Tíminn - 24.12.1964, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.12.1964, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 24. desember 1964 22 TIMINN KVIKMYNDIR JOLIN Hrói höttur, hetjan úr Skírisskógi, ásamt sinni útvöldu. Hetjan úr Skírisskógi Stjörnubíó. Stjömubíó frumsýnir myndina, Hetjan úr Skírisskógi, annan í jólum. Hetjan í Skírisskógi er að sjálfsögðu Hrói höttur og er hann leikinn af Richard Greene. Aðrir aðalleikendur eru: Petar Cushing og Sarah Branch. Þetta er ensk-amerísk Columbiamynd og fjallar um óeirðir í Englandi á dögum Ríkarðs konungs. Með- an konungur berst í Frakklandi, nota ýmsir aðalsmenn tækifærið til að gera uppreisn gegn erki- biskupnum af Kantaraborg, sem er staðgengill konungs. Hrói hött ur bjargar af tilviljun einu af fórnarlömbum aðalsmannanna og hann og menn hans blandast svo inn í bardagann. Við viljum ekki skýra frá endalokum myndarinn- ar, en hún er létt og viðburð- arík, gerð í litum og Cinema- Scope. Flyttu þig yfrum, elskan Nýja bíó. Jólamynd Nýja bíós heitir Flyttu þig yfrum, elskan, og fer Doris Day með aðalhlutverkið. Þetta er amerísk CinemaScope- mynd í litum gerð af 20th Cent- ury Fox, en annars ætti nafnið Doris Day að vera nóg til að tryggja myndinni vinsældir. Aðr- ir aðalleikendur eru: James Garn- er, Polly Bergen og Chuch Conn- ors. Doris leikur konu, sem lent hefur í flugslysi og ekki komið fram síðan, það er í fimm ár. Eiginmaður hennar, mikilsmet- inn, lögfræðingur er því trúlof- aður aftur og hefst myndin á því, að hann er fyrir dómi í þeim tilgangi að fá staðfest lát konu sinnar og kvænast unnustunni. Nýbökuðu hjónin halda síðan í brúðkaupsferð, en á meðan kem- ur hin raunverulega eiginkona til landsins í kafbát, sem hafði bjarg- að henni ásamt öðrum manni af eyðieyju. Úr þessu öllu saman verður mikið umrót og lendir Doris í spaugilegustu atvikum, en allt fer þó vel að lokum. ■ # 1 * I m Hetjur a haskastund .... Lone Hertz ásamt þjónustustúlku í Höllinni. Höllin Bæjarbíó. Margir kannast eflaust við dönsku skáldsöguna, Slottet. Hún hefur verið gefin út í íslenzkri þýðingu og er eins og kunnugt er eftir Ib Henrik Cavling. Jafn- framt hefur sagan verið fram- haldssaga í dönsku blöðunum og nú geta allir, sem hafa haít ánægju af að lesa hana, brugðið sér í Bæjrbíó um jólin og séð hana leikna af beztu leikurum Dana. Aðalhlutverkin í Höllinni leika þau Malene Schwartz, Lone Hertz, Olaf Ussing, Poul Reichart, Bodil Steen, og svo kemur fram fjöldi annarra kunnra leikara. Það er kannski óþarfi að rekja efnisþráðinn, en Bente, sem er nýkomin heim frá námi í Eng- landi, kemst að raun um það, að faðir hennar, herragarðseigand- inn, Falke, á í miklum fjárkrögg- um. Hann reynir að freista gæf- unnar í spilum, en tapar þá al- eigunni, og verður svo mikið um, að hann fær hjartaslag og deyr. Bente og stystir hennar ákveða að reyna að bjarga herragarðin- um og borga skuld föðurins til Stenfelt, herragarðseiganda, sem er ungur »og glæsilegur maður. Stjúpsystir systranna kemur nokk uðvið sögu og Hans frændi þeirra, sem Bente trúlofast í flýti til að útvega einhverja peninga, en allt fer þó öðru vísi en á horfðist og allir verða ánægðir í lok myndar- innar. Kópavogsbíó. Jólagestir í Kópavogsbíói fá að sjá kvikmyndina, Hetjur á háskastund, sem er ný amerísk kvikmynd í litum og iýsir starfi hinna fljúgandi björgunarmanna, er leggja allt í sölurnar til að geta staðið við einkunnarorð sín, Svo aðrir megi lifa. Með aðal- hlutverk fara Yul Brynner, Rich- ard Widmark og George Chakiris, en leikstjóri er Michael Ander- son, sá er stjórnaði kvikmynd- inni Umhverfis jörðina á 80 dög- um. Myndin gerist á Ashiya, bandarískri flugstöð í Japan, þar þar sem ein af björgunarsveit- um flughersins er staðsett. Neyð- arskeyti berst frá japönsku kaupskipi, sem er að farast í fár- viðri. Tvær flugvélar halda þegar á staðinn, en önnur ferst. Hinni tekst að bjarga hinum hrjáðu skipbrotsmönnum, en mikil átök eiga sér stað meðal áhafnar flugvélarinnar, áður en björgun- in fer fram. Hver og einn lifir nú aftur örlagaríka atburði úr lífi sínu og óhætt er að fullyrða, að enginn mun fara illa svikinn út úr Kópavogsbíói eftir að hafa séð kvikmyndina. Áhöfninni á japanska flutningaskipinu hefur verið bjargað. Yul Brynner og Richard Widmark ásamt jap- önsku skipbrotsmönnunum. NITOUCHE Hafnarfjarðarbíó. Hafnarfjarðarbíó býður gestum sínum upp á glæsilega jólamynd, sern gerð er eftir hinni góðkunu óperettu, Nitouche. Þetta er dönsk kvikmynd og aðalleikendur eru: Lone Hertz, sem fer með hlut- verk Charlotte, Dirch Passer, er leikur Celestin Floridor, Ebbe Langberg, Malene Schwartz og fleiri. Nitouche er sem kunnugt er eftir franska tónskáldið Hervé, en hana samdi hann árið 1083 og hlaut hún þá þegar miklar vin- sældir. Enn í dag nýtur hún mik- illa vinsælda og hefur t.d. verið sýnd oftar en nokkur önnur óper- etta á Norðurlöndum. Hér á landi var hún fyrst sýnd í Reykjavik á vegum Leikfélags Reykjavíkur og Hljómsveitar Reykjavíkur árið 1940, og fóru þau Lárus Pálsson og Sigrún Ma^núsdóttir með að- Arið 1954 sýndi Þjó leikhúsið Nitouche og fóru þá sömu leikarar með aðalhlutverkin. Nutu báðar þessar sýningar mik- illa vinsælda hér. Óhætt er að full- yrða, að hin danska kvikmynd mun engan svíkja, því að Danir eru meistarar í að gera léttar söngvamyndir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.