Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 3
3 FTMMTUDAGUR 22. október 1964 TÍMINN KVIKMYNDIR Breytti það gangi stríðsins að ekki mátti vekja Hitier? Margir úrvalsleikarar af ýmsu þjóðerni leika í „Lengstum degl." Frakkar leggja til elnn sinn bezta leikara, Jean-Louls Barrault, sem leikur kaþólskan prest, föður Roulland, og sést hann hér á miðrl mynd ræða við sóknarbörn sín um frétt dagsins, Bandamenn séu komnir að frelsa landið. DARRYL F. Zanuck hefur staðið fyrir framleiðslu æði margra kvikmynda um þrjátíu ára skeið, og eru nokkrar með- al hinna ágætustu, sem komið hafa úr smiðju í Hollywood, svo sem „Vesalingamir" 1935, „Þrúgur reiðinnar" árið eftir að heimsstyrjöldin hófst, og „Grænn varstu, dalur“ ári síð ar, og allir, er sáu, muna eftir þessum myndum. Og svo mun fara nú þeitn, er horfa á nýj- asta stórvirki þessa framleið- anda, stríðsmyndina „Lengstur dagur“, senv nú eru að hefjast sýningar á, að henni verður ekki auðvelt að gleyma. Enda þótt myndin sé að mestu eða öllu leyti „leikin", skilst mér, að hún sé sögulega rétt. Mikil kynstur er búið að gera af kvikmyndum um heims styrjöldina síðari, sem raunar er engin furða, því að sú skelf- ingar og manndrápssaga er auðvitað kjörinn efniviður fyrir kvikimyndahöfunda og brask- ara ekki síður. En margar eru þessar myndir ómerkilegar í hæsta lagi, áróðurskenndar, hræsnisfullar og þrautleiðinleg ar. En það verður ekki sagt um þessa mynd. Hún virðist heiðarlega byggð, bæði sögu- lega og listarlega, við sjáum óbreytta hermenn allra aðila og einnig innstu koppna í búri herstjórnanna, heyrum þá ræð ast við hvern á sínu máli og mjög trúlega. Þetta er meðal lengstu kvikmynda, en allt um það óslitinn þriggja klukku- tfma spenningui. Og samt greinir myndin frá atburðum eins einasta dags, 6. júní 1944. Þetta var langur sólarhring- ur, og það er enginn annar en einn af þeim höfuðpaurum, sem áttu að leggja heiminn undir nazismann, er iagði höfundl kvikmyndasögunnar, Cornelius Ryan, til söguheitið, sem sé sjálfur Rommel marskálkur, sem tnælti þessi orð við aðstoð arforingja sinn. , ,Þér megið trúa mér, Lang, að fyrstu 24 klukkustundimar, meðan inn- rásin varir, verður lengstur dagur og mun ráða úrslitum . . . Örlög Þýzkulands eru und- ir því komin, hvernig útkoman verður . . . þann dag, jafnt fyr ir bandamenn sem Þjóðverja“. Fjörutíu og fjórum dögum síð- ar rættust þessi orð. Darryl F. Zanuck gegndi her þjónustu í þessu stríði eftir að hann lauk við framleiðslu ofan nefndra kvikmynda. En við gerð þesarar myndar hefur not ið liðveizlu fleiri sérfræðinga og „leikara" en nokkurn tíma áður, bandarískra, brezkra, franskra og þýzkra sérfræðinga um allt, er að gangi stríðsins laut. Einhverjir mundu segja, að nazistarnir hafi verið fegnir. Eða hvernig hefði farið, hve mikið hefði styrjöldin dregizt á langinn, ef sinnuleysið í innstu klíku nazistanna hefði ekki verið orðið svo dæmafátt, að þeir, sem vissu að innrásin stseði fyrir dyrum en vildu samt ekki trúa því, að hún yrði gerð á þessum slóður.n, og þegar ekki var lengur um að villast, þorði enginn að vekja „foringj- ann“ af því að hann var áður nýbúinn að fá „kast“ eitt hinna tíðu taugaáfalla, og hafði tekið inn svefntöflur, og þýzki her- inn á þéssu svæði fékk ekki þann liðsauka, sem þurfti. — Þrátt fyrir það varð sú mót- staða, sem kostaði landgöngu Bandamanna nieira en tíu þús und mannslíf á þesum eina, langa degi. Þetta er fyrst og fremst ein- stætt sögulegt verk, þar sem sögu- og myndarhöfundur hef- ur getað ráðgazt við hundruð nákunnugra og sérfróðra manna og kverna (þ. á. m. ek'kju Rommels) um hinn at- burðaríka sólarhring. Baráttan þennan langa dag stóð ekki að- eins af sjó inn á landið, held- ur vann neðanjarðarhreyfing- in franska að þvi öllum árum að rjúfa samgöngunet Þjóð- verja á þessum slóðum. Hvar- g vetna var forðast að beita ljós- fi myndavélum, öryggis vegna og t. a. m. er það ástæðan fyrir því, að engin ljósmyndafilma er til af þeim sögulega fundi, þegar Eisenhower hershöfðingi ákvað að innrásin á meginland ið skyldi hefjast aðfaranótt 6. júní. Njósnarar höfðu víða vak andi auga. Og það er eitt í þessari sögu, að þýzku upplýs- ingaþjónustunni heppnaðist að leysa dulmálslykla bandamanna — og þannig fengu þeir vit- neskju um hina fyrirhuguðu innrás, þótt ekki væri sú vit- neskja hagnýtt betur en raun varð á. En seint og um síðir, þegar Rundstedt hershöfðingi reyndi hvað eftir annað að ná sambandi við Hitler, mátti ekki vekja hann og hann vaknaði ekki fyrr en komið var langt fram á dag. En þá var allt um seinan. Kyndugir urðu þeir þýzku í fraiman, þegar þeir spurðu, að eitt bragðið, sem bandamenn beittu, var að láta gúmmíkarla síga niður í fallhlífum. það var þeim mikil ráðgáta. Flugher- deild bandamanna lenti í nánd við brú yfir Orno-fljótið nálægt Caen, og hárin rísa oft af spenningi við að fylgjast með því taugastríði, hvernig þeir fara að því að halda brúnni í þrettán klukkutíma unz þeim berst aðstoð. En blóðugasta or ustan var háð é þeim stað, sem nefnist „Blóðströnd“ (Bloody Omaha Beach), þar sem féli hálft þriðja þúsund bandarískra hermanna daginn þann. Flestir hermenn taka því með köldu blóði, sem virðist oft að ganga út í opinn dauðann, en sumum rennur til rifja, að sjá andlit óharnaðra ungmenna, sem hlýddu þó hverri skipun, en það var oft mikil skelflng upp- máluð í svip þeirra. Annars er Framhaid á 11. síðu. ................. ...................................-.... Varðmenn nazista stirðnuðu, þegar þeir sáu breiða fylktngu hersklpa Bandamanna koma út úr hafþok- unni yfir Ermasundl og nálgast land. Innan stundar skriðu landgðO0uprammarnir upp aS ströndinnl opnuðu stefnlð og tugþúsundir hermanna hlupu á land upp. tmsm Á VÍÐAVANGI Ánægjuleg leiðrétting. ÁNÆGJULEG er sú leiðrétt ing, sem fengizt hefur á mis- sögn bandaríska utanríkisráðu neytisins um þjóðerni Leifs heppna. Bandaríska utanríkis- ráðuneytið hafði látið svo um mælt í fréttatilkynnlngu, að Leifur hefði verið fæddur í Nor egi. Hafði þar vafalítið gætt á- hrifa frá áróðri norskra sam- taka til þess að eigna Norð- mönniím Leif í sambandi við hátíðahöld Bandaríkjanna á ný- afstöðnum Leifsdegi. fslenzka utanríkisráðuneytið sendi þá út mótmælaorðsending^ ásamt rökstuddri greinargerð, byggðri á sögulegum hcimildum, um uppruna Leifs. Þórhallur Vil- mundarson, prófessor, hafði tek ið hana saman, stutta en glögga. Eftir það baðst hið bandaríska ráðuneyti afsökun- ar á mistökunum. Þetta sýnir, að það borgar sig að vera vel á verði og nauðsynlegt er, að íslenzk stjórnarvöld séu vak- andi fyrir því að leiðrétta hik- laust og tafarlaust missagnir, sem fram koma, ekki sízt hjá stjórnarvöldum annarra Ianda, og þetta sýnir einnig, að gott er að hafa samráð og stuðning fræðimanna við þetta. Hér hef- ur vel til tekizt. Einnig er ánægjuleg sann- gjörn og vinsamleg grein i norska blaðinu Verdens Gang um þessi mál. íslendingar eiga að halda á máli sínu í þessu með festu og rósemi. Á undan og eftir. Eðli stórra hluta sjást oft í lítilli skuggsjá. Svo er um eðli lýðræðis og einræðis. Mað ur nokkur sagði í sambandi við stjórnarskiptin * Rússlandi, að þar tækju stiórnarherrar út „forskot á sæluna“. f lýðræðis- löndum er forsætisráðherrann oftast enginn dýrlingur meðan hann situr að völdum. Hann er undir harðri gagnrýni og stór- skotahríð minnihluta og sætir oft harðri gagnrýni. Þegar liann er farinn frá, eru menn mjúk- hentari og viðurkenna hann betur. Þá hlýtur hann oft rétt- mætan heiður af gerðum sín- um og margar sæmdir. — f Rússlandi er þetta öfugt. Meðan forsætisráðherra situr við völd er honum aldrei hallmælt opin- berlega, aldrei gagnrýndur og í miklum hávegum hafðir. Þegar hann hefur verið settur af kem ur gagnrýnin .ásakanir og hall mæli, og þá getur hann heldur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þannig er þessu snáið við austur þar, og i þessu speglast líka meginmunur á eðli einræð is og lýðræðis. „Kaupmannahöfn". KAUPMANNAHÖFN er stór staður og frægur, svo að ekki er leiðum að líkjast. Selfyssing ar hafa nú eignazt sína „Kaup mannahöfn" og hafa gaman af. Þegar Sigurður Óli var orðinn lúinn á basli sínu tóku vinir hans og viðskiptamenn sig til og breyttu honum i kaupfélag. Hlaut það nafuið „Kaupfélagið Höfn“ enda hafði hin gamla kaupmannsverzlun heitið Höfn. Nú hefur hið nýja nafn verið málað á gamla kaupmannshús- ið. En Selfossbúar kunna bezt við að hinu gamla horfi sé þarna haldið. og því hafa hnyttn ir menn austur þar stungið upp á því, að málað sé vfir „félag- ið“ í nafninu en orðið „manna“ koml f staðinn. Fáist þá hlð rétta nafn, sem sé Kaupmanns hðfn. I • t < i * < / * í t t / ♦ l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.