Alþýðublaðið - 10.05.1957, Side 6

Alþýðublaðið - 10.05.1957, Side 6
s Alb vSublaðið Föstudagur 10. maí 1957 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Biaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilia Samúelsdóttir. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4906. Afgreiðslusími: 4900. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Góðir gestir frá OEEC UHDANFARNA daga hafa dvalizt hér á landi í heim- sókn góðir gestir frá OEEC, efnahagssamvinnustofnun Evrópulandanna, þeir J. F. Cahan, aðstoðarforstjóri stofnunarinnar, E. Erichsen og K. Andersen. Er þetta fyrsta heimsókn ráðmanna OEEC og munu þeir hafa rætt við íslenzk stjórnar- völd um starfsemi stofnun- arinnar og ýmislegt varð- andi efnahagssamvinnumál þátttökuríkja. Efnahagsstofnunin var upphaflega stofnuð í sam- bandi við framkvæmd Mar- shaliáætlunarinnar, sem ís- lendingar nutu í ríkum mæli góðs af og hafði geysimikla þýðingu fyrir uppbyggingu atvinnuvega hér á landi á erfiðleikatímum. Eftir að því fyrsta hlutverki lauk, hefur stofnunin starfað áfram að aukinni efnahagssamvinnu Evrópuríkjanna og haft verulega þýðingu í þeim efn um. íslendingar selja nú um 45 % af öllum útflutningi sín um til þeirra landa, sem taka þátt í efnahagssamvinn unni, en kaupa þaðan um 42% af öllum innflutningi sínum. Má af þessum tölum marka, hversu mikilvæg samvinna okkar við þessi Helen Keller FY'.RiR iöngu hefur nafn Helenar Keller borizt um víða veröld. Hún er óræk sönnum þess, hve langt mann eskjan kemst, þótt hún tnissi það, sem dýrmætast er hverj um einstaklingi, sjón og heyrn. Þrekvirki hennar, sem sigrazt hefur á mestri mannlegri reynslu, er for- dæmi öllum þeim, sem ekki ganga heilir til leiks. Með fádæma elju og þreki tókst henni að læra að tala, þótt hún heyrði ekki, skrifa og lesa, þótt hún sæi ekki og lyfta sér upp úr auðnartómi skugga og þagnar. Hún er hin menntaðasta kona, rit- höfundur og hugsuður, hress í framkomu og glöð í "anda. Helen Keller hefur hvar- vetna viljað miðla öðrum af sárri reynslu sinni, en jafn- framt hefur hún borið mann legum þroska og sigri fagurt vitni. Þannig hefur hún ver- ið styrkur blindum og dauf- dumbum, hvar sem hún hef- ur farið, en engu síður er hún öllum mönnum lifandi tákn þess, hverju mannsand inn fær áorkað með þraut- seigju, viljakrafti og trú- mennsku. Helen Keller er nú öldruð kona, hátt á áttræðisaldri, en samt heldur hún ótrauð á- fram að ferðast og vera öðr- um til hjálpar og uppörvun- ar. Megi henni jafnan vel farnast og hennar njóta sem lengst við, og gæfa fylgi störfum hennar á ævikvöld- inu. S.G.T. Félagsvisfin í G.T.-húsinu í kvöltl kl. 9. Síðasta spilakvöldið í vor. DANSINN hefst kl. 10,30. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 3355. ríki er, enda teljast til þeirra flest nágrannaríki okkar og margar beztu og elztu við- skiptaþjóðir. Er vonandi, að þessi samvinna ekki aðeins haldist sem bezt, heldur auk ist í framtíðinni, enda eru viðskipti við þessi grannríki af mörgum sökum hin eðli- legustu. Nú eru á döfinni miklar fyrirætlanir um að gera þessi Vestur-Evrópulönd að einu voldugu markaðssvæði. Verði þessi áætlun að veru- leika, mun hún vafalaust reynast einn af hornsteinum nýrrar Evrópu og bæta lífs- kjör þeirra milljóna, er þar búa. En mál þetta er á frum- stigi og mikla erfiðleika þarf að yfirstíga, áður en mark- inu er náð. Er sjálfsagt fyrir íslendinga að fylgjast með því af athygli og hyggja að hagsmunum sínum, þegar hið nýja markaðsbandalag kemst á legg. Hefur ríkis- stjórnin fyrir nokkru síðan falið þrem færum hagfræð- ingum að kanna málið ýtar- lega og fylgjast með því. Það er athyglisvert að heyra frá fyrstu hendi um þessi mál, en hr. Cahan er hinn fróðasti um þessi mál sem önnur, er lúta að efna- hagsmálum Vestur-Evrópu. Herra forseti: ÞAÐ VORU sannarlega góð- ar fregnir fyrir heiminn að all- ir erlendir innrásarherir hafa nú verið fluttir á brott úr landi Egypta, og þar með hefur endir verið bundinn á hið hættuleg- asta ástand, sem mundi hafa getað leitt til nýrra bardaga í nálægum Austurlöndum og haft í för með sér ómælanlegar fórn- ir á mannslífum og eyðilegg- ingu á löndum og eignum. Þetta eru góðar fregnir öllu fólki og öllum þjóðum, sem að þrá sann- an frið í heiminum, raunveru- legan frið, en ekki aðeins frið í orðum og upphrópunum. Ef 1 ófriðarástandið hefði haldizt áfram í nálægum Austurlönd- um, þá mundi þar brátt hafa orðið allsherjar ófriður í þess- um löndum, og allar líkur benda til þess, að hann hefði breiðzt út víða, ekki aðeins til hinna nálægu ríkja Araba, held ur mundu heimsveldin bráðlega hafa leynilega tekið þátt í þess- ! um leik tortímingar, og síðan hefði slík þátttaka orðið aug- ljós og þriðja heimsstyrjöldin í allri sinni grimmd og skelf- ingu hafa skollið á. Þessu hef- ur nú verið afstýrt — í bili að minnsta kosti — og heiðarlegir og góðviljaðir menn um allan heim biðja þess og þrá það ein- læglega, að traustur og varan- legur friður komist á. Máltækið segir: „Allt er gott, sem endar vel“. En getum við í sannleika sagt, að núverandi málalok bindi raunverulegan endir á hið hættulega ástand? Það fer því miður fjarri því. Við höfum ekki enn náð að rót- um vandamálsins, og þessvegna vex hið illa tré áfram og breið- ir sínar þungu greinar yfir höf- uð manna og skapar skugga efa- semdanna, ótta og jafnvel hat- | urs í sambúð þeirra. Við verð- um að uppræta rætur vanda- | málsins. Það er lausn þess, sem nú bíður Sameinuðu þjóðanna. | Vér, sem höfum fylgzt með störfum Sameinuðu þjóðanna á ! undanförnum árum, minnumst greinilega hinna ákveðnu mót- mæla Arabaríkjanna, þegar Ísraelsríki var stofnsett árið j 1947. í kjölfar þess kom ófrið- ' urinn gegn ísrael árið 1948. Það var hryllilegur viðburður. Vopnahléssáttmálinn 1949 vakti vonir okkar um það, að frið- samleg sambúð gæti hafizt í þessum þjáðu landshlutum. Þetta varð þó aldrei og innrás ísrael inn í Egyptaland hinn 29. október s.l. var sorglegasta afleiðingin af fjandskapnum, sem ríkti milli jDessara ríkja. Það er ekki tilgangur minn að meta hér eða dæma um orsak- irnar eða afleiðingarnar af þess- um viðburðum. Vér höfum orð- ið að horfa upp á það, að ófrið- ir brauzt út, og hefur geisað fram til þessa dags. Þessi ófrið- ur er nú á enda. Guði sé lof. Ef friðu.r á að haldast verða allir aðilar að gjöra sér far um að læra af reynslunni og hug- leiða ýms atriði þessa rpáls. Margir áhrifaríkustu stjórn- málarr ?nn fjölda margra landa hafa Lvað eftir annað staðhæft það, a '5 _ ísrael skuli áfram standa. A blaðamannafundi í Washington í gær viðhafði Eis- enhower forseti þessi ummæli: „Við verður að viðurkenna það, að Israel er söguleg staðreynd. „Við verðum að viðurkennaþað, og vandamál þess eru svipuð vandamálum sérhverrar ann- arrar þjóðar“. Þess er einnig að minnast, að Arabaríkin á þessu landsvæði eiga einnig sín Ræða Thor Thors ambassadors, aðalfullfrúa Islands á allsherjarþingi Sam- þjóðanna. vandamál við að etja, og við verðum að skilja þau og leysa þau á fullnægjandi hátt. Eitt af erfiðustu og alvarlegustu vanda málunum er meðferð á nálega einni milljón Araba-flótta- i manna, og þeim verður að fá heimili og sæmileg og örugg lífsskilyrði. Arabar og Israel verða að ná samkomulagi um lausn þessa brennandi vanda- ! máls, og það vekur vissulega vönir okkar, að rausnarlegri hjálp og einlægri aðstoð hefur verið lofað í þessu alvarlega máli af mörgum helztu þjóðum heimsins. Hvað snertir Aqaba-flóknn, þá óskar íslenzka ríkisstjórnin að tjá sig samþykka þeim yfir- lýsingum, sem fulltrúar fjölda margra ríkja hafa gefið hér, þess efnis að flóinn og Tiran- sundið eigi að vera opin fyrir alþjóðlegum siglingum, og að skipum allra þjóða beri réttur til friðsamlegrar umferðar. Rísi ágreiningur út af þessu máli verður aðeins unnt að fá úr hon um skorið hjá hinum alþjóð- lega dómstól í Haag, en eigi með öðru móti. Herra forseti: Þegar nú bardögunum milli Egypta og ísraelsmanna hefur slotað, þá skulum við vona, að er tímar líða, þá takist þjóðum Araba og ísrael að finna leið- ir til að ná gagnkvæmum skiln- ingi og leysa sameiginlega mál þeirra, svo að þessi lönd beri gæfu til að lifa í friðsamlegri sambúð. Undanfarna fjóra mánuði hefur ríkt óvissa og mikill órói í heiminum, og það hefur reynt meira á styrk og starfshæfni hinna Sameinuðu þjóða en nokkru sinni fyrr. Hinar Sam- einuðu þjóðir hafa komizt út úr þessum hættulegu tímamót- um í lífi þeirra og þessum eld- raunum, að ég held styrkari en nokkru sinni fyrr, og þora þess vegna að horfa djarflega fram- an í alla sína gagnrýnendur. Okkur virðulegi, sístarfandi forstjóri á vissulega skilirín | mikinn hluta þakklætisins fvrir þessi afrek, og hann hefur verð- ! skuldað virðingu okkar fyrir 'stjórnkænsku sína, samnings- jlipurð og fórnfýsi. Okkur ber heldur ekki að gleyma hinum mörgu hæfileikamönnum með- al starfsmanna Sameinuðu þjóð anna, sem vissulega hafa lagt sitt af mörkum við að aðstoða forstjórann. Það er einnig stað- reynd, að Sameinuðu þjóðirnar geta aldrei verið meiri eða Styrkari eða í rauninni neitt annað, en það sem þátttökurík-- in vilja að þær séu. Við hljót- um einnig allir að viðurkenna það, að forseti Bandaríkjanna og fulltrúar þeirra hér hjá hin- um Sameinuðu þjóðum og í Washington hafa sýnt mikla stjórnvizku og þolgæði í þess- um málum, og á þann veg hafa þeir stýrt framhjá mörgum örð ugum hjalla í þessu máli og komið á viðunandi lausn. Það er góðs viti, að Israel og Banda- ríkin hafa samið um lausn þessa máls í gagnkvæmu trausti, og að forsætisráðherra ísrael hef- ur byggt hina erfiðustu ákvörð- un sína á trausti á hinum Sam- einuðu þjóðum. Það spáir einnig góðu um framtíðina að íhuga það, að hinn virðulegi utanríkisráð- herra Egyptalands hefur jafn- an komið fram af háttvísi og stillingu á hinum hættulegustu augnablikum hins örlaga- þrungna kapítula sögunnar, sem nú er góðu heilli lokið. Með þessar hugleiðingar allar fyrir sjónum okkar skulum við horfa mót framtíðinni og vona það, að friður og farsæld verði hlutskipti allra þjóðanna í ná- lægum Austurlöndum á kom- andi tímum. Laus sfaða, Stúlku vantar í skrifstofu Mjólkureftirlits ríkisins frá næstu mánaðamótum. — Laun samkvæmt launalög- um. Umsóknarfrestur er til 25. þ. m. Reykjavík, 9. maí 1957. Mjóikureftirliísmaður ríkisins. Yfirhjúkrunarkona óskast. Ýfirhj úkrunarkonustaðan við Siúkrahús Siglufjarð- ar er laus til umsóknar frá 1. október næstk. að telja. Upplýsingar um kaup og kiör og annað varðandi starfann gefur Olafur Þ. Þorsteinsson, sjúkrahússlæknir og und- irritaður. Umsóknir skulu sendar á bæjarskrifstofuna í Siglu- fiði fyrir 1. júlí næstk. / Siglufirði, 2. maí 1957. BÆJARSTJÓRINN í SIGLUFIRÐI. Jón Kjartansson*

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.