Tíminn - 22.10.1964, Page 19

Tíminn - 22.10.1964, Page 19
FIMMTUDAGUR 22. október 1964 ÞINGFRETTIR TIMINN ÞINGFRETTIR 19 Tekjuskattur lækki um 7 þús. á mann útsvori m 20% Lagt hefur verið fram á Al- þingi frumvarp Framsóknar- manna um lækkun skatta og út- svara einstaklinga á árinu 1964 og fl. Framsögumaður fyrir frum- varpinu verður Einar Ágústsson en flutningsmenn ásamt honum verða Þórarinn Þórarinsson, Jón Skaftason, Halldór E. Sigurðsson, Sigurvin Einarsson, Skúli Guð- mundsson, Ingvar Gíslason, Ey- steinn Jónsson og Óskar Jónsson. Frumvarpið er svo hljóðandi: 1. gr. Allur tekjuskattur lagð- ur á einstaklinga á árinu 1964 skal lækkaður um kr. 7000.00 á hvern gjaldanda. Einstaklings- tekjuskattur, sem lægri er en kr. 7000.00, skal felldur niður. 2. gr. Öll tekjuútsvör lögð á einstaklinga á árinu 1964 skulu lækkuð um 20%. Þessi útsvars- lækkun skal sérhverju sveitarfé- lagi bætt úr Jöfnunarsjóði sveita- félaga og skal greiðsla fara fram í mánuðunum október—desember 1964. 3. gr. Á árinu 1964 leggur ríkis- sjóður Jöfnunarsjóði sveitafélaga tíl, umfram það, sem ákveðið er í fjárlögum, þá upphæð, sem þarf til framkvæmda á 2. gr. 4. gr. Sérstök rannsókn skal fara fram á skattframtölum ársins 1964 (fyrir tekjuárið 1963). Um- fram þau framtöl, sem að dómi skattyfirvalda gefa sérstaka ástæðu til rannsóknar, skal rann- sókn fara fram á 3% allra fram- tala þeirra aðila, sem bókhalds- skyldir eru, og á 2% annarra framtala. Skulu þessi framtöl val in með útdrætti úr öllum framtöl- um landsins af Hagstofu íslands samkvæmt reglum, er hún setur. Framtöl þau, sem þannig eru valin, skal athuga ýtarlega, rann- saka bókhald aðila og leita upp- lýsínga um hvað eina, er máli skiptir. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Akvæði til braðabirgða. Sameinað Alþingi kýs 7 manna nefnd hlutfallskosningu til þess að gera tillögu um skipan skatta- og útsvarsmála. Nefndin skal leggja tillögu sín- ar fyrir Alþíngi svo fljótt, að hægt verði að afgreiða nýja lög- gjöf um þessi mál á yfirstand- andi þingi. í greinargerð frumvarpsins segir: Með lögum nr. 18 12. apríl 1960 var afnuminn sá umreikningur á persónufrádrætti og tekjutöl- um skattstigans, er gilt hafði mörg ár þar á undan, og með lögum nr. 43 9. júni 1960 voru ákveðnír fastir útsvarsstigar, sem gerðu ekki ráð fyrir breytingum vegna breytts verðgildis peninga. Áfleiðing þessa var sú, að skatt byrðin þyngdist stöðugt vegna vaxandi dýrtíðar öll þau ár, sem liðin eru síðan umræddar laga- breytingar voru gerðar. Á árinu 1963 óx dýrtíðin meira en nokkru sinní fyrr. Sá vöxtur varð til þess, að miklar launa- hækkanir áttu sér stað á því ári, og urðu þvi tekjur manna miklu hærri að krónutölu en verið hafði undanfarin ár. Að óbreittum álagningarreglum hlutu því tekju skattur og útsvar að hækka gífur- lega og langt fram yfir það, sem mögulegt væri að innheimta. Með lögum frá 1964 var per- sónufrádráttur hækkaður nokk uð. En því fór fjarri, að þar væri nægilega míkið að gert, ekki sízt þar sem jafnhliða voru gerðar breytingar á skattstigunum, sem leiddu til hækkunar Tillögur Framsóknar manna Þingmenn Framsóknarflokks ins bentu á, að lagfæring persónu- frádráttarins væri ekki næg, og báru fram breytingartillögur við skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar er míðuðu að því tvennu að hækka persónufrádráttinn með því að taka upp að nýju hinn fyrri um- reikning og lækka aftur skattstig- ana í það horf. sem þeir áður ★ Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, svarði i sameinuðu þingi í dag fyrirspurn frá Ragnari Arnalds um störf stjórnskipaðrar nefndar, er athugar möguleika á iðnrekstri í kaupstöðum og kauptúmim, þar sem atvinna er ónóg og hvað ríkisstjórnin hyggst gera nú er bráðabirgðaálit nefndarinnar Iiggur fyrir, einkum vssðandi vestanvert Norðurland. ★ Umræður um fyrirspurnina stóðu allan fundartímann í gær og tók fjöldi þingmanna þátt í þeim. M. a. töluðu af hálfu Framsókn- arflokksins þeir Ingvar Gíslason, Ólafur Jóhannesson, Biörn Páls- son, Sigurvin Einarsson, Eysteinn Jónsson og Skúli Guðmundsson. ★ Það athyglisverðasta er fram kom í þessum umræðum var það að sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu nauðsyn á því að þessi mál verða öll tekin til meðferðar skipulega og af sérstakri stofnun til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Á fundinum i gær var útbýtt frumvarpi Framsóknarmanna um Jafnvægis- stofnun og Jafnvægissjóð og ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Þetta frumvarp hefur verið flutt á mörgum und- anförnum þingum, en Sjálfstæðismenn ásamt Alþýðuflokksmönn- um visað því frá á þeirri forsendu að slfk stofnun væri með öllu öþörf. Nánar verður sagt frá þessum umræðum síðar. TÖMAS KARLSSON RITAR voru. Jafnframt var bent á, að samþykkt frumvarps ríkisstjórn-: arinnar í óbreyttu formi rrtyndi i valda því, að tekjuskattur og út- svör hækkaði meira en hóflegt væri. Þessum aðvörunum var ekki sinnt og tillögur framsóknar- manna felldar. Nú hefur það komið fram, sem framsóknarmenn sögðu víð með- ferð málsins á Alþingi, að skatta- byrðin samkvæmt hinum nýju lagaákvæðum ríkisstjórnarinnar er svo gífurleg, að mjög miklum fjárhagsörðugleikum veldur á fjölmörgum heimilum, þar sem víða er svo ástatt, að langmestur hluti launanna fram að næstkom- andi áramótum fer til þess að greiða opinber gjöld. Þegar slík skattheimta bætist of- an á þær míklu fjárhæðir, sem heimilin þurfa að greiða ríkissjóði í formi óbeinna skatta, er aug- ljóst, að gjaldgetu almennings er ofboðið, enda horfir víða til hreinna vandræða af þessum sök- um. Viðbrögð hafa verið með þeim hætti, að svo virðist, að allir séu nú sammála um, að útsvör og skattar séu óhæfilega há og að leiðréttinga sé þörf. Flutningur þessa frumvarps hef ur tvennan tilgang. Annars vegar að gera tillögur til lausnar þeim vanda, sem skapazl hefur vegná álagningarinnar á þessu ári, og hins vegar að stuðla að því að koma á nýrri skipan skatta- og útsvarsmála. lírræðin Þau úrræði, sem bent er á varð 'andi fyrra atriðið, eru þessi: 1) Allur tekjuskattur iagður á einstaklinga á árinu 1964 skal lækkaður um kr. 7000.00 á hvern gjaldanda, en einstaklingstekju- skattur, sem lægri er en kr. 7000. 00, falli niður. Eftirgjöf að upp- hæð kr. 7000.00 af tekjuskatti jafngildír því, að skatturinn sé felldur niður af fyrstu 50 þús. kr. skattskyldra tekna og byrjað að reikna skattinn á 30% þrepinu. Æskilegra hefði að vísu verið að breyta persónufrádrætti, en það hefði kostað að endurreikna öll framtöl, og það telja flutnings- menn þessa frumvarps of sein- virkt. Hér er valin fljótvirkasta leið til lagfæringar, sem völ er á. Útsvör 2) Öll tekjuútsvör lögð á ein- staklinga á árínu 1964 skulu lækk- uð um 20%. Útsvarslækkun þessi skal sérhverju sveitarfélagi bætt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en ríkissjóður leggi fram það fé. sem til endurgreiðslunnar þarf. Þessi tilhögun jafngildir því, að sveitarfélögin hefðu notað fimmtungi mínni hluta af útsvars- stiganum en ella, en fengju þess í stað meiri greiðslur úr Jöfnunar sjóði. Má I þessu sambandi benda á, að á síðasta þingi fluttu fram- sóknarmenn tillögu um, að hluti af þeirri söluskattsviðbót, sem þá var lögákveðin, gengi til jöfnunar sjóðs í þvi skyni að létta undir með sveitarfélögunum, en sú til- högun hefðu jafngilt útsvarslækk unum. Önnur ástæða til þess, að þessi tilhögun er valin er sú. að auðvel* þarf að vera fyrir jöfnunarsjóð að reikna út þær endurgreiðslur, sem hvert sveitarfélag um sig á að fá, og sú framkvæmd verður auðveldust á þann hátt, að útsvör- in séu lækkuð um fastan hundraðs hluta. Framtölin 3 Lagt er til, að sérstök rann- sókn fari fram á skattframtölum ársins 1964, þ.e. fyrir tekjuárið 1963. Ósamræmið í skattgreiðslum hefur vakið meiri athygli nú en fyrr. Finnst öllum almenningi aug ljóst, að mikið vanti á, að framtöl manna séu öll jafnáreiðanleg. Slíkt skapar að sjálfsögðu mikla tortryggni og leiðir af sér alvar- legt misrétti, sem ómögulegt er fyrir heiðarlega gjaldendur að una. Rannsókn sú, sem hér er ráð gerð, virðist því óhjákvæmileg Henni er fyrst og fremst ætlað að beinast að þeim framtölum sem virðast að dómi skattyfir- valda sérstaklega athugaverð, en auk þess er gert ráð fyrir úrtaks- rannsóknum eftir nánari reglum. Langt fram úr áætlun Þessi ákvæði frumvarpsins, sem nú hafa verið talin, miða að skjótri og sem sanngjarnastri leið réttingu á sköttum þessa árs. Tals menn ríkisstjórnarinnar hafa gef ið þær skýringar m.a á hinum háu sköttum á þessu ári,að tekj- ur mann á árinu 1963 hafa farið langt fram úr áætlun. Lætur þá að líkum, að tekjuskatturinn hafi einníg farið fram úr áætlun og eftirgjöf sú, sero hér um ræðir, verði ríkissjóði því ekki þungur baggi. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því, að ríkissjóður bæti sveitarfélögunum lækkun útsvar- anna fyrir millígöngu jöfnunar- sjóðs, en ríkissjóður er þess vel megnugur að taka á sig þessa byrði. Má í því sambandi benda á stórfellda tekjuafganga undanfar inna ára. í niðurlagi frumvarpsins er bráðabirgðaákvæði þess efnis, að Sameinað Alþingi kjósi 7 manna nefnd hlutfallskosningu til þess að gera tillögur um skipan skatta- og útsvarsmála. Samstarf Strax og niðurstaða skattálagn- ingarinnar var birt á s.l. sumri, nánar tiltekið hinn 6. ágúst s.l., samþykkti stjórn Framsóknar- flokksins svo hljóðandi ályktun: „Vegna þess alvarlega vanda, sem nú hefur skapazt eftir síðustu álagningu skatta og útsvara, legg- ur stjórn Framsóknarflokksins til eftírfarandi: 1. að ríkisstjórnin gangist án tafar fyrir skipun nefndar með þátttöku allra þingflokka til þess að gera nú þegar tillögur um end- urskoðun þeirra opinberu gjalda sem nú 'hafa verið lögð. og rétt- mæta skipan skatta- og útsvars- mála til frambúðar, 2. að ríkisstjórnin geri þær ráð- stafanir ti) bráðabírgða að festa innheimtu á verulegum hluta af álögum, á meðan þessi endurskoð un fer fram.“ í útvarpsþætti hinn 17. ágúst s.l. kom fram, að fulltrúar allra flokka væru orðnir sammála um nauðsyn gagngerra breytinga á þessum málum. Formaðtír Fram- sóknarflokksins endurtók í þess- um þætti tillögur framsóknar- manna um skipun endurskoðunar nefndar og sagði m.a.: „Ég tel, að það væri hyggilegt af ríkisstjórn- inní að taka tilboði okkar um sam starf að athugun þéssara mála, efna til nefndar með þátttöku allra þingflokka, og að einmitt þannig sé gott að taka fyrir vanda söm verkefni, enda mikið af bví gert áður fyrr.“ í framhaldi af þessu tilboði framsóknarmanna um samvinnu um lausn þessara mála er tillagan hér flutt. Síldarskýrsla L.Í.Ú. Landssambands ísi útvegs- manna um afla þeirra skipa, sem bættu við sig afla í síðustu viku, tll miðnættis 17. október 1964, á síldarmiðunum fyrir Austfjörðum. Akraborg, Akureyri 21.994 Arnar, Reykjavík 16.850 Ámi Magnús., Sandgerði 27.077 Ásbjöm. Reykjiw^k 23.485 Auðunn, Hafnasfirði 8.246 Bára, Fáskrúðs/irði 1.271 Bergur. Vestmannaeyjum 20.400 Bjarmi II. Dalvík 35.693 Björgvin, Dalvík 21.629 Eldey. Keflavík 20.205 Elliði, Sandgerði 20.401 Engey, Reykjavík, 22.841 Faxi, Hafnarfirði 34.515 Freyfaxi, Keflavík 5.766 Gjafar, Vestmannaeyjum 24.510 Grótta, Reykjavík, 35.882 Guðm. Péturs. Bolungarv. 20.487 Guðm. Þórðars. Reykjav 18.361 Guðrún, Hafnarfírði 19.679 Guðrún Þorkelsd., Eskit 9.657 Gullberg Seyyðisfirði 26.913 Gullfaxi Moskaimsta? 17 27fi Gunnar, Reyðarfirði 24.293 Hafþór, Neskaupstað 13.047 Hannes Hafstein, Dalvík 34.316 Héðinn. Húsavík 22.906 Heimir, Stöðvarfirði 14.171 Hoffell, Fáskrúðsfirði 17.794 Hólmanes, Keflavík 16.543 Huginnll, Vestmannaeyj. 20.014 Ingiber Ólafssonll Njarðv 11.967 Ingvar Guðjóns., Hafnarí. 9.623 ísleifur IV Vestmannaeyj 18.786 Jón Kjartansson, Eskíf. 44.663 Jörundur II, Reykjavík 19.860 Jörundur III. Reykjavík 37.984 Loftur Baldvinsson Dalvík 31.774 Mánatindur. Djúpavogi 15.451 Margrét, Siglufirði 23.131 Náttfari, Húsavík 24.113 Oddgeir. Grenivík 24.213 Ólafur Tryggvas., Hornaí. 7.366 Óskar Halldórs., Reykjavík 13.925 Otur, Stykkishólmi 7.444 Pál) Pálsson, Sandgerði 9.979 Pétur Sigurðsson, Reykjav 18.627 Rifsnes, Reykjavik 15.974 Seley, Eskifirði 22.030 Siglfirðingur. Siglufirði 18.043 Framh á 23 síðu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.