Tíminn - 19.03.1965, Qupperneq 2
2
TIMINN
FÖSTUDAGUR 19. marz 1965
FIMMTUDAG, 18. marz.
NTB-London. — Skoðanakönn-
unin í Bretlandi í dag sýndi að
vinsældir Verkamannaflokks-
ins hafa aukizt mikið. Hafði
flokkurinn nú 9% meira fylgi
en íhaldsflokkurisin, og er
þetta helmingi meira en skoð-
anakönnun sýndi fyrir einum
mánuði. Bæði íhaldsflokkurinn
og Frjálslyndi fl'okkuirinn telja,
að þetta auki mjög líkuinnar á,
að kostningar verði Bretlandi
bráðlega, jafnvel þegar i júní.
Verkamannaflokkurinn, sem
verið hefur við völd í fimm
mánuði, hefur einunigis 4 þing-
manna meirihluta, og talið er
víst, að þess'i meirihluti minnki
um helming þegar aukakosn-
ingar hafa farið fram í tveim
kjördæmum.
Af hálfu ríkisstjórnarinnar
er sagt, að Wilson hafi ekki í
huga að ganga til kosninga í
bráð, en íhaldsmenn og frjáls-
lyndir efast um, að þessi yfir-
lýsing sé rétt.
NTB-Saigon. — Yfirmenn hers
ins í Suður-Víetnam telja, að
Víet Cong undirbúi nú meiri
háttar árás á bandarísku her-
stöðina Da Nang, þar sem 3.500
bandarískir landgönguliðar
gengu á land nýlega, og þar
sem Bandaríkjamenn hafa
Hawk-eldflaugar. Segja tals-
menn hersins, að Víet Cong
hafi dregið saman mikið lið við
Quang Tin, um 80 km frá Da
Nang.
NTB-Montgomery. — Blökku-
niannaleiðtogino Dr. Mart'in
Luther King og yfirvöldin í
Momtgomery, Alabama, gerðu í
dag með sér nýjan samning um
ýmis atriði i sambandi við
væntanlegar mótmælagöngur í
Mongomery. í gær úrskurðaði
sambandsdómstóll, að blökku-
menn hefðu leyfi til þess að
fara í mótmælagöngu þá. sem
áætluð er, frá Selma til Mont-
gómery, höfuðborgar Alabama.
Lögreglan hefur stöðvað þessa
göngu tvisvar sinnum, í fyrra
s'innið með mikilli grimmd.
NTB-Kario. — Lögreglan i Ka-
iró, höfuðborg Arabíska' sam-
bandslýðveldisins, stöðvaði í
dag um 200 stúdenta, sem voru
á leið til vestur-þýzka sendi-
ráðsins þar í borg. í stað þess
gengu stúdentarnir til aðal-
stöðva Samhands Arabaríkja
og hrópuðu ýmis slagorð til
stuðnings einingu Arabaríkja.
NTB-Washington. — Sagt var
oþinberlega i Washington í
dag, að bandaríska þingið
muni fljótt afgreiða frumvarp
Johnsons forseta um kosning-
arrétt blökkumanna. Formaður
laganefndarinnar sagði, að
haldnir yrðu kvöldfundir um
frumvarpið.
NTB-Stokkhólmi. — Kona ein
fæddi barn sitt í aftursæti
leigubifreiðar, sem lent hafði í
mikill bifreiðaþvögu. og gekk
gekk fæðingin vel. Var það
ekki minnst að þakka eigin-
manni frúarinnar, sem aðstoð-
iði við fæðinguna.
Frá borgarstjórnarfundi í gærkveldi:
Aukii umferðareftirlit
stórfækkar slysunum
Skýrslur logreglunnar sýna þetta óumdeilanlega ,en íhaldið
hafnar tillögu um að byggja á beirri reynslu.
AK—Reykjavík, fimmtudag.
„Með tilvísunar til þeirrar stað-
reyndar, að í des.mán. 1963 og
1964 urðu engin dauðaslys í um-
ferðinni í Reykjavík, og verulega
dró úr öðrum umferðarslysum,
þrátt fyrir óvenju mikla umferð,
skammdegismyrkur og því meiri
slysahættu en í annan tíma, — og
með því að þennan árangur má
vafalaust þakka stórauk-nu eftir-
liti umferðarlögreglunnar í des-
ember, þá telur borgarstjórnin ein-
sætt að auka eftirlitið á öðrum tím
um ársins og felur borgarstjóra
að sjá um, að það verði gert.”
Borgarfulltrúar Framsóknar-
flokksins, Björn Guðmundsson og
Kristján Benediktsson, fluttu
þessa tillögu á fundi borgarstjórn-
ar Reykjavíkur í kvöld, en borgar-
stjómarmeirihlutinn taldi að aukn
ing eftirlitsins væri mjög dýr, og
að unnið yrði að þessum málum
með sama hætti og áður, hafnaði
sem sagt alveg að breyta til og
auka umferðarslysavarnir á grund
velli þessarar mikilvægu reynslu,
sem fengizt hefur.
Björn Guðmundsson sagði í
framsöguræðu, að í tillögunni
væri bent á óvéfengjanlegar stað-
Erfítt ai vera smur frægs
rnarns ag feta í fétspor hans
GB-Reykjavík, íimmtudag.
Peter Serkin píanóleikari, sem
hingað er kominn til að halda tóh-
leika fyrir styrktarfélaga Tónilst-
Peter Serkin
Tímamynd—GE.
FUF-Reykjavík
Jón
Félag ungra
Framsóknar-
manna í Reykjt
vík heldur al-
mennan félags-
fund að Tjarnai
götu 26, þriðju
íaginn 23. marz
n. k. kl. 8.30.
Fundarefni er:
Utanríkisverzlun og marksmái Is-
lendinga — Hvað er vænlegast til
eflingar markaða íslendinga er-
lendis? Framsögumaður verður
Jón Skaftason, alþingismaður. Allt
Framsóknarfólk er velkomið á
fundinn. — Stjórn FUF.
arfélagsins í Beykjavík í fyrsta
sitnn. en vonandi ekki siðasta, á
ekki langt að sækja músikgáfuna.
Faðir. hans er einn; af fremstu
píanóleikurum neims Rudolf Ser-
kin, og í móðurætt er hann kom-
inn af miklu tónl’istarfólki, Busch-
ættinni, inóðurafi hans var himn
frægi fiðluleikaú Adolf Busch,
sem er Iátinn, en þeir tenigdafeðg-
arnir Rudolf Serkin og Adolf
Busch eru reykvískum tónleika-
gestum kunnir al eigitn reynd.
Ég sá það ekki fyrr en of seint.
að þessi 17 ára píanóleikari hafði
verið mér samferða í flugvélinni,
frá Glasgow fyrradag, hefði
máske annars tekið hann tali í
flugvélinni, en Kom fyrst auga á
hann, þegar forkólfar Tónlistar-
félagsins, Ragnar í Smára og
Björn í búðinm, tóku á móti
honum opnum örmum i Flug-
félagsskálanum og hurfu á brott
með hann hið bráðasta. En
ég hitti unga manninn snöggvast
að máli í Hótei Sögu í dag, spurði1
hvort hann hefði áður komið til i
íslands
— Já, einu sinni, fyrir tólf ár-
um, kom ég hingað með foreldrum
mínum, en þá var ég bara fimm;
Fundur Framherja í
um kjaramálin
Fundur í Fram !
herja, félagi
launþega, verður
haldinn að Tjarn
argötu 26, sunnu
dagin 21. þ. m.
og hefst hann kl.
2 e. h. Fundar-
efni: — Um-
ræður um kjara
málin og vænt-
anlega kjarasamninga. Framsögu
maður: Sigurvin Einarsson, al-
þingismaður.
Mætið vel og stundvíslega Nýir
félagar velkomnir. — Stjórnin. i
Tölur ársins 1964 voru, að af
50 slysum á hjólreiðamönnum varð
Framhaid a 14. siftu
reyndir, bæði um nauðsyn þess
að auka mjög eftirlit umferðar-
lögreglunnar og þann góða árang-
ur, sem sannazt hefði af auknu
eftirliti í tveimur desembermánuð-
um undanfarinna ára, Nefndi
hann síðan ýmsar mjög athyglis-
verðar tölur þessu til staðfesting-
ar, og má nefna, að af 50 hjól-
raiðamönnum, sem slösuðust á
árinu 1963, voru aðeins 3 í des.
Af 52 slösuðum ökumönnum voru
aðeins 3 í sama mánuði, af 92 far
þegum aðeins 5 í des., og af 5
dauðaslysum á árinu, varð ekkert
í desember.
ára, og ég man sáralítið eftir því.
— Hvernig er að vera sonur
heimsfrægs píanóle Aara, feta í
fótspor hans, velja sama hljóð-
færið og hefja slíka göngu land úr
landi?
— Satt bezt að segja er enginn
öfundsverður af því, mér finnst
það býsna erfitt, ekki get ég borið
á móti því.
— Er ekki fjölskylda yðar hljóð
færaleikarar af einhverju tagi?
— Öll leikum við á eitthvert
hljóðfæri, en mamma gerði það
aldrei að starfi, og af okkur syst-
kinunum sex, erum við aðeins
tveir bræður, sem höfum gert tón-
listina að lífsstarfi, John bróðir
minn er hornleikari og að taka við
starfi í sinfóníuhljómsveit.
— Hvenær byrðuðuð þér að
læra á píanó?
— Árið eftir að ég kom hingað
til íslands fyrst, sex ára gamall.
— Og hvenær fyrst upp á tón-
leikapallinn?
— Þegar ég var ellefu ára, á
tónleikum í Vermont-ríki, þar sem
ég ólst upp framundir fermingar-
aldur, en nú eigum við heima i
New York-ríki.
— Og hvenæi hélduð þér svo
út í heim til að spila fyrir aðrar
þjóðir?
— Ég fór með pabba til Evrópu
fyrir tveim árum og við héldum
tónleika saman í París, Bruxelles
og Genf. Svo fórum við aftur á
Edinborgarhátíðina í fyrra og héld
um tónleika þar saman.
— Nokkuð óánægður með við-
tökur fólksins eðf gagnrýnenda?
— Mér hefur sjálfsagt verið
tekið miklu betui en ég á skilið,
segir ungi maðurinn af einlægri
hæversku.
— Gerðuð þér sérstaka ferð
hingað til íslands eða er tónleika-
ferðin lengri?
— Þetta er fyrsta utanförin.
sem ég fer án pabba. Ég fór til
Þýzkalands og lék þar í átta borg-
um með útvarpshljómsveitinni frá
Framhald á 14. síðu
Afrekinu
fagnað
Moskvu
NTB—Washington, London
og Moskvu, fimmtudag.
Mikill fögnuður ríkti í
Sovétríkjunum í dag, þegar
fréttin um geimafrekið
barst út, og afrekið hefur
einnig vakið mikla athygli í
Bandaríkjunum. Blöðin í
New York tóku fram sínar
stærstu yfirskriftir, og millj
ónir manna um lieim allan
heim fylgdust með Leonóv,
þegar hann fór út úr geim-
farinu.
Geimskot Sovétríkjanna í
rnorgun, aðeins fimm dögum
áður en Bandaríkjamenn
ætluðu að skjóta upp
tveggja manna geimfari
sínu, Gemini, hefur dregið
verulega úr áhuga mana og
hrifningu ráðamanna á
fyrirhugaða geimskoti. Yfir
maður Geimferðaráðs
Bandaríkjanna sagði í dag,
að ferð Voshkods 2 benti
auðsjáanlega til þess, að
sovézkum vísindamönnum
hefði farið mjög fram frá
fyrri geimferðum, og að það
hafi leitt til þess, að Sovét-
ríkin haldi enn yfirburðum
sínum yfir Bandaríkin á
þessu sviði.
Yfirmaður Jodrell Bank-
rannsóknastöðvarinnar,
sagði í dag, að þessi geim-
ferð væri enn ein sönnun
þess að Sovétríkjunum hefði
tekizt að standa við geim-
ferðaáætlun sína, og myndu
því að öllum líkindujn geta
lent á tunglinu árið 1969
eða 1970.
George Miller, formaður
geimferðanefndar banda-
rísku fulltrúadeildarinnar
sagði í dag, að Sovétríkin
hefðu tæplega gert neitt,
sem Bandaríkjamenn hafa
ekki áætlað að gera, en ját
aði, að Sovétrfkin hefðu
komizt fram úr Bandaríkj
unum, þótt hann teldi, að
tæknilega séð væri banda
ríska geimferðaáætlunin
betri en sú sovézka
Einn þeirra geimfara.
sem fór upp með Voshkod
1, K. Feoktistov. skrifaði t
Izvestija í dag, að afrek
Leonovs liðsforingja sann
aði, að nú væri hægt að
láta geimfara fara úr einu
geimfari yfir í annað úti
geimnum. Þá sagði hann
að geimferðabúningur Leo-
novs hefði sannað sitt góða
gildi.