Tíminn - 12.03.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.03.1965, Blaðsíða 13
FOSTTJDAGUR 12. marz 1965 TÍMINN 13 Stdrkostlegur lokaþáttur ensku bikarkeppninnar! Chelsea, Leeds, Manchester tltd. og Liverpool í undanárslitunmn Lokaþáttur ensku bikarkeppninnar er stórkostlegur, en inú eru þrjú efstu liðin í 1. deild, Chelsea, Manchester Utd. og Leeds, auk deild- armcistaranna í fyrra, Liverpool, komin í undanúrslit, og er óhætt að fullyrða, að aldrei fyrr í sögu ensku bikarkeppninnar hafi öll sterkustu lið Englands komizt undir sama hatt í u'ndanúrslitum. — Á miðVikudag, fóru fram leikirnir, sem frestað var í 6. um- ferð. Manchester Utd. sigraði Wolves 5;3 og Leeds sigraði Crystal Palace 3:0. Þá léku Liverpool og Leicester í annað sinn og sigraði Liverpotjl með 1:0. 53 þúsund áhorfendur sáu Úlf- ana leika á heimavelli gegn Manc hester Utd. og þeir bókstaflega stóðu á öndinni eftir fyrstu 15 mínúturnar, en þá hafði Mcllmoyle skorað tvívegis fyrir Úífana, án þess, að Manchester-leikmennirn- ir svöruðu fyrir sig. Og útlitið var allt annnað en glæsilegt fyrir Manch., því skömmu síðar varð Dennis Law að yfirgefa völlinn vegna meiðsla á höfði. En Law kom aftur inn á rétt fyrir hlé og skoraði með skalla eina mark liðsins í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik fór Manchester-vélin svo í gang. Herd jafíiaði fljótlega, 2:2, og Manch. náði forustu þegar Best skoraði viðstöðulaust úr horn- spyrnu. Crerand framvörður bætti fjórða markinu við, og Law því fimmta, en Knowles skoraði fyrir Úlfana undir lokin. Þeir Law og Charlton þóttu sýna frábæran leik. Leikur Crystal Palac og Leeds í London var mjög harður og þurfti dómarinn að áminna leik- menn — eins og alltaf, þegar Leeds á í hlut Peacock, fyrrum miðherji Englands, skoraði tvíveg is fyrst í síðari hálfleik og Storrie það þriðja. í hálfleik var staðan jöfn. Liverpool og Leicester mættust í annað sinn og nú á Anfield Road í Liverpool, en í fyrri leikn um í Leicester varð jafntefli, 0:0. Eftir heldur slaka frammistöðu í deildarkeppninni fékk Liverpool nú smáuppreisn með 1:0 sigri. Allan tímann var varnarleikur upp á teningunum. Eina mark Manch-leikmenn Bobby Charlton. leiksins skoraði Hunt eftir auka- spyrnu frá Yeats. Einn leikur fór fram í 1. deild og mættust Ohelsea og Tottenham. Chelsea átti aldrei í neinum vand- ræðum og sigraði 3:1. Ohelsea hef- ur nú hlotið 48 stig — þremur stig- um meira en Leeds, og fimm stig- um meira en Manchester Utd., en leikið einum leik fleira. 1. deild á Skotlandi: Nokkrir leikir fóru fram á Skot- landi: Airdrie—Celtir 0:6 Clyde—Rangers 0:3 Kilmarnock—Dundee Utd. 4:2 Hibernian—Motherwell 2:0 Morton—Hearts 2:3 St .Johnstone—Falkirk 2:2 Hearts hefur tekið forystu aftur, hefur nú 39 stig ,en Dunfermline, Hibernian og Kilmamock hafa 37 stig. Rangers er með 33 stig. Þess má geta, að Auld, nýlega keyptur frá Birmingham, en lék þar áður 1 með Celtic, skoraði 5 af mörkum Celtic gegn Airdrie, þar af 2 úr : vítaspyrnum. Eggert og Þórír Reykjavíkur- meistarar í tvímenningskeppni Sigurður Kristjánsson og Vilhjálmur Sigurðsson sigruðu í 1. flokki. Tvímenningskeppni Reykja víkurmótsins í bridge lauk á þriðjudagskvöld með sigri hinna kunnu bridgespilara Eggerts Benónýssonar og Þór- is Sigurðssonar frá Bridgefé- lagi Reykjavíkur, og er það annað árið í röð, sem þeir sigra í þessari keppni, en þeir eru einnig Reykjavíkurmeist- arar í sveitakeppni 1965. Þeir Eggert og Þórir náðu forystu Bikarglíma Skarphédins Bikarglíma Skarphéðins var háð á sunnudag í Selfossbói, og voru þátttakendur 8. Sigurður Grelpsson, Haukadal setti mótið með ræðu og minntist íslenzku glímunnar. Glímustjóri var Sigurður Greipsson, en yfirdómari Ólafur H. Óskarsson. Hæfnidómarar voru 6, enda bikarglíman hæfniglíma. Glímt var nú í 24. skipti um bikar, .sem glímumenn Glímufélagsins Ármanns gáfu. Mótið fór vel fram, og sýndu glímumenn fallegar glímur. í keppninni þegar eftir átta spil (en spiluð voru 108 spil í þremur lotum) og héldu henni alla keppnina með tveimur undantekningum, og sigruðu með nokkrum yfir- burðum. Spilað var í tveimur flokkum í tvímenningskeppninni, meistara- og 1. flokiki, — og sigurvegarar í 1. flokki urðu þeir feðgarnir Sig- urður Kristjánsson og Vilhjálmur Sigurðsson, sem hlutu mjög háa skor ,en spiluð voru sömu spil í báðum flokkum. Lokastað'an í meistaraflokki var þessi: 1. Eggert Benónýsson—Þórir Sigurðsson, BR, 1658. 2. Hilmar Guðmundsson—Jakob Bjarnason, BR, 1589. Reykjavíkurmeistararnlr. Þórir Sigurðsson (t. v.) og Eggert Benónýsson. Úrslit urðu þau, að Þórir Sig- urðsson, UMF Biskupstungna sigr- aði í 5 .skipti og hlaut 123 stig. Önnur úrslit urðu þessi: 2. Már Sigurðsson, ÚMF Biskups tungna, hlaut 108.6 stig. 3. Guðmundur Steindórsson, UMF Samihygð, 100.6 stig. 4. Steindór Steindórsson, UMF Samhygð, 98,9 stig. 5. Sveinn Á. Sigurðsson, UMF Samhygð 97.6 stig. 6 .Sigmundur Ámundason, UMF Vöku, 96.9 stig. 7. Sigmar Eiríksson, UMF Skeiðamanna, 92.3 stig . 8. Guðmtidur Helgason, Hvöt, 83.5 stig. UMF í hæfniglímu eru gefin stig og einkunnir fyrir byltur, brögð varn ir, kraft og framkomu, og er að því leyti fábrugðin almennum glímum. kappglímum, þar sem bylta ein ræður úrslitum. Glímumenn allir sýndu skemmti- leg tilþrif og glímdu vel alla jafna. Lofar þetta góðu um þátttöku Skarphéðinsmanna í Landsflokka- glímunni í vor. Hörður Gunnarsson Aðalfund- ur K.D.R. Aðalfundur Knattspyrnudómara félags Reykjavíkur var haldinn nýlega. Skýrslu stjórnar las Grét ar Norðfiörð, formaður, og bar hún með sér, að vel hefur verið unnið á s. 1. starfsárl. í stjórn fyrir næsta starfsár , voru kosnir þessir dómarar: Grét- ! ar Norðfjörð, formaður, Sveinn ! Kristjánsson, Eysteinn Guðmunds son, Bjarni Pálmason, Björn Karls | son, Bergþór Úlfarsson og Gunn | ar Aðalsteinsson. í varastjórn e'iga I sæti þeir Magnús Pétursson og ' Baldur Þórðarson. 3. Benedikt Jóhannsson—Jóhann Jónsson, BR, 1567. 4. Ásmundur Pálsson—Hjalti Elíasson, BR, 1557. 5. Lárus Karlsson—Stefán Guð- johnsen ,BR, 1543. 6. Jón Ásbjörnsson—Runölfur Sigurðsson, BBD, 1540. í 1 .flokki urðu þessir efstir en þar spiluðu 28 pör eins og í meíst- araflokknum. 1. Sigurður Kristjánsson—Vilhj. Sigurðsson, BR, 1733. 2. Reimar Sigurðsson—Ólafur Kjartansson, TBK, 1554. 3. Rannveig Þorsteinsdóttir—Sig urbjörg Ásbjörnsdóttir, BK, 1517. 4. Birgir Bogason—Jón Hjalta- son, BR, 1512. 5. Ingólfur Ólafsson—Jón Odds- son, BBD, 1501. 6. Jón Þorleifsson—Stefán Stef- i ánsson, BBD, 1498. | Um keppnina í heild sá | Bridgedeild Reykjavíkur, en keppn l isstjórar voru Torfi Ásgeirsson og Guðm. Kr. Sigurðsson. Sigurvegararnir í 1. flokki, Sigurður Kristjánsson (t. v.) og Vilhjálmur Sigurðsson. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.