verið sitt á hvað í pólitík, skozkur þjóð- ernissinni eða kommúnisti, eða hvorttveggja í senn. Þó hef- ur hann ekki komið fram fyrir hönd flokkanna samtímis. Hann var einn af stofneúdum Scott ish Nationalist Party, og löng um hefur hann kallað sig kom únista. En skáldskapur hans einkennist ekki af flokkspóli- tískum einstrengingshætti. Þeg ar „First Hymn to Lenin“ kom út, bjuggust flestír við, að þar vær á ferð einlit Íofgerðarrolla, en því var ekki til að dreifa, skáldskapur MacDiarmids er á hærra plani. Eins er langt frá því að hann sé einstefnu- þjóðernissinni, hann er þvert á móti einnig mjög alþjóðleg ur í hugsun, byltingarmaður í miklum metum langt út fyrir raðir flokksbræðra sínna. Hann hefur nú tvo um sjötugt, en eldlegur áhugi hans á öllum mannlegum málefnum er engu minni en áður. Hann hefur gegnt margs konar störfum um dagana, verið blaðamaður í Edinborg, bókmenntatímarit- stjóri í London, á stríðsárun- um síðari var hann verkamað ur í skozkum skipasmiðjum. Hann telur aldrei eftir sér að setjast á skrafstóla með ung- um skáldum, þótt hann beri höfuð og herðar yfir þá alla, jafnt andlega sem líkamlega. Því tók hann boðinu um að leggja eitthvað til málanna á þessu pínulitla þingi nú. Hann var aðalræðumaður á fyrsta fundi þingsins, steig strax í stólinn mikill á velli, með logandi augu og flaksandi hvítt hárfax. Hann var ómyrkur í máli og fór strax að beina skeytum sínutn að borgarstjór anum og öðrum háttsettum, sém miklu fá ráðið um stjórn Edinborgarhátíðarinnar, en hlóð lofi á listaframkvæmda- stjórann, Harewood lávarð, og komst nð orði á þessa leið: „Borgarstjórinn er málpípa og spegilmynd broddborgara- skaparins í Skotlandi til þess settur og rær að því öllum ár- um að reyna að bola Harewood lávarði úr fraimkvæmdastjóra- starfinu, manninum, sem og af mestri víðsýni hefur leyst það af hendi. Því miður hef ég ekki mikið álit á löndum mínum Skotum að því er varðar listir og hverja þeir fá til að hafa öll ráð í hendi gagnvart bókmennt uim og listum, og þó er höfuð borgin okkar eínna örgust og afturhaldssömust að þessu leyti Borgarstjórinn scm formaður hátíðarfélagsins gerir allt til þægðar hinum íhaldssömu, sem hvorki mega heyra né sjá nein ar nýjar hræringar og tilraun ir i bókmenntum og listum, hvort hann gerir sér það ljóst eða ekki, þá er borgarstjóiinn sýnilega orðinn handbendi hinn ar illræmdu Siðvæðingar, sem hér grefur um sig og ríður húsum. Eg held það hafi verið mistök hjá borgarstjóranum, hvaða afstöðu hann tók til beru stúlkunnar í fyrra. Ekki þó svo að skilja, að ég hafi verið hlynntur þessu uppátæki, ein- faldlega af því rnér fannst það Pramhalri » «íðu 13 GUNNAR BERGMANN T í M I N N , fimmtudaglnn I. október 1964 — L>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.