Tíminn - 16.10.1964, Síða 5

Tíminn - 16.10.1964, Síða 5
FÖSTUDAGUR 16. okíóber 1961 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstjórnarskrifstofur ) Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur, Bankastr. 7. Afgreiðslusími 12323. Augl.sími 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Vextir og lánsfé Mao sáir ekki fræjum friðar, heldur stríðs og fjandskapar Krustjoff svarar ásökunum vegna landvinninga Rússa í Asíu Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp á ASþlngi um vaxtalækkun og að frystingu sparifjái verði hætt. Flokkurinn hefur flutt sams konar frumvarp á undanförnum þingum, en það ekki náð samþykki. Þau tvö atriði, sem eftir standa af „viðreisninni“ eru háir vextir og sparifjárfrysting og virðist ríkisstjórnin ætla að halda í þau dauðahaldi til seinustu stundar, enda þótt löngu sé orðið ljóst, að þau séu til mikils tjóns fyrir efna- hagslíf þjóðarinnar- Annað aðalatriði frumvarps Framsóknarmanna er að vextir skulu lækka og mega þeir ekki vera hærri en þeir voru á árinu 1959. Reynslan hefur sýnt svo að ekki verður um villzt, að með háum voxtum hefur ekki tek- izt að auka jafnvægi á peningamarkaðnum né trvggia hag sparifjáreigenda. Hins vegar nafa hinir háu vextir mjög aukið dýrtíðina og erfiðleika atvinnuvegauna Annað aðalatriðið í tillögum Framsóknarmanna er það að frystingu sparifjár í Seðlabankanr verði hætt. Fryst? spariféð, sem tekið hefur verið úr umferð, nemur nú 1000 millj. kr., og er það vitanlega úr hófi fram að hún verði meiri. Reynslan hefur sýnt, að frysting spari- fjárins hefur leitt til stórkostlegra lánsfiárhafta, sem valdið hafa stórfelldum örðugleikum við uppbyggmgu og atvinurekstur. Frystingin og lánsfjárhöftin hafa haft mikil áhrif í þá átt að draga úr aukínni framléiðslu op framleiðni frá því, sem ella hefði getað orðið. Ekkert er nú þýðingarmeira en að gerðar séu öflugar ráðstafanir til að auka afköst og tramleiðni atvinnu- veganna í öllum greinum og reyna með því að kom- ast út úr þeim stórfelda vanda, sem búið er að stotna til með ,,viðreisnarstefnunni‘. Ríkisstjórnin flytur nú sjálf frumvörp um að te’la mður ýmis haftaákvæði ,viðreisnarstefnunnar‘, eins og vísitölubannið Þess ber að vænta, að hún öðlist einnig skilning á því, að það er til tjóns að viðhalda slikum vaxtahöftum og lánsfjárhöftum og nú eru ' gildi. Skattar og kreppulán Nefnd sú, sem skipuð var af ríkisstjórninni tyrir nokkrum vikum til þess að gera tillögur vegna hinna háu skattaálaga í ár hefur nú skilað áliti. Niðurslaða nefndarinnar er sú, að skattabyrðarnar séu mörgum of- vaxnar og leggur hún til að þessum aðilum verði gefin kostur á kreppulánum til tveggja áta Lánin skulu vera með t'ullum bankavöxtum. Þessi tillaga er athyglisverð fyrir þá sök. að hún við- urkennir þann vanda, er hér hefur skapazt. Hins vegar er tillagan furðuleg vegna þess, að hur leysir ekki á neinn hátt vanda viðkomandi skattgreiðarda, heldur frestar honum aðeins um stundarsakir og það á þann hátt. að þessir skattgreiðendur verða að borea enn meira en ella vegna vaxtanna, sem eiga að greiðasi af lánunum. Eina raunhæfa og heiðarlega lausn þessa máls er sú að lækka skattana Það eitt kemur skattgreiðendum að notum Slík leiðrétting er líka eðlileg, því að Alþingi gerði sér ekki nógu vel ljóst. þegar oað samþvkkti skatta lögin i fyrra, að þau yrðu eins þungbær og raun varð á. Það mun því verða tillaga Framsóknarmanna á Al- þingi, að bæði tekjuskattur og útsvör, sem lögð hafa verið á einstaklinga í ár, lækki og verði þannig gerð bærilegri. Kreppulán eru engin lausn á þessu máli. ÞAÐ er glöggt dæmi um sam- búð Rússa og Kínverja um þess ar mundir, að Mao Tse Tung notaði tækifærið, þegar nefnd japanskra sósíalista heimsótti hann nýlega, ril þess að minna á, að Rússar liefðu lagt Kuril- eyjar undir sig, en að réttu lagi væru þær japanskar. Nokkru síðar var svipuð nefnd stödd í Moskvu og notaði Krustjoff þá tækifæri til að svara Mao. Til þess að sýna tóninn í þessum orðaskiptum þykir rétt að birta hér nokkra kafla úr svari Krustjoffs. EFTIR nokkurn inngang, sem fjallaði um tortimingar- mátt nýrra vópna og afleiðing- ar nýrrar stórstyrjaldar. sagði Krustjoff: „Það verður að harma, að sumir stjórnmálamenn ástunda ekki að sá fræjum friðar. held- ur stríðs og fjendskapar, er þeir eiga fundi við fulltrúa ann arra ríkja. Einn slíkur sáðmað ur átti eigi alls fyrir löngu tal við japanska sósíalista og gerði sér þá einmitt far um að sá þess konar fræjum með orðum sínum. í tilefni þessa fundar við vður og vegna þess að þér eruð fulltrúar japanska bings- ins og þjóðarinnar vildi ég mega láta hér í Ijósi skoðanir mínar á staðhæfingum Hao Tse-tungs. Manni sárnar að lesa þessar staðhæfingar, eigi aðeins vegna þess, að þeim er beint gegn Ráðst.iórnarríkjunum, gegn þjóðum vorum og landi, heldur einnig vegna þess, að Mao Tse- tung kallar sig kommúnista og. heimspeki sú. sem hann hélt fram f viðtali þessu, er með öllu annarleg hinni vinnandi stétt. Það getur ekki verið heimspeki fullt.rúa hinnar fram sæknustu kenningar, — bylt- ingarkenningar kommúnism- ans.“ í FRAMHALDI af þessu vék Krustjoff svo að ummælum Maos um Kurileyjar: „Þegar japönsku sósíalistarn ir minntust á Kurileyjar, hafði Mao Tse-tung ekkert betra til málanna að leggja en minna á flatarmál og íbúafjölda Japans annars vegar og flatarmál og íbúafjölda Ráðst.jómarríkjanna hins vegar. Það táknaði sem sé. að Ráðstjórnarríkin réðu yf ir meira landrými á íbúa hvern en Japan og önnur lönd. Um allan heim var litið á þetta tal sem æsingabragð Það er jafn- vel vitað. að japanska stjórnin hefur hafnað þessum röksemd um Mao Tse-tungs. Slíkt tal getur ekki stuðlað að því að koma á góðum og réttum sam skiptum b.ióða né fært þeim neitt gott. „Kenningin" utr offjölda íbúa f sumum löndum og skort lífs rýmis. ef kenningu skyldi kalla. er vel kunn og hefur ósjaldan verið prédikuð af landvinn- - -- -------------------- - Krustjoff ingamönnum, Frecnsti fulltrúi hennar var vitfirringurinn Hitl er. Með þessa „kenningu“ að yfirvarpi hratt hann af stað síðari heimsstyrjöldinni. Hitler hvatti Þjóðverja til stríðs og klifaði á því, að þýzka þjóðin byggi í svo þéttbýlu landi, að hún yrði að leggja undir sig nýtt „lífsrými" Hann benti í austuratt og hélt því fram, að landið austur að Úralfjöllum að minnsta kosti ætti að vera í eigu fasistaleiðtoganna, því að auðvitað þarfnaðist þýzka þjóðin þessa „Iífsrýmis“. KRUSTJOFF rakti síðan hvernig Hitler hefði farnast og færði síðan rök að því, að þjóð gæti búið við góð kjör, þótt landrými hennar væri takmark að. Því til sönnunar nefndi hann Vestur-Þýzkaland: „Þéttbýli er nú meira í Vest ur-Þýzkalandi en fyrir styrjöld ina. Og hvernig er afkoma Þjóð verja um þessar mundir, til að mynda Vestur-Þjóðverja? Er hún betri eða verri en fyrir stríð? Það er a.kunna, að þjóð arbúskapur Vestur-Þýzkalands hefur eflzt til muna og fram leiðsla þess aukizt síðan fyrir heimsstyrjöldina Vestur-Þýzka iand á sér háþróaðan iðnað, og efnahagsgeta þess er mikil. Það er orðið eitt auðugasta land í Evrópu og jafnvel í heiminum öllum. Þetta sýnir, að þjóð get ur þróað framleiðsluöflin og náð fullnægjandi efnahagsgetu og lífsafkomu almennings, þó að landrými hennar sé tiltölu lega lítið, ef framleiðslan er á háu stigi og eigi hún sér há þróað kerfi iðnaðar, vísinda og menntunar. Vitanlega skiptir stærð landrýmisins nokkru máli, en það er engan veginn allt undir því komið, eins og ég hef tekið fram. En hvað sem öðru líður. verður að miða stefnuna við þær sögulegu að - stæðúr. sem skapazt hafa i heiminum. Þetta verður aug- Ijóst, ef athugaðar eru aðstæð ur f öðru háþróuðu landi, sem sé Japan Stærð hins svonefnda „lífsrýmis“ er þvi engan veginn það. sem allt veltur á. Þegar tekið ei til greina. hvers kyns gereyðingarvopn nú eru til í heiminum, verður það að teljast sérstaklega hættu legt og raunar glæpsamlegt að reyna að auðga sig með því að auka „lífsrými“ sitt. í orðsendingu ráðstjórnarinn ar dagsettri 31. des. 1963 var lagt til, að öll ríki vöruðust að skerða nokkur þau landamæri, sem nú eiga sér stað, eða beita valdi til þess að ráða til lykta landamæravandamálum. Það má ekki grípa til vopna til þess að breyta landamærum. Einung $ is með því móti að forðast slíkt er unnt að verðaveita frið. Samningar eru eina leiðin til endurskoðunar landamæra, sem til greina getur komið. Aðrar aðferðir leiða að jafnaði til styrjaldar." ÞÁ vék Krustjoff, að ummæl um Maos, að landvinningum Rússa í Asíu i tíð keisaranna. Hann sagði: „Mao Tse-tung gefur í skyn, að Ráðstjórnarríkin séu of víð áttumikið land. Þeir í Peking gera mikið úr því, að rúss- neska keisarastjórnin hafi lagt undir sig of mörg landssvæði og aukið við ríki sitt. Við ætl- um ekki að fara að halda uppi vörnum fyrir rússnesku keisar ana. Eins og aðrir keisarar voru þeir ránsmenn. háðu landvinn- ingastyrjaldir, reyndu að sölsa til sín eignir annarra þjóða og auka yfirráðasvæði sín. En það verður að hafa sömu af- stöðu til allra landránsmanna liðins tíma hvort sem um er að ræða rússneska eða kínverska keisara. Rússnesku keisararnir háðu landránsstyrjaldir. Og hvað gerðu kínversku keisar arnir? Þeir háðu einnig land- ránsstyrjaldir og sölsuðu und- ir sig annarra lönd eins og þeir rússnesku. Kír.versku keisararn ir hernámu Kóreu og lögðu und ir sig Mongólíu, Tíbet og Sink íang. Lítum á Sinkíang til dæm- is. Hafa Kínverjar búið þar frá alda öðli? Heimaþjóðin í Sin- kíang er mjög frábrugðin Kín verjum að kynerni, tungu og 1 öðru tililti. Þar búa Újgúrir, Kasakar, Kirgísar og aðrir slík ir þjóðflokkar. Kínverskir keis arar lögðu þá undir sig á fyrri tímum og sviptu þá sjálfstæði.“ 1 RÆÐULOKIN vék Krust- joff svo að því, að núv. landa mæri ríkja væru yfirleitt af- 'oiðing sögulegrar þróunar, er að vísu hefðu gerzt með ýms- um hætti. Leiðréttingar og breytingar gætu komið til greina, en þá vrðí að fara samn ingaleiðina. Styrjaldir myndu engan slíka vanda leysa, held ur valda tortímingu. Þá yrði í slíkum samningum að taka megintillit til vilja þeirra þjóða eða þjóðarbrota, sem byggju á hinum umdeildu svæð um. Varðandi Kurileyjar sagði Framh á 7. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.