Tíminn - 12.03.1965, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 12. marz 1965
TÍMINN
FIMMTUDAG, 11. MARZ.
NTB-Bonn. — Talsmaður vest-
ur þýzku stj.innar neitað að
segja neitt um þá hótun Nasser
Egyptalandsforseta að viður-
kenna Austur-Þýzkaland, ef
Bonn-stjórnin tæki upp stjórn-
málasamband við ísrael. Kvað
talsmaðurinn ríkisstjórnina
bíða eftir niðurstöðum utan-
rívýcráðherrafundar Arabaríkj
anna, sem haldinn verður á
sunnudaginn.
NTB-París. — Sovétríkin og
Frakkland eru sammála um, að
vinna að því, að Genf-ráðstefn-
sn um Indó-Kína verði kölluð
caman að nýju til þess að
reyna að finna lausn á Viet-
nam-deilunni, að því er til-
kynnt var í París í dag.
NTB-Montgomery. — Sambands
dómari í höfuðborg Alabama-
ríkis, Montgomery, vísaði í dag.
á bug kröfu lögreglustjórans í
Sel.ma, James Clark, um að
friðarverðlaunahafinn Martin
I/utiher King skyldi ákærður
fyrir að hafa sýnt réttinum fyr-
irlitningu með því að fara í
mótmælagöngu í Selma.
NTB-Stokkh. — Sænski íhalds-
flokkurinn leitar nú að nýjum
flokksformanni. Gunnar Heck-
scher ,sem hefur verið formað-
ur síðan 1961, ákvað í dag, að
hann myndi segja af sér 1.
júní. Segir hann ástæðuna vera
að honum hafi ekki tckizt að
koma á fót samstarfi borgara-
flokkanna, en talið er þó, að
hin raunverulega ástæða sé
hið mikla tap flokksins í síð-
ustu þingkosningum, sem voru
haldnar í september s.l.
NTB-Saigon. — Sex bandarísk-
ar sprengjuþotur gerðu í dag
árás á Viet Cong-hermenn í
Binh Dinh-héraðinu um 480
km. norðaustur af Saigon. Sam-
tímis gerðu 15 þotur af sömu
gerð, Canberra, sprengjuárás
á vopnageymslur og herbæki
stöðvar Viet Cong meðfram
strönd Phu Yen-héraðsins um
450 km. fyrir norðaustan Sai-
gon.
NTB-Stokkhólmi. — Erlendir
gestir, sem vérða viðstaddir
útför Louisu Svíadrottningar
á laugardagsmorguninn,
streyma nú til Stokkhólms, en
flestir þeirra koma þó á föstu-
daginn. Meðal þeirra, sem þeg-
ar eru komnir, eru Ásgeir
Ásgeirsson, forseti íslands,
Bruno kardináli, sendimaður
Páls páfa, prins Johan Georg
af Hohenzollern og Birgitta
prinsessa og maður hennar.
NTB-London — Forsætisráð-
herrar samveldislandanna hitt
ast í London 17.—25. marz n.k.
að því er tilkynnt var f Lond
on í dag. Verður það fyrsti
fundur forsætisráðherra þess-
ara landa, sem Harold Wilson
• forsætisráðherra Breta ,'stjórn-
ar Wilson hefur þegar rætt við
um helming forsætisráðherr-
anna síðan hann varð forsætis-
ráðherra s.l. haust.
Stjérn kfnverska alþýSulýðveldisins setur Sovétstjórninni úrslitakosti:
„BIÐJIZT AFSÖKUNAR - EÐA VIÐ
KÖILUM STÚDENTA OKKAR HEIM
NTB-Moskvu, fimmtudag.
Sovézka ríkisstjórnin vísaði á
bug mótmælaorðsendingu Kín-
verja þar sem sagt var, að sovézk
lögregla hefði notað hrottalegar
aðferðir við að dreifa erlendu
stúdentunum, sem fóru í mót-
mælagöngu til bandaríska sendi-
ráðsins í Moskvu í síðustu viku.
VILJA LATA
BANNA KLÁM-
SAGNASAFNIÐ
NTB-Stokkhólmi, fimmtudag.
Smásagnasafn, sem höfundamir
segja, að sé tilraun til þess að
bjóða Svíum góðar klámbókmennt
ir, sem hafi bókmenntalegt gildi,
var í dag kærð til dómsmálaráð-
herrans. Prófessor einn og
menntaskólakennari skoraðu á
ráðherrann að láta banna bókina,
gera hana upiptæka og höfða mál
gegn höfundunum.
Það er rithöfundurinn Bengt
Anderberg, sem átti upphafið að
bókinni, en 12 rithöfundar skrifa
í hana. Er hún i tveim bindum
og heitir Ást I og Ást II. Segir
Anderberg. að óhæft sé, að menn
fullnægi þörf sinni fyrir klám-
bókmenntir með því að lesa þriðja
flokks rit.
Á 2. hundrað ís-
lenzkir læknar
erlendis!
TK-Reykjavík, mánudag.
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála
ráðherra, upplýsti það í umræð-
um um læknamálin á Alþingi í
dag, að á 2. hundrað íslenzkir
læknar eru nú erlendis. 80 is-
lenzkir íæknar séu nú við störf
eða nám erlendis, flestir í Svíþjóð
og að auki 70 læknakandidatar
við nám eða bráðabirgðastörf er-
lendis og hérlendis eða samtals
um 150 íslenzkii' iæknar og lækna
kandidatar, sem ekki eru við
læknisþjónustu hér á iandi. 10--
15 læknar útskrifuðust úr lækna-
deild Háskóla íslands árlega og
læknaskorturinn stafaði ekki af
því að ekki væru nægjanlega marg
ir íslenzkir læknar fyrir hendi.
Jafnframt segja áreiðanlegar
heimiIíMr að kínverska ríkis-
stjórnin muni kalla heim alla kín
verska stúdenta í Sovétríkjunum
ef Sovétstjórnin biðjist ekki af-
sökunar á framíerði lögreglunn-
ar.
Talsmaður Sovétstjórnarinn-
ar sagði, að Gromyko utanríkis-
ráðherra hefði vísað mótmælaorð-
sendingunni á bug um leið og
kínverski sendiherrann afhenti
hana í síðustu viku. Fréttaritarar
í Moskvu telja, að kínverska rík-
isstjómin muni kalla heim alla
kínverska stúdenta í Sovétríkjun-
um, ef Sovétstjórnin biðjist ekki
afsökunar á framferði lögreglunn
ar.
í orðsendingu kínversku stjórn-
arinnar segir einnig, að sjúkra-
hús eitt í Moskvu hafi visað kin-
verskum stúdent, sem kom þang-
að til þess að láta gera að sárum
sínum, á brott. Er þess krafizt,
að Sovétstjórnin viðurkenni mis-
tök sín, biðji stúdentana, sem tóku
þátt í mótmælaaðgerðunum, afsök
unar og hegni mjög stranglega
þeim lögreglumönnum, sem voru
hrottafengnir við stúdentana.
Talsmaður Sovétstjórnarinnar
sagði, að kínverska stjórnin hefði
ekki beðið um skriflegt svar við
Myndir af ís-
lenzkum skipum
MB-Reykjavík.
Sólarfilma ,sem um árabil hef-
ur gefið út litskuggamyndir, eink
um til landkynningar og fyr-ir er-
lenda ferðamenn, hefur nú hafið
útgáfu á myndum af íslcnzkum
skipum. Eru myndir þessar prent
aðar á mjög góðan pappír og eink
um ætlaðar drengjum á öllum
aldri, sem áhuga hafa á skipum.
Eru í þessari útgáfu myndir af
mörgum fengsælustu skipum okk-
ar og aftan á hverja mynd prent-
aðar upplýsingar um skipin, stærð
þeirra, vélarafl og gerð, licima-
höfn og smíðaár. Mynddrnar eru
seldar í 6 mynda samstæðum sem
kosta 10 krónur.
Þá er Sólarfilma einnig um
þessar myndir að auka útgáfuna
á litskuggamyndunum, m.a.
með nýrri sex mynda samstæðu
frá Vatnajökli og hefur dr. Sig-
urður Þórarinsson skrifað áfeýr-
ingartexta með myndunum, en
hann hefur einnig skrifað skýr-
ingartexta með eldfjalla-mynda-
samstæðum þeim sem Sólarfilma
hefur gefið út, en þær eru frá
Heklu, Öskju og Surtsey. Þá eru
einnig að koma á markaðinn 12
nýjar Surtseyjarmyndir og mynda
samstæður til kynningar á íslenzk
um landbúnaði og myndir af veið
um íslenzkra togara. Meðal þeirra
eru myndir af baráttu íslenzkra
togarasjómanna við ísingu og fár-
viðri á Nýfundnalandsmiðum' árið
1959. Þá er fyrirtækið einnig að
hefja útgáfu skuggamynda af lista
verkum Ásmundar Sveinssonar og
Ásgríms Jónssonar og munu þær
myndir varða á markaðnum í sum
ar. Hefur Sólarfilma nú á mark-
aðnum um oOO mismundandi lit-
skuggamyndir af landi og þjóð.
Allar eru myndir þessar falleg-
ar og má óhikað telja mikinn feng
að þeim og hafa forráðamenn fyr-
irtækisins unnið ágætt landkynn
ingarstarf með þessari útgáfu.
//
orðsendingunni, og að Gromyko
hefði vísað henni á bug munn-
lega. Talið er, að rúmlega 200
kínverskir stúdentar séu í
Moskvu.
Kartöflum stolið
KJ—Reykjavík, fimmtudag.
Tilkynnt hefur verið til rann-
sóknarlögreglunnar að stolið hafi
verið um 250 kílóum af kartöfl
um úr skúr, sem stendur skamrnt
frá Árbæ hér ofan við Reykjavík.
Maður nokkur hefur haft þennan
skúr fyrir kartöflugeymslu. og
þegar hann kom þangað fyrir
nokkru var búið að brjótast inn
í skúrinn og stela kartöflunum.
Kartöflurnar voru í kössum, og
voru þeir ýmist teknir með öllu
saman, eða losað var úr kössun
um í poka, og kartöflurnar fluttar
þannig í burtu.
Ef einhverjir hefðu orðið varir
við grunsamlega kartöfluflutninga
í nánd við Árnæ, eru viðkomandi
beðnir að gera rannsóknarlögregl
unni tafarlaust aðvart.
Minni afli í Keflavík
GS-Keflavík, þriðjudag.
Afli vertíðarbáta hefur verið
fremur slakur það sem af er.
Heildarafli var í febrúarlok 2778.8
tonn, en var á sama tíma í fywa
6134.5 tonn.
Aflahæstir eru Gunnar Há-
mundarson með 177.5 tonn,
Freyja ÍS. með 155.7, og Frey-
faxi 150.7 tonn.
Sæmilegur afli barst hingað í
gær. Hæstir voru Sæþór með 23.3
tonn og Freyja 22.3. Afli þorsk-
nótabáta er eitthva* að glæðast. f
gær fékk Ingiber Ólafsson um 20
tonn, sem hann fór með til Grinda
víkur.
SJALFKJÖRID í FRAMA
Framboðsfrestur ii! stjórnar- j
. kjörs í Bifreiðastjórafélaginu!
, Frama var útrunninn kl. 5. e. h.!
. í dag. Fram kom aðeins einn listi
: i hvorri deild og var því s.íálfkjör-!
ið í báðum deildum. Stjórair i
deilda eru þannig:
: Sj.ílfseignaraianrt&deiíd-
Formaður: Bergsteinn Guðjóns;
i son. Varaformaður: Kristján Þor-j
j geirsson. Ritari: Jakob Þorsteins- j
son. Meðstjórnendur: Narfi Hjart-i
arson og Jón Vilhjálmsson. Vara-1
Að marggefnu tilefni
skal hér með tekið fram, að
ég hefi aidrei notið heiðurs
launa í fjárlögum ríkisins
og að mer er ókunnugt um
hver hann er. þessi nafni
minn, sem orðið hefir fyrir
því „happi' að komast inn
á fjárlög með tíu þúsund
króna hetðurs—eða eftir-
laun.
10 marz 1965
Sigurður Þórðarson
fyrrv. söngstjóri Karlakórs
Reykjavíkur.
stjórnendur: Rósmundur Tómas-
son og Guðmundur Ámundason.
Trúnaoarmannaráð: Kar! Þórðar-
son, Jens Pálsson, Einar Helgason
og Hörður Gúðmundsson. Vara-
menn í trúnaðarmannaráð: Skúli
Skúlason og Haraldur Guðjóns-
son. Endurskoðandi: Tryggvi
Kristjánsson. Varaendurskoðandi:
Þorvaldur Þorvaldsson.
Launþegadeild:
Formaður: Pétur Kristjónsson.
Varaformaður: Jóhann Þorgilsson.
Ritari: Einai Steindórsson. Vara-
stjórnendur: Helgi Gústafsson og
Már Nikulásson. Trúnaðarmanna-
ráð: Vaigeir Sighvatsson, Svavar
Þorvaldsson, Gísli Guðmundsson
og Þórir Karlsson. Varamenn í i
trúnaðarmannaráð: Jón M. Jó- 1
hannsson og Bjarni Guðmunds-
son. Endurskoðandi: Guðmundur
Sigurjónsson. Varaendurskoð-
andi: Þórir Guðmundsson.
79 IsL verkfræð-
ingar eru erlendis
FB-Reykjavík, fimmtudag.
Aðeins níu félagar gengu í Verk
fræðingafélag íslands á árinu
1964, af því er segir í skýrslu
félagsins, sem blaðinu liefur bor-
izt. Félagar cru nú 342 talsins,!
og skiptast beir bannig eftír starfs
greinum: byggingaverkfræðing-
ar 134 (18 eriendisi efnaverk-
og efnafræðingar 55 (8 erlendis)
rafmaginsverkfræðingar 62-(7 er-
lendis), skipa- og vélaverkfræðing I
ar 60 < i crlendis • •»« vinsir vork-
fræðingar o. fl 31 (2 erlendis).
Af þessum tölum ntá sjá, -aö
42 félagsmanna eru erlendis. en
þar að auki er kunnugt um 37
aðra íslenzkn verkfræðinga, sem
starfa utan íslands. svo alls munu
þar vera 79 verkfræðingar.
Aðalfundur Verkfræðingafélags
íslands var haldinn 25. febrúar
1965. Úr stjórn gengu að þessu
sinni Geir Arnesen, efnaverkfr.,
Guðmundur Björnsson, vélaverk-
fr. og varamaður Páll Flygering,
: byggingaverkfr. í þeirra stað voru
kjörnir í stjórnina til 2 ára Agn-
: ar Norland, skipaverkfr., Baldur
! Líndal, efnaverkfr. og varamaður
j Gunnar ÓÍason, efnaverkfr. Fyrir
í stjórn voru Einar B. Pálsson,
byggingaverkfr., formaður, Egill
Skúli Ingibergsson. rafmagnsverk
fr., dr. Gunnar Sigurðsson, bygg-
ingaverkfr., og varamaður Rikarð
ur Steinbergsson, byggingaverk-
fr.. allir til eins árs
Á vegum félagsins er starfandi ,
gerðardómui tii þess að skera úr
ágreiningi manna um tæknileg
mál. Dómsformaður er próf. Theo
dór B. Línda! en stjórn félagsins
skipa 2 meðdómendur eftir mála-
vöxtum hverju sinni Til dómsins
var skotið 2 málum á starfsárinu
»