Alþýðublaðið - 30.10.1955, Side 4

Alþýðublaðið - 30.10.1955, Side 4
Alþýöublafcið Suunudagur 30. okí. 10.55 Útgefandi: A1þýðuflok\uri»n. Ritstjóri: Helgi Scsmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsso*. BZaðamenn: Björgvin Guðmundtso* og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsdóttir, Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslustmi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðiu S—10. 'Áskrtftarverð 15J)0 á mánuði. í lausasðltt ífiQ. Kauoié Ópnar nýla síáifsafgreíðsEubúð á þriðjudagínn Ábyrgðarleýd % $ t % 5 \ i 4 4 4 V s s s s s 4 s s s s s s s s s s s s s ÞVÍ ER OFT haldið fram, að spillingar gæti í opinberu lífi okkar íslendinga. Sann- anir þess eru svo augljósar, að engum þýðir móti að piæla, endar fækkar þeim til- raunum óðum. Hins vegar reynist stundum erfitt að greina milli spillingar og ábyrgðarleysis í þessum efn um, enda skiptir það ef til vill litlu máli, þar eð hvort tveggja kemur iðulega út á eitt. S'amt er hér um stigs- mun að ræða, þó að eðlið sé löngum hið sama. Að þessu sinni skal minnzt á tvö dæmi um ábyrgðar- leysi. Nöfn verða ekki til- greind, en til þess gefst kannski tækifæri síðar. Meg intilgangurinn er sem sé sá að vekja lesendur til um- hugsunar og afstöðu fremur en að láta hníf ganga með beini í skurðgerð. Eigi að síð ur skal játað, að vandamálið er svo umfangsmikið og ugg vænlegt, að naumast mun nægja að stinga á kýlum. En allt hefur sinn tíma. Tilefrti þessara ummæla er það, að tveir skólamenn meS flekkaSa fortíð hafa hlotið aukna virðingu í starfi. Annar velst til að veiía forstöðu fjölmennum barnaskóla og hinum er sýndur mikill trúnaður í menntastofnun æðra kennslustigs. Báðir þessir menn hafa gerzt sekir um atferli, sem brýtur hneyksl- anlega í bága við velsæmi og þá skyldu, sem þeir hafa tekizt á hendur. Hlutaðeig- endur ættu að gegna öðrum störfum en kenna ungum stúlkum af því að þeir hafa ekki reynzt vaxnir vanda umgengninnar við ung- linga, sem þeim var trúað fyrir. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort þeir aðil- ar, sem sýnt hafa mönnum þessum aukinn trúnað og metið þá meira viðurkennd- um og mikilhæfum starfs- bræðrum, kunna skil á for- tíð þeirra, En þess ber skil- yrðislaust að krefjast, að einskis ábyrgðarleysis gæti í því efni. Óhappaverk um- ræddra tveggja skólamanna eru svo alkunn þeim, sem fylgzt hafa með starfsferli þeirra undanfarin ár, að menntamálaráðuneytinu og forráðamönnum fræðslumál- anna ætti vissulega að vera um þau kunnugt. Og foreldr ar eiga kröfurétt á því, að börnum þeirra sé ekki stofn- að í uggvænlega og örlaga- ríka hættu, sem á rætur sín- ar að rekja til ábyrgðarleys- is. Hús listamannsins STJÓRNARBLÖÐIN hafa lítið rætt um Kjarvalshúsið undanfarið þangað til Morg- unblaðið fær málið í gær. Þá birtist þar grein, sem heitir Hús listamannsins, en höf- undurinn byrjar á því að vitna í samþykkt alþingis frá 2. marz 1945. Hún var svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að verja allt að 300 þús. kr. af tekjuafgangi ársins 1944 til að reisa í Reykjavík sýning- arsal og íbúð. Skal ríkistjórn in á 60 ára afmæli Jóhannes- ar Kjarvals næsta haust bjóða honum að búa og starfa í þessu húsi og gera jafn- framt ráðstafanir til þess, að þar verði komið upp til varð veizlu og sýnis sem fullkomn ustu safni af málverkum eft- ir þennan listamann“. Þessu næst segir greinar- höfundur réttilega, að hér hafi að sönnu ekki verið um lög að ræða heldur yfirlýs- ingu um vilja þingsins, en málið verið þess eðlis, að stjórninni hafi borið að hefj- ast handa. Þetta liggur sann- arlega í augum uppi. En stjórnarvöldin hafa ekkert gert til þess í tíu ár að fram- kvæma vilja alþingis í þessu efni. Greinarhöfundur Morg unblaðsins játar þá stað- reynd og þjrkir súrt í broti, en harkar samt af sér. Hann gerir það að tillögu sinni, að alþingi framkvæmi nú til hálfs tillögu sína frá 2. marz 1945. Og orsök þess, að hann sættir sig við þau úrslit máls ins fyrir hönd Kjarvals, er sú, að eitthvað það sé „í hinu ljósa yfirbragði listamanns- ins, sem bendi -til þess, að hann verði að minnsta kostí hundrað ára“. Það liggur svo sem ekkert á. Kjarval er ekki nema sjötugur og á eftir að lifa í þrjatíu ár samkvæmt þessum útreikningi! Hér er ágætlega lýst stór- hug íhaldsins: Loforð, sem hefur verið svikið í tíu ár, á að framkvæma til hálfs. Stjórnarvöld okkar eru svo smástíg á brautum menning arinnar, að meira er ekki krafizt í „stærsta blaði lands ins“. Og tillagan á nokkurn rétt á sér, þó að ekki sé hún stórmannleg: Hálfur skaði er betri en allur. KAUPFÉLAG Hafnfirðinga á tíu ára afmæli um þessar mundir. Það var stofnað 11. október 1945, en hóf verzlun 1. nóv. sama ár. En óslitin kaup- félagsstarfsemi í Hafnarfirði á sér miklu lengri aldur, eða síð- an á útmánuðum 1931, þegar Pöntunarfélag Verkamannafé- íagsins Hlífar var stofnað, en það var fyrst og fremst pönt- unarfélag eingöngu, en gerðist brátt venjulegt kaupfélag með opna sölubúð. Árið 1937 sameinaðist pönt- unarfélagið Pöntunarfélagi verkamanna í Reykjavik og Kaupfélagi Reykjavíkur. Nefnd ist hið nýja kaupfélag Kaupfé- lag Reykjavíkur og nágrennis (KRON). Mynduðu Hafnfirð- ingar sérstaka deild í félaginu. Stóð svo fram til 1945, er Hafn arfjarðardeildin skildist frá KRON og gerðist sjálfstætt fé- lag með nafninu Kaupfélag Hafnfirðinga. Hér verður ekki rakin saga Kaupfélags Hafnfirðinga þenn- an áratug, er það hefur starfað sem sjálfstætt félag, hvorki gerð grein fyrir viðleitni þess að bæta sem bezt úr börfum félagsmanna né rætt um þá örð ugleika, sem það hefur átt við að stríða. Þess eins skal getið hér, af því að það sýnir hvert hefur verið stefnt, að þegar kaupfélagið hóf starfsemi sína 1945, átti það þrjár búðir: mat- vörubúðirnar á Selvogsgötu 7 og Kirkjuvegi 18 og búðina á Strandgötu 28, þar sem voru tvær deildir, matvörudeild og vefnaðarvöru- og búsáhalda- deild, sem einnig seldi skófatn- að. En nú, eftir tíu ár, á félagið sex sölubúðir á eftirtöldum stöðum: 1) Selvogsgötu 7, matvöru- búð. 2) Suðurgötu 53, matvöru- búð. 3) Kirkjuveg 16, matvöru- og búsáhaldabúð. 4) Vesturgötu 2, skó- og karl- mannafatabúð. 5) Vesturgötu 2, veiðarfæra- °g byggingarvörubúð (sem eir.n ig selur sjómanna, og verka- mannafatnað). 6) Strandgötu 28, tvær deild ir, matvörudeild og vefnaðar- vöru- og búsáhaldadeild. Hafa kaupfélagsstjórarnir alla tíð látið sér einkar annt um, að félagið gæti fullnægt við skiptaþörfum félagsmanna á sem flestum sviðum, en þeir hafa verið tveir á þessum tíu árum: Guðmundur Sveinsson frá stofnun félagsins til dauða- dags, 7. júlí 1947, en Ragnar Pétursson síðan. Nú heldur félagið upp á tiu ára afmæli sitt á merkilegan og myndarlegan hátt og í beinu á- framhaldi og rökréttu samræmi við starfsemi sína og stefnu hingað til: að gera verzlunina sem haganlegast fyrir viðskipta mennina. FélagiS opnar nú um mán- aóamóíin sjálfsafgreiðslubúð i sölubúðinni á Strandgötu 2S. Verður þar verzlað með mat- vörur og búsáhöld. Þetta mál á sér langan að- draganda; Árið 1941 kom Kron sjálfsafgréiðslubúð á fót í Reykjavík. Hafði Jens Figved, hinn hugmyndaríki og duglegi kaupfélagsstjóri í Kron, kynnzt slíkum búðum vestur í Amer- ,íku, en þar voru þær þá að 'ryðja sér til rúms, og vildi Jehs reyna þesfia nýjung hár. Sc-inna var hætt við þessa tilraun áður en hún hafði verið reynd til hlít ar. Um Iíkt leyti og KRON hóf tílraun sína með sjálfsaf- greiðslubúð, voru sænsku káv.p félögin einnig að gera sams konar tilraunir hjá sér, en þær þóttu ekki takast alls kostar vel í fyrstu, frekar en hér. Þá sendu Svíar menn til Vestur- heims til þess að kynna sér sjálfsafgrejðslufyrirkomulagið sem bezt. Hefur það fyrirkqmu lag síðan breiðzt mjög út í Sví- þjóð og þótt gefast ágæta vel. I fleiri löndum hefur sama fyr- irkomulag verið tekið upp á ýmsum stöðum, og fólki jafn- an fundizt það vera til mikilla bóta, þegar það fór að venj- ast því. Haustið 1951 fór Ragnar kaup félagsstjóri Pétursson snögga ferð til Svíþjóðar. Sá hann þar meðal annars sjálfsafgreiðslu- búðir sænsku kaupfélaganna og leizt vel á. Ræddi hann um það við kaupfélagsstjórnina, þegar heim kom, að rétt mundi vera að koma sjálfsafgreiðslubúö á fót í Hafnarfirði. Tók stjórnin vel undir það, enda voru í hennar hópi menn, sem átt höfðu sæti í stjórn KRON, beg ar það félag gerði tilraun með sjálísafgreiðslubúð, haft trú á fyrirkomulaginu og ekki fund- izt það fullreynt að því seinni. Ýmis atvik hafa hins vegar vaid ið því, að þetta hefur ekki kom izt í framkvæmd hjá Kaupíé- lagi Hafnfirðinga fyrr en nú, á tíu ára afmæli þess. Kaupfélagsstjórinn og kaup- félagsstjórnin hafa eðlilega haft forystu um þessar framkvæmd ir, eins og eðlilegt er. Er þaö samróma áiit þeirra, að hér sé kaupfélagið að stíga merkilegt framfaraspor. — Formaður kaupfélagsstjórnarinnar er Jó hann Þorsteinsson, kennari, en aðrir stjófnarnienn eru: Guðjón Gunnarsson, fulltrúi, Hermann Guðmundsson, formaður Hlíf- ar, Stefón Júlíusson, kennari, og Þórður Þórðarson, vsrk- stjóri. Þeir Guðjón og Þórður hafa verið í stjórn kaupfélags- ins allt frá stofnun þess. Á síðastliðnu sumri kynnti kaupfélagsstjórinn sér sjálfsaf- greíðslubúðir í Danmörku og fékk teikningar að hinni nýju sjálfsafgreiðslubúð kaupfélags- ins hjá danska samvinnusam- bandinu. Jafnframt hefur einií af starfsmönnum kaupfélags- ins, Ingólfur Guðmundsson deildarstjóri, unnið um nokkurt skeið í sjálfsafgreiðslubúðum kaupfélagsíns í Kaupmanna- höfn (Hovedstadens Brugsfor- ening) til þess að kynnast starf- seminni í framkvæmd. Nú næstu daga fá kaupfélags rnenn í Hafnarfirði að kynnast hinu nýja fyrirkomulagi o.g sýna, hve fljótir þeir verða að komast upp á lag að notfæra sér það, en hið nýja fyrirkomu lag er á margan hátt skemmti- legra og haganlegra fyrir þá en gamla fyrirkomulagið. Stjórn- endur kaupfélagsins hafa enn sem fyrr gert sitt til þess að kaupfélagið geti veitt félags- mönnum sem bezta þjónustu. En góð þjónusta er annað höfuð skilyrði fyrir því, að kaupfélags skapur geti þrifizt. Hitt er, að kaupfélagsmennirnir sjálfir geri sér sem allra ljósastan til gang, stefnu og eðli kaupfélags starfseminnar. Olafur Þ. Kristjánsson. j jÓN P EMILStói 1 [nöóífsstrÆ'ii 4 - Soíví 828191 Kvenfélag í' Reykjavík iarins íieldur b a z a r þriðjudagúm 1. nóv. kl. 2 e. h. í Góðtemplarahúsinu, uppi. Komið og gjörið góS kaup.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.