Alþýðublaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. maí 1957 Atk vðiiblaSrð FUNDUR var haldinn í sam- bandsráði íþróttasambands ís- lands, laugardag 27. apríl 1957 í húsakynnum Í.S.Í. Grundar- stíg 2A, Revkjavík. Fundinn setti og stjórnaði Benedikt G. Wáge, forseti Í.S.Í. 1 upphafi fundarins minntist hann Samúels Thorsteinssonar, læknis, er lézt í Danmörku 27. nóvember s. 1. Hann var á yngri árum frá'bær knattspyrnumað- ur, að ræðu forseta lokinni risu fundarmenn úr sætum sínum og minntust hins látna íþrótta- manns. Þá flutti forseti Í.S.Í. skýrslu framkvæmdastjórnarinnar og formenn sérsambandanna skýrslur þeirra svo og formað- ur Olympíunefndar íslands, skýrslu hennar, umræður urðu miklar um skýrslurnar. Að öðru leiti voru helztu gjörðir og samþykktir fundar- ins þessar: ÚTHLUTUN Á KENNSLU- STYRK TIL ÍÞRÓTTA- GREINANNA. Lögð var fram á fundinum ýtarleg skýrsla um kennslu- kostnað sambandsaðila Í.S.L. árið 1956 unnin af Þorsteiní Ein arssyni íþróttafulltrúa og Her- manni Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Í.S.Í., svo og flutti sá fyrrnefndi ýtarlegt er- indi um úthlutanir fyrri ára, svohljoðandi tillaga var sam- þykkt: , .Sámbandsráðsf und u r Í.S.Í. 27. apríl 1957, samþykkir að fé því er íþróttanefnd ríkisins út- Mutar úr íþróttasjóði 1957 til f.S.Í. (kennslustyrkir) verði skipt á milli aðila í réttu hlut- ffallí við skýrslu þá er fyrr ligg- sir um kennslukostnað og f jár- tupphæð þá er íþróttanefnd v'eit ir í þessu skyni.“ STOFNUN SÉRSAMBANDS FYRIR HANDKNATTLEIK. Mikill áhugi er um stofnun sérsambands fyrir handknatt- leik. Framkvæmdastjórn Í.S.Í. hafði skrifað héraðssamböndum <og höfðu þessir aðilar óskað þess skriflega að sérsambandið yrði stofnað: Handknattleíksráð Reykja- víkur, Ungmennasamband Kjalanesþings, íþróttabandalag ísfirðinga, íþróttabandalag Vestmannaeyja, íþróttabanda- lag Keflavíkur og íþróttabanda- lag Hafnafjarðar, eftirfarandi tillaga var sambvkkt: ,,Með tilliti til þess, að á- hugi er ríkiandi um stofnun sérsambands fyrir handknatt- leik og 6 héraðssambönd og sér- ráð æskju stofnunar þess og þar með uppfyllt grundvallaratriði fyrir stofnun sérsambands sam- anber 25. gr. laga Í.S.Í. Sam- bykkir fundur Sambandsráðs Í.S.Í. st.ofnun sérsambands fyr- ir handknattleik.“ ÍÞRÓTTAÞING Í.S.Í., 1957, HALDIÐ Á AKUREYRI. Samþykkt var að íþróttaþing Í.S.Í., 1957, verði haldið á Akur- eyri og hefst það þar föstudag- inn 26. júlí n. k. kl. 8 e. h. REGLUGERÐ FYRIR ÍÞRÓTTAMERKI Í.S.Í. Lögð var fram ítarleg reglu- gerð um íþróttamerki Í.S.Í., og samþykkt óbreytt. Er gert ráð fyrir að reglugerðin komi til framkvæmda í sumar. ATHUGUN Á BREYTINGU Á SKIPULAGI ÓLYMPÍU- NEFNDAR ÍSLANDS. Stjórn Frjálsíþróttasambands íslands, hafði lagt fram tillögu og þýðingu á reglum Alþjóða- olympíunefndarinnar um skip- an Olympíunefnda hinna ýmsu þjóða. Var að umræðum lokn- um um það mál samþykkt eft- irfarandi tillaga: „Með tilliti til framkominn- ar tillögu um að skora á íþrótta- þing, að fella niður d. lið 18 gr. laga Í.S.Í. (um að sambands- ráð Í.S.Í. skipi Olympíunefnd og setji henni starfsreglur), þar sem nefnd lagagrein sp ekki í samræmi við reglur Alþjóða- olympíunefndarinnar um Ol- ympíunefndir, svo og þess að haldið ehfur verið fram að nú- verandi reglur Olympíunefndar íslands, geri hlut sérsamband- anna minni en alþjóðareglur á- kveða. í flestum stórborgum við helztu gatnamót og á fjölförnum strætum fylgist SOLARI-klukkan með tímanum og birtir vegfarendum vikudag, klukkustund og mínútur. 1} mmwm • Klukkan sýnir á Ijósan hátt hvað tímanum líður og birtir auk þess auglýsingar frá ýmsum fyrir- tækjum. Hver auglýsing bírtist 20 sinnum á klukkustund. I Reykjavík er SOLARI-klukkan á Söiuturninum við Arnarhól. Þeir sem efga feið um Hverfis- göiu viia hvað tímanum iíður. Þá samþj-kkir fundur sam- bandsráð Í.S.Í., halain 27. apríl 1957. að* fela nefnd sjö manna, að endurskoða reglur Olympíu- nefndar ísiands og athuga al- þjóðareglur um skipan Olymp- íunefnda. Nefndin verði þannig sam- ansett, að hvert þeirra sérsam- banda. sem eru fyiir íþróttir sem eru á stsfnuskrá Olymp- íuleikana, skipi einn fulltrúa og framkvæmdastjórn Í.S.Í. skipi þrjá fulltrúa fyrir þær íþróttir er framkvæmdastjórn Í.S.Í. er sérsamband fvrir. Nefndin Ijúki störfum fyrir næsta Íþrótta- þing.“ STAÐFESTAR LAGA- BREYTINGAR FRÍ. Þá voru staðfestar lagabreyt- ingar er síðasta ársþing FRÍ samþykkti á lögum Frjáls- íþróttasambandsins, um fjölg- un á stjórnarmeðlimum þess úr fimm í sjö svo og að stjórn- armeðlimír FRÍ megi ekki vera í stjórn frjálsíþróttafélags eða frjálsíþróttadeilda, ekki for- menn eða varaformenn í sér- ráði eða héraðssambandi. BREYTING Á REGLUM Í.S.Í. UM HEIÐURSVIÐ- URKENNINGAR Í.S.Í. Samþykkt var eftirfarandi breyting á reglugerð Í.S.Í., um heiðursviðurkenningar: 6. gr. verði svohljóðandi: Veita má sérstök afreksmerki Í.S.Í. 1. Afreksmerki Í.S.Í., l.gráða. 2. Afreksmerki Í.S.Í., 2.gráða. a) Afreksmerki Í.S.Í. af 1. gráðu, áttydd stjarna með upp- hleyptu merki sambandsins í miðju og lárviðarsveig utan um merkið, borið í bláum borða. Skal aðeins veitt þeim er vinna frábær íþróttaafrek svo sem hljóta verðlaun á Olympíuleik- um eða verða heimsmeistarar eða Evrópumeistarar í ein- hverri íþróttagrein. b) Afreksmerki Í.S.Í. af 2. gráðu, merki sambandsins úr gulli, með lárviðarsveig um kring, má veita þeim er vinna mikil íþrótt.aafrek, svo og þeim er setja 10 íslenzk met á saraa ári. Þá var rætt um breytingu á móta og keppnisreglum Í.S.Í., varðandi læknisskoðun íþrótta- manna, en málinu var frestað. Einnig var rætt um framkom ið frumvarp á Alþingi, um að gera íslenzka glímu að skyldu- námsgrein í skólum landsins. Var skoðun fundarins sú, að mjög æskilegt væri að íslenzk glíma væri kennd í skólunum ásamt öðrum íþróttum en að ekki væri heppilegt að gera slíkt með sérstakri lagasetningu Alþingis enda væri menntamála ráðherra gefið vald til þess í gildandi lögum (III. kafla íþróttalaga 11. gr.) að setja í reglugerð að íslenzk glíma skuli kennd í skólum ásamt fimleikum og öðrum íþróttum sem þar eru kenndar og iðkað- ar. Að lokum sleit forseti Í.S.Í., Renedikt G. Wáge fundinum, þakkaði hann fundarmönnum komuna og óskaði þeim góðrar heimferðar. Á þessum sambandsráðsfundi mættu: Úr framkvæmdastjórn Í.S.Í., Benedikt G. Wáge, Guðjón Ein- arsson, Stefán Runólfsson, Hannes Þ. Sígurðsson og Axel Jónsson. Fulltr. Sunnlendinga- fjórðungs, Gísli Sigurðsson, Framhald á 8. síðu. Leiðir allra, sem ætla ^ð kaupa eða selja B í L liggja til okkar Btlasalan Klapparstíg 37 — Sími 82032 Höfum úrval af 4ra og 6 manna bílum. Ennfremur nokkuð af sendiferða- og vörubílum. Hafið tal af okkur hið fyrsta. Bíla- og fasteignasalan Vitastíg 8 A — Sími 6205. SALA - KAUP Höfum ávallt fyrirliggj- andi flestar tegundir bif- reiða. Bílasalan Hallveigarstíg 9. Sími 81038. Nýkomin Poplin-efni í kjóla. Margir fallegir litir. Verzlunin Snótr Vesturgötu 17, sími 2284. KAUPOM prjónatuskur og vað- málstuskur hæsta verði. Álafoss, Þingholtsstræti 2. Ðvaiarheirrslii aldraöra sjómanna — iMinningarspjöldin fást hjá: Happdrætti D. A. S. Austurstræti 1, sími 7757 — Veiðarfæraverzl. Verð- andi, sími 3786 — Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, sími 1915 — Jónas Berg- rnann, Háteigsvegi 52, sími 4784 — Tóbaksbúðin Bost- on, Laugaveg 8, sími 3383 — Verzl. Laugateigur, Laugateig 24, sími 81666 — Ólafur Jóhannsson, Sogabletti 15, sími 3096 — Nesbúðin, 'Nesvegi 39. Samúöarkort Slysavarnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysa- varnadeildum um land allt. í Reykjavík í HaUnyrðaverzI- uninni í Bankastr. 6, VerzL Gunnþórunnar Halldórsdótt- ur og j skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd í síma 4897. Heitið á Slysavarnafé- lagið. — Það bregst ekki. HafnarflörÉur - Garðahreppur Til sölu m. a.: 2ja herb. kjallaraíbúð við Selvogs- götu. Verð kr. 85 þúsund. Útb. kr. 50 þús. 2ja herb. kjallaraíbúð við Bröttukinn. Verð kr. 120 þúsund. 3ja herb. risíbúð við Hverf isgötu! Verð kr. 115 þús. 4ra herb. rishæð, ca. 100 ferm., í Garðahreppi, við bæjarland Hafnarfjarðar. Eignarlóð fylgir. Allar íbúðirnar eru í mjög góðu ásigkomulagi. 116 ferm. húsgrunnur í Silfurtúni. Nýtt, vandað 65 ferm., timburhús til flutnings. Verð kr. 130 þúsund. árni Gunniaugsson hdl. Austurg. 10, Hafnarfirði Sími 9764 10—12 og 5—7. Hafnarfjörftur HEFI JAFNAN TIL SÖLU ýmsar gerðir einbýlishúsa og íbúðarhæða. Skipti oft möguleg. Guðjón Steingrímsson hdl.. ^ Strandgötu 31. Hafnarfirði. Sími 9960. miðlunin, Vitastíg SA. Sími 6205. Sparið auglýsingar og hlaup. Leitið til okkar, ef þér hafið húsnæði til Ieigu eða ef yður vantar húsnæðL Húseigendur önnumst allskonsr v«tn«- ofi hitalafinir. Hitalagnir s.f* AknrgerHI €1. Camp Ebox E-§. U VIÐ APNAVUÓL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.