Tíminn - 24.12.1964, Page 6

Tíminn - 24.12.1964, Page 6
FIMMTUDAGUR 24. desember 1964 TÍMINN ■BBMIMHW fyrir jól, og stendur í sex vikur. Þá gefa margar verk- smiðjur einnig starfsfólki sínu sumarfrí um þetta leyti, en þar eins og hér er ýmist að starfsfólkið skiptist á um að taka sumarleyfið, eða vinnu- stöðum er lokað á meðan allt fólkið fer í frí í einu. Þetta hefur það í för með sér, að fjöldamargir, sem fara í ferðalög í sumarleyfum sín- um, eru alls ekki heima á jólunum og setur þetta óneit- anlega sinn svip á jólahaldið. Sumir sóla sig á baðströnd- unum um jólin, aðrir bregða sér í ferðalög til annarra heimsálfa. Svo er annað, sem bezt er að taka fram strax. Ástralía er stór, og loftslagið á nyrzta og syðsta tanga hennar er mjög ólíkt. Þannig er til dæm- is hreint hitabeltisloftslag nyrzt í Ástralíu og þegar ég var flugfreyja á sínum tíma var ég ein jól í Darwin, sem er á norðurströndinni. Þar var svo heitt, að við hreyfðum okkur lítið út af hótelher- bergjunum okkar, lágum mest fyrir og drukkum svaladrykki. Ég veit ekki um jólahaldið sjálft þarna, en það hlýtur að bera þess merki hve heitt loftslagið er. Syðst á Ástralíu er aftur á móti milt og hlýtt sumarlofts- lag á þessum tíma, og veður eins ákjósanlegt til útiveru og það getur verið. f Melbourne er venjulega þurrt, hlýtt og lygnt veður á jólunum. — Hvenær hefst jólaundir- búningurinn? — Aður en ég svara þessari spurningu er bezt að taka það fram, að það sem ég hefi að segja um jólahald og jólaund- irbúning, miðast við mína per- sónulegu reynslu. Ég geri ráð fyrir að það sé mjög mis- munandi og ekki einungis milld landshluta, heldur fjöl- skyldna. Til Ástralíu hefur flutzt grúi fólks úr öllum heimsálfum og margt heldur það í heiðri siði ættlands síns. En jólaundirbúningurinn hjá okkur hófst talsvert löngu fyrir jól. Ætli það hafi ekki verið álíka og hérna. Mamma mín byrjaði að baka og snurf- usa það snemma, að hún hefði nægan tíma til alls. Einn réttur, sem neytt var á jólunum, var búinn til löngu fyrir jólin. Það var jólabúð- ingurinn. Hann var búinn til úr þurrkuðum ávöxtum, sem blandað var saman. Svo áttu allir á heimilinu að hræra í honum og bera fram einhverja jólaósk. Ég geri ráð fyrir að hjá okkur krökkunum hafi óskirnar oftast verið um ein- hverjar jólagjafir, sem okkur langaði í. í búðinginn voru settir smápeningar, þriggja pence peningar og sex pence og einn shillingur. Þess var vandlega gætt í fyllingu tím- ans að börnin að minnsta kosti fengu ávallt einhvem pening í sinn hlut. Auk Frí Melbourne. sérstaka ástæðu til þess að fagna jólunum, fyrir utan fæð- ingu frelsarans suður í Júdeu. Hinar löngu og myrku vetrar- nætur fara smám saman að þoka fyrir björtum dögum og hækkandi sól. Jólin eru því hér hátíð birtu og vonar, myrk ur og kvíði leggja á flótta undan skærum jólaljósum. Aldrei var skammdegið svo svart og örbirgðin svo mikil, að ekki væri reynt að steypa lítið jólakerti til þess að lýsa upp þrönga baðstofukytruna. Er við íslendingar hugsum til jóla, koma sömu réttirnir sífellt upp í huga okkar, þótt aukin fjölbreytni í mataræði síðustu ára hafi á sumuim tízku- heimilum rutt_ þeim til hliðar í bili. Hvaða íslendingur, sem ekki er gersamlega slitinn úr tengslum við menningu og sögu þjóðar sínnar, hugsar til jóla, án þess að annað hvort hangikjöt eða rjúpur komi í hugann um leið? Eða laufa- brauð og rúsínugrautur? Og svo er fleiri þjóðum farið, þótt réttirnir séu aðrir. Sennilega hefur jólahald í suðlægari löndum aldrei sömu töfra yfir sér og hér norður frá. Að minnsta kosti sækja suðurlandabúar margt til norðursins, á sólbökuðum slétt um suðursins senda menn jóla kort með síðskeggjuðum rauð- klæddum manni, sem öslar snjó með sleðann sinn í eft- irdragi, eða litlu kerti í greni- grein. Auðvitað á þetta sínar sögulegu rætur, jólasiðir hafa víða um heim borizt með kristnum mönnum frá norð- lægum slóðum, en víst er um það, að hugtök, tengd norðr- inu, hafa verið mörgum öðr- Ólafi Gunnarssyni sálfræðingi. Hún ér fædd og uppalin í Melbourne, sem er höfuðborg Victoríufylkis á suðaustur- homi Ástralíu. Melboume er stór og falleg borg og önnur stærsta borg Ástralíu. Fyrir tíu árum voru íbúar hennar rösk hálf önnur milljón, og hefur þeim vafalaust fjölgað mikið síðan. Borgin er annál- uð fyrir veðursæld sína og loftslag. íslendingar vilja alltaf vit'a einhver deili á ættum og upp- runa þess, sem á góma ber í hvert skipti, og þótt það sé kannski _ dálítið út í hött að spyrja Ástralíubúa um ættir, þá er samt dálítið freistandi að spyrja Judith, hvort hún sé af hinni frægu brezku Foot- aðalsætt. — Mér. er sagt svo, segir Judith, en ég get ekki sjálf sannað að svo sé. Ég veit ekki hvernig ég er skyld þeim Foot sem nú eru frægastir, en það eru sir Hugh, fyrmm landsstjóri á Kýpur og nú aðalfulltrúi Breta hjá Samein- uðu þjóðunum og Michael, ráðherra í brezku stjórninni. Látum þetta nægja um ætt- ir þínar og snúum okkur að því, sem við ætlum að spjalla um: — Er ekki jólahald mjög ólíkt í Ástralíu og hér Judith? — Jú, ekki ■'T því að neita. Það, sem mest áhrif hefur í þá átt er það, að jólin hjá okkur eru um hásumar. Sum- ar hjá okkur telst frá desem- ber fram í marz. Skólamir gefa nemendum sínum ekkert jólaleyfi, heldur sumarleyfi um þennan tíma, og hefst það einni viku til hálfum mánuði Um alian heim halda kristn- ir menn jólin hátíðleg. Norð- ur við heimskaut gera ein- angraðir útverðir sér daga- mun, suður í frumskógum Af- ríku halda menn jól, og suð- ur við suðurskaut. Eitt er þessu jólahaldi sameiginlegt: Menn minnast þess, að í Betlehem í Júdeu fæddist sveinbam í fjárhúsi, var vaf- ið reifum og lagt í jötu. En menn minnast þessa at- burðar á mismunandi hátt. Segja má að ákveðnir siðir séu fastbundnir þessari minn- ingu og fagnaðarhátíð í hverju landi fyrir sig. Vitanlega ræð- ur loftslagið því mj >g, hverj- ir þessir siðir eru, og einnig það, hverjir réttir voru taldir gómsætastir með hverri þjóð, áður en einangrun var rofin og vegalengdir sigraðar, því alís staðar er haldið upp á jólin með þeirri tilbreytingu í mat og drykk, sem á hverj- um stað er möguleg. Hér á íslandi og í öðmm norðlægum löndum hafa menn um lífseigari í sambandi við jólahald suðurlandabúanna og þrengt sér inn í jólahald þeirra, er barst kristin trú frá Suður-Evrópulöndum. Það er býsna skemmtilegt að kynna sér siði og venjur fjarlægra þjóða, og þá ekki hvað sízt þá siði sem tengdir em jólahaldi og við getum borið saman við hliðstæða siði hjá okkur sjálfum. Er ég var beðinn um að skrifa einhverja grein í jólablað Tímans, datt mér í hug að fá einhvern til að segja mér og lesendum frá jólahaldi í fjarlægu landi, ekld íslending, sem hefur dval- izt skamma stund með öðram þjóðum, heldur einhvem, sem væri borinn og bamfæddur við framandi háttu. Og úr því svo vel vill til að ég þekki konu, sem er fædd og uppalin „hinum megin á jörðinni“, alla leið suður í Ástralíu, þá fannst mér til- valið að spjalla örlítið við hana um jólahald í ættlandi hennar. Þessi konar heitir Judith Foot, eða hét það öllu heldur, því nú heitir hún Judith Gunnarsson og er gift

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.