Alþýðublaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 3
Föstudagxir 10. maí 1957 A I þ ý S u bJ a 8 i 5 rrw Í|8HÍa ^0^na^ur I*feyris5i(0fur Áformaö að stofna húseígendafélög' í kaupstöðum. Á AÐALFIJNDI Fasteignaeigendafélags Reykjavíkur í Tjarnarcafé mánudagskvöldið 6. maí s.I. flutti formaður, Jón Sigtryggsson, dómvörður, skýrslu um síörf félagsins á árinu 1956, en framkvæmdastjóri frá s.l. áramótum, Páll S. Pálsson, hrl., skýrði frá félagsstarfinu síðustu mánuðkia. Gjaklkeri fé- lagsins, Jón G. Jónsson verksmiðjustjóri, gerði fundinum grein fyrir fjárhagsafkomu félagsins s.l. ár. Félagsstarfið er í örum vexti* Hefur félagið áformað að fara inn á þær brautir, að starfa sem almennt „neytendafélagu íbuðaeigenda, og má í því sam- bandi benda á starf þess að brunatryggingarmálum og bar- áttu þess síðustu máunðina fyr ar lækkuðum kyndingarkostn- aði ölíukyntra húsa, auk þess sem félagið nú sem fyrr hefur vakandi auga með öllum sam- þykktum og lögum, er snerta hagsmuni fasteignaeigenda. 370 NYIR FÉLAGAR Á 3 MÁNUBUM Félagsmönnum fer svo ört fjölgandi um þessar mundir, að sl. 3 mánuði hafa um 370 manns gengið í félagið, og eru félags- menn nú á 2. þúsund talsins. Áherzla hefur verið lögð á það, að veita húseigendum í öðrum kaupstöðum aðstoð til stofnunar húseigendafélaga þar og áforinað er að stofna hið fyrsía til Iandssambands húseigenda, m. a. með hlið- sjón af því að slíkt landssam- band verði þátttakandi í Norð urlandasamtökum húseig- enda. Fundurinn var fjölmennur og urðu miklar umræður um skýrslu félagsstjórnarínnar og framtíðarstarf félagsins. STJÓRNARKOSNING Að umræðum loknum fór fram. stjórnarkosning. Jón Sig- tryggsson fráfarandi formaður baðst eindregið undan endur- kosningu, og var Hjörtur Hjart- arson forstjóri kjörinn formað- ur félagsins. Ólafur Jóhannes- son kaupmaður og Alfreð Guð- mundsson skrifstofustjóri voru endurkosnir sem meðstjórnend nr til næstu tveggja ára, en fyr- ír eru í stjórninni Jón G. Jóns- son verksmiðjustjóri og Jón Guðmundsson fulltrúi. Ákveðið var að halda fram- haldsaðalfund innan skamms og taka þar til umræðu ýms löggjafamál, sem nú eru efst á baugi og snerta fasteignaeig- endur öðrum fremur. Dtti)i)i}!}i}.i}.is.i}i)i}Zii}r ■ Anglýsið ( Albýðublaðina ttizifrl2r'Cr<r'b'0-Ctxt?r'Q?r'ír-Cr $ l»ing EvrópuráSs- ins samþ. fækkun í Brefaher Strassbourg í gær. — ÞING EVRÓPURÁÐSINS felldi í dag álvktunartillögu, sem gekk gegn samþykkt ráð- herranefndarinnar, og var á þá leið að veita samþykki sitt %dð fækkunina í her Stóra-Bret- lands. Ályktunartillagan, sem borin \rar fram af fulltrúum Italíu, Frakklands og Benelux- landanna, var felld með 31 at- kvæði gegn 27. apótekara og lyfja- fræðijiga. AÐALFUNDUR lyfjafræð- ingafélags íslands var haldinn fyrir skömmu. Formaður gat þess í skýrslu sinni, að s. 1. sum ar hefði félagið boðið hingað til lands rektor danska lyfja- fræðingaháskólans dr. phil. Carl Faurholt og konu hans. Hefðu þau hjónin dvalizt hér í hálfan mánuð og ferðast um landið í boði félagsins. Hann gat þess og að á árinu hefði tekið til starfa „Lífeyrissjóður apótekara og lyfjafræðinga11, sem verða myndi til mikilla hagsbóta fyrir félagsmenn, Stjórn félagsins var endur- kosin en hana skipa lyfjafræð- ingarnir Kjartan Gunnarsson formaður, Steinar Björnsson ritari og Ásgeir Ásgeirsson gjaldkeri. Félagar eru nú um 50 talsins. Félagið verður 25 ára í haust. hfipf gefa skólanum veglega veggmynd af Inga Þ. Gíslasyni. NEMENDASAMBAND Verzl unarskóla íslands hélt nýlega aðalfund sinn í félagsheimili verzlunarmanna að Vonarstr. 4. Formaður sambandsins, Jó- hann J. R-agnarsson, flutti skýrslu fráfarandi stjórnar og minntist sérstaklega Inga Þ. Gíslasonar, íslenzku- og stærð- fræðikennara í Verzlunarskól- anum, er lézt sl. vetur, og skýrði frá því, að stjórn og full trúaráð nemendasambandsins hefðu ákveðið að heiðra minn- ingu hans með þ%'í að gefa skól- anum veglegan veggskjöld með mynd af hinum látna. Lét form. þess get.ið, að undirtektir eldri nemenda við þetta mál hefðu verið mjög góðar svo sem vænta mátti, og fjárfra.mlög væru þegar farin að berast. 290 NEMENÐUR BRAUTSKRÁDIR Verzlunarskólinn hefur nú brautskráð um 2000 nemendur og hefur stjórnin unnið að því að efla tengsl þeirra við sam- bandiö með það m. a. fyrir aug- um að geta veitt skólanum lið í baráttunni fyrir lausn hús- næðisvandamála hans, en þau þarfnast mjög skjótrar og var- anlegrar úrlausnar. í stjórn NSVÍ voru kosnir: Jóhann J. Ragnarsson stud. jur. formaður, Árnj G. Finnsson stud. jur., Kristinn Hallsson óperusöngvari, Már Elíasson hagfræðingur, Njáll Þorsteins- son nemandi, Ólafur Egilsson stud. jur., Sverrir Bergmann stud. med., Örn Valdimarsson skrifstofum. og Þorsteinn Guð- laugsson stud. oecon. Verð 135,00, 148,00, 160.00 brúnir með leðursóla Athugilí verð ©g vörugæSi. Felld niSur giöld fyrir; símfsl, er aí þvír sl menn iá skökb Samþykkt Neyíemíasamtakanna um bæjarsímann. ! Yefnaðarvörukaupm&nn vilja frjátsan innfluln- ing á pótskum karl- mannaföfum. VEGNA samþykktar Félags- ísl. iðnrekenda frá 27. apríl s.l. um innflutning erlends iðn- varnings, sem valdi „óeðlilegri samkeppni frá erlendum aðil- um“ og skrifa dagblaðanna um að pólsk karlmannaföt séu seld á undirvirði (dumping), tekur stjórn Félags vefnaðarvöru- kaupmanna fram eftirfarandi: Þótt smávægilegur innflutn- ingur á ódýrum pólskum föt- um hafi átt sér stað, er ekki um ,,dumping“ að ræða. Félag ið telur að hágsmunum neyt- enda sé bezt borgið með frjáls- um innflutningi frá sem flest- um löndum og sem skapar inn lendum iðnaði hæfilegt aðhald í yerði og gæðum. Vér teljum að innlend framleiðsla sé þeg- ar nægilega vernduð með háum aðflutningsgjöldum og beinum og óbeinum innflutningshöml- um á erlendum iðnvarningi. STJÓRN Neytendasamtak- anna samþykkti eftirfarandi á- lyktun á fundi sínum 4. maí 1957: „Vegna þeirrar óánægju, sem ríkt hefur yfir þjónustu Bæjarsímans í Reykjavík, og komið hefur víða fram opinber lega og einnig í umkvörtunum, sem beint hefur verið til Neyt- endasamtakanna, vill stjórn þeirra hér með láta í ljós álit sitt á því máli. Truflanir þær, sem orðið hafa í kerfi bæjarsímans að undanförnu, eiga sér að sjálf- sögðu eðlilegar orsakir vegna þeirra breytinga og aukninga á kerfinu, s.em í framkvæmd eru. Hitt ber aftur á móti að átelja, að símanúmer eru gerð óvirk, án þess að símnotendum sé til- kynnt það, og þeim þannig vald- ið óþægindum að óþörfu. Svo sem kunnugt er hefur það einn ig valdið símnotendum erfið- leikum og töfum, að sjálfvirka stöðin hefur skipt rangt, svo að fólk hefur fengið skökk núm er æ ofan í æ og því orðið að hringja miklu oftar en eðlilegt var. Hefði það þá átt að vera sjálfsagt að fella niður gjald fyrir aukasamtöl, meðan ekki var hægt að mæla þau með neinni sanngirni. Það var þó ekki gert, heldur var símnotend um gert að greiða þeim mun hærra gjald, sem þeim voru gerð meiri óþægindi. Þótt skilj anlegt geti verið, að bæjarsím- ann skorti fé, þá eru slíkar fjár öflunarleiðir með öllu óafsak- anlegar. Stjórn Neytendasamtakanna vill jafnframt leyfa sér að gagn rýna innheimtukeríi bæjarsím- ans. Það er algerlega óviðun- andi, að bæjarbúum sé stefnt þúsundum saman á einn stað mánaðarlega til að greiða gjöld til bæjarsímans á ahnennum vinnutíma. ög til að herða á þessari smölun símnotenda er síma þeirra lokað vægðarlaust vegna hinna óverulegustu upp- hæða. Telur stjórn Neytenda- samtakanna, að símnotendur geti ekki látið bjóða sér slíkt Neyíendasamíekin og öllu lengur og reiðubúin að vinna að því, að kröfum símnot- enda verði fylgt eftir. r St j órn IN ey tendasamtakanná er þeirr'ar skoðunar, að lág- markskröfur símnotenda hljóti að vera, áð innheimta símgjalda eigi sér stað á hentugri tímum og fleiri'stöðum en nú er, aíS ekki sé lokað síma vegna ó- greiddra smáupphæða, og aS greiðslur, sem bæjarsíminn krefst áf símnotendum, séu í samræmi við þá þjónustu, sera innt er af hendi. Má í því sam- bandi nefna kostnað við flutn- ing á símatækjum milli íbúða og margt fleira. Að lokum leyfir stjórn Neyt- endasamtakanna sér að minna á það, að bæjarstjórn Reýkja- víkur samþykkti með sam- hljóða atkvæðum 15. marz 1956 tillögu þéss efnis, að gjaldskrár, tekjur -,jbg gjöld bæjarsímáns yrðu tekin til athugunar með tilliti t'il hagsmuna símnotenda í Reykjavík. Stjórn Neytenda- samtakanna álítur þá athug'un mjög tímabæra.“ [ Sveinn Ásgeirsson j (formaður). í. ma\ á isafirði í súra mjélkin GarÖastræti 6. Ný frímerki í GÆR voru gefin út þrjú ný frímerki, jökulmerki, með sömu mynd og flugfrímerkin frá 1952, en flugvélin felld burt af hverju merki. Verðgildi merkjanna eru 2 kr. grænt, 3 kr. blátt og 10 kr. brúnt. Frímerkin eru teiknuð af Stefáni Jónssyni og prentuð hjá firmanu Thomas de la Rue & Co., Lad., London, A FUNDI sínum 4. maí 1957 samþykkti stjórrs Neytenda- samtakanna eftirfarandi álykt- un: „Vegna fjölmargra umkvart- ana, sem skrifstofu Neytenda- samtakanna bárust um tíma eigi alls löngu yfir súrri mjólk, sem seld væri í mjólkurbúðum bæjarins, vill stjórn Neytenda- samtakaima ekki láta hjá líða að segja álit sitt á því máli. Telur hún, að Mjólkursamsöl- unni hafi skilyrðislaust borið að tilkynna það, þegar er þess varð vart, að mjólkin væri göll- uð að þessu leyti, svo að neyt- endur vissu, að hvaða kaupum þeir gengju, og í öðru lagi að lækka verð mjólkurinnar, svo sem þykir sjálfsögð krafa til allra, er reynast hafa gallaða vöru til sölu. Jafnfamt vill stjórn Neyt- endasamtakanna taka það fram, að skrifstofu þeirra hafa mjög sjaldan borizt kvartanir vegna lélegra gæða þeirra vara, er Mjólkursamsalan hefur á boð- s.tólum, og telur hún óhætt að fullyrða. að þær séu yfirleitt mjög vandaðar.“ EINS og undanfarin ár þá gengust stéttarfélögin á ísa- firði, sem eru innan Alþýðu- sambantlsins, fyrir hátíðahöld- um 1. máí. Skemmtun var í Alþýðuhús- inu og hófst hún kl. 3,45 e. Ii, Mikill- mannfjöldi sótti skemmtunina, eða eins og hús- rúm framast leyfði. Björgvin Sighvatsson, for- seti Alþýðusambands Vest- fjarða, setti skemmtunina fyr- ir hönd undirbúningsnefndar- inna. ■% Skemmtiatriðin voru þessi: Lúðrasveit ísafjarðar, undir stjórn Harry Herlufsen lék. Ræðu flutti Jón H. Guðmunds- son, formaður Sjómannafélags ísfirðina. Samleikur á gítar og- mandólín, Pétur Pálsson og Guðni Ihgibjartsson léku. Upp- lestur. Sigurður Kristjánsson, Ásbyrgi, -las upp gamankvæði um ísfirzka menn og máleíhi. Fimm 13 ■ ára telpur sungu og' léku á gítar. Að síðustu var sýnd kvikmyndin „Sálsjúka. banfóstran“. Um kvöldið var dansleikur á vegum stéttafé- laganna í Alþýðuhúsinu. Merki. dagsins voru seld á götum bcej- arins allán daginn. C Björgvin. —..... *■■ — ... — Eg fpfar veria greia Jérdanjumönnum téif marka. SAMKVÆMT áður gerðuni samningi ’ eru Egyptar skuld- bundnir til að greiða Jórdaníu- ríi tólf i milljónir egypzkra marka í stað þess stuðningss sem Bretar höfðu veitt því. Nú krefjast Egyptar, Sýrlend inga og Saudi-Arabar að fá að vita skilyrði Bandaríkjamanna fyrir lánum og styrk til Jórdán- íu, og segjast Egyptar telja sig lausa allrá mála, ef skilyrðin feli í sér skerðingu á sjálfstæði Jórdana. ' Þar eð egypzka pundið hef- ur fallið um þriðjung í verði, voru Jórdanir sjálfir ekki sera ánægðastir með samningana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.