Tíminn - 24.12.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1964, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 24. desember 1964 i Hér á síðunni eru myndir frá fjórum borgum, sem eiga það sameiginlegt með öðrum borg- um, að þar líður að jólum. Borgir þessar eru Berlín, Moskva, London og Washington. Hér að neðan er myndin frá Berlín. Hiin sýnir gamla vini. Maðurinn er frá Vestur-Berlín en konan frá Austur-Berlín. Fundir þeirra hafa orðið mögu'egir vegna þess að Berlínarmúrinn hefur verið opnaður fyrir jólin. Myndin til hliðar cr tekin á Rauða torginu í Moskvu. Sjötíu og átta ára gamall Svisslend'ngur, Max Daetwyler, er einn á göngu með hvítan friðarfána. Hann hefur fcrðazt um allan heim með þennan fána og berst gegn notkun kjarnorkuvopna. Vopnuð lög- regla fjarlægði hann af Rauða torginu. Myndin til vinstri er tekin af jólaösinni í Petticoat Lane í London. Sagt er, að aldrei hafi verið verzlað eins mikið í Bret- landi og fyrir þessi jól, og gefur myndin nokkra hugmynd um það, enda munu vart fleiri komast fyrir á þessum fræga mark- aði í East End. Og frá Washington fengum við senda myndina ner að neðan, sem sýnir Johnson, Bandaríkjaforseta vera ah kveikja fimm þúsund rauð ljós á jólatrénu við Hvítahúsið. Á bak við forsetann sér í Udall, innanríkisráðherra en lengst til hægri stendur Humphrey varaforseti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.