Tíminn - 12.03.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.03.1965, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 12. man 1965 TÍMLNN 3 í SPEGLITIMANS Rúllan á myndinni hér að of- an var notuð til þess að flytja flóttamenn frá Austur-Berlín til Vestur-Berlínar. Það var 27 ára gamall maður, Dieter, í Vestur- Belín, sem fékk hugmyndina, og ætlaði hann að koma kærust unni sinni á þennan hátt yfir borgarmörkin. Hann fékk því þessa rúllu með háspcnnuþræði á — í rauninni stal hann henni hjá rafmagnsveitu borgarinnar. Síða bjuggu þeir til lítið „her- bergi“ inni í rúllunni þó það stórt ,að fjórir menn gátu kom- izt þar fyrir. Tók þetta verk um 60 klúkkustundir . Einn félaga hans vann hjá vöruflutingafyrirtæki, og ók meðal annars oft á milli borgar- hlutanna. Hann kom rúllunni inn í A-Berlín, þar sem flótta- mennirnir, meðal þeirra unn- usta Dieter, földu sig inpi í henni. Hann útvegaði sér síð- an nauðsynleg skjöl, og ók rúll unni aftur til V-Berlínar, án þess nokkrun grunaði neitt. En fyrir Dieter varð öll hans mikla vinna til lítils .Þegar unn- usta hans, Vera, kom til V-Ber- línar, kom í ljós, að hún átti von á barni með einum vini sínum fyrir austan. Og þremur dögum síðar fór hún af frjáls- um vilja til baka. ★ Hin fræga klukka Monte Cassino-klaustursins er komin til skila. Hún hvarf sporlaust í síðari heimsstyrjöld, en fannst nú nýlega í franska bænum Strassbourg, og var hún afhent ítölskum yfirvöldum. Klukka þessi, sem er úr bronzi, var steypt árið 1630. Monte Cassino- klaustrið var jafnað við jörðu í stríðinu ,en hefur nú verið byggt upp að nýju. ★ Kenning Darwins um aðlög- unarhæfni dýranna hefur feng- ið rækilega staðfestingu í Moskvu. f dýragarðinum þar dvelja nokkrir apar frá Afríku sem að sjálfsögðu eru mjög ó- vanir þeim miklu kuldum, sem þar eru að vetrarlagi. En nú hefur hár apanna vaxið mjög, og hafa þeir þannig fengið góða vörn gegn kuldanum. Aft- ur á móti áttu vísindamennimir í miklum erfiðleikum með hala apanna, því að ísinn festist allt af á þá. En þeir dóu ekki ráða lausir, heldur skáru halana af. Mun það nokkur nýjung að sjá halalausa apa í dýragarði, # Hvað gerist f heila manns- ins, þegar hann skiptir skyndi- lega um skap? Nils-Áke Hillarp prófessor við Karólinsku stofn unina í Stokkhólmi, segir að bráðlega verði hægt að sjá í smásjá, hvað gerist í heila- frumum mannsins ,þegar hann skiptir um skap. Verði því bráð lega hægt að rannsaka sál- ræna sjúkdóma í smásjánni, og jafnvel venjulega geðvonzku! Próf. Hillarp er yfirmaður sér- stakrar rannsóknadeildar, sem vinnur að slíkum rannsóknum. ★ Johnny Hallyday, vinsælasta stjarnan í Frakklandi um þess- ar mundir, gegnir nú herskyldu þar í landi. Og þegar hann hefur lokið henni, fær hann enn á ný nóg að gera. Meðal þeirra tilboða, sem hann hefur fengið ,er að leika James Dean í kvikmynd, sem Bandaríkja- menn ætla að gera um líf þessa dáða kvikmyndaleikara, sem enn þann dag í dag, 10 ár- um eftir dauða sinn, er tilbeð- inn af þúsundum kvenna víða um heirn. ★ Brezki kvikmyndaleikstjórinn Anthony Mann hefur í huga að gera kvikmynd um lestarránið mikla í Bretlandi 1963, en þar tókst ránsmönnum að stela um 300 milljónum íslenzkra króna og hefur einungis lítill hluti peninganna fundizt, þótt 12 menn hafi verið dæmdir fyrir ránið . Mann er nýkominn til Lond on frá Noregi, en þar vann hann að kvikmyndini „The Her- oes of Telemark”, sem fjallar um skemmdarverk, sem unnið var á Rjukan í síðari heimsstyrj öld. Mann mun að öllum líkind- um byggja kvikmyndina á bók- inni „The Robbers’ Tales” eftir blaðamanninn Peta Fordham, sem fullyrðir, að bók hennar sé byggð á upplýsingum, sem hún hafi fengið hjá glæpamönnun- um sjálfum. ♦ Þá hefur Spánn fengið sína Sophíu Loren, en hún er að vísu ungbarn ennþá. Loren-fjöl- skyldan í litlum bæ rétt hjá Zaragossa ákvað að hin ný- fædda dóttir skyldi heita Sophia til heiðurs hinni ítölsku kvikmyndastjörnu. Hér á mynd inni sést Sophia litla í örmum systur sinnar, Maríu,en faðir- inn stendur við hlið hennar. ★ Mafían — sterkasta glæpa- hreyfing Bandaríkjanna — leitar nú að nýjum leiðtogum í New York »g Chicago. Leið- togi Cosa Nostra-deildarinnar í New York, Vito Genevese, var dæmdur í 15 ára fangelsi 1960, og í síðustu viku var beiðni hans um náðun vísað frá. Hann verður því að sitja í fangelsi þessi 15 ár. Og leiðtogasætið er því laust. Svipað ástand er innan Cosa Nostra-deildarinnar i Chicago en toppmaðurinn þar, Salva- tore Gianca hefur verið svo mjög umræddur í blöðum vestra að undanförnu, að hann hefur engan vinnufrið. Gianca mun því taka sér frí. Og bæði í Chicago og New York er nú barizt um toppsætin í glæpa- hreyfingunni. Mafían er sterkasta glæpa- hreyfingin í Bandaríkjunum. Innan hennar eru fjölmargar svonefndar Cosa Nostra-fjöl- skyldur, — en virkir „félags- menn” eru um 2000 í New York Þar í borg selur Mafian eitur- lyf til 30—40 eiturlyfjasjúk- linga, og þessir eiturlyfjaneyt- endur stela áriega verðmætum fyrir um 21 milljarð ísl. kr. árlega til þess að geta keypt eiturlyfin. f Chicago hefur Cosa Nostra-deildin árstekjur, sem nema rúmlega 90 milljörð um ísl. króna. • Jacqucs Demy fékk hin eft- irsóttu „Prix Louis Delluc” ár ið 1964 fyrir kvikmyndina „Stúlkai með regnhlífarnar” I ár er það kvikmyndin „Le Bonheur”, sem hlaut þennan mikla heiður ,og Demy er síður en svo óánægður með það .Það er nefnilega konan hans, Agnes Varda, sem gerði þá kvikmynd. ★ ★ 15 drengir og stúlkur frá Svíþjóð fórust nýlega i Austurríki, þegar snjóflóð féll á langferðabifreið, sem þau voru í. Myndin hér að ofan var tekin í Bromma, en þangað voru lík unglinganna flutt frá 4usturríki. TIL SÖLU 2ja og 3ja herb. íbúðir viðs- vegar í oorginni. 4ra herb. íbúð í góðum kjallara við Hrísateig. íbúðin er rúml 100 fm. íbúðin er ný stand sett og laus til íbúðar 4ra herb. íbuðir við Langholts veg, Ljósheima, Kleppsveg Silfurteig, Sörlaskjól, Kirkju teig. 6 herb. íbúðir við Rauðalæk og Bugðulæk Bílskúr og bíl skúrsréttur. Tveggja íbúða hús við Njáls- götu. Einbýlishús við Laugaveg. 4ra herb. íbúð, fokheld, á jarð hæð, við Þmghólsbraut, Kópavogi. Hæð í tvíbýlishúsi, 126 fm, við Hraunbraut. Kópavogi, Bíl- skúr, þvottahús, herb. og geymslur á jarðhæð. Ein- angrunarefni og efni í milli- veggi fylgir. 2 hæðLr, fokheldar við Þing- hólsbraut. Hvor hæð 135 fm. Bílskúrsréttur. 2 hæðir, önnur fokheld, hin lengra komin, við Nýbýla- veg. 5 hetb. íb., sér þvotta- hús og auka snyrtih.b. á for- stofum. Bílskúrar á jarðhæð. 1000 fm. lóð. rvíbýlishús, 140 fm, fokhelt, við Nýbýlaveg. Sér þvotta- hús. Bílskúrar, geymslur og 4 herb. á jarðhæð. Einbýlishús, um 165 fm. grunn- fl. tilbúin undir tréverk, við Hjallabrekku og Holtagerði í Kópavogi. A hæðum 3 svefnherb., bað stofur og eldhús. í kjallara 2 herb. þvottahús, geymslur og kynd ing. Bílskúrsréttur. Einbýlishús, fokheld, um 200 fm og 38 fm bílskúr og geymslur, við Hlégerði. Allt á einni hæð. Mjög vönduð bygging. Einbýlishús, fokhelt, við Holta gerði, Kóp. stærð 188 fm. Einbýlishús, verður fokhelt í vor, 155 fm. við Mánabraut, Kóp. Bílskúr um 30 fm. Allt á einni hæð. E'inbýlishús við Fögrubrekku- Kóp. tilbúið undir tréverk. Á hæðintii 5 herb. íbúð. Á jarðhæð, 75 fm, er bílskúr, þvottaherb geymslur og kynding. Einbýlishús við Digranesveg, Kóp. Á hæðinni 2 stofur, eld hús, baðherb.. og þvottahús. í risi 5 herb. Einbýlishús við Víghólastíg Kópav. rúml. 108 fm. hæð, 4 herb, eldhús og baðherb. f kjallara herbergi, geymslur og kynding. 70 ferm. bílskúr. Stór og velhirt lóð. Keðjuhús, folcheld, 5 herb. í- bú% og Dílskúr og herb. á jarðhæð. Hitaveita. Byrjunarframkvæmdir fyrir keðjuhúsi Sigvaldahverfi, Kópavogi. Mótatimbur og gluggar í húsið geta fylgt. Fasteignasalan HÚS & EIGNIR Bankastræti 6 Símar 16637 og 40863 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.