Tíminn - 14.11.1964, Side 7

Tíminn - 14.11.1964, Side 7
UTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA RITSTJÓRI: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Skipulagðar ingar blökkumanna í S-Afríku Kynþáttakúgunin í Suður- Afríku tekur sífellt á sig skuggalegri myndir. Að sögn brezka stórblaðsins The Sunday Times gefa samtökin Christian Action bráðlega út bók um þær skipulögðu pynfingar, sem eiga sér stað í fangabúðum ríkisstjórnar Suður-Afríku, og eru þar dregnar fram í dagsljósið pyntingaraðferð- ir, sem ekkert gefa eftir aðferðum Gestapos á tím- um nazista, Sunday Times segir, að bók þessi sé byggð á skýrslum, við tölum og blaðagreinum, sem Christian Action hefur safnað sam an en samræmingu efnisins hefur Lögregiuríkið Suöur-Afríka frú Suzanne Cronje séð um. Frú Cronje er blaðakona, fædd í Aust- urríki, en gift Suður-Afríkubúa. Með þessari bók sinni vil! hún sýna fram á, að líkamlegar pynt- ingar eru notaðar reglulega og af föstum ásetningi í Suður-Afríku, með velþóknun stjórnarinnar, sem vopn í baráttunni gegn andstæð ingum aðskilnaðarstefnunnar, og hún bendir á, að pyntingarna: séu framkvæmdar af sénþjálfuðum rannsóknarmönnum, sem noti oft ast svipaðar aðferðir. Ein þeirra aðferða, sem oft er notuð, er að hálfdrepa menn með síendurtekn um raflostum. Sunday Times tók eftirfarandi dæmi úr bókinni, en sá, sem seg ir frá, er maður, sem handtekinn var samkvæmt 90 daga reglunni. Þetta gerðist fyrsta daginn: — Eg var handjárnaður og seglpoka síðan troðið yfir höfuð mér, svo að mér varð erfitt um andardráttinn. Eg var Iátinn setj ast niður og skipað að stinga hnjánum upp á milli handjárn aðra liandanna, og síðan var staf stungið á milli, svo að ég gat ('kki hreyft mig. Þá var eitthvað, sem mér fannst einna líkast vír, vafið um litla fingur beggja handa minn-a. Síðan fékk ég raf- lost, sem komu með vissu milli- bili. Þá tóku einhverjir í stafinn og lyftu mér þannig upp, og um leið og ég fékk nýtt raflost, þá var ég látinn detta niður á bakið“. — Þessa pyntingu varð hann að þola þrisvar sinum í röð, en inn á milli var gert smáhlé til spurn inga. f þessari nýju bók er einnig sagt frá manni nokkrum, WiIIie Smith að nafni, er eftir miklar barsmíðar féllst á að gera „játningu“ Lög- reglumennirnir fóru með hann þangað, sem hann átti að hafa geymt stolnar vörur. Þegar þangað var komið festu þeir fótiárn með keðjum um báða ökla W Smiths Síðan festu þeir annað fót.iárn- ið í stuðara á vörubíl einum og og hitt fótjárnið í annan vöru bíl. Einn lögreglumannanna fór síðan inn í annan- bílinn og ók honum af stað. I ,WilIie Smith æpti, a^V hann væri að rifna í sundur," sagði eitt vitnið. „Eftir pyntinguna gat hann ekki talað“. Han-n 'ézt fjór- um dögum síðar. Frú Cronje fuliyrðir, að dóms- málaráðherra Suður-Afríku hafi neitað að láta rannsaka þær ógeðslegu pyntingar, sem eiga sér stað í Suður-Afríku, og verð ur það því ekki skilið öðruvísi en sem þegjandi samþykki. í bók þessari er lýst ógrynni pyntinga af verstu tegund, sem notaðar eru í sífellt ríkari mæli af mannskepnum þeim, sem með völd fara í Suður-Afríku, og jafn framt er bent á, að slíkar pynting ar hafa ekki verið notaðar í sam- bandi við hvíta fanga fyrr en á þessu ári. Jafnframt er sagt frá ýmsum tilraunum, sem lögreglan í landinu gerir þessa stundina með nýjar pyntingaraðferðir, svo sem að dæla fangana fulla af vatni, þar til þeir missa meðvitund. Það væri hollt fyrir þá viðskipta menn, sem harðast ern fylgjandi viðskiptum við Suður-Afríbu. að gera sér grein fyrir því, hvers konar „menn“, það eru, sem þeir eiga viðskipti við. í Kópavog Aðalfundur Félags ungra Framsóknar- manna í Kópavogi var haldinn síöastliðið þriðjudagskvöld í félags heimilinu Tjarnargötu 26 í Reykjavík. Á fund- inum mætti erindreki Sambands ungra Fram- sóknarmanna, Eyjólfur Eysteinsson. Sigurður Geirdal, formað ur félagsins, setti fundinn og bauð fundarinenn vel- komina. Skipaði hann síðan Grétar Kristjánsson sem fundarstjóra og Daða Jóns son sem fundarritara. Sigurður Geirdal las síðan fnndairgerð síðasta aðalfund ar og var hún samþykkt sam hljóða. Þá flutti formaður Elías skýrslu stjómar oig ræddi um leið um húsmæðisað- stöðu félagsins og starfs- skilyrði. Ræddu fundar- menn nokkuð um þau mál. Að loknum þeim umræð- um var gengið til kosninga stjómar fulltrúairáðs og full trúa á kjördæmisþing Kjör dæmissambands Framsókn- armanna í Reykjaneskjör- dæmi, sem haldið verður í Hlégarði á sunnudaginn. Sigurður Geirdal, formað- H ur, baðst eindiregið undan ffi endurkosningu. Var Elías H Snæland Jónsson kjörinn B tiýr formaður. Aðrir í stjórn | roru kosnir: — Magnús Leó- 1 póldsson, Valdimar Sæ- | mundsson, Grétar Kristjáns I son og Hildur Björnsdóttir. | Vairamenn í stjórn voru | kosnir: Sigrún Ingólfsdóttir, S Reynir Ásgrímsson og Öm 1 Gúðmundsson. H Þá voru kjörnir 4 fulltrú ar félagsins á kjördæmis- i þing. Þessir hlutu kosningu: | — Elías Snæland Jónsson, 1 Sigurðui Geirdal, Hjörtur Hjartairson oig Grétar Kristj- ánsson, en til vara var kjör inn Guðmundur Jónsson. Einnig var kjörið 10 manna fulltrúaráð. Að kosningum loknum urðu almennar umræður um firamtíðarstarfsemi fé- lagsins og stóðu þær þar til fundi var slitið um mið- nætti. Fjölmenn bridgekeppni F U F Mikil gróska er þessa stundina . spilaklúbb Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík., Heldur klúbb- urinn spilakvöld vikulega, á fimmtudögum. Björn Eenediktsson stjórnar. Nú fer fram 5 kvölda hrað-sveitarkeppni, og er spilað á níu borðum. Hafa þegar verið spilaðar þrjár umferðir. Staðan er þannig: 1. Sveit Baldurs Óskars- sonar 685, 2. Sveit Bene- dikts Guttormssonar 653, 3. sveit Hafsteins Ólafsson- ar 643, 4. sveit Guðrúnar Þorvaldsdóttur 640, 5. sveit Runólfs Sigurðssonar 638, 6. sveit Rósmundar Guð- mundssonar 626, 7. sveit Björns Benediktssonar 623, 8. sveit Aðalsteins Sigurðs- sonar 618, og 9. sveit Hall- dórs Magnússonar 616. í efstu sveitinni spila þessir menn: Baldur Ósk- arsson, Birgir ísleifsson, Tryggvi Arason og Reynir Snjólfsson. Eftir er að spila tvö kvöld í keppninni. Timamynd-Kj Frá bridgekvöldi FUF í Reykjavík. LAUGARDAGUR 14. nóvember 1964 mmm TÍMINN mii

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.