Tíminn - 19.03.1965, Page 5
FÖSTUDAGUR 19. mam 1965
Utgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Frajnkvæmdastjóri: Krlstján Benediktsson. rtitstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson c'ulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug
lýsingastj. Steingrlmui Glslason Ritstj.skrifstofur Uddu
búsinu. slmar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti ■ Af-
greiðslusimi 12323 Auglýsingasiml 19523 Aðrai skrrtstofur.
slmi 18300 Askriftargjald kr 90.00 á mán mnanlands - f
lausasölu kr 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b.t
Fjárfesting ríkisins
er undirstaðan
Nokkru fyrir áramótin, birti danska stjórnin áætlun
um opinbera fjárfestingu þrjú ár fram í tímann. Sam-
kvæmt þessari áætlun er gert ráð fyrir, að ríkið auki
framlög sín til fjárfestingar um 50% þrjú næstu árin.
íslenzka ríkisstjórnin leggur hins vegar til, að opinber
fjárfesting verði lækkuð um 20%. Þetta sýnir vel, að hér
ríkir önnur stjórnarstefna en annars staðar á Norður-
löndum.
Sú opjnbera fjárfesting, sem á að aukast mest í Dan-
mörku næstu árin, eru vegagerð, hafnargerð, flugvallar-
gerð, skólabyggingar og spítalabyggingar. Allar þessar
framkvæmdir eiga að aukast um 50% í Danmörku á
næstu þremur árum
Rök Dana fyrir umræddri fjárfestingu eru einkum
þessi: Til þess að danskir atvinnuvegir geti eflzt til jafns
við atvinnuvegi annarra þjóða, þarf að bæta samkeppnis-
aðstöðu þeirra. Fátt eða ekkert skapar atvinnuvegunum
sterkari undirstöðu en góðar samgöngur og góð mennt-
un. Þess vegna verða samgöngubætur og skólabyggingar
að hafa forgangsrétt. Þær eru undirstaðan, sem allt
byggist á. Spítalabyggingar eru nauðsynlegustu mann-
úðarmál. Þetta eru þær undirstöðuframkvæmdir, sem
aðrar verða að víkja fyrir.
íslenzka ríkisstjórnin er hins vegar á öðru máli. Þegar
hún byrjar að spara til þess að tryggja ríkinu ríflegan
greiðsluafgang, þá ræðst hún fyrst á þessa undirstöðu.
Það, sem hún telur að helzt megi spara, eru framlögin
til samgöngubóta og skólabygginga og spítalabygginga.
Lítið ei' nú orðið úr því, sem menntamálaráðherra hefur
réttilega haft eftir útlendum hagfræðingum og skóla-
mönnum að í heimi nútímans og framtíðarinnar séu fram
lög til aukinnar menntunar bezta fjárfestingin.
Allar ríkisstjórnir keppast nú við að bæta menntunar-
skilyrðin og samgöngurnar. Þær gera sér ljóst, að þetta
er undirstaða þess, að atvinnuvegirnir dragist ekki aftur
úr í tækniþróun framtíðarinnar íslenzka ríkisstjórnin
skilur þetta ekki. Hún er steinrunnið afturhald, sem
hugsar ekki um annað en að verðbólgufjárfesting gróða-
manna hafi forgangsrétt. Þess vegna sparar hún á þeim
sviðum, þar sem aðrar þjóðir telja að sízt megi spara,
því að þar er um að ræða mikilvægustu undirstöðu
framfaranna — undirstöðuna sem allt annað byggist á.
Tylliástæður
Mbl. reynir í gær að afsaka niðurskurð opinberra fram-
kvæmda með þeirri ccksemd, að ella hefði þurft að leggja
á nýja skatta. Þetta er algerlega rangi. Fjárlögin fyrir
1965 voru afgreidd með það raunverulega ríflegum
greiðsluafgangi, að ríkið gat vel tekið á sig fiskupp-
bæturnar og hækkunina til opinberra starfsmanna, án
þess að ráðizt væri í niðurskurð opinberra framkvæmda
eða nýja skattahækkun.
Ríkisstjórnin notar því hreinar tylliástæður fyrir niður
skurðinum á opinberum framkvæmdum Aðalástæðan er
sú, að hún vill tryggja forgangsrétt verðbólgufjárfesting-
arinnar.
___TÍMINW
i- ■■■ ■ ■■■-
ERLENT YFIRLIT
Blaðakonungur Bandaríkjanna
Blöð hans hafa úthreiðslu og áhrif um allan hðnn vestræna heim
Luce (sitjandi) og Donovan
HINN 3. marz 1922 hófu
tveir ungir og efnalitlir menn
útgáfu á nýju vikublaði í
Bandaríkjunum, sem vafasamt
þótti, að ætti langa framtíð.
í dag er þetta vikublað selt
víðara um heim en nokkurt
blað annað. í Bandaríkjunum
seljast nú 3.495 millj. eintaka
af þvi, en utan Bandaríkjanna
843 þús. eintök. Það er nú
prentað á fjórum stöðum utan
Bandaríkjanna og kemur út
samtímis á þeim öllum. Þetta
blað er Time, sem á m. a.
marga kaupendur hér á landi.
Það er einn maður, sem
á meiri þátt í viðgangi Time
en nokkur maður annar, Henry
Robinson Luce, en hann er nú
aðaleigandi hins mikla blaðaút
gáfufyrirtækis er gefur út
Time, Life, Fortune og Sports
Illustrated. Það var Time,
sem lagði grundvöllinn að
þessu mikla fyrirtæki, sem í
dag er eitt sérstæðasta og
merkasta útgáfufyrirtæki ver-
aldar.
HENRY ROBINSON LUCE
er kominn hátt á sjötugsaldur,
verður 67 ára 3. apríl næstk.
Foreldrar hans voru amerískir
trúboðar í Kína og því er
hann fæddur þar og lærði að
tala kínversku áður en hann
lærði að tala ensku. Fyrsta
skólaganga hans hófst einnig
í Kína, en síðar sótti hann
námskeið í Bretlandi, áður en
hann hóf menntaskólanám í
Bandaríkjunum. Hann var
mjög reglusamur nemandi, las
mikið, hafði Htinn áhuga fyrir
íþróttum og félagsmálum að
öðru leyti en því, að hann
vann mikið við skólablaðið.
Áhugi hans fyrir blaðamennsku
kom því fljótt í ljós. Aðalrit-
stjóri blaðsins var annar nem-
andi, Briton Hadden. Hér hófst
samvinna þeirra, sem átti eftir
að verða söguleg. Að loknu
menntaskólanámi, hófu þeir
, báðir nám við Yalebáskólann
og unnu mikið við skólablaðið
þar. Að loknu háskólanámi,
gerðust þeir báðir blaðamenn,
en áður stundaði þó Luce fram
haldsnám í Oxford í tvö miss
eri. Hadden var þá orðinn
blaðamaður i Baltimore og
fékk Luce atvinnu við sama
blað, er hann kom úr Evrópu
förinni. Þeir félagar höfðu oft
rætt um, að Bandaríkjamenn
væru almennt ófróðir um al-
þjóðamál og væri sennilega
vænlegasta leíðin til að bæta
úr því að gefa út vikublað, sem
birti samandregið yfirlit um
helztu atburði. Svo kom, að
þeir ákváðu að hefjast handa
um útgáfu slíks blaðs, þótt
báðir væru félausir. Upphaf-
lega höfðu þeir ákveðið að
kalla það Facts, en breyttu
því síðar í Time. Eftir að hafa
safnað hlutafé um talsvert
skeið, aðallega hjá gömlum
skólafélögum, hófu þeir svo
útgáfu Time i marz 1922, eins
og áður segir. Efni fyrsta
blaðsins hafði aðallega verið
unnið upp úr greinum í New
York Tiipes. Nú þarf Time
ekki á slíku að halda, því að
það hefur fjölda fréttaritara
víða um heim.
FYRSTA blað Time var að
ýmsu leyti svipað og það er
enn í dag. Greinaflokkarnir
voru jafnmargir og fyrirsagn
irnar flestar hina sömu. Það hef
ur því reynzt.að grundvöllurinn
var vel byggður strax í upp-
hafi. Blaðið hlaut allgóðar mót
tökur. Eftir rúmlega tvó ár, var
það gefið út í 110 þús. eintök
um, en fyrsta blaðið var gef
ið út í 25 þús. eintökum. Það
var þó ekki fyrr en 1927, er
blaðið gaf verulegan arð. Eft
ir það hefur það sótt á jafnt
og þétt.
Erfitt er talið að dæma um,
hver hafi mótað blaðið meira
í uppþafi, Hadden eða Luce.
Formið og umbrotið var sam-
eiginlegt verk þeirra beggja.
Eftír að útgáfan hófst, lenti
það hins vegar meira á Luce
að sjá um fjármálahliðina, en
á Hadden að sjá um ritstjórn
ina. Hadden mun því öðrum
fremur hafa mótað rithátt
blaðsins, sem hefur haldizt í
nokkuð föstu formi frá upp-
hafi. Fyrirmynd stílsins sótti
hann að verulegu leyti til
hÍTina forn-grísku kvæða, m.
a. varðandi notkun lýsingar-
orða.
Time var frá upphafi ætlað
það hlutverk að segja frá
helztu atburðum á sviði stjóm
mála, vísinda, lista o. s. frv.
Það skyldi hins vegar gera
meira en segja fréttir, heldur
láta í ljós álit á mönnum og
málefnum. Margir telja þetta
ókost á blaðinu, en útgefend
ur rökstuddu þessa afstöðu
með því, að það gæti eigi að
síður reynzt villandi og hlut-
drægt að segja frétt án allra
skýringa. Með þvi að fella
dóma um menn og málefni
hjálpaði blaðið lesendum sín-
um til að átta sig á hlutunum
og hugsa meira um þá.
f febrúarmánuði 1929 varð
Time fyrir bví áfalli, að Hadd-
en lézt skyndilega. Luce varð
eftir það aðalútgefandi og
stjórnandi blaðsins. Hann hef
ur fylgzt með því fram á þenn
an dag, þótt hann fæli öðrum
manni, Hedley Donovan, yfir-
ritstjórn blaða sinna fyrir sex
árum.
EFTIR að Time var komið
yfir örðugasta hjallann 1927,
hélt það stöðugt áfram að út-
breiðast og tók hugur Luce
þá að beinast að nýjum við-
fangsefnum. Honum hafði
lengi leikið hugur á að gefa
út blað, sem gæfi á ýmsan
annan hátt yfirsýn yfir mann
lífið en Time gerði. Þessari
hugmynd sinni hratt hann í
framkvæmd 1936, er hann hóf
útgáfu Life. Það hlaut strax
allmikla útbreiðslu, en þó var
stórtap á því fyrstu árin. Nú
kemur Life út í 7.2 millj. ein
taka og er mikið gróðafyrir-
tæki, þótt ekki jafnist það á
við Time.
Áður en Luce hóf útgáfu á
Life, hafði hann um skeið gef-
ið út annað blað við hliðina
á Time, Fortune. Þetta blað
hóf göngu sína 1929 og var
sérstaklega ætlað mönnum í
fjármála- og viðskiptalífinu.
Því var ætlað að vera vand
aðra að frágangi og efni en
önnur blöð, sem fram að þeim
tíma höfðu verið ætluð þessum
mönnum. Þetta blað rak Luce
með halla um alllangt skeið,
enda var hann svo óheppinn,
að það hóf göngu sína um
líkt leyti og heimukreppan
hófst. Svo fór þó, að það varð
gróðafyrirtæki að lokum, og
skilar nú góðum arði. Það er
gefið út í 420 þús. eintökum.
Seinasta stórvirki Luce á
sviði blaðaútgáfunnar, var
Sports Illustrated, en útgáfu
þess hóf hann 1954. Það skyldi
sýna íþróttimar í nýju og
Framhald á 12. síðu