Alþýðublaðið - 21.11.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.11.1954, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐBO Sunnudagur 21. nóvember 1954 Alþýðusambandsþingið á rökstólum í félagsheimili K R við Kaplaskjólsveg. (Ljósmyndir: Pétur Thomsen). RUMLEGA 300 fulltrúar víðs vegar a'ð af landinu sitja Alþýðusanibandsþingið, og margir þeirra eru jafnframt forustumenn , byggðarlaga sinna fyrr og nú. Hér fara á eftir stutt samtöl, sem AI- þýðublaðið hefur átt við fjóra fulltrúanna um Verk- efni og áhugamál verkalýðs- ins á viðkomatidi stöðum. Fulltrúarnir eru: Kristján Guðmundsson frá Eyrar- bakka, Þorsteirtrt Guðjónsson frá Seyðisfirði, Guðlaugur Sigfússon frá Reyðarfirði og Arni Magnússon frá Akur- eyri. Kristján Guðmundsson. KRISTJÁN GUÐMUNDS- SON, fulltrúi verkamannafé- lagsins Báran á Eyrarbakka, er fyrir löngu kunnur í ís- lenzkri verkalýðshreyfingu. Hann ér nú nær sjötugur, var einn af stofnendum verka- mannafélagsins Báran árið 1904, en það félag er eina fé- lagið, sem enn lifir af Báru- félögunum gömlu, sem stofnað var til fyrir aldamót. Kristján er eini stofnfélaginn, sem enn er á lífi, í félaginu. Hann hefur verið í stjóm þess áratugum saman, oft formaður og sótt öll þing Alþýðusambandsins í aldarfjórðung. Kristján hefur setið í hreppsnefnd Eyrar- bakka sem fulltrúi verka- manna, átti um skeið sæti í miðstjórn Alþýðusambandsins og Albýðuflokksins, hann er mjög vel gefinn maður og prýðilega máli farinn, enda víðlesinn og ann fögrum list- um. Hann hefur alla tíð stundað vinnu sem verkarnað- ur eða sjómaður, þó að nú sé hann hættur að sækja sjóinn. „Það var fyrir atbeina Sigurðar Eiríkssonar reglu- boða, að verkamannafélagið Báran var síofnað árið 1904,“ segir Kristján. „Eini atvinnu- rekandinn á Bakkanum í þann ííð var Lefolii-verzlun, og þar var við ramman reip að draga. Verzlunin hafði verið einvöld í aldaraðir, ekki aðeins í þorp- inu heldur og langt upp um allar sveitir, margir verka- menn lifðu því í brauði henn- ar, og það var mikils virði að glata ekki trausti hins almátt- uga faktors, enda gekk erfið- lega að fá verkamenn til þess að ganga í félagið. Ég man til dæmis eftir því, að einn þeirra svaraði því til, að hann „tæki ekki þátt í neinu helvítis brí- aríi gegn búðinni.“ Ég held, að það hafi verið 1906, sern við vildum fá kaupið hækkað úr . 20 aurum á tímann upp í 25 aura. Við x-æddum um þetta friðsamlega við faktorinn, en það kom ekki til mála. Þegar þetta skeði, var nýkomið skip frá Danmörku til búðarinnar, og við vildum því nota tæki- færið. Þegar verzlunin nú neitaði málaleitun okkar, ákváðum við að vinna ekki að uppskipun eða útskipun. En vei'zlunin sá ráð við því. Hún lét utanfélagsmenn vinna í okkar stað. Þá var sjóðurinn lítill hjá okkur, en margir fé- lagar, sem töpuðu vinnunni við ákvörðun okkar, fói-u fram á það, að við greiddum þeim eitt- hvað úr sjóðnum í skaðabætur fyrir vinnutapið. Við gerðum þetta, sem aldrei skyldi verið hafa, enda reyndust þeir ekki vel, þeir sögðu sig allir úr fé- laginu þegar þeir höfðu tæmt sjóðinn. Og nú var ekki hátt risið á Bárunni, en hún þraukaði samt. Um líkt leyti flutti Bjarni Eggertsson í þoi'pið, og j þá komst allt á hreyfingu. Svo I gerðist það, að ákveðið var að í byggja sjóvarnargarðinn, og Jkom Sigurður Sigurðsson bú- , fi'æðingur, sem var mikill alþýðusinni alla tíð, að máli við okkur og sagði, að nú skyldum við slá tvær flugur í einu höggi. Við skyldum taka byggingu garðsins upp á ákvæðisvinnu og hafa aðeins félagsmeim í vinnunni, þetta , myndi verða til þess að sópa mönnum inn í félagið. Við fór- um að ráðum hans, og upp frá því hefur Báran verið stei'k- asta aflið í félagsmálum Eyr- bekkinga. Við höfum vitanlega sinnt félagsmálunum, það er kaupgjaldsmálunum, fyrst og fremst, en snemma fórum við að stilla upp til hreppsnefndar, og gengu þar fremstir Bjarni Eggertsson og Tómas Vigfús- son. Og allt frá fyrstu tíð höf- um við Alþýðuflokksmenn ráðið miklu um skipun hrepps- nefndai'innar og gerum enn. En auk þessa höfðum við töluverð afskipti af skemmtana- lífi þorpsbúa, og þar nutum við hjálpar og aðstoðar úr „Hús- Helgi Hannesson. setur Alþýðusambandsþingið. inu“, en svo kölluðum við hús faktoranna. Þar var listhneigt fólk, sérstaklega þó hvað söng- list og leiklist snerti — og Guðmund heitin Nielsen æfði okkur af miklu kappi, héldum við svo uppi ýmiskonar skemmtilífi. Verkamannafélagið Báran hefur alla tíð orðið okkur verkamönnum á Eyrarbakka annað heimili okkar — og verður það. Við gleymum því ekki, sem sameinað átak okkar. allra, hversu smáir og van- máttugir, sem við höfum verið hver út af fyrir okkur, hefur fært okkur af umbótum á svo að segja öllum sviðum. Án þess og án Alþýðuflokksins væru kjör okkar önnur. Og ég vil, að áfram sé haldið á sömu braut. Við verður nú að verja það, sem við höfum unnið. Nxi höfum við sannarlega miklu að tapa, en sú var raunin ekki fyrrum. Fyrir ötula baráttu Alþýðusambandsins er kaup- gjaldið komið í sæmilegt horf. Nú ber okkur að vei'jast því, að aftur verði af okkur tekið það, sem áunnizt hefur.“ Þorsteinn Guðjónsson. ÞORSTEINN GUÐJÓNS- SON verkamaður fi'á Seyðis- jfirði er fulltrúi arftaka elzta I verkamannafélags á íslandi, Verkamannafélagsins Frarn. Þoi'steinn er hægur rnaður og traustur, svarar ekki strax, þegar hann er spurður, en hugsar málin rólega. Slíkir menn hafa oft reynzt þolnastir, þegar til átaka hefur komið og síðastir til þess að gefast upp. Þoi'steinn hefur lengi verið í stjórn Verkamannafélagsins Fram og sótt fimm Alþýðu- sambandsþing. Hann hefur um langt skeið verið forystumaður vei'kamanna á Seyðisfirði. „Fram var stofnað 1906“, segir Þorsteinn. „Fyrirrenn- ari þess var Verkamannafé- lag Seyðisfjarðar, sem mikið hefur verið skrifað um og var fyrsta verkamannafélag á land- inu, en það stofnaði Jóhannes Oddsson, sem nú er nýlátinn — og lögðu þar ýmsir hönd að verki, eins og Hai'aldur Guð- mundsson, Einar P. J. Long, Sveinbjörn Ingirriundai'son o. fl„ en ég hygg, að við stofnun félagsins hafi ráðið allmiklu deilan milli hinna görnlu sjálf- stæðismanna og heimastjórnar- manna. Kaupmenn og atvinnu- rekendur voru yfii'leitt heima- stjórnarmenn, bg ýmsir sjálf- stæðismenn hugðust koma í veg fyrir stjói'nmálaáhrif þeii'ra meðal verkamanna með því að koma af stað stéttarfé- lagi þeirra, sem beindi sér fyrst og fremst að beinum hags- munamálum alþýðunnar. Þeir reiknuðu rétt, félagið hlaut að komast í kast við kaupmenn- ina — og þar með heima- stjórnarmenn. En svo lagðist félagið niður um hi’íð og var svo endur- stofnað nokkrum árurn seinna — og þá enn fyrir atbeina Jóharmesar Oddssonar — og síðan hefur það starfað óslitið og í raun og veru verið forystu- félag í bænum. Til þess má tví- mælalaust rekja flestar þær framfarir, sem orðið hafa og snerta lífsbaráttu verkalýðsins með ákveðnum og öi'uggum stuðningi Alþýðuflokksins. Kaupgjaldsmálin komust fyrst í viðunandi borf við samræmingu kaupgjaldsins á hinum ýmsu stöðurn — og gildir nú sama kaupgjald á Seyðisfirði og til dæmis í Reykjavík. Hins vegar er at- vinnuástandið mjög bágborið séi'staklega að vetrinum, og getur okkur til dæmis ekki til fulls nýtzt af togaranum, sem við eigum. Okkur vantar hrað- frystihús svo að fólkið geti haft atvinnu af afla skipsins, en þetta stendur nú til bóta. Fyrst í stað lagði Isólfur upp saltfisk hjá okkur, en svo hætti hann því og seldi afla sínn til annarra staða. Nú hefur liann aftur á móti lagt afla sinn upp hjá okkur við og við til herzlu og hefur allmikil vinna skap- azt við það. Við höfum og hafizt handa um að koma upp fullkominni fiskverkunarstöð. Bæjai'félagið byrjaði að koma upp húsi fyrir saltfiskvinnslu í fyrra og það er nú komið undir þak, en svo er meiningin að halda áfram þar til við höfum fullkomna fiskvinnslustöð, og þegar hún er komin, munu atvinnuhorf- ur batna stórkostlega á Seyðis- firði. Bæjarfélagið hefur for- ystu fyrir þessu og það er stærsti hluthafinn í Isólfi. Við verkamenn höfum að sjálfsögðu mikinn áhuga á þessum málum. Við teljurn, að kaupgjaldsmálin séu komin í viðunandi horf, það er að segja ef dýrtíðin heldur ekki áfram að stela kúfnum af laununum •— og viljum því gera allt, sem í okkar valdi stendur til þess að auka atvinnumöguleikana. Og þannig held ég að afstaða margra verkamanna sé einmitt nú, víða unx land. Að lokum vil ég segja það, að verkamenn úti á landi fylgjast með gjörðum Alþýðu- sambandsþinga af miklum áhuga. Þeir skilja það, að þar er alltaf gert út um örlög sam- takanna, og þeir vita, að hvert víxlspor getur reynzt þeim sjálfum dýrkeypt. Þess vegna held ég, að við eigum að foi'ð- ast ævintýrin.“ Guðlaugur Sigfússon. GUÐLAUGUR SIGFÚS- SON er fulltrúi Verkamanna- félags Reyðarfjarðarhrepps. Hann er formaður félagsins og hefur átt sæti í stjórn þess nær óslitið síðan það var stofnað, árið 1933, lengst a£ sem^gjaldkeri, eða í tíu ár. „Áður hafði vei'ið stai'fandi vei'kamannafélag á Reyðar- firði,“ segir Guðlaugur, „en það lognaðist út af og var svo annað stofnað ái'ið 1933. í fé- laginu ei’u nú 100 félagar, en íbúar í hreppnum eru um 550. Framh. á 5. síðu. J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.