Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 7
FTMMTUDAGUR 22. október 1964 TIMINN lón Skaftason, alþingismaður: FyrrS hluti FORSETAKOSNINGAR í BANDARÍKJUNUM Að beiðni Tímans hef ég fall izt á að skíra lesendum blaðs- ins frá yfirstandandi forseta- kosningum í Bandaríkjunum og helztu deilumálum, sem setja svip sinn á þær, eins og mér kom þetta fyrir þær 6 vik- ur, sem ég hef dvalið þar vestra. Mér virtust allflestir, Banda- ríkjamenn, sem um mál þessi tala eða rita vera sammála um, að þessar kosningar fari fram við töluveit aðrar aðstæður en oftast áður og að flokksbönd- in muni nú reynast ótryggari en fyrr. Hvort tveggja veldur, að Republikanaflokkurínn gengur nú fram til baráttu, í fyrsta skipti um langt árabil, undir mjög íhaldssamri forystu, þar sem um Goldwater og Miller er að ræða og kosningastefnu- skrá flokksins, sem samþykkt var á flokksþingi þeirra í San Fransisco ber þess öll merki. Þetta er mikil breyting frá því er Eisenhower, Deweg, Wilk- ie og jafnvel Nixon voru í for- setaframboði fyrir flokkinn. Hitt er svo einnig, að nú bera mjög hátt í kosningabar- áttunni ýmis mál, og þá sér- staklega jafnréttismál svert- ingja, sem gera það að verk- um, að ýmsir munu yfirgefa sinn gamla flokk vegna af- stöðu hans til þessara mála. Þannig hefur einn af áhuga- meiri öldungardeildarþing- mönnum Demókrata, Shom Thurmond frá South Carolina yfirgefið flokk sinn og John- son forseta og berst nú fyrir kjöri Goldwaters. Ný stjarna rís. Það kom mörgum á óvart bæði innan og utan Bandaríkj- anna, er Barry Goldwater var útnefndur, sem forsetaefni Republikanaflokksons á flokks þinginu í San Fransisco 15. júlí s.l. Hver er þessi Goldwat- er spurðu margir og hver eru stefnumál hans? Þeir sem bezt þekktu til bandarískra stjórnmála vissu, að hér var um öfgafull- an íhaldsmann að ræða, sem sett hafði fram stjórnmálaskoð anir sínar m.a. í tveim bókum er hann hafði ritað og bera heitin „Samvizka íhalds- manns“ og nýlegri bók, sem hann kallar „Hvers vegna ekki sigur?“ Á 11 ára öldungardeildar- þingferlí sínum hafði hann vak- ið á sér athygli fyrir tvennt að- allega. Hann hafði ekki haft for ystu, eða átt mikinn hluta að, setningu nokkurrnr meirihátt-. ar löggjafar á þessu tímabili og hitt var það, að hann hafði oft og iðulega staðið að litlum minnihluta, eða jafnvel staðið einn, gegn samþykkt ýmissa stórmála í öldungadeildinni. sem líkleg þóttu til almennra vinsælda og benti það til þess. að hér væri á ferðinni maður sem væri alls óhræddur við al menningsálitið. Þannig hélt Goldwater j apríl 1957 hvassa ádeíluræðu segn fjárlagafrumvarpi Eisen- hower-stjórnarinnar, sem hann taldi of útgjaldasamt. Hvemig gat nú maður méð slíka fortíð talizt heppilegur frambjóðandi fyrir annan aðal flokk Bandaríkjanna, sem er minnihlutaflokkur og þarf því, ekki einasta á öllu sínu að halda, til að sigra í forseta- kjöri, heldur líka að ná til óháðra kjósenda og jafnvel flokksbundinna Demókrata. Skal sú saga rakin stuttlega. Sigurlaun mikillar vinnu og sérstakr* aðstæðna. Hafi sumir af forystumönn- um Republikana í öldungar- deildinni hrokkið upp við vond an draum, er sú staðreynd blasti við, að Barry Goldwaterx var orðinn forsetaefni flokks síns, þá geta þeir, að mestu, sjálfrum sér um kennt, því að það 'voru þeir, sem kusu hann formann nefndar ínnan öld- ungadeildarþingliðs Republik- ana, fyrst 1955 og æ síðar, sem sjá á um útbreiðslustarf og kosningabaráttu flokksins fyr- ir hverjar kosningar. Á þess- um tíma hefur Goldwater ferð ast um landið þvert og endi- langt, haldið árlega um 200 ræður, aflað vina, sett trúnaðar menn sína inn í flokkskerfi- ið, og síðast en ekki sízt, afl- að flokknum mikilla tekna, sem er nauðsynlegt til þess að standa í kosningum þar vestra. Alltaf var Goldwater reiðubú- inn til að hlýða kalli í þágu BARRY GOLDWATER flokksins og það kunnu flokksbræður hans að meta, enda þótt þeim öllum féllu ekki skoðanir hans. Á þennan hátt hafði hann aflað margra og dyggra stuðn- ingsmanna löngu fyrir flokks- þingið, sem stóðu með honum gegn um þykkt og þunnt á þinginu, þrgtt fyrir ýmis áföll í prófkosníngum og jafnvel á þinginu sjálfu. í annan stað hafði Goldwat- er staðfastlega hamrað á því. að íhaldsstefnan væri að vinna á í Bandaríkjunum. Of mikil ríkisútgjöld, háir Skattar. of mikil efnahagsaðstoð við er- lend ríki og linka í samskipt- um við kommúnistaríkin síð- ustu árin o. fl. o. fl. væri að skapa andúð á þeirri frjáls lyndu stefnu, sem Demókrata- flokkurinn, og að nokkru leyti Eisenhowerstjómin, höfðu staðið fyrir síðasta áratuginn. Þegar svo hér við bættist, að jafnréttismál svertingjanna yrði eitt aðalkosningamálið og sú afstaða, sem Goldwater hafði tekið til þess, var tryggt, að allir flokksþingsfulltrúar Republikana frá Suðurríkjun- um myndu fylkja sér um Gold- water. Miklar líkur voru og taldar til þess á þinginu, að honum myndi takast að fá alla kjörmenn Suðurríkjanna 128 að tölu með sér og þannig tryggja sér kosningu, sem næsti forseti Bandaríkjanna. Hafði það ekki lítið að segja. Þessar eru helztu ástæður þess, að Barry Goldwater var útnefndur forsetaefni Repu- blikana auk þess, sem hann er talinn geðfelldur og vinsæll maður í þeim hópi manna, sem hann bezt þekkja. Goldwater sagði: Ég vil bjóða kjósendum upp á val á milli íhaldsstefnu minnar, og frjálslyndisstefnu Scrantons eða Rockefellers, sem verður aldrei annað en bergmál þess, sem Johnson og Demókratar bjóða uppá. Kjörorðið er „Val en ekki bergmál11. Hver er stefna Goldwaters og > hvernig er maðurinn? Margt hefur verið rætt og ritað misjafnt um manninn Goldwater og stefnu hans. Ætla ég að reyna, í fáum orðum, að gera grein fyrir skoðun minni á manninum óg stefnunni eins og mér virðist hún vera eftir að hafa gluggað í bækur hans tvær, sem ég nefndi hér að framan, lesið meiri háttar ræð ur hans, svo sem er hann tók við útnefningu á flokksþing- inu, þingræðu hans frá 19. júní s.l. um jafnréttismál svertingj anna, ræðu frá 18. maí s.l. um Sameinuðu þjóðirnar, þing- ræðu hans frá 19 sept. 1963, þegar hann greindi frá and- stöðu sinni við Moskvu sam- komulagið um takmarkað bann við kjarnasprengjutil- raunum og ræðu um utanríkis- mál frá 18 apríl s.l. þar sem hann setur fram skoðanir sín- ar á nokkrum stærstu þáttum utanríkisstefnu Bandaríkjanna, eins og hann telur hana eiga að vera. Auk þessa átti ég þess nokk um kost um sex vikna skeið i Bandaríkjunum, af blöðum og sjónvarpi, að fylgjast með orð- um hans þann tíma, en sá lær- dómur, sem ég þá fékk gerir það ennþá erfiðara, að skil- greina manninn og stefnuna, því mér fannst það áber- andi í hita kosningabaráttunn- ar, hversu mótsagnakenndur málflutningur hans gat verið og fjarri því, sem hann hefur sett fram í bókum sínum. Sem dæmi þessa víl ég aðeins nefna, að Goldwater nefndi í eitt skipti möguleika á því að taka upp samninga við Rauða Kína og jafnvei hugsanlega þátttöku þess í Sameinuðu L. B. JOHNSON þjóðunum. Þetta er miklu rót- tækari tillaga en ég hef heyrt eða lesið eftir varaforsetaefni í Demókrata Humphrey, sem Republikanir hundelta þó, sem kommúnista undirlægju m.á. vegna þess, að hanq, var um árabíl varaforseti í róttæk- um samtökum vestra, ADA, ,sem m. a. berjast fyrir jafn- rétti svertingja og eru yfir- Ieitt talin vinstri sinnar. Það sem einkennir Gold- water öðru fremur er, að hann er öfgafullur íhaldsmaður, flokksmaður, þjóðernissinni og mikill andstæðingur þess að efla vald sambandsstjórnarinn ar í Washington D.C. á kostnað sjálfstæðis hinna einstöku sam bandsríkja. í fjölmörgum ræð- um hefur hann ráðist á Hæsta- rétt Bandaríkjanna fyrir að kveða upp dóma, sem hann sé ekki fær að kveða upp vegna ákvæða stjómarskrárinn ar. Goldwater er talinn góður heimilisfaðir og vinur vina sinna, persónulega vinsæll með al samstarfsmanna sinna í öld- ungadeíldinni úr báðum flokk- um og til sönnunar þessu var mér sögð sú saga vestra, að þegar Richard Neuberger, frjálslyndur öldungadeildar- þingmaður Demókrata frá Oerugon lá á banabeði sínu, þá var það íhaldsmaðurinn Goldwater, sem reglulega með bréfasendingum, lét andstæð- ing sinn fylgjast með gangi mála í öldungadeildinni. Mike Mansfield, leiðtogi Demokrata f öldungadeildínni hefur sagt um Goldwater „að það sé mögu legt að deíla heiftarlega um málefni við hann og samtímis bera mikla virðingu fyrir heið arleik hans og hreinskilni" Mér finnst rétt, að þetta komi fram, þegar manninum Goldwater er lýst, hvaða skoð- anír sem maður annars kann að hafa fengið á stefnu hans. Um hana segir Goldwater í bók sinni „samvizka íhalds- manns:“ „Ég hefi lítinn áhuga'á að efla sambandsstjórnina, því að vil draga úr valdi hennar. Ég ætla ekki að takast á hendur að stofnsetja velferðarríki, því að ég ætla mér að auka frelsið. Takmark mitt er ekki að setja lög, heldur afnema þau. Ekki að setja fram nýjar áætlanir, heldur afnema þær, sem skaða stjórnarskrá okkar, eða sem hafa mistekizt, eða leggja á borgarana óvinsælar fjárhags- byrðir. Ég mun ekki reyna að ganga úr skugga um, hvort lög gjafar sé þörf, fyrr en ég hef fyrst athugað, hvort stjórnar- skráin leyfir hana. Og ef ég síðar yrði ásakaður fyrir að hafa vanrækt hagsmuni kjör- dæmis míns, þá svara ég, a mér hafi skilizt, að aðalhags- munir kjósenda minna séu þeir að varðveita frelsið og að því yinni ég eftir beztu getu.“ Hér er mjög almennt til' orða tekið og má skilja á ýmsa vegu. Meginstefnan er þó ljós og skilst betur, ef at- huguð er stefna Goldwaters til ýmissa stórmála. Goldwater er andvígur þeirri tryggingarlöggjöf, sem nú gildir í Bandríkjunum, sem þó er hvergi nærri eins víðtæk og hér eða á Norðurlöndunum. Hann er einnig alveg andsnú- inn allri aukningu hennar, svo sem að taka upp elli- og sjúkra tryggingar, eins og Johnson reyndi að fá í gegn á síðasta þíngi, en tókst ekki Goldwater segir þetta eigi allt að vera frjálst. Goldwater greiddi atkvæði gegn jafnléttindalöggjöf svert- ingjanna á síðasta þingi, ekki af því, eins og hann sagði, að hann væri á móti jafnrétti kyn þáttanna, heldur vegna þess„ að hann taldi að í lögunum væru ákvæði er brytu gegn stjórnarskránni. Samt segist ,hann muni framfylgja þessari löggjöf óbreyttri, verði hann kosinn forseti. Goldwater hefur gangrýnt Kennedy-Johnson stjómina fyrir lélega og hikandí utan- ríkisstefnu. Yrði hann kjörinn forseti myndi utanríkisstefna Bandríkjanna harðna mjög, sbr. þessi ummæli hans í Láfe 17. jan. s.l.: „Að U.S.A. verði að ná al- gjörum sigri yfir kommúnistan- um. Og það þýðir, að við get- ekkí veitt nokkuð, gefið eftir eða samið nokkur réttindi frá okkur.“ (Berið þetta saman við eftirfarndi orðrétt ummæli John F. Kennedy, er hann’tók við forsetaembættinu: „Þannig skulum við byrja á ný — báðir aðilar — vel- minnugir þess, að kurteisi er ekki merki um veikleika og einlægnina verður sífellt að reyna. Semjum aldrei af ótta. En verum aldrei hrædd við að reyna samninga.“ Goldwater er andvígur allri efnahagsaðstoð til kommúnista ríkja, svo sem Póllands og Júgósalvíu og hann var andvíg ur hveitísölunni til Rússlands. Hann telur, að Bandaríkin og hinn vestræni heimur græði ekkert á deilu Kínverja og Rússa né annarra kommúnista ríkja og því sé það bábilja að reyna með fjárhagsaðstoð að auka á þær deilur. Velur jafn- an Júgóslavíu sem dæmi upp á þetta. Goldwater dregur í efa gildi Sameinuðu bjóðanna, telur þær gefa kommúnistaríkjunum tækifæri til að reka þar áróð ur sínn, leggi óeðlileg bönd á frelsi U.S.A. til athafna og er sérdeilis tortrygginn í garð Framhald á 11. síðu. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.