Tíminn - 19.03.1965, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 19. mara 1965
TÍMINN
f SPEGLITÍMANS
Greta Garbo, fyrrverandi kvikmyndaleikkona, vekur enn at-
hygli hvert sem hún fer. Þessi mynd var tekin nýlega á flug-
velfinum í San Juan, Puerío Rico, en hún kom við þar á leið
sinni til baðstaðarins Little Dix Bay á Jómfrúeyjum.
Fáir kannast við konuna
Shirley Black, 35 ára gamla
bandaríska húsmóður. En þeim
mun fleiri kannast við Shirley
Temple, en undir því nafni
lagði hún heiminn að fótum
sér þegar hún var barn.
Og nú er Shirley Temple —
Black — farin að leitr að
nýju, að þessu sinni í sjón-
varpi. Hefur hún sinn eigin
sjónvarpsþátt í Bandaríkjun
um.
Shirley lék í fyrsta sinn í
kvikmynd aðeins priggia ára
gömul og vann strax hjörtu
allra. Hún hlaut fern Oscar-
verðlaun og varð maigfaidur
milljónamæringur barn að
aldri. 22 ára gömul sagði nún
skilið við kvikmyndirnar enda
hafði hún ba gengið í heilagt
hjónaband. Eiginmaður bentiar
heitir Charlés Black og er við-
skiptamaður. Þau eiga þiiU
börn, Susan 17 ára, Charles 12
og Lori 10 ára. „
Shirley og eiginmaður benr
ar erun ú í Bretlandi og þaðan
halda þau til Moskvu
*
Frami Catherine Spaaks inn
an kvikmyndaheimsins hefur
vakið litla hrifningu hjá fjöl-
skyldu hennar, ekki sízt, þar
sem hún hefur orðið frægust
fyrir að klæðast litlu sem engu.
Og nú er yngri systir hennar,
Agnes, einnig farin að leika í
kvikmyndum. Móðir systranna
hefur slitið öllu sambandi við
Catherine, en fylgist þeim
mun betur með Agnes, sem
*
þegar hefur hlotið nokkurn
frama og fékk meðal annars
verðlaunin ,,Hinn gullni sitr
ón“ á kvikmyndahátíðinni í
Gardone við Garda-vatnið.
í vor kemur út ný bók eftir
Albert Schweitzer, sem nú er
níræður að aldri. Bók þessi
kemur út í New York og kall-
ast „Saga pelikananna minna“.
Mun þetta vera bók um ýmis
skemmtileg atvik í sambandi
við fugla þá, sem lifa umhverf
is Lambaréné.
Franska gagnnjósnaþjónust-
an hefur gefið út handbók, þar
sem segir, að í Frakklandi
starfi mörg þúsund njósnarar,
en í allri Evrópu og Ameríku
a. m. k. 400.000. Flestir þess-
ara njósnara vinna við að ná
í ýmsar ieynilegar formúlur
iðnfyrírtækja.
Þótt Bandaríkjamenn séu
iíklega manna duglegastir að
fara til tannlækna sinna, þá er
staðreyndin sú, að rúmlega 20
milljónir þeirra 110 milljóna
fullorðinna manna og kvenna
þar í landi hafa misst alla-
tennur sínar 32 að tölu. Og 10
milljónir til viðbótar nafa
annað hvort misst allar ienn
ur sínar í efri- eða neðri gómi.
Ástæðan mun vera matur sá,
sem Bandaríkjamenn borða, að
því er heilbrigðismálastjórn
Bandaríkjanna segir.
¥
Venjulega er ndkið um óeirð
ir í Rio de Janeiro þegar hin
ar árlegu hátíðir standa yfir
þar. En nú hefur lögregian lýst
því yfir með miklu stolti, að
aldrei hafi verið eins lítið um
ólæti frá stríðslokum eins og
á þessu ári. Þeir þurftu aðeins
að handtaka 500 ólátabelgi.
En síðar kom í Ijós, að lög
reglan hafði fyrir hátíðina hand
tekið 5000 manns, sem verið
hafa með ólæti við hátíðir
fyrri ára.
*
Þegar Caroll Baker var í
Afríku nýlega í sambandi við
töku kvikmyndar þar, bauð
höfðingi Masai-fettbálksins í
Mynd þessi af Nikita Krúst
joff var tekin á sunnudaginn,
þegar hann fór á kjörstað tii
þess að kjósa.
Er hann kom af kjörstað til
íbúðar sinnar stóð hópur sov
ézkra borgar^ fyrir utan og
veifaði til hans og klappaði.
Varð Krústjoff glaður, er hon
um voru sýnd þessi vinarhót,
eins og greinilega má sjá á
myndinni.
★
Kenya 45 kýr fyrir hana, en
þar er enn venja að kaupa sér
eiginkonur, og kýr eru verð
mætustu gripir Masaianna. En
svo kom Anna Bowesfield, 22
ára einkaritari í þjónustu ríkis
stjórnar Kenya, í heimsókn til
kvikmyndastóðvanna, og höfð
inginn gleymdi „Baby Do!]“ í
snarheitum og bauð 100 kýr
fyrir Önnu! En ekkert varð
þó úr kaupunum.
Venjulegt verð fyrir konu
þar um slóðir eru fimm til tólf
kýr.
Claudia Cardinale leikur nú í sinni fyrstu bandarísku kvikmynd, „Blindfold". Meðleikari henn-
ar er Rock Hudson og sjást þau hér á myndinni ásamt 1100 punda krókódíl. Kvikmyndin er tekin
á Florida.
3
Á VÍÐAVANGI
Niðurskurður, sem
veldur vandræðum.
Emgintn vafi er á því, að 20%
niðurskurður ríkisstjórnarínn-
ar á framlögum þe'im, sem AI-
þingi hafði ákveðið til verk-
legra framkvæmda, kemur sér
víða mjög illa, ekki sízt úti um
land og á stöðum, sem eru
mjög vaxandi og þurfa á örrí
uppbyggingu að halda. Má t.d.
líta á hvernig þetta fer með
einn yngsta bæ landsins, Kópa-
vog, sem vex öðrum bæjum
meira og hefur alveg óveinju-
lega m'ikinn barnafjölda, sem
sjá þarf fyrir skólahúsnæði.
Blaðið hefur fengið upplýsing-
ar um þetta. í Kápavogi þarf
að byggja 4—5 kennslustofur
áirlega til þcss að halda í horfi,
og eru þó allar stofur tví- og
þrísetnar. Greiðslur ríkisins til
skólabygginga í Kópavogi áttu
á þessu ári að vera um 5 millj.
kr. samkv. ákvörðunum Alþing-
is, bæði framlög til nýrra bygg-
ingaáfanga og greiðslur vegna
þess, sem búið er að byggja.
Nú virðist eiga að skera eina
milljón af þessu. Þetta þýðir
einfaldlega, að byggingaáætlun
skóla í Kópavogi raskast stór-
lega, og bærinn lendir í vand-
ræðum með skólahúsnæði þeg-
ar á næsta hausti. Sömu sögu
mun að segja úr mörgum öðr-
um bytggðarlögum.
Greiðslufail ríkisvíxla
Verst kemur það þó við, er
20% eru skorín af greiðslum
ríkisins til framkvæmda, sem
búið er að vinna, t.d. skóla,
sem bæir hafa lagt í mikið fé
sjálfir umfram árlegt ríkis-
framlag út á ríkisframlag, sem
Alþingi liefur ákveðið, að greitt
skuli í ákveðnum upphæðum á
fimm árum. Þetta eru í raun
og veru víxlar, sem ríkið hef-
ur samþykkt og skrifað upp á
að greiða á ákveðnum tíma. Nú
tilkynnir þessi „samþykkjandi“
víxlanna, að hamn greiði ekki
skuldina nema að hluta. Lög-
fest upipáskrift dugar ekki einu
sinni. Hver vill hæla slíku Við-
skiptasiðgæði, sem ríkisstjórn-
in hefur forgöngu um. Hvernig
fer nú fyrir bæjum, sveitarfé-
lögum og sýslufélögum, sem
hafa reitt sig á þessar lögboðnu
greiðslur og jafnvel tekið lán
út á þær til brýnna fram-
kvæmda? Víða hafa sýslufélög
t.d. tekið lán út á lögbundið
vegaframlag, og Sitja nú eftir
með skuldina.
Hvenær lýsir Bjarni
„eftirsjá' sinni?
Bjarni Benediktsson, forsæt-
isráðherra og foirmaður Sjálf-
stæðisflokksins segir svo í
Reykjavíkurbvéfi Mbl. s.1.
sunnudag, er hann ræðir um
brotthvarf Gunnars Thorodd-
sen úr sæti fjármálaráðhenra:
„Að þcssu simni skal ekki
fjölyrt um, hver eftirsjá er að
Gunnari úr embætti fjármála-
ráðherra“. Menn taka eftir því,
að þetta er valið og hnitmiðað
orðalag — sem segiir einmitt
það, sem segja skal — ekki
neitt. Bjarni lætur ekki hanka
sig. Hann hefur ekki sagt,
hvort eftirsjáin er nokkur eða
engin. Menn eiga að skilja
þetta á hvorn veginn sem þeim
líkar. En þetta mun vekja for-
vitni manna til þess að lesa
það, sem Bjarni ritar vonandi
Framhald á 12. síðu