Tíminn - 29.12.1964, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 29. desember 1964
vV<qW1 wlWit' ' -r.-srmr •
mtj
RÆTT VID RAGNHILDI STEINGRÍMSDÓTTUR, LEIKKONU
stætt Islendingum
Það þykir tíðindum sæta, þeg
ar leikhúsin ráða til sín erlenda
leikstjóra til að setja á svið.
Leikfélag Reykjavíkur, sem sýn
ir nú hinn gamla kunningja
Ævintýri á gönguför, sneri sér
hins vegar til Akureyrar og
fé'kk þaðan leikstjórann, Ragn-
hildi Steingrimsdóttur. Hún er
vel þekkt sem leikstjóri og leik
kona, og fór með eitt af hlut-
verkunum í Ævintýrinu, þegar
það var sýnt síðast í Reykjavík
fyrir um það bil tólf árum.
Gaman að rifja upp
kunningsskapinn
— Hvernig fannst yður að
stjórna nú leikriti, sem þér
lékuð sjáLfar í hér um árið?
— Það er auðvitað annað að
setja leikrit á svið heldur en
leika í því, segir Ragnhildur.
En ég hafði reglulega gaman af
að rifja það upp aftur. Sýningin
núna er talsvert frábrugðin frá
því seinast, þótt segja megi, að
hún sé í sínum gamla stíl, enda
sérstakur biær yfir Ævintýrinu,
sem verður að haldast.
— Hafið þér stjórnað leik-
ritum víða?
— Já, í ýmsum stærri kaup-
stöðum, til dæmis á Akranesi,
Siglufirði, Seyðisfirði og fleiri
stöðum. En ég starfa reyndar
mest á Akureyri.
— Er ekki' ólíkt að setja upp
leitorit í Reykjavík og úti á
landi?
— Að mörgu leyti. Það er
allt öðruvísi að vinna með fólki
sem er þaulvant að koma fram.
Þótt fóik í sveitum og bæjum
hafi oft all-góða hæfileika og sé
áhugasamt, þá eru alltaf viðvan-
ingar líka. Það er geysileg
vinna að gera úr samfellda
sýningu, og verður eiginlega
um hreina kennslu að ræða.
Akurevringar liafa oft sýnt
úrvalsverk.
— Er ekki mikill áhugi á
leiklistarmálum á Akureyri?
— Jú áhugi hefur alltaf ver-ið
mikill Þar hafa verið flutt
mörg úrvalsverk. Ég hef stjórn
að nokkrum veigamiklum leik
í’itum á Akureyri. svo sem
Galdra-Lofti, Júpíter hlær, ís-
landsklukkunni og svo mætti
telja. Mér finnst oft skemmti
legast að fást við erfiðustu við
fangsefnin. og hafði sérstaka
ánægju af að berjast við ís-
landsklukkuna En léttir gam-
anleikir eru ágætir með. og
mér fannst gaman af að færa
upp Bláu kápuna og Tehús
Ágústmánans sem hvorugt telst
að vísu til háklassískra verka
en eru skemmtileg og fjölbreyt'
leg á margan hátt. Leikstarf
semi hjá okkur er erfiðleikum
bundin. Þar er einvörðungu
um áhugaleikara að ræða, sem
vinna fulla vinnu að auki. En
fólk, sem gefur sig í þetta
vinnur undantekningarlaust
mjög vel að sínum hlutverkum
— Þér hafið leikið talsvert
Mka?
— Já, einkum á Akureyri.
nú síðast í Galdra-Lofti. Stund-
um hef ég leikið gestaleik þar
Ragnhildur Steingrimsdóttir.
sem ég hef jafnframt verið
leikstjóri.
— Eru áhorfendur mismun-
andi eftir landshlutum?
Á því er enginn vafi. Yfir-
leitt tekur fólk vel leikritum
alvarlegs eðlis og hlustar af
athygli. Hvað gamanleiki snert
ir upplifir maður það iðulega,
að það, sem fólki finnst bráð-
fyndið á einurn stað, fellur
dautt niður á þeim næsta. Þetta
þekkja allir leikarar. Ég get
tekið undir það. sem margir
segja. að Þingeyingar séu beztu
áhorfendurnir. Akureyringar
éru góðir líka. Hvað Reykvik-
inga snertir held ég. að þei’’
séu yfirleitt gott publikum, en
annars er svo langt um liðið
síðan ég lék hér síðast. að ég
er farin að gleyma þessu. En
svo er þetta líka frábrugðið frá
kvöldi til kvölds.
Smærri leikfélög fá
reynda leikstjóra.
— Vill fólk úti á landi helzt
leika og horfa á gamanleiki?
— Það er að breytast. Kröf
urnar hafa vaxið, bæði hér og
úti á landi. Fólk sér meira ai
leiksýningum. og þar af leið
andi fer það að kreíjast meira
Auðvitað hef ég stjórnað fleiri
gamanleikjum en leikritum ai
varlegs eðlis. en þó má nefna.
að ég setti upp Mýs og menn í
Mývatnssveit ekki fyrir löngu.
og á Siglufirði stjórnaði ég
leiknum Á útleið. Það er sömu-
leiðis ahnennara, að smærri
leikfélög fái reynda leikstjóra
Fólkið finnur. að það er nauð
svnlegt til að sæmilegur árang-
tir náist.
— Eru Akureyringar kröfu-
harðir leikhúsgestir?
— Ég held, að þeir geri
kröfur til leiks alveg á borð við
Reykvíkinga. Kannski stærri
kröfur en bærinn rís undir.
Leikskóli hefur starfað öðru
hverju, en ökkur vantar til-
finnanlega kennara. Auk þess
vantar okkur meira af ungu
fólki þeir, sem sækjast eftir að
komast í skólann, eru oft í
yngsta lagi, en gætu eflaust
komið að góðu liði síðar.
— Hafa leikarar frá Reykja-
vík unnið með Leikfélagi Akur-
eyrar?
— Baldvin Halldórsson hefur
sett þar upp. Og einnig Gunnar
R. Hansen, og hann hafði jafn-
framt tilsögn í nokkrúm grein-
um á meðan. S.l. vetur fengum
við Gunnar Eyjólfsson lánaðan
til okkar, og lék hann titilhlut-
verkið i Galdra-Lofti. Regína
Þórðardóttir hefur farið með
hlutverk Ragnheiðar í Skál-
holti, Emilía Jónasdóttir nom
og lék Tengdamömmuna og
Arndís kellinguna í Gullna hlið
inu. Enn fyrr komu þeir Ha>-
aldur Á. Sigurðsson og Alfreð
Andrésson. En að minu viti
hefur ekki verið gert nógu miK
ið að því að fá sunnanmenn.
því að slíkt samstarf er vissu-
lega uppörvandi.
tt-Eji hafa norðanmenn
‘;r,sildrei toomið og sýnt hér'J-r; •
ll;* | 44+;Leikfélag Akureyrar sýndi
hér Brúðuheimilið, en aðalleik-
konan, Alda Möller, var að vísu
úr Reykjavik. Oft hefur það
komið til tals, að við færum
leikferðir til Reykjavíkur, en
ekki orðið af því frekar.
Allir geta lært utan að.
— Eru nokkrir sömu leikarar
í Ævintýrinu og voru síðast?
— Br.vnjólfur Jóhannesson
og Gísli Halldórsson voru báðir
með síðast, en þeir eru nú í
öðrum hlutverkum Brynjólfur
hefur raunar farið með fjögur
hlutverk í þessum leik Har-
aldur Björnsson er með núna.
en hann lék sama hlutverk.
Svale assessor. þegar leikritið
var sýnt öðru sinni. Ungu stúlk
urnar leika Guðrún Ásmunds
dóttir og Björg Davíðsdóttir. og
er þetta hennar „debut.”
— Gerir fólk sér Ijóst, i
hverju starf leikstjórans felst’
— Ég held, að þeir einir, sem
kynnast leikhúsinu nokkuð. viti
hvað það er. Fæsta grunai
hvílík vinna liggur að baki einn
ar sýningar, bæði frá leikurum.
leikstjóra. leiktjaldamálara
Ijósameistara og senufólki. Ég,
hef oft orðið vör við að fólk
áttar sig ekki á þessw e > láist
aftur á móti að þvi. að teikarar
skuli geta lært hlutverk sín
utan að. En það er náttúrulega
minnsta brotið af öllum Flestir
geta hæglega lært utan að. En
það dugir skammt, hvert hlut-
verk þarf að kryfja til mergjar.
ef viðunandi árangur skal nást
— Voruð þér bjartsýnar á
viðtökur Reykvíkiriga?
— Ég var náttúruiega dálítið
kvíðin, segir Ragnhildur og
brosir við. Það fylgir manni í
Framnalo -• oi- *
Ur hljómskálagarðinum.
GRÖÐUR OG GÁRÐAR
LITID UM ÖXL
Nú þarf ekki nema styðja
á hnapp og rafmagnsljósið
flæðir um stofuna. Nú er bjari
ara í hreysi en í konungshöll
í gamla daga. Forfeður okkar
sátu við langelda, meðan skog-
ur var nægur til brennslu
Seinna hírðist fólk við hlóðar
eldinn, notaði tað, svcrð og
rekavið til eldsneytis. Kýr voru
sums staðar hafðai undir palli
og yljuðu baðstofuna. önnur
upphitun var víða ekki m
Það þótti löngum gott að koma
í fjósylinn, og í fjósinu lærði
margur unglingurinn kverið
sitt og fleiri t'ræði. sitjandi a
töðumeis eoa spígsporandi á
mjórri torfstéttinni aftan við
kýrnar í daufu skini lýsis
lampans eða fjóstýrunnar. Jliu
fampi rar' kominn‘ ;r baðstoi p
uria 'á iiþpváxtarárum ; mínum
en i fjósinu var enn kveikt
á lýsislampa, er stungic vai
torfvegginn. Svo kom olíucýr
an, þ.e. vænt glas með stein
olíu, sem pípu með kveik var
i stungið niður í Heldur 'ar
týran lélegt ljósfæri Olíulugt-
in leysti hana af riólm oa
þótti geysileg framför enda
hægt að nota lugtina úti líka.
fara með hana i t'járhús jg
milli bæja. Okkui krökkunum
fannst það ævintýri líkast. Lýs-
islampinn hefur lýst þjóðinni
í þúsund ár, olíulampinn í ein
50-70 ár. Hvað heldur rafmagns
ljósið lengi velli? Kerti hafa
lengi verið hátíðaljós- jg
ferðalaga. en nú ei rafmagns
ljósið að útrýma þeim Ég
man væn tólgarkerti steypt i
mót heima, seinna lítil marg-
lit ,,búðarkerti“ á rúmstuðl
um á jólum. Tólgarkertin voru
stundum sett fjögur saman á
kertaplötu — og loks kom
jólatréð tii sögunr.ar. — Nú
er eldað við rafmagn eða kol
En allt fram á okkai öld vai
eldsneytið annað og fyrirhafn-
armeira að afla þess og nota.
Norður á Árskógsströnd fer
klaki oft seint úr jörðu Þegai
um hnausþykkt lag var þiðn
að í mýrunum. var grasrótin
stungin og flutt burt. þar sem
svörð skyldi taka. Síðan var
þiðnaða laginu daglega mokað
oían af klakanum til að flýta
fyrir þiðnuninni. Þegar klaka-
laust var orðið, burfti að stinga
torfsvörðinn (þ. e efsta hálf-
rotnaða svarðarlagið) burt.
unz komið var niður á ekta
svörð. hæfan til elc.sneytis
Hann var síðan tekinn upp
hausarnir klofnii t'Iögur. pæi
breiddar til þerris og loks hlað
ið saman í svarðarhrauka til
fullþornunar. Svörður var oft
borinn heim á bakinu í pok-
um, eða ef mikið skyldi flytja,
þá fluttur á hestum í svarðar-
hripum. Svarðarhrip var eins
konar grind eða rimlakassi,
sem hægt var að hleypa niður
úr Margir kannast við orðið
„iekahrip' eða að ílát sé hrip
lekt. Hripin hafa verið notuð
á íslandi til margs konar flutn
inga allt frá landnámstíð og
fram á okkar öld. Nú eru þau
úr sögunni Kerran tók þá við.
Veldi hennar hefur staðið í
um hálfa öld, en nu er hún
víða að verða forngripur. Hve
lengi stendur ,bítlaöldin?“
Breytingarnar ó okkar tímum
eru örar og trúlegar, taka
jafnvel stundum á sig kynleg-
ar rnyndir Kjöt þótti fyrrum
herramannsréttur og kostur,
að það væri vel feitt, ekki
fóðurkálsfituslepja Gamalt
fólk talaði um góðan kjötbita
i nærri því tilveiðslutón, enda
gott fæði talin einhver mestu
lífsgæði í þá daga. Fólkið
vann mikla erfiðisvinnu jg
varð gott af kröftugum mat.
Nú er vaxin úr grasi fjölmenn
stétt „hreyfingarleysismanna“
eða stólsetufólks, sem ekki þol
ir kjarnmatinn, en verður að
lifa á léttmeti ti! að halda
heilsu. Nú, eða þá fara að
hreyfa sig aftur! Við, sern
fædd erum fyrir fyrri heims-
styrjöld, erum í rauninni þús-
und ára gömul! Alist upp við
siði og hætti, sem tiltölulega
höfðu 'ítið breytzt allt fra
landnámsöld. Á hinr bóginn
höfum við líka lifað tíma geysi-
legra breytinga og byltinga á
flestum sviðum og höfum út-
sýn, bæði fram og aftui. Skyldi
ekki Snorri Sturluson hafa rit-
að Eddu sína og Heimskringlu
við skin kolunnar og glamp-
ana frá iangeldinum? Ljós á
fífukveik hafa líka iýst híbýli
Hallgríms Péturssoi.ar. Rafljós
mundu fyrri alda rnenn hafa
kennt við galdur. Við erum
nærri hætt að undrast, þróun-
in er svo ör. En sterkar taugar
þarf til að þola slíkar bylting-
ar.
Ingólfur Davíðsson.
*