Tíminn - 12.03.1965, Blaðsíða 1
Geimskot Frakka endurtekið hér í sumar
Fundu Frakkar
nýtt fyrirbæri
í V-A-beltinu?
MB—Reykjavík, fimmtudag.
Ákveðið hefur nú verið
að
UPP, UPP
MITT PUND
NTB—London, fimTntudag.
Sterlingspundið hækkaði
mjög í verði í kauphöllinni
í London í dag, eftir að
það fréttist, að viðskipta-
jöfnuður Breta við útlönd
hefði verið hagstæðúr í
síðasta mánuði, en undan-
fama mánuði hefur hann
verið óíhagstæður. Pundið
hækkaði um 3/8 hluta úr
eenti miðað við bandarísk
an dollar. Verð pundsins er
nú 2 dollarar og 79 og
11/32 cent (2.79-11/32).
Skýrsla viðskiptamála-
ráðuneytisins sýnir að auk
inn útflutningur og miklu
minni innflutningur hafa
samanlagt leitt til þess, að
viðskiptajöfnuður Breta við
útlönd hafi verið hagstæður
um 11 milljónir punda
(1320 milljónir króna) í
febrúarmánuði, en við-
skiptajöfnuðurinn í janúar
var óhagstæður um 30 millj
Framhald á 14. síðu
Harold Wilson
| franskir vísindamenn skjóti tveim
I ur eldflaugum frá Skógasandi síð
ari hluta ágústmánaðar í sumar
eða fyrri hluta september. Eru
þessar tilraunir framkvæmdar til
þess að fá staðfestingu á niður
stöðum þeim, sem fengust í fyrra
við skotin frá Mýrdalssandi, en
þær munu hafa verið mjög at-
hyglisverðar og hafa komið vís-
indamönnum á óvart.
Niðurstöðurnar, sem fengust í
fyrra, hafa ekki verið birtar opin
berlega, en blaðið hefur fregnað
að það sé vegna þess, að þær hafi
komið vísindamönnum það mikið
á óvart, að þeir vilji þrautreyna
þær, áður en þeir geri þær opin-
berar.
Eins og margoft hefur verið
sagt frá eru þessar tilraunir gerð
ar til að rannsaka Van Allen
beltið svonefnda, en það er í
minnstri fjarlægð frá jörðu í norð
urljósabeltunum. Það, sem eink
um mun hafa komið á óvart í
niðurstöðum þeim, sem fengust í
fyrra, er það að svokallaðar pró-
tónur, sem eru pósitíft hlaðnar
eindir, virðast hafa aðra stefnu í
Van Allen beltinu en talið var.
Nú munu forsvarsmenn tUraun
anna ekki telja útilokað, að ein-
hver skekkja eða bilun hafi kom-
izt inn, þó ekkert bendi raunar til
þess, og vilja því þrautreyna þess
ar niðurstöður, áður en þeim er
slegið föstum.
Ekki er enn fyllilega búið að
ákveða hvaða dag eldflaugunum
verður skotið, en það mun verða
gert nálægt mánaðamótunum ág-
úst, september. Um fimmtíu
manna hópur vísindamanna og að-
stoðarmanna þeirra kemur hing
að frá Frakklandi og munu þeir
hafa aðsetur í Skógaskóla og varn
ingur þeirra verður sumpart flutt
ur hingað með skipum og sum-
part með flugvélum, sem munu
verða affermdar á Skógasandi.
Frakkarnir munu telja Skóga-
sand heppilegri til þessara til-
rauna en Mýrdalssand, m. a.
vegna þess að auðveldara er með
aðflutninga alla, þeir verða lengra
frá þjóðvegi, Skógaskóli er mjög
heppilegur til gistingar og svo er
ávallt nokkur hætta á Kötluhlaupi
á Mýrdalssandi.
OLfU
MÖL
á götur Kópavogs, Garða
hrepps og Hafnarfjarð-
MB-Reykjavik, fimmtudag.
Ekki er ósennilegt að talsvert
af götum Kópavogs, Garðahrepps
og Hafnarfjarðar verði rykbundið
með olíumöl á sumri komandi.
Samningar um þetta mál eru nú
á lokastigi og mun frekari tíð-
inda að vænta af þeim næstu daga.
Það er Véltækni h. f. í Reykja
vík, sem hefur gert viðkomandi
bæjaryfirvöldum tilboð um að
leggja olíumöl á göturnar og er
tilboðið miðað við tvenns konar
malarmagn, þ. e. 4 þúsund rúm
metra og 10 þúsund rúmmetra.
Hafa bæjaryfirvöldin þetta mál
til athugunar.
Olíumöl hefur nokkuð verið
reynd hérlendis og hafa menn ver
ið nokkuð mishrifnir af henni,
enda mála sannast að til of mik-
Framhald á 14. síðu
STÓR-
SKOT
Þegar átökin hörðnuðu í Viet
nam í byrjun mánaðarins, bitn
aði það m.a. á húsi bandaríska
sendiráðsins í Moskvu. 4. marz
urðu mikil átök fyrir utan
sendiráðið milli rússneskrar
lögreglu og stúdenta frá Asíu,
sem söfnuðust saman fyrir utan
húsið og unnu á því skemmdar-
verk. í bardaganum við lögregl-
una notuðu stúdentarnir snjó-
bolta og blekbyttur. Einnig
vörpuðu þeir blekbyttum í hús
ið sem virðast orðin vinsæl
skotfæri austur þar, eftir blek-
slettunum á húsinu að merkja.
Og hér á myndinni hefur einn
stúdentanna tekið upp teygju-
byssu sína, og sjálfsagt hefur
ein rúð'an orðið fyrir skotinu.
Stundum hefur verið talað um
skot, sem heyrzt hafa um alla
heimsbyggðina. Ekki vitum við,
hvað þetta skot hefur heyrzt
langt, en þeir heyrðu það að
minnsta kosti austur í Peking.
Sjá bls. 2.
INGOLFUR SAMÞYKKUR AD ABURÐAR-
VERKSMIÐJAN VERÐI RÍKISFYRIRTÆKI
TK-Reykjavík, fimmtudag.
Við 1. umræðu um frumvarp
Framsóknarmanna um að Áburð
arverksmiðjan h. f. í Gufunesi
verði gerð að hreinu ríkisfyrirtæki
og hlutabréf tekin eignarnámi,
lýsti Ingólfur Jónsson, landbúnað
arráðherra, því yfir, að hann
«aari bw sambvkkur eins og nú
væri komið inálum, að verksmiðj
an verði gerð að ríkisfyrirtæki.
Ágúst Þorvaldsson hafði í dag
framsögu í neðri deild fyrir frum
varpi, er hann flytur ásamt fleiri
þingmönnum Framsóknarflokks
ins um að Áburðarverksmiðjan h.
f. í Gufunesi verði gerð að ríkis
fyrirtæki. Frumvarp þetta fluttu
Framsóknarmenn einnig í fyrra
og er það flutt í samræmi við
ályktanir flokksþings Framsókn
arflokksins um málið. Fyrir
nokkrum dögum gerði Búnaðar-
þing einróma ályktun, þar sem
mælt v'ar með því að frumvarp
Framsóknarmanna yrði samþykkt
Ingólfur Jónss. lýsti því yfir við
umræðuna, að hann teldi nú svo
komið, að rétt væri að gera verk-
smiðjuna að ríkisfyrirtæki. Fyrir
dyrum stæðu breytingar og stækk
un verksmiðjunnar. Hlutafé fé-
lagsins væri 10 milljónir, en verð
mæti verksmiðjunnar nú um 350
milljónir og stækkun kynni -J
kosta 200 milljónir. Kvaðst ráð-
herrann telja óhjákvæmilegt að
auka hlutafé verksmiðjunnar, ef
í stækkun yrði ráðizt en taldi
vonlaust, ao hluthafar aðrir en
ríkið, félög og einstaklingar, sem
eiga 4 milljónir af hlutafénu,
hefðu fjármapn til að leggja fé
í stækkunina. Nánar er sagt frá
þessu máli á bls. 7.