Tíminn - 14.11.1964, Page 2

Tíminn - 14.11.1964, Page 2
2 TÍMINN LAUGARDAGUR 14. nóvember 1964 Föstudagur, 13. nóvember. NTB-Saigotn, 5000 manns hafa nú látið lífið í flóðunum í S.- Vietnam og 130,000 manns eru heimilislausir. Bandaríkjamenn og Vietnam-búar, ganga ötul- lega fram í björgunar og hjálp- arstarfscminni, en eiga erfitt um vik, vegna stöðugra árása manna Viet-Cong á hjálpar- sveitirnar. Óttast er, að farsótt- ir gjósi upp á flóðasvæðunum og bandarískiir veðurfræðingar segja nýjan hvirflilvind vera á leiðinni til S.-Vietnam. NTB-Jerúsalem. Til bardaga kom milli ísraelskra og sýr- lenzkra hersveita við norður- bakka Genesarets-vatnsins í dag. Lyktaði bardaganum með því, að hinar ísraelsku hersveit- ir unnu bug á hinum sýrlenzku. fsraelsmenn svörðu ekki árás- inni, fyrr en S.þ. höfðu reynt að stilla til frfðar, en það var árangurslaust. NTB-Róm^ Páll páfi gaf í dag höfuðdjásn sitt til fátækra. Höfuðdjásnið er þrefalt og bar Páll páfi það við krýnmgu sína. NTB-London. Brezki forsætis- ráðherrann, Harold Wilson, móttók f dag bréf frá hinum franska starfsbróður sínum Pompid'ou. Ekki hefur brezka stjórnin viljað gefa neitt upp um rnnihald bréfsins, en gizkað er á, að í því segist franska stjórnin muni halda áfram smíði Concorde-flugvélarinnar upp á eigin spýtur, ef Bretar skerast úr leik. Er þetta svar firönsku stjórnarinnar við fyrir- sipurnum hinnar brezku um kostnaðaráætlanir í sambaindS við smiðina. VALLARMÁLIÐ Framhald ai l síðu. um tíma, alþýðudómstól og þjóðar vilja. Ef draga á ályktanir af bók þessari, ber helzt að álíta að þýð andi telji sig hafa sjálfan hrundið Keflavíkur málinu af stað ti! að sanna hve blöð geti verið miklir dónar. Að síðustu má svo ekki gleyma því, að sá sem helzt hefur verið orðaður við þetta mál, og mest og lengst hefur orðið að sitju að borði rannsóknardómarans hefur krafið þrjú blöð, undanskilin Vís- ir og Morgunblaðið, um hærra ærufé en menn hafa áður metið sig hér á landi. Þessar fjárkröfur á hendur blöðunum komu um það leyti sem málið lagðist í það dá, sem það liggur nú í. Um vélritun málsins er það að segja, að auðvitað tók hún langan tíma, enda er um tvær þvkkar bækur að ræða, sem væntanlega liggja nú á borðinu hjá saksókn ara ríkisins. En þessari vélritun lauk þó fyrir einum tveimur mán uðum. Sjálfsagt er að yfirvald taki sér umhugsunarfrest en það fer nú að verða tímabært að vita hvort einhverjir hafi verið hafðir fyrir rangri sök og hvort hægt verði að sættast á einhvprn við- undandi æruprís, eða hvort menn hafi misfarið fé, þótt ekki sé til fleiri frystihús til að bæta skað- ann. NTB-Buenos Aires, 13. nóv. Yfirvöldin í Argentínu reyna nú eftir beztu getu að hafa upp á Juan Peron, fyrrverandi forseta landsins, en hann yfirgaf Madrid í gær og haldið er, að hann muni reyna að komast til Argentínu. Sérstakur lögregiuvörður er hafð- ur við opinberar stofnanir í land- inu, eins og flugvöllinn og útvarp- ið. Engin sönnun þess hcfur kom- ið fram í dag, að Peron hafi yfir- gefið Madrid, en lögreglan í Mad- rid staðfesti þá fregn í gær. Reykjaneskjördæm! Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi verð ur haldið að Hlégarði í Mosfells- sveit, sunnudaginn 15. þ. m. og hefst það kl. 9.30 árdegis. Auk venjulegra þingstarfa verða á þinginu flutt erindi um helztu atvinnuvegi þjóðarinnar og Jón Skaftason, alþm. flytur ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Framsóknarmenn í Reykjanes- kjördæmi eru hvattir til að fjöl- menna á þingið. Stjórnin Þegar spánska lögreglan hafði lýst því yfir, að Peron hefði yfir- gefið landið, varð mikið uppnám í Argentínu og fleiri suður-ame- rískum löndum. Sérstakur fundur var haldinn í ríkisstjórn Argen- tínu og ákveðið að gera ýmsar varnarráðstafanir, einkum vegna þess, að Peron-fylgjendur og and stæðingar sýndu á sér óeirðarsnið, þegar fregnin um endurkomu Per- ons barst til landsins. Peron á marga stuðningsmenn í Argentínu, eínkum hjá landssambandi iðnað- armanna. Her landsins mun aftur á móti berjast gegn honum. Fulltrúi braziliska utanríkisráðu neytisins sagði í dag, að Brazilía mundi varla sleppa Peron inn í landið, ef hann ætlaði að komast þaðan yfir til Argentínu. Fulltrú- inn sagði, að ef Brazilía gæfi Per- on landvistarleyfi mundi það skaða stjórnmálasambandið við Argentínu og það vildu þeir helzt forðast. Sagði fulltrúinn, að auð- velt mundi verða að neita Peron um landvistarleyfi, þar sem ekki væri um hælí fyrir pólitískan flóttamann að ræða. Yfirvöldin í Lima segjast ekk- ert geta sagt um pað, hvort Per- Óska samkoinu- lags við Frakka on sé kominn til Perú, en láta jafn vel í það skína, að hann sé alls ekki óvelkominn þar. Utanríkis- ráðuneytið í Chile hefur skýrt frá því, að þar muni Peron verða ráð- ið frá því að reyna að komast frá Chile til Argentínu. Einkaritara Perons, Manuel Algarve, sem í gær var rekinn frá Chile, var í dag neitað um landgönguleyfi í Buenos Aires, en hann hafði þar viðdvöl á leiðinni til Madrid. NTB-Bonn, 13. nóvember. Utanríkisráðherra V.-Þýzkalands Gerhard Schröder, svaraði í dag spurningum í vestur-þýzka þing- inu. Hann sagði, að V-Þýzkaland mundi reyna að finna einhverja iausn á ósamkomulaginu við Frakk land, en sagði um leið, að Vestur- Þýzkaland væri fylgjandi stofnun kjarnorkuflotr», NATO. Hann neit- aði því, að ’andstaða Frakkiands gegn kjarnorkufiotanum hcfði or- sakað ákvörðunarfrest V-Þýzka- lands í rnálinu. Fresturinn stafaði af því, að nauðsynlegar umræður hefðu ekki farið fram við hina nýju brezku valdhafa. Utanríkisráðherrann sagði, að vestur-þýzku stjórninni væri ekki kunnugt um það, að Frakkland hefðl beðið um fjárhagsaðstoð til eflingar kjarnorkuvopnum sínum. Ríkisstjórninni væri heldur ekki kunnugt um það, að Frakkland hefði boðið Vestur-Þýzkalandi sömu aðstöðu í kjarnorkuvæðingu Frakka og landið mundi fá í kjarn orkuflota NATO. Utanríkisráð- herrann sagði, að Vestur-Þýzka- Framhald a 15 siðu ★ Frumvarpið um útboð ríkissjóðs á verðtryggðum skuldabréf- um var afgreitt óbreitt frá efri deild tii neðri deildar í gær. ★ Villa slæddist imi í frásögn af ræðu Ásgeirs Bjarnasonar í fyrradag, þar sem rætt var um þátttöku ríkissjóðs í' greiðslu launa héraðsráðunauta og þessu til leiðréttingar verða birt hér helztu at- riði ÁB. um búfjárræktarfrumvarpið. ★ ÁB. minnti á lagasetningu búfjárræktarlaga frá 1931 og endur- skoðun laganna 1948 og 1957. ★ Þessi löggjöf hefði verið önnur sú þýðingarmesta fyrir bænda- stéttina, sú merkasta hefði verið jarðræktarlögin. ★ Efnahagsmálalöggjöfin frá 1960 hefði eyðilagt gildi búfiár- ræktariaganna og jarðræktarlaganr.'a, þar sem vísitalan hefði þá verið fastsett, en dýrtíðin verið hömlulaus. ★ Eðlilegt væri að borga laun héraðsráðunauta að % og einnig ferðakostnað þeirra, þar sem hann hefði hækkað ár frá ári og orðið mörgum búnaðarsamb. erfiður. Þar sem tekjur sambandanna væru mjög takmarkaðar. ★Þessi endurskoðun búfjárræktarlaganna sem nú liggur fyrir hefði fram farið, vegna þess að Búnaðarþing óskaði þess sérstakiega út frá kafla laganna um ásetning og forðagæzlu. ★ Búnaðarþing fjallaði á 8.1. vetri um frv. milliþinganefndar þeirrar er skipuð var árið áður. Nokkfar breytingar gerði Búnaðar- þing á frv. nefndarinnar. •k Stéttasamband bænda hefði á sl. hausti knúið fram breytingar á búfjárræktarlögunum í sambandi við önnur hagsmunamál bænda. ★ Vert er að vekja athygii á því hvers virði höfuðstofnanir land- búnaðarins eru foændum, eins og Búnaðarfélag íslands og Stéttasam- band 'bænda. Barnatónleikar FB—Reyykjavík, 11. nóv Sinfói.íuhljómsveit íslands efn ir til barnatónleika í Hásklabíói laugardaginn 14. nóv. og hefjast þeir klukkan 15. Stjórnandi tón- leikanna verður Igor Buketoff, en kynnir verðui Lárus Pálsson leik ari. Á* efnisskránni er forleikurinn að „Don Giovanni1' eftir Mozart, og Lítið næturljóð eftir Mozart. Þá verður flutt Rússneskt þjóð- lag (piccolo) eftir Liadov, ballet- músik úr „Orfeo“ (flauta) eftir Gluck, Concertino (klarinett) eft ir Weber, einleikari verður Gunn- ar Egilsson, forleikur að 2. þætti „Carmen“ (fagott) eftir Bizet og lítil svíta eftir Bizet og að lokum Þrumur og eldingar. polki eftir Strauss. Sinfóníuhfjómsveitin hefur áður efnt til barnatónleika, og hafa þeir verið mjög vel sóttir, og börnin sýnt mikinn áhuga. BÆNDURLOSNÁ VIÐÞUNGA- SKA TT AF DIESEL-JEPPUM í sumar var gefin út reglugerð þess efnis, að bændur sem eiga dieseljeppabifreiðir eigi kröfu á endurgreiðslu á þungaskatti bif reiðanna gegn framvísun vottorða er sanni að bifreiðarnar hafl ver ið notaðar næstliðið ár að mestu eða að öllu leyti við framleiðslu og jarðyrkjustörf, og að eigandi sjálfur hafi rekið framleiðslu og jarðyrkjustörf. Af þessu tilefm átti blaðið tal við umboðsmann Austin-Gipsy landbúnaðarbifreiða Garðar Gísla son h.f. og spurði þá nánar út í þessa reglugerð Deildarstjóri bifreiðadeildar tjáði blaðinu að þrátt fyrir yfir- burði diesel hreyfilsins hvað snert ir eldneytiseyðslu, varahluti og endingu þá virtist svo sem bænd ur hefðu minni áhuga á land- búnaðarbifreiðum með dieselvél. Væri helzt líklegt að bændum hefði ekki verið kynnt efni reglu gerðarinnar, sem kveður á um endurgreiðslu á þungaskatti til þeirra, en endurgreiðsta þessi næmi 8.500 krónum á hverja die- seljeppabifreið. Það væri svo aft- ur á móti annað mál að þunga- skatturinn af smábifreiðum sem nota dieselvélar er of hár í seman- burði við þungaflutningsbifreiðar og væri vonandi, að það misræmi vrði leiðrétt af viðkomandi stjórn arvöldum. Ennfremur var olaðamanni Tím ans boðið af þessu tilenfi að reyna hina nýju gerð Austin Gipsy land búnaðarbifreiðar. Diesel hreyfillinn í Austin Gipsy er framleiddur af hinum vel þekktu B.M.C. verksmiðjum með C.A.V. olíukerti og má geta þess að leigubílstjórar í London nota þennan hreyfil svo. til ein- göngu í bifreiðum sínum og t.elja að með tilkomu hans hafi kjör þeirra batnað að mun vegna minni eldneytiskostnaðar og minna við- halds. Austin Gipsy bifreiðin er mjúk í akstri, og gildir þar sama hvort ekið er á vegum eða veg- leysum, sem hefur mjög mikla þýðingu upp til sveita þar sem vegir eru misjafnir. Austin Gipsy er flutt inn með trefjaplasthúsi, og hafa húsin gefið góða raun hér. T. d. er algjörlega óþarfi að leggja í kostnað við að einangra þau, þvi þau slaga ekki að innan Þá er ótalin sá kostur þeirra, að þau eru fislétt og þyngja því ekki grind bílsins að óþörfu, eða setja yfirvigt á bílinn þegar ekið er í halla. Viðgerðir húsanna eru líka einkar auðveldar. Á nýjasta módelinu eru aðeins örfáir smurkoppar í stýrisgangi sem smyrja þarf í. Að lokinni ökuferð sýndu um- boðsmenn fyrirtækisins blaða- manni varahlutabirgðir fyrirtækis ins, og þar virðist vei vera hugs að um viðskiptamanninn, og ávallt ikappkostað að hafa á lager nægar birgðir varahluta. Eftir þessum upplýsingum að dæma virðist liggja í augum uppi að bændur muni hugsa sig um tvisvar áður en þeir festa kaup á landbúnaðarbifreiðum og velji dieslehreyfil í stað benzínhreyfils, þar sem bæði er miklum mun mini eldneytiskostnaður, og svo, að þeir fá þungaskatt dieselbíl- anna endurgreiddar. á ári hverju. Verð á Ausin Gipsy með diesel- hreyfii er í dag 155 þús. með þeim aukahlutum sem venjulega er tek inn. M. a. svampsæti, miðstöð, rúðublásari, þvottatæki á fram- rúður o. fl. V

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.