Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 1
24 5ÍÐUR 241. tbl. — Finuntudagur 22. október 1964 — 48. árg. Brimakstur MB-Reykjavík, 21. október. í rokí og háflóði síðd-egis í dag gekk sjór á land víða í Reykjavík og olli talsverðum skemmdum og umferðartruflun um. Einnig fuku járnplötur af húsum. Umferðartruflanir urðu einkum á þrem stöðum vegna sjógangs. Var það á kaflanum frá Hringbraut og út á Granda, á Skúlagötunni og nýju upp- fyllingunni við Kirkjusand í áframhaldi af Lækjarteig. Lög- reglan lokaði fyrst þar inn frá, en í kvöld var einnig búið að loka Skúlagötunni og þá var ófært orðið út á Grandann. Höfðu bflar þá drepið á sér í brimgusunum hvað eftir annað. Sjórinn bar rusl og grjót á land og vegurinn í Ánanausti var að skemmast, er frétta- menn Tímans komu þar að í Ijósaskiptunum. Myndina tók GE, er einn var að hlaupa und- an brimgusunni eftir Grandan- um. GRIPA NU TIL ÖRÞRIFARÁÐA GEGN JOHNSON NTB-Washíngton, 21. október. Samkvæmt upþlýsingum frá New York hefur kvikmyndaeftir- litið í Bandaríkjunum fjarlægt nokkur atriði úr kvikmynd, sem republikanski frambjóðandinn Barry Goldwater mun sýna í banda ríska sjónvarpinu á morgun. At- riðin, sem voru fjarlægð, sýndu m. a. stúlku í topplausum sundbol, karlmann íklæddan fíkjublaði og titilblað bókar, sem ber nafnið „Jazz me, Baby“. Kvikmynd þessa á að sýna í þeim tilgangi að opna augu þjóðarinnar fyrir siðspillingu þeirri, er á að þrífast á valdatím- um Johnsons. Fréttin um þetta nýjasta kosn- ingaherbragð republikana vakti að vonum mikla reiði hjá demo- krötum, og formaður míðnefndar demokrata, John Bailey, lýsti því yfir, að fyrirhuguð sjónvarpsdag- skrá væri eitt hið sjúklegasta kosn ingabragð, sem nokkurn tíma hefði verið fundið upp á, síðan sjónvarpið kom til sögunnar. Republikanar viðurkenna, að myndin sé hneykslanleg, en halda því fram, að hún verði að vera það, eígi hún að gefa sanna mynd að siðferðisástandinu í Bandaríkj- unum 1 dag. í myndinni eru sýndar nektar- dansmeyjar, hálfnakið fólk, sem dansar twist, atriði frá svertingja uppþoti og svipmyndir af bíl, sem ekur með mjög míklum hraða. Bíllinn er sömu tegundar og sá, sem Johnson forseti ekur, og á það að minna bandarísku þjóðina á það, að forsetinn hafi hvað eftir annað ekið of hratt og það undir áhrifum áfengis. Goldwater kom í dag til Pennsylvania, þar sem hann mun halda nokkrar kosninga ræður. William Scranton, helzti mótstöðumaður hans á republikana þinginu í San Fransisco, bauð hann velkominn til ríkis síns. Goldwater ásakaði Johnson um Framhald á 11. síðu Kvikmyndastríð um flugfarþegana EJ-Reykjavík, 21. október. Stóru flugfélögin hafa nú feng- ið nýtt vopn í baráttunni um far- þegana: kvikmyndir. Stóru banda- rísku flugfélögin taka nú upp hvert á eftir öðru kvikmynd-asýn- ingar meðan á fluginu stendur, og hefur ekkert vakið eins mikla at- hygli innan flugsins síðan þotum- ar komu fyrst á markaðinn. Loft- leiðum hefur verið boðin slík þjónusta, en þær munu ekki hafa neinn hug á að sinna því á næst- unni, m. a. vegna þess hversu geysidýrar slíkar sýningar eru. Samkeppnin milli stóru banda- Húsin sem Póst- 09 símamálstjórnin eignaðist fyrir 7.3 milljónlr. Tímamynd-K.J. Póstur og sími eignast frystihús KJ-Reykjavík, 21. okt. Annað og síðasta uppboð á frystihúsi og tækjum ísfélags Keflavíkur fór fram í dag á eigninni sjálfri, og var hún slegin Sveinbirni Jónssyni, er bauð í hana fyrir hönd Póst- og símamálastjórnarínnar, 7 millj. 350 þúsund. Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri, tjáði blaðinu í dag, að Póstur og sími hefði fengið veð í húsinu að upp- hæð 2,7 milljónir vegna ávís- anafalsins á Keflavíkurflugvelli fyrir um ári síðan. Kaupin á húsinu væru gerð með það fyr ir augum að tryggja Póst- og símamálastjórnina fyrir skakka föllum í sambandi við ávisana- falsið. Ekki kvaðst póst- og símamálastjóri geta sagt um það að svo stöddu, hvað gert yrði við frystihúsið, þar eð svo skammt væri liðið síðan stofn- unin eignaðist frystihúsið, og Framhald á 11. síðu. rísku flugfélaganna er mjög hörð. Hvað fargjöld og útbúnað snertir, þá ber ekki mikið á millí þeirra og þau reyna þvi að ná í farþeg- ana með öðru móti. Margt hefur verið reynt, t. d. kampavín, kavíar og lánskort, en nýjasta vopnið í samkeppninni hefur breiðzt svo geysilega út á örstuttum tíma, að um byltirigu er að ræða í fluginu, nefnilega sýning kvikmynda og sjónvarpsmynda meðan á flugferð inni stendur. Fyrír um tveim mán uðum höfðu aðeins tvö flugfélög slfk skemmtiatriði á boðstólunum meðan á fluginu stóð, en nú geys- ar hörð samkeppni um bezta sýn- ingarútbúnaðinn og beztu mynd- imar. Nýlega hafði Trans World Air- lines, sem fyrst tók upp kvik- myndasýningarnar, tveggja síðna auglýsingar í dagblöðunum og benti á yfírburði útbúnaðar síns, en þeir hafa eitt stórt sýningar- tjald fremst í farþegarýminu. American Airlines, sem hafa lítil sjónvarpstæki við hvert sæti, svör uðu með því að sýna sjónvarps- myndir af íþróttakappleikjum, svo köiluðum World Series, á leiðinni Chlcago—Los Angeles. United Air Lines hafa nýlega hafið kvik- myndasýningar á leiðinni til Honu- lulu, og ætla bráðlega að útvíkka þá þjónustu til millilandaflugsins. Continental Air Lines taka upp sýningar á myndum í gegnum lít- il sjónvarpstæki, og Pan Amerícan World Airways, Eastern Air Lines og nokkur önnur flugfélög eru nú að athuga á hvaða hátt þau geti bezt veitt þessa þjónustu. Þróun- in í þessum málum hefur orðið svo geysihröð undanfarið, að fundur IATA, sem haldinn var í Aþenu nýlega, eyddi miklum tíma í að ræða málið. Flugfélög ann- arra landa en Bandaríkjanna vilja koma í veg fyrir útbreiðslu slíkra sýninga vegna kostnaðarins, en bandarísku flugfélögin láta sig það Framhald á 11. síðu. Fjáriögin annað kvöld TK-Reykjavík, 21. október. 1. umræða um fjárlagafrum- varpið fyrir árið 1965 fer fram á föstudagskvöld og hefst kl. 20. Umræðunni verður útvarpað að venju. Fjármálaráðherra fylgir frumvarpinu úr hlaði en síðan tala fulltrúar flokkanna og fá tak- markaðan ræðutíma. Af hálfu Framsóknarflokksins talar Ey- steinn Jónsson, formaður flokks- ins, í þessum umræðum Dregið hefur verið um röð flokkanna og talar Eysteinn næst á eftir fjár- máiaráðherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.