Tíminn - 19.03.1965, Síða 1

Tíminn - 19.03.1965, Síða 1
■■■aHBR Þessa mynd fékk Tímlnn símsenda i gær. Hún er tekln eftir sjónvarpssendingunni og sýnir Leonov geimfara svífa utan geimfarsins, er sýnist að mestu hyítt j sjónvarpinu og hann er einnig hvítur að sjá. Efst er lúgan sem hann fór út um og liggur taugin þaðan og í búning hans um hálsmáltð. GEIMKAPP- HLAUPID NÆR TIL ISLANDS Sjá baksíðu Hert eftir lit dregur úr siysum Sjá bls. 1 MADURINN STIGUR UTI GEIMINN í FYRSTA SINN NTB—Moskvu, fimmtudag. Sovétríkin unnu í dag nýjan glæsilegan sigur í geimnum, þegar einn þeirra tveggja geimfara, sem skotið var upp í morgun með geimfarinu Voshkod 2, fór út úr geim- farinu og dvaldi utan þess í 10 mínútur, meðan geimfarið fór með 8 km. hraða á sek- úndu. Geimfarinn fór síðan inn í geimfarið aftur og varð ekkert meint af ferðinni. Þessari frækiför var sjónvarpað til jarðar, og gátu sovézkir borgarar fylgzt með öllu. Voshkod (sólarupprás) 2 var skotið upp kl. 6 í morgun að íslenzkum tíma, og innanborðs voru tveir geimfarar, Pavel Beljajev, offursti, sem er yfir- maður geimfarsins, og Aleksei Leonov, liðsforingi. Sagt var í Moskvu í dag, að geimfarið myndi fara a.m.k. 13 hringferðir umhverfis jörð- ina. Samkvæmt tilkynningu frá Tass mun geimfarið fara yf- ir Sovétríkin í 13. ferð sinni um kl. 12.14 að íslenzkum tíma, og er því hugsanlegt, að Voshkod 2 lendi þá einhvers staðar i Sovétríkjunum. Hápunktur geimferðarinnar var þegar Leonov fór út úr geimfarinu og dvaldist utan þess í 10 mínútur. Áður en hann fór út, var hann í 10 mínútur í sérstökum aðlögunar klefa til þess að venjast aðstæð um þeim, sem biðu hans fyrir utan geimfarið. Var hann þvi samtals í 20 mínútur utan stjórnklefans. För Leonovs út úr geimfar- inu og inn í það aftur, var sjónvarpað nokkrum klukku-/\ stundum síðar. Fengu áhorfend urnir að sjá hinn Ijóshærða, unglega geimfara, þegar hann opnaði lúguna á geimfarinu og vó sig varlega upp úr því. Hann var klæddur sérstökum geimbúningi til varnar sólar- hitanum og sérstökum hjálmi. Fyrst kom efri hluti líkamans upp úr geimfarinu, en hann lyfti síðan fótunum upp. Þann- ig hélt hann sér í geimfarið andartak, en reisti sig siðan upp og stóð uppréttur á geim- farinu .Hann var festur við geimfarið með línu, en virtist annars svífa í loftinu. Skamma stund sveif hann með höfuðið næst geimfarinu. f sjónvarp- inu virtist allt geimfarið hvítt eins og það væri þakið snjó. Geimfarið fór með 8 km. hraða á sekúndu þá stund, sem Leonov var utan þess. Tass segir, að geimfarinn hafi farið í allt að fimm metra fjarlægð frá geimfarinu. Sérstök mynda vél, sem fest var við geimfarið tók myndir af Leonov, og önn ur myndavél sendi sjónvarps- myndirnar til jarðar. Leonov athugaði geimfarið að utan, tók nokkr'ar myndir af því og gerði ýmsar athuganir á jörð- inni og himinhvolfinu. Auk þess gerði hann ýmsar aðrar rannsóknir, sem skipulagðar höfðu verið áður en geimfar- inu hafði verið skotið á loft, en Tass sagði ekkert nánar um, hvers konar athuganir það hafi verið.og erfitt var að sjá ná- kvæmlega í sjónvarpinu, hvað hann gerði. Er þó talið líklegt, að hann hafi athugað, hvort hægt væri að setja saman gervihnött úti í geimnum úr stykkjum ,sem áður væri skot- ið upp í geiminn. Jarðfirð geimfarsins var 495 km., og er það meiri hæð en nokkur maður hefur farið í áður. Geimferðabúningurinn, sem Leonov var klæddur í, átti að verja hann gegn hinum geysilega hita sólarinnar, og gera honum kleift að anda eðli lega. Ef einhver þeirra agna, sem eru á svéimi í geimnum, hefði náð að gera gat á geim- búninginn, þá hefði Leonov brunnið upp á samri stundu og ef strengurinn, sem tengdi Leo nov við geimfarið, hefði slitn- að, hefði hann haldið áfram að svífa umhverfis jörðina eins og lifandi gervihnöttur í um tvær vikur en þá hefði hann komið inn í andrúmsloft jarð- arog brunnið upp til agna. Segja sérfræðingar, að hann hafi tekið á sig ótrúlega á- hættu, þegar hana fór út úr geimfarinu . Beljajev offursti, yfirmaður á Voshkod 2, er elztur þeirra Rússa ,sem farið hafa í geim- ferðir. Geimfararnir tveir, höfðu stöðugt samband sín á milli meðan Leonov var utan geimfarsins, og þegar hann var kominn inn í það aftur, sendi kominn inn í það eftur, sendi Beljajev eftirfarandi skeyti til jarðar: — „Skipunin um að yfirgefa geinúarið og fara inn í það aftur, hefur verið fram- kvæmd.” Þegar Leonov var aftur kom- inn inn í geimfarið, tók hann sér smáhvíld. Því næst var lík- amlegt ástand beggja geimfar- anna athugað með aðstoð tækja, sem sendu upplýsingar til jarðarinnar. Reyndist allt ástand þeirra eðlilegt. 19 gráða hiti á Celcius er inni í klef- anum og loftþrýstingurinn 760 ! millibarar. Eftir að hafa hvílt sig.fengu geimfararnir sér góða máltíð, Framhald á 14. síffu i >

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.