Alþýðublaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 7
Föstudagur l#. maí 1957 AI þ ý g u b I a g i g ' i. „HVAÐ ERTU að gera núna?“ Þessi eru síðustu orð, er ég minnist, að vinur minn Jón Jóhannesson segði við mig. Svipuð orð hafði hann oft haft yið mig áðúr, enaldreihafðimér áður skilizt, að spurningin var runnin beint frá hjartarótum hans, sprottin af ríkri hneigð í fari hans. Vinnusemin var hon- um í brjóst lögð. Hún var á- stríða hans, og vinnan var hon- um na’utn. Það var honum mikil gœfa að þurfa ekki að lifa án vinnu. Slíkt hefði verið honum óbærilegt. Engán mann hefi ég þekkt vinnugefnari en Jón Jóhannes- son. Og þessi þáttur í eðli hans kom fljótt í ljós. Á skólaárum sínum las Jón námsgreinir all- ar af kappi, þótt áhugi hans imeigðist þá þegar í tiltekna átt. En honum nægði ekki náms Tbókalestur einn. Þegar aðrir brugðu á leik eftir dagsins önn, lá leið hans niður Menntaveg- ínn í Amtsbókasafnið til þess aðrgrúska í. Fornbréfasafni. Og Jón hélt áfram „Mennta- veginn“ í „Fornbréfasafnið" til ihinztu stundar. II. Vinnusemi er að vísu condi- .tio sine qua non vísindamanni á borð við Jón Jóhannesson, en lirekkur ein skammt. Enginn verður jafnglöggskyggn og grandvar vísindamaður sem ihann, nema hann hafi heila af sérstakri og mjög óvenjulegri gerð. En það vildi nú svo til, að Jón var í heiminn borinn mneð slíkan heila. Hann var ó- venjunæmur og óvenjurökvís og óvenjuhugkvæmur um rök- leg efni, og minnið var óvenju- mikið og trútt. Skýrleika hans í hugsun og framsetningu var við brugðið. Hann gat greitt liinar erfiðustu rökflækjur, svo að allt varð ljóst, virtist liggja í augum uppi. Jón var gagnrýninn mjög, næmur á gild rök og rökvillur. Og hann gat einbeitt sér svo skarplega að hverju viðfangsefni, er hann glímdi við, að fáir munu eftir leika. Hæfileikar Jóns Jóhannes- sonar voru svo miklir og fjöl- þættir, að hann hefði getaðunn- ið flest störf vel og mörg af- feurðavel. En áhugamál hans foeindust snemma inn á tiltekn- ar brautir, svo að honum reynd- ist auðvelt að hasla sér völl í fræðunum. Ef haft er hop af hvoru tveggja, hæfileikum og áhugaefnum, hygg ég, að Jón hefði ekkert starf betur unnið en það, sem varð ævistarf hans: að vera prófessor í sögu Islands. Ég hefi ekki hugsað mér að rekja hér vísindastörf Jóns Jóhannessonar. Það verður ekki gert í stuttu máli. En ég leyfi mér þó að vekja athygli á því, að Jón var sagnfræðingur í stíl Ara fróða. í afstöðunni til við- fangsefna sinna og vali eru þeir ábærilega líkir. Þeir voru báð- ír um fram allt vísindaleg'ir sagnfræðingar, sem skildu vel gildi heimildakönnunar. Ég efa, að aðrir íslendingar hafi verið þeim fremri í heimildagagnrýni né gætt betur hógværðar í dómum. III. Kynni okkar Jóns Jóhannes- sonar hófust vorið 1928, er hann tók próf utan skóla upp úr 2. feekk Menntaskólans á Akur- eyri (er þá hét raunar Gagn- fræðaskólinn á Akureyri). Við uirðum sambekking'ar og lukum feáðir stúdentsprófi á Akureyri vorið 1932. Við hófum báðir nám í íslenzkum fræðum í heimspekideild Háskóla íslands liaustið 1933. Við vorum sam- Minningarorð m kennarar við Menntaskólann á Akureyri einn vetur (1942—’43) og viðHáskólann frá 1951. Leið- ir okkar hafa þannig legið mjög saman. Tvö síðustu menntaskólaárin bjuggum við Jón hlið við hlið á háaloftinu á suðurvistum í Menntaskólanum á Akureyri. Sambýlismaður Jóns var Rafn Jónsson tannlæknir, en minn Páll Ólafsson (og um tíma Ár- mann bróðir minn). Minnist ég þess ekki, að upp kæmi nokkru sinni nábúakrytur í þessu ná- býli. Þunnur skilveggur greindi að vistaiverur okkar, og oft var ræðzt við herbergja á mill- um. Flugu þá oft spaugileg orð, og átti Jón ekki minnstan þátt í því. Enginn skyldi ætla, að Jón Jóhannesson hafi verið þurr fræðagrúskari, sem enga samleið hafi átt með venjulegu fólki. Hann var að vísu ekki allra. En í hópi vina var hann manna fjörugastur og gaman- samur. Gamansemi Jóns var rammíslenzk eins og allt hans eðli. Spaugsyrði hans voru ekki sögð út í hött. Hann hitti ávallt í mark, var hnyttinn og smell- inn. Hann gat verið meinyrtur, ef svo vildi verkast. En hann brá því ekki oft fyrir sig, því að hann var góðviljaður maður, þótt hann léti ekki góðvild rugla dómgreind sína. Jón Jóhannesson iðkaði lítt íþróttir. Má vera, að því hafi valdið, að hann var ei heill öðr- um fæti. Einn leik stunduðum við þó á háaloftinu, og var Jón fremstur allra í honum. Var enginn sá, er þann leik þreytti við Jón, að efra skjöld bæri. Jón var að vísu sterkur maður og viðbragðsfljótur, en ég hygg, að þessir hæfileikar hafi ekki riðið baggamuninn. Hér komu einkum til greina andlegir eig- inleikar, fundvísi á veilur and- stæðings, kunnusta í að grípa rétt tækifæri. Sömu hæfileik- ar komu fram, er Jón átti í orðasennu. Hann var erfiður andstæðingur. Á yngri árum að minnsta kosti iðkaði Jón nokkuð bridge og tafl. Við spiluðum um tíma saman bridge. Rökvísi hans og skörp hugsun kom þá mjög skýrt í ljós. Taflmaður var Jón góður í skóla, en mér er ókunn- ugt um, hvort hann hefir iðkað þá list hin síðari ár. Ég fullyrði, að Jón hefði orðið í allra fremstu röð bridgemanna og taflmanna, ef hann hefði tímt að fórna tíma sínum til slíkra iðkana. Eftir að við urðum samkenn- arar við heimspekideildina, átt- um við Jón vitanlega marghátt- uð samskipti, þó einkum fræði- leg. Jón var, eins og vænta mátti, mjög fróður um mál- fræðileg efni og gerði sér vel ljóst, hve málf-ræðin er mikil- væg hjálpargrein þeim, er við sagnfræði fást. IV. Það er merkilegt að vera vís- indamaður, en mikilsverðara er þó að vera maöur. En ég held, að allir verulega miklir vísinda- menn séu jafnframt miklir menn. Þeir kunna að hafa mikla persónulega galla, þeir kunna að hneyksla ýmsa meðalmenn, þeir eru oft og' einatt ekki við alþýðuskap. En það býr eitt- hvað mikið í þeim. Jón Jóhann- esson var einmitt einn af þess- um miklu vísindamönnum, sem létu lít^ð yfir sér, en búa yfir miklu. Ég veit ekki, hvað Jón Jóhannesson hefir metið mest. 1 Hann var ekki hneigður fyrir heimspekilegar vangaveltur, og við ræddum aldrei saman um lífsins vanda. En ef álykta skal af ritum Jóns og öllu ævistarfi, virðist mér einsýnt,* að sann- Jón Jóhannesson prófessor. leikurinn hefir verið hans ■guð. Sannleikurinn, allur sann- leikurinn og ekkert nema sann- leikurinn var stefna hans. Jón Jóhannesson hafði geysi- mikla tengigáfu („kombinati- ons-hæfileika“). Það er gott vís- indamanni, en jafnframt hættu- legt. Mörgum hefir orðið hált á því að tengja saman staðreynd ir einvörðungu af því, að allt virðist falla í ljúfa löð, ef gert er. Jón féll aldrei í þá gryfju. Hánn var vel á verði, lét dóm- greindina meta þá möguleika, sem tengigáfan benti honum á. Mér er það persónulega sár harmur, að vinurminn,bekkjar- bróðir og samstarfsmaður skuli hafa fallið í valinn um aldur fram. Persónulegir harmar skipta að vísu ávallt máli. En hér er um miklu meira að ræða. Fremsti merkisberi íslenzkrar menningar á sínu sviði er fall- inn frá. Það er óbætanlegur hnekkir Háskóla íslands að missa mesta sérfræðing sinn í sögu íslands frá upphafi til siðaskipta. íslenzka- þjóðin á á bak að sjá einhverjum fremsta vísindamanni sínum, sem hefði áreiðanlega ekki legið á liði sínu, heldur haldið áfram að rannsaka sögu þjóðarinnar og skrifa um hana á sinn ljósa og skipulega hátt. Mikið skarð stendur opið og ófullt í mennta- gárði þjóðarinnar. Konu Jóns, frúGuðrúnuHelga dóttur, og syni hans ungum, Helga Jónssyni, votta ég samúð mína. Ég veit, að þau geyma í hug sér minningu um afburða- mann. En það gera jafnframt allir, sem kunnir eru ævistarfi Jóns Jóhannessonar. V. Jón Jóhannesson er fæddur í KVENNAÞATTUR NYR TIZKULITUR. „Sari-Peach:‘ eða appelsínu- bleikur litur er um þessar mund- ir að verða einn vinsælasti tízku liturinn í hinurn enskumælandi heimi. Eins og nafnið bendir til er uppruni hans í hinurn indverska sarikvenklæðnaði, sem af flest- um er til þekkja er álitinn einn glæsilegasti og ,,klassískasti“ kvenklæðnaður er til er. Sagt hefur verið um hann, að ekki sé til sú kona er hann klæði ekki. Litir þessa klæðnaðar hafa verið margir og mismunandi, en ný- lega mun hafa farið að bera svo mikið á þessum appelsínubleika lit, að þegar Evrópukonur taka hann upp í klæðnaði sína, þá kenna þær, eða kannski öllu heldur tízkufrömuðurnir hann við hinn indverska púning. Fræg tízkufirmu hafa þegar hafið framleiðslu hverskonar skartgripa í þessum lit, auk þess sem vitanlega er hægt að fá hverskonar fegrunarmeðul s. s. varalit naglalakk og púður í þessum lit. Litur þessi hefir það þó eink- um til síns ágætis hve vel hann gengur með öllum mögulegum öðrum litum. Hann fer ákaflega vel með hvers konar gulum og grænum litum. Með hvítu er hann mjög fallegur. Til að ná ríkulegri fyll- ingu í litasamsetningunni er gott að nota hann með bláu. Með svörtu virkar hann „dramatísk- ur“. Grátt og drapplitað er einn- ig sérlega vel fallið til notkun- ar með honum, en þá sem auka- litir. Sé um fölleitar konur að ræða, skal þeim að vísu ráðið frá að nota hann mikið. Hinsvegar er tilvalið fyrir ljóshærðar stúlkur að nota hann í hvers konar snyrti varningi og sama máli gegnir um rauðhærðar og brúnhærðar stúlk ur. Á myndinni, sem hér fylgir með, er um að ræða kjól í þess- um lit með skóm í sama lit. annig er liturinn ákaflega vel heppnaður sem aðallitur í fatn- aði án nokkurra aukalita, en jafnframt má gjarnan nota hann á skóm, hatti, hönzkum og tösk- um þá með einhverjum áður- nefndra aðallita. T. d. verður ein aðalvordragtin í Englandi, grá flannelsdrakt, með öllu til- heyrandi í þessum lit. Hrísakoti í Vatnsnesi 6. júní 1909. Foreldrar hans voru þau hjónin Jóhannes Pétur Jónsson (1868—1938). og Guðríður Guð- rún Gísladóttir (1882—1951). Jón ólst upp með foreldrum sín- um í Hrísakoti. Þess varð fljótt vart, að hann var hneigður til náms. Hann las utan skóla fram- an af og tók próf upp í 3. bekk Menntaskólans (GagnfræðaskóJ- ans) á Akureyri vorið 1928. Síð- an stundaði hann þar nám til stúdentsprófs. Hann lauk stúd- entsprófi vorið 1932 með mjög hárri I. einkunn. Hann stund- aði nám við heimspekideild Há- skóla íslands 1933—1937, lauk þar kennaraprófi í íslenzkum fræðum snemma árs 1937 með fyrstu einkunn. Aðalgrein hans var saga íslands. Hann Iauk doktorsprófi við Háskóla íslands 1942. Doktorrit hans var Gerðir Landnámabókar. Hann stundaði sögunám í Öxnafurðu á vegurn British Council 1950—1951. Jón var stundakennari við Verzlunarskóla íslands 1938— 39, Menntaskólann í Reykjavik 1939—’41, Menntaskölann á Ak- ureyri 1942—’43. Hann var setí- ur prófessor í íslandssögu við Há skólann 1943—’44, settur dósent í sömu grein frá 1. janúar 1945, skipaður frá 1. maí sama ár. Hann kenndi þó einnig haust- misserið 1944. Hann var skipað- ur prófessor frá 1. janúar 1951. Jón hefir nokkrum sinnum veríð deildarforseti og ótt sæti i há- skólaráði. Jón átti sæti í stjórn Sögo- félags frá 1945 (varastj. 1941—■ ’45), í stjórn Hins ísl. fornleifa- félags frá 1947 (varastj. 1941— ’47). Hann var kjörinn félagi í Vísindafélagi íslendinga 1944 og ritari þess 1946—’47. Auk kennslustarfa hefir Jon stundað mjög ritstörf. Verður ekki allt talið hér, en hið helzia er þetta: Björn at Haugi (í Afmælisriii helguðu Einari Arnórssyni, 1940). Gerðir Landnámabókar (doktorsrit, 1941), Reisubók Bjarnar Jórsalafara (í Skírni 1945) , Hirð Hákonar gamla á íslandi (í Samtíð og sögu IV., 1948), Tímatal Gerlands í is- lenzkur ritum frá þjóðveldisöid (í Skírni 1952), Gissur galli (4 Svipum og sögnum II'í., 1953)j Um verzlun á þjóðveldisöld (i Nýjum tíðindum 1. apr. 1955), Formáli fyrir Islendingabók, ljósprentaðri 1956, íslendinga saga I., 1956, Aldur Grænlend- inga sögu (í Nordælu 1956), Ói- afur konungur Goðröðarson (i Skírni 1956), Réttindabarátta. ís- lendinga í upphafi 14. aldar (i Safni til sögu íslands, 2. fl. h, B, 1956). Þá hefir Jón skrifað ýmsa rii- dóma og greinir í blöð, og ber helzt að nefna þetta af því tagi: Eftirlitsferð Ludvigs Harboes 1741—45 (í Tímanum 2. og 9. febr. 1945), Afmælisgrein um Sig. Nordal (í Tímanum 14. seg)t. 1946) , Afmælisgrein um Árna Pálsson (í Tímanum 14. sept. 1948), Eftirmæli um Sigurð Guð mundsson skólameistara (í Tím- anum 13. nóv. 1949), Sögufélag- ið 50 ára (í Sögu I, 1951), Minn- ingargrein um Árna Pálsson (í Tímanum 14. nóv. 1952 og Ár- bók Háskóla íslands 1952—’53), Heimflutningur handritanna fiá Höfn (í Stúdentablaðinu 1. des. 1952), Minningargrein um Ár- mann Halldórsson (í Morgun- blaðinu 7. maí 1954), Afmælir- grein um Þorkel Jóhannesson {i Tímanum 6. des. 1955), Afiriæl- isgrein um Sigurð Nordal (i Morgunblaðinu 14. sept. 1956). Af öðrum ritstöríum Jóns ber hæst útgáfur hans. Verða hinar helztu þeirra taldar hér: Útfararráðstöfun Jóns prests Þorvarðssonar (í Blöndu VI., 1937), Annálar 1400—1800 (frá upphafi IV. bindis 1940), Brands staðaannáll 1941), Árbækur Reykjavíkur eftir Jón Helgason. biskup (2. útg.), 1942, Sturlunga saga I.-II. (ásamt Magnúsi Fin:a- bogasyni og Kristjáni Eldjárn), 1946. Austfirðinga sögur (á ísU - 1 Framhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.