Tíminn - 19.03.1965, Page 7

Tíminn - 19.03.1965, Page 7
FÖSTUDAGUR 19. marz 1965 ÞINGFRÉTTIR TÍMINN ÞINGFRÉTTIR REPPURADSTAFANIR I UPPGRIPUM OG GÓÐÆRI Fram var haldið í gær í neðri deild 1. umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins og yfirlýs- ingu stjórnarinnar um að skera niður 20% opinberra fram- kvæmda. Bjarni Benediktsson sagði að tilvitnanir Ey- steins Jónssonar og Halldórs E. Sigurðssonar í ummæli þeirra Haraldar Böðvars sonar og Einars Sigurðssonar um hag sjávarútvegs- ins afsönnuðu þá kenningu, að stefna ríkisstjórnar- innar gerði þá ríku ríkari og fátæku fátækari. Bjarni sagði, að fjárfesting í fiskibátum og fisk- iðnaði hefði verið miklu meiri á síðustu árum en á tímum vinstri stjórnarinnar. Vextir hefðu verið lækkaðir um áramótin vegna auk- ins jafnvægis. Útlán hefðu verið 707 milljónir 1964 en innlán 1024 milljónir og sýndu þessar tölur að jafnvægi hefði skapazt á lána- markaðinum. Vaxtalækkunin hefði ekki verið vegna baráttu Framsóknarflokksins, þó rétt væri að stundum yrði rikisstjórnin að fara inn á þær leiðir, sem Fram- sóknarmenn bentu á að fara ætti. Þá sagði Bjarni, að opinberar framkvæmdir myndu verða meiri á þessu ári, þrátt fyrir 20% nið- urskurð, en þær hefðu verið á ár- inu 1958, Framsóknarmenn gerðu engar sparnaðartillögur, heldur myndi staða ríkissjóðs nú vera 770 milljónum króna lakari en hann er ef tillögur þeirra hefðu j verið samþykktar og þar við bæt- ast tillögur þeirra m.a. um efl- ingu háskólans og auknar raf- orkuframkvæmdir, sem myndu hafa aukinn kostnað í för með sér. Ekki hefði tekizt til hlítar að leysa verðbólguvandann en betra væri að hafa óstöðugleik í verðlagi en atvinnuástand milli- stríðsáranna. Það væri meðal ann ars hagfræðingunum að þakka, að ekki hefur skapazt hér svipað at- vinnuástand og var á millistríðs- árunum. Kreppuráðstafanir i gooæri Óskar Jónsson sagði, að það K væri síður en svo, að ríkisstjómin hefði bægt ein- hverjum vanda frá þjóðinni, held- ur væri ástandið ekki verra en það þó er vegna ein- staks góðæris og ! dugnaðar almenn- mennings. Metafli hefði verið og óhemju atvinna af honum og stór hækkandi verðlag á útflutnings- vörum. Óskar vítti ríkisstjórnina harðlega fyrir niðurskurð fram- kvæmda og sagði, að fáa myndi hafa órað fyrir, þegar fjárlög voru afgreidd og nýbúið var að1 leggja á þriðja hundrað miljónir króna nýjar álögur á þjóðina, að framkvæmdaféð vrði skorið stór- lega niður nokkrum vikum síðar og fjárlagaafgreiðsla Aiþingis ómerkt. Kvaðst Óskar efast um, að ríkisstjórnin hafi gert sér ljóst hverjar afleiðingar niðurskurður Niðurskurður á naumt skömmtuðu framkvæmdafé til nauðsynlegustu verk- efna þjóðarinnar í mesta góðæri og aflauppgripum sýnir bezt, að það er fylgt rangri stjórnarstefnu á íslandi. inn mundi hafa úti um land og nefndi nokkur dæmi um þær fram kvæmdir, sem yrðu fyrir barð- inu á þessum niðurskurði. Stefna ríkisstjórnarinnar hefði leitt til hins mesta öngþveitis og öfugþró- unar og þjóðarklárinn reikaði nú um klungur efnahagsöngþveitis, þrátt fyrir gósenlönd stóraukinna þjóðartekna. Þegar gripið er til kreppuráðstafana í mesta góðæri hlýtur stjórnarstefnan að vera röng. Útgerð í kreppu í aflaupp- gripum, iðnaður berst í bökkum og bændur í erfiðleikum í góð- æri. Alþingi og ríkisstjórn verður að snúa sér að því fyrir alvöru að stöðva verðbólguna. Ólafur Thors fyrrverandi forsætisráð- herra hefði réttilega sagt, að efna hagsráðstafanir stjórnar háns væru unnar fyrir gýg, ef ekki tækist að stöðva verðbólguna. Síðan eru nokkur ár liðin og verð bólgan heldur áfram af sama krafti. Ef ríkisstjórnin getur ekki unnið þetta verk verður hún að segja af sér í stað þess að hanga og hrekjast um í stjórnleysi og ráð- leysi og finna það eitt ráð að ( leggja sífellt meiri og meiri álög-j ur á þjóðina og draga úr lífs-l nauðsynlegustu framkvæmdum til | að halda rekaldinu á floti. Svlk Halldór Ásgrímsson sagði, að óhug hafi slegið á menn er ríkis- stjórnin tilkynnti um 20% niður- skurð opinberra framkvæmda, fimmtung af því allt of litla fé, sem varið var á fjárlögum til lífs- nauðsynlegustu verkefna þjóðar- innar á þessu ári. Þau útgjöld, sem ríkisstjórnin segist mæta með þessu vissi hún mæta vel um þeg- ar fjárlög voru afgreidd og átti hún þá að láta Alþingi fjalla um málið í sambandi við afgreiðslu sem þeir tækju til framkvæmd- anna. Þessi niðurskurður framkvæmd- anna mun hafa mjög óheillavæn- leg áhrif, og hefði ríkisstjórnii i verið nær að grípa til skjóðunnar með sparnaðarloforðunum, sem mun geyma 51 sparnaðarloforð, sem enn hefur ekkert verið gert til að efna. Svo spyr ríkisstjórn- in Framsóknarmenn, hvaða tillög- ur þeir geri um spamað. Eftir niðurskurð framkvæmdafjárins um 20% fara aðeins 13% af álög- unum á þjóðina til framkvæmda og hefur það hlutfall af álögunum er til framkvæmda hefur farið ver ið minkandi ár frá ári. Við niður- skurðinum væri ekkert að segja, ef harðæri og hallæri hefði verið af völdum náttúru, en að þetta skuli skella yfir nú í mesta góð- æri, sýnir, að stjórnarstefnan er plága, sem veldur öngþveiti og vandræðum og ríkisstjórn, sem fylgir slíkri stefnu á að segja af sér. í stað þess að segja af sér eftir að hafa beðið skipbrot og gefizt upp við að framkvæma það, sem hún lýsti yfir að myndi framkvæma, hangir, ríkisstjórnin í stólunum meðan þjóðarskútan rekst um eins og stjórnlaust fley. Loforðin um sparnað og lækkun álaga Kristján Thorlacius sagði, að með-j lii, al stefnumála rík-; istjórnarinnar i hefði verið auk- inn spamaður í rekstri rikisins ® og lækkun skatta og annarra opin- berra gjalda. Þetta hafi tekizt svo að aldrei hafi óhófseyðsla verið meiri en nú og skatta- og tollaálögur á almenn- ing svo ofboðslegar, að menn fá ekki undir risið.. Rikisstjórnin hefur iofað lækkun á álögum í sífellu og í íyrrasumar sagði rík- TÓMAS KARLSSON RlfAR fjárlaga eins og skylt var. Nú fót- um treður ríkisstjórnin ákvæði fjárlaganna skömmu eftir að Al- þingi hefur gengið frá þeim. Hér er um hrein svik að ræða við þá, sem fengið höfðu loforð um fram- kvæmdafé í fjárlögum og beðið hafa eftir að geta hafið verk, sem til almenningsheilla eru. Þessi að- gerð fellur illa inn í þann lof- söng, sem stjórnarliðið er nú far- ið að syngja um byggðajafnvægi og stuðning við hinar dreifðu byggðir. Bætist nú enn einn sterk ur, falskur tónn í þann söng. Hall- dór spurði ríkisstjórnina, hvort það orðalag að fresta 20% fram- kvæmda í fjárlögum þýddi, aðl 20% af þeirri upphæð, sem fjár-1 lög ákvæðu til einstakra fram-, kvæmda, yrðu sett á biðreikningi og yrði aðilum tii ráðstöfunar | strax í upphafi næsta árs til j greiðslu t.d. á bráðabirgðalánum,1 isstjórnin, að henni þættu skatta- álögur of háar og það myndi vissu lega verða lagfært. Siðan hefur söluskatturinn verið hækkaður um 270 milljónir og nú á stór- felldur niðurskurður á framiögum til verklegra framkvæmda að fylgja í kjölfarið. Sparnaðarleiðina vill ríkisstjórn in ekki fara. Fór Kristján nokkrum orðum um nokkur helztu sparnaðarloforð rík isstjórnarinnar og sýndi fram á, að einnig á þeim liðum, sem átti sérstaklega að spara á, hefði orð ið stórkostleg hækkun. í niðurlagi ræðu sinnar komst Kristján m.a. svo að orði: Hjúkrunarskólínn í umræðunum um frumvarp til læknaskipunarlaga oar byggingu hjúkrunarskóla nokkuð á góma. Eg spurði þá ríkisstjórnina, hvort treysta mætti því, að sú 7 millj. króna fjárveiting, sem er í fjárlög um 1965 til byggingar hjúkrunar skóla yrði ekki skorin niður. Ekk ert svar fékkst við þeirri fyrir- spurn. Ég vil þess vegna endurtaka þessa fyrirspurn og leyfi mér að vænta svars hæstv. ríkisstjórnar. Það hefur mörgum orðið undr unarefni, hve ómakleg orð féllu í sambandi við hjúkrunarskólann af hálfu hæstv. forsætisráðherra og menntamálaráðherra hér um daginn. Þetta var út af því, að ég skýrði frá áskorunum, sem send ar hefðu verið ríkisstjórninni frá 70 læknum og læknanemum og 300 hjúkrunarkonum um að hraða byggingu skólans. Hæstvirtir ráðherrar kölluðu þessar áskoranir óviðeigandi vinnu brögð og gamanþætti, og þetta átti að vera af því, að þessir hæstvirtu ráðherrar hefðu þegar verið bún ir að leysa málið, þegar áskoran irnar bárust. Mér skildist helzt á þeim, að þeir vildu alveg biðjast undan að aðrir væru nokkuð að skipta sér af essu húsbyggingar- máli. Samtök hjúkrunarkvenna hafa frá öndverðu barizt fyrir stofn un hjúkrunarskóla hér á landi og alltaf borið málefni hans mjög fyrir brjósti. Sama er að segja um húsbyggingarmál skól- ans. Þeim mun ómaklegri eru hrak yrði hæstv. ráðherra um þessa stétt Ég hefi fengið upplýsingar um það frá landlækni, sem er formað ur skólanefndar hjúkrunarskólans, hvað skólanefndin hefur gert í byggingarmálum skólans. Samkvæmt yfirliti úr fundargerð arbókum skólanefndar hefur húsa meistara ríkisins verið falið að endurskoða teikningar að 2. áfanga byggingarinnar á fundi skólanefnd ar 11. maí 1957. Þetta er síðan ítrekað á fundum skólanefndar árin 1958, 1960. Árið 1961 gerir 'andlæknir ráðu neytinu og fjárveitinganefnd grein fyrir húsnæðis- og fjárþörf skólans og biður húsameistara ríkisins um kostnaðaráætlun. Síðan er skólanefndin sífellt að endurnýja beiðnir um endurskoð un teikninga allt fram til ársins 1963. Þá ér ráðin sérstakur mað ur til að breyta teikningum. Þegar hjúkrunarskólinn varð 30 ára 1961 vakti skólastjóri hans athygli á því opinberlega hver nauðsyn væri á því að hefjast þegar handa um áframhaldandi byggingarframkvæmdir við skól- ann. Skólastjórinn benti þá á að 3 sjúkrahús væru í smíðum hér í bænum. Hún spurði hvar fá ætti hjúkrunarlið þegar þau væru tilbúin og tækju til starfa. Skólastjórinn benti þá á að bygging viðbótarhúsnæðis mundi varla taka minna en 5 ár og frá þeim tíma að húsið væri fullbyggt mundu líða 3 ár þangað til fleiri hjúkrunarkonur færu að útskrif ast en nú er. Það mundu því líða 8 ár frá því að hafízt væri handa um framkvæmdir þangað til stækkun skólans færi að gera gagn að því ,er tæki til fjölgun hjúkrunarkvenna. Skólastjórinn sagði þá (í nóv. 11961) að bersýnilegt væri að tíl stórra og skjótra aðgerða þyrfti að grípa um framhaldsframkvæmd ir. Hæstvirtur menntamálaráðherra skýrði frá því um daginn, að fundur hefði verið haldinn 6. maí 1964 í hjúkrunarskólanum og all ir hefðu á þeim fundi verið sam mála um að hefja ekki byggingar framkvæmdir fyrr en vorið 1965. Sannleikurinn er sá, að skóla- stjórinn lét þá í ijós ósk um að byrjað væri á byggingunni vorið 1964. En ríkisstjórnin hafði þá þegar ákveðið að nota ekki láns heimild til byggingarframkvæmd anna. Það voru þessi málalok 1964 sem sýndu læknum og hjúkrunar konum fram á, að án baráttu þessa stétta væri hætta á ferðum í byggingarmálinu. Sjúkrahúslækn ar og aðrir læknar skrifuðu þá undir áskorun um að hefja bygg inguna 1964 og Hjúkrunarfélag ís lands hélt félagsfund 11. ágúst 1964 og samþykkti áskorun, sem byrjað var að safna undirskriftum ' á fundinum. 300 hjúkrunarkonur I undirrituðu áskorun þessa og af- ! hentu ríkisstjórninni í síðasta mán I uði, en auðvitað hefur ríkisstjórn ; in vitað að slík áskorun var á leið I inni. Það er þessi áhugi hjúkrunar- stéttarinnar og læknastéttarinnar, sem hæstvirtur forsætisráðherra kallaði mjög óviðeigandi aðferð ir og sem hæstvirtur menntamála ráðherra leyfði sér að nefna gam anþátt. Ég vil benda hæstvirtum ráð- herrum á, að hjúkrunarkonum og læknum er bezt kunnugt um, að hér eru engin gamanmál á ferð og ekkert einkamál einstakra ráð herra, hvernig að heilbrigðismál- unum er unnið, þó ríkisstjórnin virðist standa í þeirri trú. Hæstvirt ríkisstjórn hefur með síðustu aðgerðum sínum bezt sannað það sjálf, að svo sannar- lega er þörf á áskorunum og eftir rekstri til þess að koma áleiðis framkvæmdum vegna heilbrigðis málanna og annarra nauðsynja- mála. Kvöldfundir Umræðan stóð allan venjulegan fundartíma neðri deildar. Hlé var gert á fundinum kl. 4.15 til kl. 5 og töluðu þá auk Kristjáns Thorlacius, þeir Björn Páls- son, Bjarni Benediktsson tvisvar, Þórarinn Þórarinsson, Gylfi Þ. Gíslason og Halldór E. Sigurðsson. Matarhlé var gert eftir ræðu Hall dórs og var fundi framhaldið kl. 8.30 og ætlunin að ljúka umræð unni og koma frumvarpinu il nefndar og 2. umr. All margir voru á mælendaskrá. Síðar verð ur sagt frá þessum umræðum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.