Tíminn - 01.10.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.10.1964, Blaðsíða 14
ÉG VAR CICERO ■as 50 EFTIR ELYESA BAZNA ið upplýsingar um að bændur, sem bjuggu meðfram ánni Traun væru að veiða Upp úr henni óhemju-ósköp af peningaseðlum. Svæðið var umkringt og Banda- ríkjamennirnir hófu peningaveið- ar. Þeir enduðu með því að fá um 20 milljónir sterlingspunda. Bandaríkjamenn fundu fyrrver- andi fangabúðarlim, Skala að nafni, sem ekki var mjög ákafur í að segja frá því, sem gerzt hafði, þar sem hann hélt sig hafa fram- ið refsiverðan glæp með því að falsa peninga, enda þótt hann hefði ekki átt annars úrkosta. Við yfirheyrslur komust þeir þó að þeirri niðurstöðu, að framleiddir hefðu veríð falsaðir seðlar að upp hæð allt að 150 milljónir punda. Þegar Englandsbanki fékk upp lýsingar um þetta, byrjaði hann t kyrrþey, að kalla inn alla þá peningaseðla, sem báru sömu núm er, og Þjóðverjar höfðu notað. Opinberlega var ekkert frá þessu sagt, þar sem óttazt var að þetta kynni að hafa alvarlegar afleið- ingar á hinum alþjóðlega peningamarkaði. Þjóðverjarnir, sem tekið höfðu þátt í þessu stórkostlega fölsunar- starfi, lýstu því yfir, að um 29 milljónum Reichsmarka hefðu ver ið smyglað inn í Tyrkland, að nokkru leyti til þcss að eyðileggja gengi pundsins, 'og að nokkru leyti til þess að greiða þýzkum njósnara. Þessi njósnari var Cic- ero, og Cicero var ég. Athuganir bandarísku leyni- þjónustunnar og aðgerðir Eng- landsbanka komust ekki í hámæli. Mig grunaði ekki, að Þjóðverjarn ír hefðu svikið mig jafn stórkost- lega og ég hafði svikið Sir Hughe. Seðlarnir, sem ég gætti svo vel, voru ekki einu sinni jafnvirði tyrkneska línsins, sem notað hafði verið í þá. Án þess að vita það, var ég fátækur maður, en ekki auðkýfingur. Hefði ég haldið dagbók um þess ar mundir myndi hún hafa hljóð- að eitthvað á þessa leið: Áhætta, sem ég hef Vlkil á mig. hefur verið launuð rftulega, og ég hef haft heppnina með mér. Ég er skilinn við konu mína, en það var óhjákvæmilegt. Ég kom auðvitað rausnarlega fram við bæði hana og Börnin fjögur. Nú læt ég fara vel um mig í íbúð, af þeirri tegund, sem mig hefur alltaf dreymt lím. Ég er því ekki svo fyrirlítlegur náungi, þegar öllu er á botninn hvolft. Fyrrver- andi ástmær mín Esra stundar nám við háskólann á minn kostn að. Fyrrverandi ástmær mín Mara fékk nógu mikið af peningum hjá mér til þess hún gæti gengið í augun á Bandaríkjamanni. Fyrr- verandi konu minni og börnum líður vel. Samvizka mín er hrein. Bretar hafa ekki gripið til neinna aðgerða gegn mér, ef til vill til þess að hlífa sendiherra sínum, sagan, sem ég yrði að segja, myndi gera þá allt of hlægilega í augum annarra. Ég er ríkur og sjálfstæður. Hjákona mín Aika, kemur vel fyrir. Hún er hærri en ég, en hvað gerir það, með pen- ingana mína stend ég þeim öllum framar. Þjóðverjar hafa tapað styrjöldinni, en það, hvað sem öðru líður, hefði mátt sjá fyrir. Hverju skiptir það mig? Lífið hedur áfram, framar öllu öðru heldur mitt líf áfram. Ég bý nú í Istanbul með hinni dýru, fallegu hjákonu minni Aiku, og við ferð- umst heilmikið um. Við erum bú- in að fara til Bursa, sem er dá- samlegur staður, og þar munu draumar mimr ræiast. Lg teiia aú ■ reisa þar hótel, hótel eins og þau* ; sem til eru í Sviss. Það verður hótelíð mitt, mótstaður fína fólks ins í heiminum. Aika dáist mjög að mér. — Þú ert mikill maður, segir hún. Ég elska hana ekki, en ég hef ráð á að láta sjá mig með henni, hvar sem er .. . Þetta hefði orðið mjög stolt og persónuleg dagbók, skrifuð í al- gjörri fávizku um það, sem raun- verulega var að gerast. Ég hætti að verzla með gamla bíla. Maður í byggingariðnaðin- um í Istanbul fékk áhuga á að komast í félag við mig, og við settum á stofn félagið Bazna og i Pztemel. Ég lét gera glæsilega ! bréfhausa, og hið mikla bygginga- i íyrirtæki Bazna og Co. var fætt. ; Enginn spurði um það, hvaðan , ég kæmi, hvaðan peningarnir mín ir kæmu, eða hvernig ég hefði unnið fyrir mér. Útlit mitt vakti traust og framkoman var örugg. Ég angaði af dýrum sápum, og borðaði með þýðingarmiklum stjórnarstarfsmönnum. Borgaryfirvöldin í Bursa höfðu sambandi við mig, og fóru þess á leit við mig, að ég reisti nýjan skóla í borginni. Ég réð til mín arkítekta og verkfræðinga til þess að gera teikningarnar, líkönin og reikna út kostnaðarhliðina. Ég af henti síðan tilboðið og fékk verk ið. Skólinn var byggður, og við opnunina var hann nefndur Has- jm Iscam barnaskólinn, að við- stöddum öllum heldri mönnum úr nágrenninu. Þetta var fyrsta verk- ið, sem unnið var fyrir Bursa. Þar var þegar komið mjög sæmí legt hótel, kallað Celik. Það var velþekkt, en nokkuð gamaldags. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það bezta, sem ég gæti gert væri að gera samning við eigand- ann. Það voru' heitar laugar í Bursa og um allan heim var fólk, sem vildi gleyma styrjöldinni. Ferðamannastraumurinn myndi margfaldast eftir styrjöldina, Bursa var bezli staðurinn í öllu Tyrklandi, og það sem átti að gera þar var að byggja geysistórt hótel. Þar að auki var bezti stað- urinn í Bursa við hliðina á Celik, og einmitt þar urðum við að byggja fínasta ferðamannahótelið í Tyrklandi. Við myndum kalla það Celik Palace. Ég var mjög æstur út af þessu verkefni, og reifst um það við starfsbróður minn og félaga. Það 11 var of áhættusamt og úthugsað fyrir hann.' Ég fann mér nýjan félagö, Níyazi Acar að nafni. Við gerðum nýjar áætlanir og stofnuðum nýtt fyrirtæki, sem nefndist Bazna & Acar, og í þetta sinn leit út fyrir, að Celik Palace yrði raunveru- lega byggt. Þetta var of stórt fyr- irtæki til þess að vera hentugt án ríkisaðstoðar. Aika, brosandi, köld og yndis- leg, var stöðugur fylginautur minn. Ég talaði við hana um stór fenglegar áætlanír mínar. -— Hinir fornu Rómverjar voru vanir að baða sig hér, sagði ég henni. — Þú veizt, að fólki líkar vel að baða sig hér, þar sem vit- að er frá fornu fari að vatnið hef ur lækningamátt. Hér verður bæði sumar og vetrarferðamannatími. Aika hristi ísinn í Whisky-glas- inu sínu. Ég sýndi henni borgina. Veð- ráttan í Bursa er einstæð. Plóm- urnar, sem vaxa þar í aldingörð- unum eru pund á þyngd. Uludag fjallið, sem rís bak við borgina er næstum því 8000 fet á hæð. — Þetta verður paradís skíða- ’mannanna, sagði ég. Ég breyddi úr áætlunum og teikningunum fyrir framan Aiku. — Við skulum byggja hótelið ofan á einni uppsprettunni, svo gestirnír þurfi ekki að fara út til þess að baða sig. Hótelið verður fimm hæðir, og þar verða 150 her- bergi með 200 rúmum, sér bað- herbergi með hverju herbergi, sími og ótrúlegustu þægindi. Setu stofan verður stórkostleg. Veik- leiki minn eru setustofur hótela. Það er dásamlegt að sitja í þeim og fylgjast með fólkinu. Draumur minn virtíst vera í þann veginn að rætast. Fögur og 8 — Ég fékk aðeins lánaðan sjón aukann hennar. — Er hún í kunningjahópi þín- um? — Ég hafði ekki séð hana fyrr. — Enda þótt hún hefði ekki meira hár en þetta, var hún þó einstaklega snotur, sagði Kóletta hugsi. — Það var eitthvað við hana — — Það getur vel verið, en fall- egasta stúlkan á skipinu var þó frænka mín. — Jæja, þá er ég búin að fyrir- gefa þér. Ég refsaði þér með því að lofa öllum mínum dönsum. En nú iðrast ég þess. Viltu dansa við mig? — En þú sagðir, að danskort þitt .... Hún dró hönd sína úr lófa hans og leit á spjaldið, er hékk í silki- þræði um úlnlið hennar. —' Eigum við að segja þessa héma. Hann leit þangað á spjaldið, sem hún benti, og sá þar nafn sitt ritað hvorki meira né minna en þrisvar í röð. Hann þrýsti henni að sér og reyndi að líta í augu henni. Tón- listin hætti í sama bili og þau skildu. Hann hafði aðeins tíma til að segja: — Þú ert engill, Kóletta. Síðan þyrptust ungu herrarnir um hana á ný. Eigi að síður fannst honum hann vera hamingjusam- astur allra manna. Heil vika leið, áður en Viktor tækist að ná tali af Jolivet lækni, varðandi heilsufar föður síns. Læknirinn hafði dvalizt að undan- förnu á Bayou Lafourche, en þangað hafðí hann verið kallaður af Arelíu Blanque, sem var ekkja eftir Henri Coulon. Lá frændi hennar fyrir dauðanum af háls- NÝR HIMINN - NÝ JÖRÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ krabba, og Árelía bar mikið traust til Jolivets læknis. Hann hafði haldið eiginmanni hennar við lif- ið í fimm ár, eftir að allir aörir læknar höfðu gefízt upp við það. Þegar Viktor kom út úr póst- húsinu og sá rykugan léttivagn- inn standa fyrir framan bankann, hélt hann þegar upp til læknis- ins. f stiganum mætti hann frú Naquin, konu póstmeistarans, og Ilippolyte, syni hennar. Þegar Hippolyte var barn að aldri, hafði múlasni slegið hann í höfuðið, og hann varð aldreí jafngóður síðan. En hann var flestum hamingju- samari, og til voru þeir, sem ekki voru vissir um, hvort múldýrið hefði gert honum fremur illt en gott. — Góðan daginn, frú. Góðan dag, Polyte. Hvernig gengur það? — Vel, alveg prýðilega. Hippo- lyte brosti út að eyrum, þótt hann væri með höndina vafða í umbúð- um. «■ sótthreinsunarlyktina lagði aí. Þegar Víktor opnaði hurðina að biðstofunni, var kona sú, er frænka hans kallaði Palmýru Dela mare, og dóttir hennar að ganga inn í viðtalsherbergi læknisins. Hann tók sér sæti og litaðist um. Gömlu, leðurklæddu húsgögn in voru mjög tekin að láta á sjá, en hrein voru þau. Skipt hafði verið um einn fótinn á borðinu, hann var ú annarri viðartegund og átti ekki við hina. Á því lágu margar bækur með steinprentuð- um myndum, ásamt nokkrum ein- tökum af blaðinu Gjallarhorni í Mandeville. Veggirnir voru prýdd- ir heiðursskjölum læknisins, sauð skínni hans frá Tulane, vottorði hans frá Charity-sjúkrahúsinu og prófskírteini hans í lyflæknis- fræði. Þær mæðgur dvöldust ekki ýkjalengi inni hjá lækninum. Þeg ar þær komu aftur inn í biðstof- una og Viktor reis á fætur, leit unga stúlkan til hans og brosti. Hún hafði þekkt hann aftur, þótt skeggið værí horfið. Augu hennar voru dökkblá og báru vott um barnslega hreinskilni. — Jæja. Joliyet læknir greip hönd Viktors báðum höndum. — Mér er sagt, að þú hafir feng- ið sjúkling til meðferðar, áður en þú steigst af skipsfjöl. — Það stóð ekki lengi yfir, svaraði Viktor alvarlega. — Slag, var ekki svo? Það myndum víð læknar að minnsta’ kosti kalla. Ilann dró fram stól handa Viktor. Kven- fólkið hafði aðra skýringu á reið- um höndum. Það hefir sjálft setzt í dómarasæti og gert út um mál- ið í kaffigildum sínum. Það stað- hæfir, að allt annað hafi verið or- sök í dauða hans. — Hefur það nefnt ástæðuna? — Það segir hann hafa — séð fagra konu. Hann gaut hornauga til Viktors og brosti íbygginn. Þetta var grannvaxinn maður um sjötugt, skipti hvítu harinu snyrtilega í miðju og sneri upp á yfirskeggið. Öll reisn hans var vott um heims- mann, þrátt fyrir háan aldur. — Og vitanlega gera þær hneyksli úr þessu, þú veizt að konur halda upp á hneyksli, ef það eru ekki þær sjálfar, sem verða fyrir því. Staðreyndin er sú, að dætur dóm- arans, sem hann var vanur að dvelja hér með í leyfum sínum, tóku saman föggur sínar og fóru aftur til borgarinnar, bæði til að flýja hneykslið og vera við útför- ina. — Það hlýtur að hafa verið mjög fögur kona, sagði Viktor. — Hún er það enn þá. Þú ert nýbúinn að sjá hana. Þessi með kastaníubrúna hárið. Drottinn minn dýri — hann stakk þumal- fingrinum í síðuna á Viktor — hef ur þú ekki auga fyrir fallegum konum? — Ég var að horfa á ungu stúlk una. — Nú, já. Dóttir hennar er ný- staðin upp úr taugaveiki. Er kom- in hingað sér til hressingar. Ég lét hana fá eitthvað styrkjandi. Það cr það eina, sem hún. þarf. ! Loftslagið hérna og lindarvatnið i góða sér um hitt, I Viktor heyrði, að nýr sjúkling- , ur var kominn inn í biðstofuna j og tók því að ræða um heilsufar ! föður síns. — Að því, er ég bezt veit, hef- I ur þú algerlega rétt fyrir þér, I mælti Jolivet læknir. „Það geng- ur ekkert að honum — annað en það, að hann heldur sjálfur, að hann sé sjúkur. Eg myndi nánast kalla það elliglöp. — Frænka mín staðhæfir að hann hafi fengið slag. — Með ímyndaðri lömun vinstri fótar. En hann hefur ekki fengið nokkurt slag. Allt og sumt, sem hann hefur fengið, er snertur af liðagigt. — Já, ég veit það. Eg hef þeg- ar lagt drög að colchium lækn- ingu, en ég efast þó um, að hún dugi, meðan hann gætir sín ekki betur í mataræði. Víktor reis á fætur og ætlaði að fara, en læknirinn greip í handlegg honum. — Bíddu andartak. Ég ætla að sjá, hver það er. Mig langar að tala ögn meira við þig. Hann opnaði hurðina og leit fram í biðstofuna. — Komdu inn, Masúm, sagði hann og benti einhverjum. Indíánastúlka gekk inn í her- bergið. Hún var kattmjúk í hreyfingum og klædd fyrirferðar- miklu kattúrspilsi, er náði henni niður á bera ristina. Hár hennar var hrafnsvart og gljáandi og flétturnar náðu henni niður í hnés bætur. Hún hélt á körfu á hand- leggnum, fullri af ýmiss konar ilm jurtum, sem konur höfðu miklai mætur á að leggja milli rekkju- voða í rúmum sínum. — Hefur þú nú verið á ferð inni að seja þetta rusl, einu sinni enn? spurði læknírinn höstuglega —Var ég ekki búinn að segja, a? þú mættir það ekki? 14 T í M I N N , fimmtudaglnn 1. október 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.