Tíminn - 24.12.1964, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 24. desember 1964
i— SMnm —
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. tíitstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gísl&son. Ritstj.skrifstofui ■ f.ddu-
húsinu, slmar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti .. Af
greiðslusimi 12323. Augiýsingasimi 19523. Aðrar sfcnístofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — í
lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Boðskapur jólanna
.Tólin eru hátíð friðarins. Boðskapur j,ólanna
eT' "" ðarboðskapur. Bræðralag og jafnrétti eru
grundvallaratriði í kenningum lærimeistarans,
sem jólin eru helguð.
Því fer vissulaga fjarri, að menn lifi enn eftir
þessum kenningum. Lærimeistarinnn spáði því
líka, að um þær myndu rísa deilur og stríð áður
en þeim yrði komið fram. En það hefur þokað
í rétta átt, þrátt fyrir allt. Hið bezta, sem hefur
verið gert á sviði félags- og mannréttindamála,
rekur meira og minna rætur til hugsjóna þeirra,
er jólabarnið gróðursetti.
I alþjóðamálum er friðvænlegra um þessi jól
en lengi hefur verið. Því miður er það ekki
friðarhugsjónin ein, sem veldur því, heldur ótt-
inn við hin miklu tortímingarvopn, sem nýlega
hafa verið fundin upp.
En friðurinn verður aldrei góður friður og
tryggur friður meðan hann hvílir á óttanum við
tortímingarvopnin einum saman. Friðurinn
verður þá fyrst góður og réttlátur, þegar hann
hvílir á hugsjónum jólaboðskaparins, bræðra-
laginu og jafnréttinu.
Þess vegna er baráttunni fyrir friði í heim-
inum ekki lokið, þótt hætta af styrjöld með tor-
tímingarvopnum minnki. Það er eftir eigi að
síður að leggja grundvöll að hinum trausta og
réttláta friði.
Lítil þjóð eins og íslendingar getur ekki
lagt mikið af mörkum í þeim efnum. Hún getur
bó sýnt hug sinn í verki með því að leggja því
:ið, sem betur fer, í samræmi við krafta sína.
Dg hún getur gefið gott fordæmi með því að
Dyggja þjóðfélag sitt á hugsjónum lærimeistar-
ans mikla, bræðralaginu og jafnréttinu.
Islendingar mættu gjarnan íhuga það um
þessi jól, hvort bræðralag og jafnrétti sé að
eflast í þjóðfélagi þeirra. Hefur dregið úr þeim
sérhagsmunum, sem reyna að eflast að auði
og völdum á kostnað annara? Fer réttlæti í
skiptingu eigna og tekna vaxandi? Hlynna
stjórnarvöldin að jafnræði og réttlæti?
Og hvað er gert til að ala hina ungu kynslóð
upp í anda þeirra hugsjóna, sem Kristur
kenndi? Er hlutur heimila, skóla og kirkju í
þessum efnum slíkur sem skildi? Eru jólin helg-
uð þessu augnamiði eða hafa annarleg kaup-
sýsluöfl gért þau að hátíð sinni?
Þess er einnig hollt að minnast um jólin, að
þótt Kristur boðaði bræðralag og jafnrétti, boð-
aði hann ekki sátt við það, sem var andstætt
þessum hugsjónum hans Hann vildi ekki slíkan
frið. Hann vildi réttlátan frið, sannan frið.
Megi sú friðarhugsjón jólabarnsins eflast.
Gleðileg jól!
TÍMINN
Walfer Lippmann rifar um alþjóðamál:
Vestræn samvinna þarf aö sam-
hæfast breyttum aöstæöum
Minni spenna millli austurs og vesturs skapar nýtt viðhorf.
ÞEGAR hiugleiddar eru þær
ástæður, sem valda spennunni
innan vestrænna samtaka og
halda henni við, ríður á að
gera sér ljóst að þær tákna
miklu fremur úpphaf þess nýja
þáttar, seim ekki er enn mót-
aður til fulis, en hrun hins
•> gamla, gróna og fullnægjandi.
Á fundum öllum og mótum
snýst hvað eina um þann innsta
vanda, hversu haga beri vest-
rænni samvinnu og samhæfa
hana minmkaðri spennu milli
Austur og Vesturs. Segja má,
að fyrir dyrum standi upphaf
þeirrar könnunar og endurmót
unar AtlantShafssamtakanna,
sem höfundar Atlantsihafsbanda
lagsins sáu fyrir og gerðu ráð
fyrir að fram fœri á öðrum
áratugnum í ævi bandalags-
ins.
Um þessar mundir ómar
hvarvetna mikið málæði um
kjamorkuvopn, en það er yf-
irborðskennt og ristir grunnt.
Rætt er um franskan og brezk
an kjamorkuafla og kjarnorku
flotann, en þessi evópski kjam
orkubúnaður er ekki tuttugasti
hluti þess kjamorkustyrks, sem
I raun og sannleika stendur
vörð um vopnahléið milli Aust
urs og Vestur.
ENGIN Evrópuþjóð lítur
svo á, að umræðumar um
kjamorkubúnaðinn séu sprottn
ar af hemaðarlegri nauðsyn
eins og nú standa sakir. Um-
ræðumar hafa aðeins gildi fyr
ir ókornma tímann, eiga við
það, sem verður eftir tíu til
fimmtán ár, þegar ábyrgðin á
vömum vestrænna þjóða get-
ur ekki lengur hvílt á herð-
um Bandaríkjamanna einna.
Þegar bæði Frakkar, — með
kjarnorkuflugher sinn í huga
— og Þjóðverjar — með hlið
sjón af kjamorkuflotanum (M
LF) — lýsa því yfir, að þeir
séu reiðubúnir að leggja af
mörkum miklar fjárhæðir, eiga
þeir ekki við núverandi vamir
Evrópu. Þeir era aðeins að
hasla sér völl sem aðilar að
kjamorkuafla Evrópu, eem ekki
er orðinn til í dag, en verður
til einhvern tíma.
Allt er þetta athyglisvert og
mikilvægt. En það verðskuld-
ar ekki of mikla athygli, né
varðar meiru en margt annað.
Eg held í raun og veru að
fullyrða megi, að athyglin, sem
beinist að þessum vanda öllum,
beini huga okkar um of frá
hinum raunveralegu viðfangs-
efnum. Við sóum tímanum ef
við geram of mikið úr mikil-
vægi þessa vanda. Viðfangsefni
vestr. samtafca er í raun og veru
í því fólgið, með hvaða hætti
Frakkar, Bretar, Vestur-Þjóð-
verjar og ítalir geti orðið virk-
ir þátttakendur og unnið með
Bandaríkjamönnum. Minna má
ekM gagn gera. Evrópsk sam-
tök, án þátttöku Bandaríkjanna,
era ekki möguleg og í raun og
veru óhugsandi. „Atlantshafs“-
samifcomulag, sem ekki nær til
Frafcka, sundrar Atlantshafs-
samtökunum.
Alvarlegasti vandi samtak-
anna sprettur af því, að mjög
Harold Wilson
greinilegur en ekki óviðráðan-
legur munur er á helztu hags-
munum Breta og Þjóðverja
annans vegar og Frakka hins
vegar. Munurinn er í því fólg
inn, að úr erfiðasta vanda Breta
og Þjóðverja er aðeins unnt að
leysa innan Atlantshafssamtaka
eða með öðrum orðum heims
samtaka. Frakkar hafa aftur
á móti leyst upp heimsveldi
sitt, eiga ekM við neina svæð
isbundna erfiðleika að etja,
hafa öðlast viðhlítandi fjár-
hagsaðstöðu á aiþjóðavettvangi
og em því sjálfuim sér nægir í
Evrópu í öiluim veigamestu at-
riðum.
ÞETTA er orsöMn að baki
þess, hve forustumenn í Bonn
og London sækjast ákaft eftir
hylli stjómarinnar í Wasihing
ton, en Frakkar ekM. Einu gild
ir, hvort íhaldsflokkurinn eða
VerkamannaflokMirinn fer með
völd í London og kristilegi
flokkurinn eða jafnaðarmenn
í Bonn. Enginn kemur auga á,
hversu honum megi takast að
leysa sinn vanda án samstarfs
við stjómina í Washington.
Þegar á þetta er litið siMlst
manni betur en áður, að Har-
old Wilson fór ekM fyrst og
fkremst til Washington
í þeim tilgangí að koma á fót
kjamorkustyrk Atlantshafssam
takanna, heldur öllu fremur
til að verða af með kjarnorku
afla Breta, sem er mjög dýr,
en ekki sérlega vænlegur til
árangurs. Markmið ríkisstjóm-
ar Verkamannaflokksins brezka
er að losna við kjamorkumálin,
svo að hún geti einbeitt sér að
lausn þeirra vandamála, sem
era meira aðkallandi.
ERFIÐASTA viðfangsefni
Breta er, hvernig losa megi
um eftirstöðvar heimsveldisins
án þess að stofna til þreng-
inga, sem áhrif hafi víðast hvar
um heiminn. Eigi Bretum að
reynast þetta kleift verða þeir
að ná dæmafáuim árangri við
endurskipun efnahagslífs síns.
En til þess þarf drjúgan tíma,
þó að vel taMzt og sá hæng
ur er á, að hernaðarskuldbind
ingar Breta erlendis eru dýrari
en þeir hafa bolmagn til og
og ábyrgðin gagnvart Sterling
svæðinu meiri en svarar þeirra
takmörkuðu fjárhagsgetu.
Afnám heimsveldisins og sí-
felldar þrengingar Sterlings-
svæðisins gætu orðið ofurefli
ef framvinda málanna væri
látin afsikiptalaus. Við Banda-
ríkjamenn höfum aflið og vald
ið og við verðum að neyta
þess við að reyna að einangra
hinn brezka vanda og koma í
veg fyrir, að hann leiði til
þrenginga fyrir heimsbyggðina. 4
ÞJÓÐVERJAR eiga einnig
við að stríða einn vanda, sem
yfirgnœfir allt annað. Það er
endunsameining landsins, sem
er óhuigsanleg og óframkvæm
anleg, ef litið er á málið frá
evrópskum sjónarhóli einum.
Þjóðverjar hafa í alla staði
rétt fyrir sér i því, að mikil-
vægustu hagsmunir þeirra
snerta AtlantshafssamtöMn.
Með öðrum orðum’ sagt táknar
þetta, að endursameining lands-
ins verður því aðeins fram-
kvæmanle,g, að samikomulag
Austurs og Vesturs fari batn
andi, en skilyrði þess er á
hinn bóginn kjarnorkuvopna-
hléið, sem komið er á.
Meginvandi Þjóðverja er
ekki háður jafn táknrænum
kænskubrögðum og stofnun
kjamorkuflotans. Vandinn er,
á hvern hátt eigi að endur-
reisa Þýzkaland, sem er auð-
ugt, en samt sem áður sigrað
og hernumið land enn, sundr
að og svift sinni höfuðborg,
sam á að vera stjómaraðsetur
þess og tákn. Ef við helguðum
endursameiningu Þýzkalands tí
unda hluta þess erfiðis og kost
gæfni, sem við höfum lagt af
mörkum við stofnun kjamorku
flotans, ættum við skilið að
vera álitnir sannir vinir þýzku
þjóðarinnar.
SÉ þessi skilningur nokkum
veginn réttur hefir hlutverk
Bandaríkjanna í málefnum
Evrópu orðið fyrir töluverðri
hártogun eins og málum er
komið. En það er engu að síð-
ur verulega frábmgðið því,
sem var fyrst eftir stríðið.
Eftir eyðileggingu Evrópu
virtist nauðsynlegt að sMpta
sér tii muna af öllum innri
málefnum bandamanna, jafnvel
kosningum hjá þeim og öllu
opinberu lífi. Þessi nauðsyn
er ekki lengur fyrir hendi og
fyrir það eigum við að vera
þakklátir. Ef við förum til
dæmis að skipta ofckur af
kosningaundirbúningi í Þýzka
landi, munum við komast að
raun uim, að of mikil elja og
kostgæfni veldur viðsjárverðu
endurkasti.
I.WRkl