Tíminn - 07.10.1964, Blaðsíða 8
T í M I N N , miðvikudaginn 7. október 1964 —
Áfmæliskveðja til
Snorra Sigfússonar
Á áttræðisafmæli Snorra Sig-
fússonar, fyrrv. skólastjóra og
námsstjóra, streymdu að honum
'heillaóskir hvaðanæva að, enda
hefur honum orðið gott til vina á
löngum og giftudrjúgum starfs-
ferli. Snorri Sigfússon er Svarf-
dælingur að ætt og uppruna, og
hefur ætíð haldið lifandi sam-
bandi við átthaga sína, þótt starfs-
vettvangur hans hafi löngum ver-
ið annars staðar. Vinir Snorra í
Svarfaðardal minntust þessara
fornu og nýju kynna á áttræðis-
afmæli hans og sendu honum af-
mæliskveðjur, en þar sem Snorri
var erlendis á afmælinu, var mér
falið að koma kveðjunum á fram-
færi við hann, þegar hann kæmi
heim. Hafa nú allir, sem hlut eiga
að máli, leyft mér að láta þær
koma fyrir almenningssjónir.
Nokkrir vinir Snorra í Svarfað-
ardal létu gera minjagrip, sem er
silfurbakki og á hann grafnar árn-
aðaróskir og mynd af gamla bæn-
um á Grund, sem var æskuheim-
ili Snorra. Björn Halldórsson let-
urgrafari gróf myndina á bakk-
ann, og er það snilldarvel gert
eins og sjá má á mynd þeirri,
sem hér er birt.
m
AfmæliSkvæðið, sem hér fer á
eftir, orti Haraldur Zophoníasson
skáld á Jaðri.
Þessum fáu línum um vinar-
kveðjur Svarfdælinga til Snorra
Sigfússonar vildi ég svo láta
fylgja síðbúnar hamingjuóskir frá
samtökum Svarfdælinga í Reykja-
vík og þakkir fyrir starf hans í
þágu þess félagsskapar.
Kristján Eldjárn.
Sraorri Sigfússon áttræður.
Lúta nú í lotning
ljúfar dísir
svipúðgum
Svarfdælingi,
flytja fegurstu
fyrirbænir
og biðja blessunar
barnavini.
Brosbjartur
og brátiginn
í heiðurshásæti
á heilladegi
situr nú sannur
sæmdarmaður,
aldinn að árum,
en ungur þó.
Ungur ég segi,
því andinn framsækni
vakir víðskyggn enn
og velsjáandi
allt er til úrbóta
og auðnu stefnir
lýð ,og landi
og líf bætir.
Langt er nú síðan
þú lékst þér, frændi,
á gömlu Grund
við „gilið'- djúpa,
þar sem „lækurinn“
landi spillti,
garða braut
og grónar lendur.
Sýndir þú Snorri
snemma, að værir
fallinn til forustu
framar öðrum.
Voru framsýni
og fyrirhyggja,
orð og athafnir
einkennandi.
Á Tjörn og Völlum,
með traustum hjúum,
einnig á háum
Hólastóli
vel og vandlpga
fyrir verkum sagðir,
réttsýnn, röggsamur
í ráðsmannsstöðu.
Óx þér árla
útþrá í brjóst,
ötull, áræðinn
og ýturhygginn
vildir af víðri
veröld líta
annað og meira
en allur fjöldinn.
Hleyptir heimdraga
frá hrímlandsströnd,
í söngvinahópi
yfir sollinn mar.
Fögur ljóð og lög
léku á tungu.
Gerðir frægðarför
til frænda vorra.
Settist síðar
með sömu frændum
skarpur á skólabekk,
skjótur til náms.
Vizku og vísdóm
í veganesti
fluttir heim aftur
til fósturjarðar.
Byrjaðir að bragði
börn og ungmenni
upp að fræða
til orðs og gerða.
Þegna þjóðar
til þroska að leiða
gerðir að alhliða
ævistarfi
Fjölvís þér forlög
fyrr á ævi
vísuðu veg
til Vestfjarða.
Varst ótrauður
um árabil
fræðari og forsjá
Flateyringa.
Réðstu í móti
og reifst niður
heimsku, fordóma
og hindurvitni.
Hefur ætíð
og ævinlega
miðlað málum
til mannheilla
Mannræktarmaður
menntaslyngur,
þín fræðslustörí
frjó og göfug
í nútíð og framtíð
með niðjum þjóðar
um ísland endilangt
ávöxt bera.
Þakkar þjóðin öll
á þessum degi
skýrum, skeleggum
skólamanni.
Sendir þér, Snorri,
sínar beztu
ástarkveðjur
þín ættarbyggð.
djúp
Er nú á nírætt
nökkva þínum
gunnreifur hrindir,
hin góðu regin
standi við stjórnvöl
og stýri fleyi
heilu í höfn
til hinztu varar.
Veit ég, þér veita
hin vísu goð:
að andskyggn áfram
í öðru lífi
sæll að eilífu
sitja megir
við Mímisbrunn
menntafræða.
Haraldur Zophoníassoti
„ÚRKYNJUD" UST NÚ
EFTÍRSÓTT UM ALLAN
HEIM - TIL SÝNIS HÉR
GRAFLIST eða svartlist er
sú listgrein, sem við þek'kjum
allt of lítið til á sýningum hér-
lendis. Þeir eru undarlega fá-
ir íslenzkir listamenn, sem
leggja þesas listgrein fyrir sig.
En þessa dagana gefst tæki-
færi til að kynnast verkum
eins hinna sérkennilegustu
svartlistarmanna á meginlandi
Evrópu, þýzka málaranum Hap
Grieshaber, sem sýnd eru all
mörg verk eftir í Handíða- og
myndlistaskólanum, Skipholti
1 til næstu helgar, fjörutíu tré
ristumyndir. Einu sinni áður
hafa fáeinar myndir eftir þenn
an listamann sézt hér opinber-
lega, á samsýningunni „Þýzk
svartlist á 20. öld“, sem hald-
in var hér í Listarnannaskál-
anum 1953.
Hap Grieshaber er óvenjuleg
ur persónuleiki og sérstæður
listamaður. Verk hans voru
flokkuð undir svonefnda „úr
kynjaða list“ þegar nazistar
brutust til valda í heimalandi
hans, og fór hann að vissu
leyti huldu höfði á meðan
veldi þeirra stóð. Sem listamað
ur gat hann ekki starfað. opin-
berlega, hann stundaði hvaða
vinnu, sem til féll, þar á með-
al blaðasölu. En „neðan jarð-
ar“ prentaði hann flugrit gegn
kúgurum sínum. Um skeið var
hann þvingaður til vinnu í kola
námunum.
Grieshaber var upphaflega
prentari að iðn, en ungur fékk
hann áhuga á svartlist, og eink-
um tréristum sem hann síðar
einbeindi sér meira að en
nokkur listamaður annar, og
enda urðu þau verk hans ein-
stæð. Átthagar hans í grennd
við Stuttgart hafa líka alið
kunnari listamenn á þessu
sviði en önnur héruð Þýzka-
lands. Grie'shaber hafði sér-
menntað sig á skólum í Stutt-
gart og London áður en hann
var sviptur frelsi sem listamað
ur. En það var ekki fyrr en
og að stríði loknu, sem hann
eftir að veldi nazista hrundi
sat helgað sig list sinni á ný
Tréristumyndir hans eru ein
stæðar fyrir það. hve stórar
bær eru, því enginn svartlist-
armaður hefur ráðizt í að gera
svo stórar tréristumyndir. —
Meðalstærð þeirra er lxl
metri, og ekki var hægt að fá
öllu stærri myndir en það á
sýninguna hér. En Grieshaber
hefur gert allt að þriggja
metra háar myndir. En ekki
eru til það stórar svartlistar-
pressur, að hann geti þrykkt
myndir sínar í þeim. Og segir
hann sjálfur, að hann verði að
vinna það verk „á þann frum-
stæða hátt að þrykkja myndirn
ar af blokkinni með trésleif,
öllum fagurkerum og kopar-
stungusöfnum til hrellingar".
Sú aðferð veldur því, að hann
gerir aðeins fáeinar prentanir
af hverri mynd Flest verka
hans eru samt tréristulitmynd
ir, og verður hann að rista þær
með mörgum blckkuim. Myndir
hans eru ekki list listarinnar
einnar vegna, heldur hafa þær
boðskap að flytja, hann tekur
ákveðna afstöðu til lífsins og
vill örva hug áhorfandans til
að vakna og taka afstöðu líka.
Þó er talsverður munur á
myndum hans af mönnum og
dýrum. Hinar fyrrnefndu eru
miklu grófgerðari, en dýra-
myndirnar aftur á móti iðu-
Framhald . a dðu i3
Listamaðurinn á íslonzkan hest, en þessi mynd ei úr myndaflokki, sem hann nefnir „Páskareið".