Tíminn - 16.10.1964, Side 9
FÖSTUDAGUR 16. október 1964
TJMINN
9
GUNNAR BERGMANN
Heimspeki gagnleg
bæði ungu fólki og
stjórnmálamönnum
Eln af nýbyggingum Edlnborgarháskóla, skýrð eftir David Hume
(David Hume Tower), skozka heimspekingnum, sem Páll S. Árdal
reit doktorsritgerð um og veitti fulla uppreisn æru. Nær stendur svo
heimspekingurinn dr. Páil, sem nú hefur vinnustofu á tíundu hæð
turnsins. (Ljósm.: GB).
lífið sé í rauninni sálfræðirit,
sem heimspekingar þurfi ekki
að gefa mikinn gaum, hún birti
sálfræðiskoðanir manns á 18.
öld sem séu auðvitað úreltar.
En það sem ég leitast við að
sýna fram á í doktorsritgerð
minni er það. að dómur seinni
tíma manna séu á misskilningi
byggðir, fullyrðingar Hume’s
um eigin rit hafi ekki verið
annað en bragð hans til að fá
fólk til að kaupa síðustu bók-
ina. Einnig, að það séu ákveðn
ar hugmyndir í bókinni um til
finningalífið. sem séu ómiss-
andi til að skilja það sem
Hume segir um siðfræðileg
efni, bækurnar séu raunveru
lega hugsaðar saman, þannig
að Hume sé að sýna fram á,
hvaða sess megi skipa gildis
mati sem hluta af tilfinninga
lífi manna. Hann fjallar mikið
um kenndir svo sem ást og
hatur, og þetta tvennt eru frum
stæðar tilfinningar, sem að mín
um dómi gildismat sprettur
upp af. Ég held því fram
i ritgerð minni, að miðbókin
sé nauðsynleg til að skilja kenn
ingar Hume’s um gildismatið.
sem sé ein hlið á tilfiuninga
lífinu, en samt beri þetta ekki
að telja sálfræðikenningar.
heldur byggist allt á heimspeki
legri innsýn.
— Úr því þú talar um, að
menn hafi rugiað saman reit
um heimspeki og sálarfræði.
langar mig til að spyrja, hevr
sé munurinn á þessu tvennu
— Að áliti flestra brezkra
heimspekinga hefur sálfræðingN
ur það hlutverk að reyna að
uppgötva, hverjar séu orsakir
ýmissa fyrirbæra i tilfinninga
lífinu. Aftur á móti eru heim
spekingar að reyna að grafast
fyrir um eðli hugtakanna, sem
við notum. Tökum t.d. afbrýði
semi. Sálfræðingurinn mundi
helzt leita að orsökum fyrir
að menn verða afbrýðissamir.
En ef heimspekingurinn fær
áhuga á afbrýðissemi, þá reyn
ir hann að sýna fram á, hvaða
skilyrðum þarf að vera fuli
nægt til að rétt sé að kalla
eitthvað afbrýðissemi. Það sé
ekki aðeins heiti á einhverju, ,
sem gerist innra með mannin •
um, heldur þurfi að vera viss
ar aðstæður fyrir hendi til að
rökrétt sé að kalla einhvem
afbrýðissaman. Setjum svo, að
maður sé einhvers staðar stadd-
ur með konu sinni og annar
maður sýni henni of mikið
Framh. á 7. síðu. |
í hópi kennara við Edin-
borgarháskóla eru tveir fs-
lendingar, að vísu menn á létt
asta skeiði, en þótt Pitkin próf
essor mundi taka svo til orða,
að þeir væru nú bara rétt ný-
byrjaðir að lifa lífinu; þá vilj
um við ekki, fyrir æsku sakir
þeirra, láta dragast úr hömlu
að sækja þá heim. því grun
höfum við um, að þeir geti
miðlað söguþyrstum ferðalang
nokkrum fróðleik.
Þegar ég fékk heimilsfang
Hermanns Pálssonar háskóla
kennara, Royal Terrace Mews,
fannst mér það að vísu dá-
skrýtið en vildi þó ekki taka
það of bókstaflega að óreyndu.
Samt kom það á daginn, er ég
hafði loks fundið staðinn eftir
langa leit, að hann ber nafn
með rentu, maðurinn býr í
hesthúsi! Raunar er nokkuð
um liðið síðan fákar voru leidd
ir að stalli, en samt tíðkaðist
fram á þessa öld, að heldra
fólk Edinborgar færi ferða
sinna um í hestvögnum um
borgina. Á þessum stað, þar
sem Hermann býr, eru nokk
ur hús sambyggð, tvílyft, og
voru hestur, aktygi og vagn
geymt niðri, en á loftinu var
heyhlaða. Enn sem komið er
býr Hermann aðeins í heyhlöð
unni, sem þau hjónin hafa inn
réttað mjög smekklega, en eft-
ir er að innrétta sjálft hest-
húsið. Þessi hús voru eftir-
sótt til íbúðarkaups, enda er
staðurinn ljómandi skemmti
legur uppi í brekku Calton-
hæðarinnar miklu, þar sem sér
vítt yfir hina fögru borg. Her-
mann Pálsson var fyrsti ís-
'enzki kennari við Edinborgar-
háskóla og hefur nú kennt þar
íslenzk fræði í fjórtán vetur
Hann varð þar á undan fyrstur
nútíma íslendinga til að nema
írsku, gelísku og forn keltnesk
fræði, og hefur ritað þó nokkr
ar bækur og þar á meðal ís
lenzkað þjóðsögur frá frlandi
og kvæði frá Suðureyjum Þeg
ar ég ámálgaði að fá viðta)
handa Tímanum, bað hann mig
að hafa sig afsakaðan því ekki
væri svo langt um liðið síðan
þar hafi birzt viðtal við sig, og
nú væri hann nýkominn heim
an af Fróni. Það væri nær fyrir
mig að fara til dr. Páls Árdals
og eiga viðtal við hann. Eg
kvaðst hafa ætlað að gera það
hvort eð var og spurði hvernig
honum líkaði heima í saman-
burði við að dveljast með Skot
um og hvort hann hefði fylgzt
eitthvað með nýjum menning
arstraumum eins og t.d. sjón
varpinu á íslandi. „Það situr
ekki á mér að vera að fetta
fingur út í það, sem er að ger
ast heima. Mér finnst ég vera
með yngri mönnum. Og þó hef
ur hugsunarháttur breytzt svo
ceiknarlega mikið heima, að
það sem þóttu sjálfsagðar
lyggðir í mínum ungdómi, er
nú í margra augum heldur
gamaldags mórall. Ótrúlega
mörgum þykir það nú ekkert
tiltökumál að svíkjast undan
skatti, að það er mörgum metn
aðarmál og hreystidáð, en þótti
fremur löstur í minni sveit.
Og annað kemur mér í hug,
þessu skylt að vissu leyti, það
er í sambandi við sjónvarpið
og þó ætla ég alls ekki að fara
að tala um sjónvarp. Menn
heima sá ég og heyrði halda
því fram alveg blákalt, að auð
vitað ættum við að taka amer
íska sjónvarpinu fegins hendi
á meðan við þyrftum ekki að
borga neitt fyrir það! Eg get
ekki annað sagt en það sé orð-
ið meira en lítið bogið við
siðferðiskennd landa minna sem
hugsa þannig, meta allt í krón
um og dollurum. Ekki svo
meia um það.“ Hermann var
all bóndalegur á hlöðutröpp
unum þegar ég hafði kvatt
hann og horft um öxl, og mig
langar til að heimsækja hann
næst þegar ég verð þar á ferð,
og sjá hvernig honum gengur
að innrétta hesthúsið.
Páll S. Árdal er enn ungur
maður, og samt alllangur tími
síðan hann lauk heimspekinámi
þá ekki fyrr kominn úr tölu
skólasveina en hann gerðist
þar lærimeistari og vann jafn-
framt að því verki að skrifa
doktorsritgerð, er hann nú full
gildur doktor í heimspeki. Eg
fór á hans fund m. a. til að
ganga úr skugga um það, hvort
heimspeki ætti virkilega erindi
við fólk á miðri 20. öld.
— Hafa aðrir íslenzkir stúd
entar en þú tekið sér fyrir
hendur að nema heimspeki hér
en þú, dr. Páll?
— íslenzkum stúdentum hef
ur farið jafnt og þétt fjölgandi
hér síðustu árin, þeir eru nú
líklega mitt á milli 10 og 20.
Sumir þeirra taka eitthvað í
heimspeki sem undirbúnings
eða aukagrein svo sem hluta af
húmanískum fræðum, en sára
fáir stúdentar, hérlendir eða
erlendir. velja heimspeki sem
aðalnámsgrein. Við erum að-
eins tveir íslenzkir stúdentar,
sem höfum lokið heimspeki
prófi hér, hinn var Gunnar
Ragnarsson, kom nokkuð á eft
ir mér, og hann er nú kennari
heima á íslandi. Og hér var i
kynnisdvöl í fyrravetur Guð
mundur Lárusson (skákmaður
inn ungi), sem er annars við
heimspekinám í Kaupmann
hafnarháskóla. Af öllum þeim
fjölda stúdenta. sem hér ljúka
háskólaprófi á vori hverju, eru
aðeins örfáir í heimspeki, lík
lega að meðaltali fimm á vori,
þó aðeins tveir vorið sem ég
lauk prófi. en það var með al
fæsta móti. Hins vegar er mikið
hér um kennslu í heimspeki.
við erum mjög margir kennar
ar hér í þeim fræðum, það er
gömul siðvenja í skozkum há-
skólum, rótgrónari hér en i
flestum löndum öðrum, að
flestir stúdentar nemi þó nokk
uð í heimspeki, hver svo sem
sérgrein þeirra er. Þetta er
áþekkt forspjallsvísindakennsl
unni svonefndu í Háskóla ís-
lands, nema að hér er öllum
kennt miklu meira í heimspeki
einkum þeim, er nema húman-
ísk fræði. Þetta er sérstakt um
skozka háskóla og mjök frá-
brugðið því, sem tíðkast í Eng
landi. Heimspekin hér skiptist
raunar í tvær deildir, rökfræði
frumspeki og siðfræði.
— Hvað valdir þú fyrir sér
grein innan heimspekinnar,
eða um hvað fjallaði doktors
ritgerð þín?
— Eg byrjaði að skrifa um
efni, sem ég hætti svo við.
Þá tók ég mig til og fór að
kryfja til mergjar nokkra
þætti í heimspekikenningum
David Hume, sem er frægasti
heimspekingur í sögu Skot-
lands og var uppi á
Úr þessu varð til doktorsrit-
gerð mín, sem nefnist „David
Hum’s Theory of Value“ eða
„kenning Hume’s um gildi“.
Eg vann lengi að ritgerðinni,
var farinn að kenna, þegar ég
byrjaði á henni og tók mér
nægan tíma til að velta efn-
inu fyrir mér.
— Hverjir eru aðalþættir
kenningum þessa manns?
— Það, sem ég reyni að sýna
fram á í ritgerð minni er það,
að ákveðinn hluti af verkum
Hume’s hafi ekki verið metinn
að verðleikum. Þannig er mál
með vexti, að ungur að árum
reit Hume mikið verk, er nefn
ist „Treatise of Human
Nature" eða „ritgerð um mann
legt eðli“. Allt verikð er í þrem
bókum. Hin fyrsta er um þekk
ingarfræðileg efni og hafa
heimspekingar mikið rætt um
hana og ritað. Önnur bókin
heitir „The Passions,“ það er
ástríðurnar, kenndirnar, fjallar
um tilfinningalífið. Þeir sem
ritað hafa um heimspeki
Hume’s, hafa gefið þeirri bók
furðu lítinn gaum. En þriðja
bókin í þessu mikla ritverki
hans snýst um siðfræðileg efni
Heimspekingar seinni tíma,
sem ritað hafa um þetta verk
Hume’s, hafa haldið því fram.
að önnur bókin sé nauðsynleg
til að skilja fyrstu bókina, en
ekki þá þriðju. Ástæðuna fyrir
þessu má rekja til þess. að
Hume gaf fyrri bækurnar út
saman, en fannst þeim 'ekki
nógu vel tekið Þegar hann gaf
svo út þá þriðju, lét hann i
veðri vaka, trúlega mest í augl
lýsingaskyni fyrir henni að
ekki væri nauðsynlegt að
kunna skil á öllu í fyrri bókun
um til að skilja efni þeirrar
þriðju Þetta hafa menn tek
ið of bókstaflega og margir
talið, að bókin um tilfinninga