Tíminn - 19.03.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.03.1965, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 19. marz 1965 TIMINN 11 George Cooper og Dennls Holman fleiru og fleiru. Okkur átti eftir að takast að koma aftur á aga, og við liðum ekki mikið fyrir tímabilsbundna glötun hans. Ekki er sömu söguna að segja um alla aðra hópa, sem voru í fangabúðum þarna austur frá, og fjölda margar grafir í frumskógunum bera vitni um þessa staðreynd. Því er það, að halda verður uppi fullkomnum aga frá upphafi hjá mönnum, sem beðið hafa ósigur í bardaga. Hrísgrjónaskál og bolli af kaffi á dag — það var allt sem við áttum að lifa á, og það var ekki beint mikið. Mjög lítið var um sígarettur. Okkur tókst að ná í fáeinar njá Hollendingunum og Japönunum, en hvorugir vildu gefa of mikið af þessari dýrmætu vöru, og eftir því sem við urð- um svangari dró úr okkur kjarkinn. Menn, sem jargast höfðu af Encounter og Pope komu í seinni hópinn og þar við bættust nokkrir Bandaríkjamenn af kafbátnum Perch. Annan hvorn dag kom tundurskeytabáturinn að sjúkra- skipinu til þess að færa því vatn, þar sem vatnsgeymarnir voru ekki nægilega stórir fyrir svona margt fólk. Stundum gekk litli apalegi skipstjórinn um meðal okkar með sverð- ið sér við hlið og í inniskónum sínum, en að lokum hætti hann að koma, því að við spurðum of margra óþægilegra spurninga, sem hann gat ekki svarað. Sunnudaginn, 8. marz, 1942 sigldum við af stað til Bandjermasin, í fylgd með tundurskeytabátnum, og kom- um næsta kvöld til Macassar á Celebes, þar sem skipið lagðist við ankeri á flóanum. Næsta dag, sama daginn og við höfðum tekið við skipi okkar ári áður, lögðumst við upp að hafnargarðinum. Matsveinninn hafði búið til stór- kostlegan hádegisverð úr hrísgrjónum og öllu öðru, sem hann gat fundið, og við vorum í þann veginn að byrja að borða, þegar hópur vopnaðra varða streymdi um borð í skipið og rak okkur úr sjúkraskipinu og upp á bryggj- una. Vonbrigði okkar yfir að hafa misst af hádegisverðin- um eru ólýsanleg. Við grétum næstum því og vorum um leið öskuvondir. Bænir eða rifrildi dugðu .ekki til að fá varðmennina til þess að lofa okkur að borða matinn, og frá þessu augnabliki hötuðum við þá. Þetta var brennandi hatur, og stundum logaði upp úr, þótt oftast brynni það hægt og kæfandi, en það var alltaf fyrir hendi í hjörtum okkar, og eins og nagandi sársauki í maganum. Sem svar við þessu fóru varðmennirnir illa ----------------------------------------------------“] Héðan í frá er þetta saga um grimmd, ofsa, ofbeldi og þá djöfullegu hluti, sem allt þetta kom af stað, og um það, hvernig hver og einn brást gegn pyndingunum sem einstaklingur og einn úr hópi margra. Hinn illi tilgangur átti eftir að grafa undan mótstöðukrafti okkar með aðstoð stöðugs hungurs og lítillækkunar, illrar meðferðar og þrengsla og svo fengu líka sjúkdómar og vesaldómur að taka sinn toll. Margir dóu eins og greinar, sem rifnar eru af trjástofni, sem nota á í gálga, en þar sem stofninn var úr sterkri eik, sveigðist hann, en brotnaði ekki. Þegar vind- áttin breytti sér að lokum varð golan að hvirfilvindi hefnd- arinnar, sem snerist gegn Japönunum sjálfum og eyddi^ þeim. Þeir röðuðu okkur upp á hafnarbakkann, og létu okkur bíða þar í meira en klukkutíma á meðan þeir reyndu að teija okkur. Hitinn var hræðilegur, hitabeltissólin, sem stóð í hádegisstað varpaði brennandi geislum sínum niður á okkur án nokkurrar miskunnar, þarna sem við stóðum berhöfðaðir á hafnarbakkanum. Að lokum létu þeir okkur þramma af stað. Við fórum um kyrrlát, næstum mannlaus stræti, þar sem þetta hat- aða flagg hékk út um hvern einasta glugga, og fór í taug- arnar á okkur um leið og það dró úr áliti okkar á íbúunum. Þær fáu hræður, sem voru úti við fylgdust með af ein- hvers konar þegjandi ákafa. Það var hræðilega niðurdrep- andi að sjá þessa átta hundruð brezku liðsforingja og óbreytta menn ganga í gegn um hverfi hinna innfæddu í austur-indískri borg undir eftirliti nokkurra japanskra varð manna. Ég geymi með mér bitrar endurminningar, en minn- ingin um þessa göngu er ein sú allra bitrasta. Þar fyrir utan var gangan okkur hreinasta kvöl, því að við urðum að þramma eina 4 km eftir brennandi heit- um götunum, sem sviðu fætur okkar. Ég hafði fengið inniskó um borð í sjúkraskipinu og var með þá á fótunum, en ég gat tæplega gengið, svo aumir voru fætur mínir, sem þegar voru orðnir upp blásnir af vannæringu. í hvert skipti, sem við sáum byggingu við veginn, héld- um við, að við værum komnir á leiðarenda. Loks komum við að hermannabröggum, fórum inn um hlið og Vorum Iátnir nema staðar. Allt var sóðalegt og ruslaralegt og grasið hafði auðsýnilega ekki verið slegið nýlega, því að það var orðið tveggja feta hátt. Við sáum hundrað hol- lenzka fanga, sem störðu á okkur út á milli rimlanna í glugganum, en þeir höfðu verið lokaðir inni, þegar von var á okkur. Þessi staður virtist ekki vera sérlega aðlaðandi. Sextíu og þremur liðsforingjum var skipað að fara inn í skrifstofubyggingu, með fjórum herbergjum, en mennirn- ir voru sendir í ýmsa bragga, sem upprunalega höfðu ver- ið byggðir fyrir innfædda hermenn. Þarna var ekkert af - ---------------- - - - ■ - - «-------------------■ hjarta . . . Ég vogaði mér að-líta á Esmond og skildi að hann var að hugsa það sama og ég. Andlit hans var náfölt. Ég reyndi að binda enda á þennan leiðinlega atburð. — Conrad, Kate, komið þið með mér . . . — Nei, sagði Esmond, stuttara- lega. — Verið kyrr hér, ungfrú Bray. Þið börn farið í skólastof- una. Þegar við vorum orðin ein var ég mjög vandræðaleg. Þrumugnýr rauf þögnina. Hann sneri sér að mér og hann var svo sorgbitinn á svip, að mig langaði mest til að gráta. — Ég bið afsökunar á þessu. Þetta hefur í yðar augum áreiðan lega verið óskiljanlegt og heimsku legt. — Óskiljanlegt, já, sagði ég — en það skiptir engu máli. — Mér þykir það leiðinlegt vegna yðar . • . . og að platan . . en ég er viss um, að hvorki Kate né Con- rad ætluðu sér að eyðileggja hana. — Auðvitað ekki, sagði hann. —Og hvað sem því líður hefur mig mörgum sinnum langað að eyðileggja hana, en hef hef ekki fengið það af mér . . . Það er of sárt fyrir mig að hlusta á hana, . . heyra raddirnar okkar . . henn- ar . frá þeim tíma, þegar við vorum hamingjusöm. Hann kyngdi hraustlega. —Já . . já, ég skil, tautaði ég. — Já, þér skiljið svo mikið, hélt hann áfram. Þér eruð ein- kennileg stúlka, furðulega hlédræg og hógvær manneskja . . og aldrei uppáþrengjandi . . samt finn ég alltaf styrkinn af návist yðar, Sheylly . . . þér eruð mér til mikillar hughreystingar . . Mér líður vel að vita af yður hjá börn unum mínum. Ég fylltist djúpri gleði yfir orð- um hans. Ef ég hafði veitt hon- um örlitla hughreystingu hafði ég ekki lifað til einskis. Hann hélt áfram að tala í þessum torkenni- lega málrómi . . hann var ger- breyttur frá drengjalega, glað- lega manninum, eða fræga hljóm- sveitarstjóranum, sem ég hafði séð hingað til. — Vesalings Con, ég var strang ur við hann. Auðvitað skilur hann DENISE ROBBINS 15 og brátt heyrðum við fyrstu þrum una. — Nú eru englarnir að banka saman skýin, sagði Kate. Esmond brosti til mln. — Er það útskýring ungfrú Bray á þrumuveðri. — Nei, sagði ég. — Eg reyni að gefa þeim skiljanlega en vís- indalegu skýringu. Ég held að þetta sé ein af sögunum hennar Döddu. —Kannski kemur hún ein- hverntíma. — Hún á að koma á morgun, sagði Kate, sem alltaf vildi að hlutirnir gerðust strax. — Varla á morgun, kannski seinna, vina mín endurtók Es- mond þurrlega að því er mér fannst. — Ég ætla að setja á aðra plötu, sagði Conrad og gekk að glæsi- lega stereo grammafóninum. Es- mond gaf mér bendingu um að koma til sín. — Ég hef aldrei minnzt á vesalings gömlu döddu, en hún kom miklum leiðindum af stað hérna síðustu vikurnar. Þess vegna vil ég helzt ekki að hún| komi hingað. Hún talar of mikiði — um kjánalega hluti sem henni: koma ekki við né hún hefur vit á. Ég kinkaði kolli. Mér hafði skil- izt hið sama hjá sumu þjónustu- fólkinu. Esmond hélt áfram: — Þegar . . . Veronica lifði, var Dadda, trúnaðarvinur hennar. Hún var eins konar herbergisþerna hennar . . . en mér fannst konan mín treysta henni fullmikið. Seinna kom í ljós, að ég hafði rétt fyrir mér. — Ég hafði ekki minnsta grun um, hvað hann átti við og þegar hann sá svipinn á andliti mínu, hló hann stuttlega. — En það heyrir fortíðinni til, gleymum því. Já, hugsaði ég, enginn segirl meira um það. Þau byrja öll að| tala um Veronicu og þagna svo skyndilega. Það getur gert mig vit: lausa. Skyndilega kom Conrad tii okk- ar og af einhverjum ástæðum fór hann að tala um móður sina, en það hafði hann ekki gert í lang-, =m tíma. - Hvers vegna spilum við aldrei plötuna hennar mömmu meira? spurði hann alvarlegur. i Ég virti Esmond fyrir mér og sá hvernig svipur hans breyttist . . . ég sá að hann varð að beita sig kröftum til að svara rólega. — Ég held að hún hafi brotn- að, vinur minn, svaraði hann. — Nei, andmælti Conrad. ég sá hana undir hinum plötun- um, ég sýndi Kate hana. Við skul- umspila hana pabbi. Esmond reis upp. — Nei, sagði hann hásum rómi. Mér gafst ekki tími til að leiða hugsanir Conrads á aðrar braut- ir því að hann hélt áfram. — En ég vil spila hana, pabbi, ég vil það . . . Svo sneri hann sér að mér. — Það er plata, sem pabbi og manna bjuggu til þegar ég var lítill, en ég man eftir því. Við sungum öll inn á hana og svo I lét pabbi búa til almennilega plötu úr því. Nú kom Kate að, hún hélt plötunni í hendinni — Ó, pabbi, spilum hana. Ég: vil heyra í mömmu. — Kate, Conrad, ef pabbi ykk- ar vill ekki. byrjaði ég, en Es- mond greip fram í fyrir mér. — Settu plötuna aftur á sinn stað, Kate ... Hann talaði óvenjulega ákveð- ið til dóttur sinnar og ég skildi hann. Það hlaut að vera óbæri- legt fyrir hann að heyra rödd hennar, sem hann hafði elskað svo innilega. En auðvitað skildu börnin það ekki og þá gerðist það. Conrad reyndi að ná plötunni frá Kate. Hún sleppti henni skelfd. Platan var af gamaldags gerð og brotn- aði í mél. — Ég var mjög örvæntingar- full. Conrad var náfölur og Kate fór að gráta. Ég þorði ekki að líta á Esmond, ég beygði mig niður að safna saman brotunum. Conrad, sem hafði ákaflega mik- ið skap, sneri sér skyndilega að föður sínum. — Það er þér að kenna pabbi, það varst þú, sem barst ábyrgðina á þvi, að hún brotnaði. Ég heyrði Döddu segja Theresu, að þú hefðir líka brotið hörpuna hennar mömmu. Dauðaþögn. Hörpuna hennar . . Hvað átti hann við með því. Meinti'hann ekki hjarta? Ég var viss um það. Hann hafði ekki heyrt rétt, það sem hin máluga barnfóstra hafði sagt . . . en hann mundi orð, sem minnti dálítið á það ekki . . . hvernig ætti hann að gera það? Og það, sem hann hafði heyrt . . ja þér skiljið sjálf- sagt hvers vegna Dadda varð að fara . . hún lifði á heimskulegu slaðri. . . Alveg eins og Laucien Valguy, hugsaði ég. — Orðið, sem Conrad hefur heyrt, var auðvitað ekki harpa, sagði Esmond. — Konan mín hafði ekkert yndi af tónlist og lék ekki á hljóðfæri. Það sem Con rad hefur heyrt var að ég hefði brotið hjarta hennar. Ég kinkaði dapurlega kolli. — En það er ekki satt, hrópaði hann ofsalega. — Það er and- styggilegt að segja það. Ég tilbað Veronicu. En ég ætla mér ekki að róta upp í fortíðinni og flækja yður inn í það. Ég hef engan rétt til þess. En þér berið ábyrgð á börnunum mínum. Þér eruð eins og ein af okkur . . þér hafið sjálfsagt heyrt ýmislegt . . og það hlýtur að vera erfitt fyrir yður annað veifið. Kannski skiljið þér núna, hvers vegna ég vil helzt ekki að það sé talað um konuna mína. Ég skildi ekkert meira en áður, en ég lét hann halda áfram að tala. — Ef einhver hafði brostið hjarta þá var það ég, sagði hann stuttlega. Svo reis hann upp og bað mig að fyrirgefæ þetta allt. — Þökk yfrir, hvað þér hafið ver- ið skilningsríkar og þökk fyrir allt sem þér gerið fyrir mig, sagði hann að lokum. — En ég geri ekki nokkura skapaðan hlut, stamaði ég. — Jú, aðeins með því að vera

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.