Tíminn - 12.03.1965, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 12. marz 1965
TÍMINN
ljós. Vörðurinn kom með fötu til okkar fulla af heitri mjólk
og svolítið af kexi. Þegar hann var að fara, kastaði hann
til okkar sígarettupakka, og kom svo með öskubakka og
eldspýtur. Þessar sígarettur verkuðu eins og eitthvert kynja
lyf á okkur.
Við virtumst vera á leið upp breiða á, þvi beggja vegna
sást til lands, og vatnið var óhreint. Þetta hlaut að vera á
Suður-Borneo. Það reyndist vera Bandermasin. Skömmu
seinna sáum við skip liggja við ankeri í nokkurri fjarlægð,
og eftir hálftíma vorum við komnir svo nálægt, að við gát-
um greint þau. Þarna voru tvö stór beitiskip með hallandi
reykháfa og kinnunga af Asigara-gerðinni að koma út, annað
þeirra var flaggskip. Þetta voru greinilega skipin tvö, sem
við höfðum átt í orystu við og höfðu síðan sökkt okkur.
Þau voru glæsileg á að sjá þennan bjarta morgun, þarna
sem þau stefndu til sjávar.
Nokkur tankskip lágu þarna einnig við ankeri, og verið
var að dæla olíu úr þeim, í tundurspillana. Við renndum
okkur upp að hliðinni á 10.000 tonna olíuskipi. Það var
skemmtilegt að fylgjast með því, hve vel skipstjóranum fórst
stjórn skipsins úr hendi. Það var eins og hann væri með
kattliðugan apa, sem mjakaði sér hægt og hægt að hlið olíu-
flutningaskipsins. Og sjóliðarnir köstuðu línunum ekki síð-
ur af mikilli leikni. Þeir sveifluðu þeim yfir höfðum sér
eins og slöngvivað og sveigðust sjálfir til og beygðust.
Um leið og búið var að festa tundurspillinn, vorum við
fluttir yfir á olíuskipið, og reknir saman í hnapp á ofurlitl-
um bletti. Japanirnir á tankskipinu voru ekki tiltakanlega
þægilegir í viðmóti, þeir hrintu mönnum til, og venjulega
voru þeir fremur hrokafullir. Hitinn var nú orðinn mjög
mikill, þar sem blæjalogn var á, og þegar sólin hafði skinið
nógu lengi á þilfarið, og hitað jámið, var næstum óbærilegt
fyrir skólausa menn, eins og okkur, að standa á því.
Sjaldan hafði jafn marglitur hópur manna' sézt samar
kominn á einum stað — sumir voru í fatalörfum, aðrir á
stuttbuxum einum saman, enn aðrir voru í samfestingum
og að lokum voru nokkrir á nærklæðunum. Flestir voru eða
höfðu verið gegndrepa í olíu. Eiiginn hafði rakað sig í tvo
daga, og allir voru höfuðfatslausir að undanteknum liðsfor-
ingja úr landgöngusveitinni, sem enn var með húfupottlok-
. jd
ið sitt á höfðinu, og var eins uppdubbaður og framast
mátti verða.
Nokkrir mannanna voru illa meiddir. Stoker Daly var
mjög hætt kominn, því hann hafði brennzt illa í andliti í
gufu. Það hlýtur að hafa verið hræðilegt að fá saltan sjó-
inn í brunasárin. Skinnið flagnaði af í löngum ræmum, ef
komið var við það. Einhver hafði borið feiti á andlit hans, og
síðan lagt yfir það vasaklút. Nú var þetta allt orðið fast
niður í sárinu, og aðeins lítið op eftir fyrir munninn. Hann
stundi og bað án afláts um vatn.
Eftir samtal, sem gekk heldur stirðlega, við yfirmann á
olíuskipinu, fengum við leyfi til að koma hinum særðu fyrir
í gangi, sem lá frá þilfarinu og í gegnum brúaryfirbygging-
una, til þess að þeir væru ekki í mesta sólarhitanum. En við
urðum að fá vatn. Þessir menn myndu allir deyja, sérstak-
lega vorum við þó hræddir um líf Daly, ef við fengjum ekki
vatn handa þeim. Allir þjáðumst við mikið af þorsta. Við vor-
um búnir að læra ppanska orðið yfir vatn — mezu. Við
fórum og báðum um það, en allt, sem við fengum, var —
Nai, eða eitthvað því um líkt, það þýddi greinilega — nei.
Nokkru seinna kom einn þeirra með dálítið vatn í fötu,
og við gáfum þeim veikustu að drekka fyrst. Daly leið miklu
betur strax á eftir og var rólegur og næst því að vera með-
vitundarlaus í nokkurn tíma. Svo gáfum við öllum einn
eða tvo munnsopa af því, sem eftir var. Sjóliðunum tókst að
komast yfir svolítið meira, og við höfðum fengið nægilega
mikið til þess að hafa viðþol, það sem eftir var dagsins.
Enginn okkar var hungraður að ráði.
Daly fór aftur að versna um miðjan dag. Ég hélt hann
væri að deyja, svo ég sneri mér að einum japanska liðsfor-
ingjanum, sem talaði svolítið í ensku, og spurði, hvort lækn
irinn á tundurspillinu gæti ekki komið yfir um. Hann sagð-
ist skyldi spyrja að því, og svo kom læknirinn, en gerði
ekki mikið. Ég held hann hafi ekki verið viss um, hvað gera
skyldi, og því talið ráðlegast að gera ekki neitt. Ég var orð-
inn alveg viss um, að Daly myndi deyja þá um nóttina.
Mikill hiti var í ganginum og alveg loftlaust, og hann lá á
beru stálþilfarinu.
Japanirnir settu upp smáhlíf fyrir sólina úti á þilfarinu,
þar sem hinir mennirnir voru, og allir reyndu að þjappa
sér saman undir henni. Fram til þessa hafði lífið verið held-
ur óglæsilegt. Og við voru ekki mjög kampakátir. Sólin
varpaði brennandi geislum sínum niður á okkur, og þorsti
og þteyta lögðust þungt á mannskap(nn. Samt björguðu
vatnssopinn, sem við fengum og sólhlífin okkur, og við sett-
umst niður og biðum þess, sem verða vildi, þótt útlitið væri
ekki gott. Við vorum að minnsta kosti átta til tíu kílómetra
undan landi. Þar virtist hitinn sízt minni, og landslagið var
ekki upplífgandi. Flótti kom ekki til mála.
Um klukkan tvö eftir hádegi kom liðsforingi af tundur- W
9
ar Esmond Torrington gengur í
hljómleikasal rís fólk upp og fagn
ar honum.
— Ég sagði hálf feimnislega:
— Kannski hafðið þér áhuga á
að heyra hver eru einkunnarorð
okkar í skólanum: Ég er, ég verð,
ég get, ég vil.
Hann deplaði augunum. Þetta
er ekki svo lítið. Og hver getur
lifað eftir þessu? En segið mér
meira um kennsluaðferðir yðar . .
ég ætla að hlusta og læra.
— Ó, ég gæti ekki kennt yður
neitt, sagði ég og roðnaði.
— Kæra ungfrú Bray, við lær-
um þangað til við deyjum, sagði
hann. — Ég hef oft verið að
hugsa um að setjast aftur á skóla-
bekk- Foreldrar mínir dóu þegar
ég var barn að aldri og systir mín,
Monica — sem ég stend í mikilli
þakkarskuld við — gaf mér heim-
ili. Hann hélt áfram að tala um
systur sína og ég sat hreyfingar-
laus og hlustaði. Ég var mjög
stolt yfir því, að hann skyldi trúa
mér fyrir þessu öllu og ég skildi
nú, hvers vegna honum þótti
jafn vænt um systur sína og raun
bar vitni. Það var bersýnilegt, að
einu sinni hafði henni þótt mjög
vænt um bróður sinn. Það var
ekki fyrr en hann var fullorðinn
og fór að heiman að hún gifti
sig. Og síðan hafði hún tiltölulega
ung fengið ólæknandi liðagigt. En
síðan sneri hann talinu frá sjálf-
um sér og fór aftur að tala um
kennslu barnanna.
Hann var mjög áhugasamur, þeg
ar ég nefndi tónlistarkennslu Con
rads og ég sagði honum, að við
lékum grammafónplötur fyrir
börnin til að þroska tónlistar-
smekk þeirra á þann hátt
—Mjög skynsamlegt, sagði
hann. — Þér verðið að koma með
börnin inn til mín og ég skal
velja plötur — að minnsta kosti
þegar ég er heima.
Og þá hef ég' eitthva að
hlakka til, hugsaði ég n íer.
— Ungfrú Bray, byrjaói uann,
svo leit hann á mig. — Hvað heit-
'ir eiginlegá ungfrú Bray?
Þegar ég sagði honum það, tók
hann sígarettuna úr munninum
og virtist hissa.
— Shelley. Það er sjaldgæft.
— Já, allir segja það.
— Hvernig stóð á því, að þér
fenguð þetta nafn?
— Mamma mín var mikill að-
dáandi kvæða Shelleys, sagði ég.
— Hún var kennslukona við skóla
uppi í sveit, faðir minn var ungur
læknir í sama þorpi, Dymcross í
Sussex.
— Dymcross, þar er ég vel
kunnugur, hrópaði Esmond upp.
— En einkennilegt. Konan mín og
ég . . .
Hann þagnaði. Aftur lagðist
gríman yfir andlit hans eins og
alltaf þegar hann nefndi nafn
hinnar látnu konu sinnar.
Hann sagði ekki meira um sjálf-
an sig, en bað miá að segja sér
eitthvað um mig.
Ég sagði honum frá foreldrum
mínum, sem bæði höfðu misst
heilsuna á bezta aldri og dáið
með nokkurra ára millibili og
bróðir minn og ég hefðum stofn-
að heimili saman.
— Sorglegt að heyra, sagði Es-
mond samúðarfullur. — Én hvað
gerir bróðir yðar núna?
Ég sagði að Robin væri í her-
þjónustu og ég sagði líka, að okk-
ur þætti mjög vænt hvoru um
annað.
— Ég er feginn að heyra, að
þér eigið þó einhvern nákominn
ættingja, sagði Esmond vingjarn-
lega. — Þér verið endilega að
bjóða bróður yðar hingað. þegar
hann fær leyfi.
Þetta var of mikið. Þótt ég
hefði aðeins dvalið hér nokkra
klukkutíma var ég viss um að slíkt
væri ekki að skapi lafði Warr. Ég
stamaði.
— Ó, það get eg ekki . mér
mundi ekki dett það í hug ■ . .
það er mjög vingjarnlegt af yður
. . . en þér þekkið mig hér um
bil ekkert . . kannski rekið þér
mig áður en vikan er liðin
— Það finnst mér ótrúlegt,
sagði hann og hlo Svo reis hann
á fætur og kallaði á börnin.
— Komið þið, krakkar. Við verð-
um að fará heim. Systir mín er
mjög nákvæm í slíku, sagði hann
við mig.
Og hún var það. Hún sat og
beið eftir okkuri hjólastólnum
úti á veröndinni. Sir Austen stóð
eins og á verði fyrir aftan stól-
inn og ég sá í anda hvernig hún
hafði á nokkurra mínútna fresti
spurt hann, hvað klukkan væri.
________________________________n
4. kapituli.
Hádegisverðurinn var snæddur
í sérstaklega fögru herbergi, sem
allir nefndu salle á manger. Það
var langt herbergi með fjórum
frönskum gluggum út að verönd-
inni, en þar borðaði fjölskyldan
oft á góðviðrisdögum. Garðurinn
fyrir utan var ótrúlega fallegur
með litskrúðugum blómum og há-
um trjám og nokkrum styttum.
Mér fannst ég komin í annan heim
og varð að klípa mig í handlegg-
inn til að fullvissa mig um að
þetta væri ekki draumur.
Hr Torrington sat við enda
borðsins. En enginn var við hinn
endann, þar stóð ekki einu sinni
stóll. Enginn fékk að taka sæti
fyrrverandi húsmóður. Lafði Warr
sat Esmond á hægri hönd, en sir
Austin á vinstri. Síðan komu börn
in og ég fjær.
Ég hafði í flýti haft fataskipti
og greitt mér. Mig sveið í andlit-
ið eftir sterkt sólskinið og mér
leið éins og feiminni skólastúlku
innan um þetta glæsilega, heims-
borgaralega fólk.
Eg reyndi að láta sem minnst
á mér bera og talaði aðeins við
Conrad og Kate. Lafðin sagði ekki
eitt einasta orð við mig, en ég
fann augnaráð hennar stundum
hvíla á mér, eins og hún byggirt
við að ég gerði eða segði eitthvað
óviðeigandi.
Þegar máltíðinni var lokið var
borið fram kaffi, en ég beið ekki
eftir því. Mér fannst bezt við hæfi
að ég færi með börnin.
Ég sá að Kate reyndi að laum-
ast út úr herberginu áður en
frænka hennar talaði til hennar,
en lafði Warr sneri snöggt stóln--
um sínum og ók hratt að Kate,
sem stóð sem stirðnuð og tottaði
á sér fingurinn.
— Kate, taktu fingurinn út úr
þér eins og skot — þú ert ekkert
smábarn lengur, skipaði lafði
Warr.
Kate stóð enn með fingurinn
upp í sér.
— Kate, heyrir þú ekki, hvað
ég segi? Þú ert alltof gömul til
að totta % þér fingurinn.
Barnið stóð kyrrt og saug óstyrk
á sér fingurinn. Og hún leit biðj-
andi á mig. f þriðja skipti skipaði
frænka hennar: — Taktu fing-
urinn út úr þér strax, Kate.
Esmond Torrington fylgdist
ekki með þessu. Hann var í djúp-
um samræðum við mág sinn úti
á veröndinni. Lafði Warr herpti
saman munninn.
— Þessi óþekkt verður að taka
enda, Kate. Þú ert aiveg ómögu-
legur krakki. Ég krefst þess, að
þú gerir það, sem ég segi, ann-
ars ferðu í rúmið og verður þar
sem eftir er dagsins.
Niðri við ströndina hafði ég
lofað börnunum að ég skyldi lesa
fyrir þau eftir máltíðina og síðan
ætluðu þau að sýna mér dýragarð-
inn, sem Rainer prins hafði stofn-
að ýyrir nokkrum árum.
Ég skildi hve vonbrigði Kate
yrðu sár, ef hún yrði send í rúm-
ið og ég var bálvond út í konuna,
sem gerði þvílíkan gauragang út
af saklausum óvana. En auðvitað
var það bara tylliástæða hjá lafði
Warr til að hella sér yfir bamið.
Hún þoldi bókstaflega ekki
óþekkt. Ég beygði mig yfir Kate.
—Taktu fingurinn út úr munn-
inum. vina mín, byrjaði ég.
Lafði Warr hvæsti aS mér.
— Ég bað ekki um hjálp yðar,
ungfrú Bray.
Eg hafði ákafan hjartsslátt, þeg
ar ég rétti mig upp.
Afsakið. lafði Warr, sagði ég
án þess að blikna. — Ég hélt að
ég væri ráðin sem bamfóstra þess
ara tveggja barna.
Hún lokað: augunum augnablik.
— Það er rétt. En þetta er milli
okkar Kate. Eins og þér hafið séð
fyrr í dag er hún mjög óþekk og
ókurteis við mig. Ef hún tekur
ekki fingurinn út úr sér, þegai