Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 22. október 1964 TIMINN Finnur Guðmundsson hefur einn manna á íslandi hlotið þá nafnbót að heita fuglafræðing- ur. Það hlýtur að vera áknflega skemmtilegt að læra fugla- fræði, sérstaklega ef það skyldi ná til þess að vita eitthvað um vitið þeirra. Hætt er við að þar bresti fuglafræðinginn þekkinguna eigi síður en hina, sem aðeins yrkja um fugla. Einstaka maður hefur þó orðið vitni að dásamlegu viti þessara samfélaga hinna viturra manna í tilverunni. og haft af því margvíslegt gagn. Mest hefur nefndur fuglafræðingur talað um rjúpuna, sem hefur látið svo lítið, að lifa á íslandi ár- þúsundum saman, og er nú að þreyta fuglafræðinga með allra handa getgátum um líferni sitt. Ekki hef ég heyrt fugla- fræðinginn tala um það, að svo vitur er rjúpan, að ef hún rop ar á kvöldi, þótt í blrndbyl sé, er öruggt að komið er gott veð- ui að morgni. En ef hún ropar í upphafi á morgnana, þegar maður er að labba á beitarhús in, er alveg víst að veðri hefur b ugðið fyrir kvöldið. Slík fuglafræði tilheyrir auðvitað ekki nema bændum, /m það er gott að kunna hana á Jökuldal, og líklega er þetta sú eina fræði, sem þarf að vita um rj'ipima. Kenningar fuglafræð- ingsins eru þær um rjúpuna, að um eitt skeið fækki henni gífurlega, annað skeið fjölgi henni einhver ósköp. Náttúru- lögmálið fyrir þessu hef ég ekki getað skilið, en fækkunin á að stafa af árstíðabundnu falli þessa fjöltalda stofns fugla í landinu. Þetta þykir okkur nýst/.rlegt að heyra, sem höfum ár eftir ár gengið um víðlendar rjúpna- slóðir og aldrei fundið hné af sjálfdauðri rjúpu. En við höf um séð rjúpur verða uppnumd- ar, og þessar uppnumdu rjúpur setjast á Grænlandi, þegar þær koma niður úr loftinu. Um það er ekkert að villast, að rjúpan flýgur milli íslands og Græn lands hvað sem allir fuglafræð- ingar segja, en því virðast þeir neita, en vita þó ekki annað sannara. En til þess að vita eitthvað um þa staðreynd ,að tala rjúpna á íslandi er ákeflega mismunandi frá ári til árs, og stundum nálega rjúpnalaust, þá hafa fuglafræðingarnir ekki haft öhnur ráð, en segja að rjúpan steindrepist í landini) annað slagið. Þetta er á allan hátt röklaust bull, og staðfest ist ekki af einu einasta rjúpu- hræi í landinu. Þegar árferði er vanalegt, og þó engin rjúpa. eins og sagt er. Nýlega sagði fuglafræðingur inn, að ef rjúpur legðu út á hafið, færu þær í hafið, þ.e., að þæi kæmust ekki milli landanna er þær legðu til. Rjúpan á að vera svo ónýtur flugfugl, að hún kemst ekki til frekar nálægs lands, sem Græn- land er. Það vitum við þó, að rjúpan er ólíkt þróttmeirl fugl til flugs, en t.d. gæsin, sem fer óhikað til Englands, snöggt um lengri leið. Kemur það ekki máli við, þótt vitaskuld sé það, að rjúpa getur farizt á íslandi í afbrigðilegu tíðarfari. Sennilega vita allir fugla- fræðingar það, að fuglamir fljúga í háloftunum þegar þeir fara milli landa. Er flugið þar bæði léttara og hraðara, svo jafnvel þeir þungfæru og sein- fleygu fuglar, álftir og gæsir, fara hikandi yfir úthöf. Enginn hefur séð fugla fljúga yfir haf- ið í nánd við yfirborð þess. Hví skyldi þá ekki rjúpan, létt- fær fugl, komast til Grænlands. Ég ætla að segja dæmi um þetta, sem ég horfði sjálfur á, I Hofteigi ólst upp mikill fjöldi af maríuerlum, sumar hvert, og er engin skepna skemmtilegri og ekki er að spyrja að vitinu þeirra. Ég hugsa að heima við bæ hafi þær orðið fast i hundrað. Ég taldi einu sinni rúmar 60, sem sátu á símavírunum, þegar ég opnaði bæ, og voru með þessu að segja mér, að það yrði þurrkur um daginn. Smyrlar ólust upp í Svelgsárgilinu og þeir uppgötvuðu að þarna var veiðistöð mikil. Nú var það einn morgun, snemma í sept- ember, að ég var að slá há á túni, fast við bæ. Allt í einu tek ég eftir því, að fuglamir þyrlast í kringum mig, og voru komnir tveir Tyrkir úr Svelgs- árgilinu. Ég undraðist að sjá hvað fuglarnir töldu rétt, að dreifa sér upp í loftið, í stað- in fyrir að leita skjóls við veggi En þetta stóð ekki lengi. Allt í einu fljúga fuglarnir saman í breiðu, hátt í lofti. Þeir skrúfa sig upp í loftið með stefnu milli suðurs og suð- austurs, og hverfa þar sjónum mínum, en Tyrkir skömmuðust sín. Þeir voru farnir, hver ein asti einn. Hver gaf skipun um þetta og hvernig? Sjálfsagt vita fuglafræðingar það. Síð- an hef ég vitað að fugl- arnir fljúga í háloftunum yfir hafið, og verður ekki mikið fyrir því, að komast leiðar sinn- ar. Eflaust eru leyndardómar við ferðalög fuglanna yfir haf- ið I stórflokkum, sem vonandi eiga eftir að upplýsast, en það er hætt við því, að þá þurfi að snúa ■ sér að „sálfræðinni" þeirra. Við skulum hætta að hlusta á alla rjúpnastofns- sveiflufræði, sem náttúrulög- mál stofnsins, slíkt stenzt ekki. Um og yfir 1930 hvarf rjúp- an mjög af sínum stöðum á fslandi, og fálkinn virtist fylgja henni eftir. Hann hvarf líka að mestu. Um það leyti fer að hlýna í tíðarfari, og hefur það náð til Grænlands, sem raun gaf vitni, að þar jókst fiski- gegnd. Síðan hefur rjúpan haldið sig á Grænlandi jöfn- um höndum og á íslandi, og það eru aðeins sveiflurnar í tíðarfarinu, sem valda því, að fjöldi hennar ,,er misjafn á ís- landi, frá ári til árs. Hef ég, og margir fleiri, sem verið hafa í rjúpnalöndunum, reynslu fyr- ir því, að mikið getur verið um rjúpu um réttaleyti, en hún er gjörsamlega farin í byrjun nóv- ember. Eitt haust, litlu eftir 1930, var dálítið af rjúpu, en hún fór svo gjörsamlega, að næsta sumar var ekki hægt að segja að sæist rjúpa norðan fram í Jökuldal. Upp úr alda- mótum vissi ég um heimili, bæði í Vopnafirði og Skriðdal, þar sem árviss veiði var um 1000 stk. Þá virðist ekki mikið um þessar frægu sveiflur að ræða. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. A FÖRNUM VEGI ■ .. HARALDUR BJÖRNSSON, leik ari, liefur undanfarið talið sig vera að gera úttekt á viðfangs- efnum Þjóðleikhússins. f tvo snnnudaga hefur hann skrifað greinar í Suimudagsblað Morgun blaðsins í þættinum „Bókmennt- ir og listir“, en þar sem þessar greinar hafa að öllu leyti verið hugarórar um þjóðleikhússtjóra, verður ekki séð hvað bókmennt- imar og listirnar hafa með þetta mál að gera, nema annað tveggja — að Haraldur álíti að greinar hans séu í sjálfu sér bókmennta- afrek, eða þá að ritstjórar Morg- unblaðsins telji að þjóðleikhús- stjóri persónulega sé á slíku súp- perplani, að delluskrif um hann verði aðeins birt í þætti um hin- ar göfugustu menntir fslendinga. Að öðru leyti flokkast þessi skrif um þjóðleikhússtjóra með yfir- lýsingunni frægu, sem Ágúst nokkur Sigurðsson gaf hér á dög- unum í Morgunblaðinu. Kemur það engum á óvart, þótt Morg- unblaðið haldi áfram á þeirri braut, sem það markaði með birt ingu þeirrar yfirlýsingar, enda er það löngu vitað, að við heilög um kúm verður ekki stuggað, þótt þær sinni þörfum sínum á almannafæri. ÞAÐ SÉST á skrifum Haraldar, að honum þykir tvennt mest mið ur við starfsemi Þjóðieikhússins, og þá þjóðleikhússtióra um leið. Annað er að hann er kominn á þann aldur að honum var sjálf- gcrt að hætta hjá opinberri stofn un eftir langt og mikið starf, og hitt, að hann fær ekki lengur frímiða á sýningar Þjóðleikhúss ins, sem fulltrúi leikara í Þjóð- leikhúsráði, einfaldlega vegna þess að hann er ekki lengur full trúi leikara í ráðinu. Það er því að fara aftan að hlutunum, að tala um þjóðleikhússtjóra út af þessum sorgum. f fyrsta lagi er Jdn Arnason bóndí á Hóli að leita, orsakanna fyrir aldri hans norður í Gönguskörð, en ekki til þjóðleikhússtjóra, og í öðru Iagi verður ekki séð hvers vegna honum ber frekar að fá frímiða á sýningar en öðrum, sem ekkert eru við sýningar riðnir. Það er að vÍ9u opinbert leyndarmál, að valdameiri menn en hinn ágæti leikari, hafa sótt fast að komast frítt á frumsýn- ingar í Þjóðleikhúsinu, en þeim hefur verið synjað, einfaldlega vegna þess að heimild hefur skort til að gefa miða. Þessir að- ilar hafa ekki gert ársúttektir á þjóðleikhússtjóra, þótt þeir kann ski harmi ekki að bókmenntir og listir skuli vera eins rúmt hug tak í Morgunhlaðinu og raun ber vitni um. RAUNAR eru þessar greinar sorglegur kapítuli í ævi mikil- hæfs leikara. Haraldur fór með glæsibrag út af sviði Þjóðleik- Hann var fæddur í Stradhöfn í Vopnafirði 11. maí 1894. Foreldr ar hans voru hjónin Árni Árna- son og Ólöf Magnúsdóttir. Munu þau hafa búið á ýmsum stöðum 1 Vopnafirði, m.a. á Lýtingsstöðum og Hróaldsstöðum í Selárdal, efna lítil með stóran barnahóp. Munu börn þeirra hafa verið 13, en sum dóu í bernsku, og er nú aðeins eitt á lífi: Guðríður gift Kristjáni Höskuldssyni í Vopnafjarðarkaup- túni. Árni faðir Jóns var sonur Árna bónda á Leifsstöðum í Öx- arfirði, Jónssonar bónda Tst.,Brynj ólfssonar í Hólseli, Árnasonar á Gr,ímsstöðum á Fjöllum. En móð ir Árna á Hróaldsstöðum var Krist ín Sveinsdóttir frá Sandfellshaga af vopnfirzkri ætt. Ólöf móðir Jóns var dóttir Magnúsar bónda á Hróaldsstöðum, Árnasonar bónda á Hrappsstöðum Magnússonar, er ættaður var af Fljótdalshéraði. En móðir Magnúsar á Hróaldsstöð- um var Sigríður Sveinsdóttir á Hrappsstöðum, sem var dóttur- dóttir Jóns á Vakursstöðum Sig- urðssonar er margir Vopnfirðing- ar eru sagðir rekja ætt til, en hann mun hafa verið afkomandi Ólafs sálmaskálds á Sauðanesi Guð- mundssonar, er uppi var á 16. öld. Það mun hafa verið árið 1912, að Jón Ámason kom úr Vopna- firði norður á Strönd og réðist í vistir þar en síðar í símavinnu. Hann var þá innan við tvítugsald- urs. Fréttum við hingað að Hóli, að hann væri trúlofaður móður- systur miTini. Ingibjörgu, sem þá átti heima á Skeggjastöðum á Strönd.Komu hans, og þeirra beggja, var því beðið með nokk- urri eftirvæntingu. Svo kom hann og varð okkur öllum hér heima nákominn og tryggur vinur unz dauðinn skildi leiðir. Eftir að símavinnunni lauk réð Jón sig í vinnu hjá bændum hér á Langanesi. Var hann þá öðru hverju og stundum langdvölum hér á Hóli m.a. harða vorið 1916 og að hálfu þá um sumarið. Um þetta leyti tók hann að sér í á- kvæðisvinnu að slá 10 dagsláttur í túni hjá Daníel Jónsyni bónda á Eiði. Fór þá orð af honum sem góðum sláttumanni. Eg var oft með honum við heyskapinn heima, þá drengur á 13 ári og lítils megn ugur. Fannst mér mikið til um afl hans, en einnig þótti mér hann léttur í máli og viðræðugóður. Hann var þá búinn að fá áhuga hússins í hlutverki í Pétri Gaut, þar sem hann lék fjandann klæddan prestshempu. Sfðan kom reglugerðin um starfsaldur og dró tjaldið fyrir sviðið. Sum ir mestu leikarar heimsins hafa átt bágt með að lifa sig út úr hlutverki, fyrr en þeir voru farn ir að æfa nýtt hlutverk. Og kannski hefði verið betra að Haraldur hefði farið með kristi legra hlutverk áður en hann hætti. En samkvæmt orsaka og afleiðingarkenningum þeim, sem • koma fram í Sunnudagsblöðun- um síðustu, ber náttúrlega að sakast um það við Ibsen. Kann- ski er það einmitt þetta sem veldur því, að hinn merki leik- ari virðist ekki hafa lagzt á Iárviðarlaufin að loknu stórfelldu starfi í þágu íslenzkrar leiklist- ar, heldur hinn furðulegasta sam setning af kaktusum og þyrnum. i D. Q. I eigi all lítÍTin á stjórnmálum, fylgdi þversum mönnum, sem svo voru nefndir og var áskrifandi að nýstofnuðu blaði þeirra Landinu. Lögrétta var þá hér fyrir á heim- ilinu og spjölluðum við oft um efni þeirra blaða. Eg man ems og það hefði skeð í gær, að Jón hafði skroppið í kaupstað og við heim komuna kallaði hann til mín langa leið: Lögrétta og nýtt Land!“‘ Það höfðu þá verið komin blöð að sunnan á póstafgreiðsluna og þóttu það tíðindi á þeim árum. Lands- kjör fór fram í fyrsta sinni 1. ágúst 1916, og var kjörfundur á Sauða nesi, en kosningarétt hafði enginn yngri en 35 ára. Við Jón rökuð- um slægju þennan dag og höfð- um til skemmtunar að gizka á verjir hefðu sótt kjörfund og hvaða lista þeir hefðu kosið. Stjórn málaáhugi hans hélzt aila ævi, þó að gömlu flokkarnir hyrfu úr sög unni og aðrir kæmu í staðinn. Þau Jón Árnason og Ingibjörg Gísladóttir gengu í hjónaband í Sauðaneskirkju vorið 1917. Þau voru þá sezt að hjá Daníel á Eiði, og gerðist Jón þar vinnumaður, en kona hans var þar í húsmennsku sem kallað var. Jón var vinnumað ur hjá Daníel í 8 ár eða fram yfir þrítugsaldur. Búskap byrjuðu þau hjónin árið 1925, voru fyrstu 8 búskaparárin liér á Hóli og byggðu sér hér baðstofu, en síð- an í 2—3 ár í Sauðaneskoti, sem er gömul staðarhjáleiga, nú í eyði. Haustið 1935 fluttust þau aftur að Hóli, keyptu jörðina og bjuggu hér siðan þangað til á sl. ári (1963), eða í 28 ár. Þá flutt ust þau til Reykjavíkur, til dótt- ur sinna. Steinþóru, bæði hnigin að aldri, og hann, sem var nokkr- um árum yngri, farinn að heilsu og átti við banvænan sjúkdóen að stríða. Hann lézt í Landspítalan- um 16. apríl sl. og var þá búinn að vera rúmfastur mikinn hluta vetrar. Börn þeirra Jóns og Ingibjarg- ar eru: Steinþór, ve’ gefinn dreng ur og efnilegur, sem lézt á barns aldri Ólöf gift kona á Selfossi og Steinþóra Hildur gift kona í Reykjavík. Tvö fósturbörn ólu þau upp á Hóli, Júlíus Gíslason, sem fluttist með þeim til Reykja- víkur, og Söru Hólm, sem nú er gift kona í Reykjavík. Jón á Hóli varð ekki efnamað- ur, en dagsverk hans var mikið einkum framan af ævi, og sleit hann snemma kröftum sínum við Framhald á 22. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.