Alþýðublaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 4
1 Miðvikuadgur 22. maí 1957 Alþýgublaglg Dropasteinshellarnir fögru í Bandaríkjunum EITT HIÐ sérstœðasta fyrir- bæri, sem ferðamaður í Banda- ríkjunúm hefur tækifæri til að sjá, er hinn mikli fjöldi hella, sem greinast eins og víðáttu- mikið net yfir stóra hluta lands ins. Svo margir og langir eru hellar þessir, að samanlögð Iengd þeirra er 1,6 millj. km. Þeir íiggja um kalksteinsberg- lögin, og hafa orðið til af því, að vatn hefur grafið sig lengra og lengra niður í þau. Viss ríki og' landshlutar eru mjög auðug, að þessum undrum náttúrunn- ar, svo sem Alleghany — og Sheandoah dalirnir, svæðið um- hverfis Mississippi og Kletta- fjöllin frá Oregon suður alla Kaliforrtíu til Arizona, New Mexico og Texas. Líkur benda til þess, að að- eins helmingur hellanna sé fundinn og kunnur. Það er sí- fellt verið að finna nýja, og áhugi manna á þessari land- könnun neðan jarðar er mikill. Menn, sem leggja það fyrir sig að leita að hellum og kanna þá, hafa stofnað með sér félagsskap, sem hefur um 12 000 félags- menn. Meiripartur þeirra eru vísindamenn, en þó eru í röð- um félagsins menn, sem í það hafa gengið einvörðungu af áhuga fyrir hellakönnun. Hellarnir u-rðu til fyrir mill- jóimm ára, er meirihluti meg- inlands- Norour-Ameríku var hulinn sæ. Kalksteinslögin mynduðust af skeljum dýra í hafinu. Skeljarnar féllu til botns, er dýrin dóu og mynd- uðu smátt og smátt kalk- lög á hafsbotni með skelj- um sínum. — Síðar urðu hreyfingar í jarðskorpunni og land varð, þar sem áður var hafsbotn. Regnvatn og levsing- arvatn frá jöklum flæddi nið- ur vfir hið nýja land, og meiri- hluta vatnsins drakk jörðin í sig. Vatnið kost niður í kalk- steinslögin og myndaði þar ,,vatnslag“ í um 100 feta dýpi. Næstu ármilljónir gróf vatnið stærri og lengri farvegi um kalksteinslögin á leit sinni út til hafsins, og þannig urðu hell- arnir til. Stundum vildi svo til, að jarðlögin yfir hellunum féllu niður, af því að þau þoldu ekki þunga sinn, og þannig mynduð- ust munnar. FURÐULEGAR DROPA- STEINSMYNDANIR. Eftir að hellarnir voru mynd- aðir hélt vatnið áfram að drjúpa niður í gegnum loftið og leysti upp kalksteininn á leið sinni. Þegar vatnsstraumurinn hætti þorrnaði kalksteinninn, og með því móti mynduðust hinar furðu legu dropasteinsmyndanir, sem einkenna hellana mjög. Þetta gerðist mjög hægt, svo að á um 100 ára tímabili bættist ef til vill aðeíns einn þumlungur við dropasteininn. Það gerðist stundum að dropasteinninn frá loftinu náði niður í dropastein- inn, sem myndaðist, þar sem dropinn féll á gólfið, og þannig urðu til hinar furðulegustu súl- ur, sem eru algengar í sumum hellunum. Stundum lentu droparnir á stórum steinum, og þá urðu til hinar svo nefndu stóru býkúp- ur, — eða þeir féllu í polla eða vötn og mynduðu ,,hellaperlur“ eða „hellaegg". Kalksteinninn er í rauninni drifhvítur, en vatnið, sem síast í gegnum hann flytur oft með sér efni úr öðr- um jarðlögum, alla vega lit, og þannig verða hin sérkennilegu litbrigði til. Dropasteinsmynd- anir eru til í öllum regnbogans litum. Eitt hið fegursta í undraheim um hellanna eru hinir svoköll- uðu „hringiðukatlar“. Þeir eru holur eða hvolf í kalksteininn með hinum fjölbreytilegustu litum. Þeir hafa myndazt af hvirfilstraumum og vatnið hef- ur sí og æ núið litarefninu, sem það flutti, við barmana. „Hella blóm“ verða til ef dropin sundr ast fyrir loftstraum. HELLAR, SEM LÍKJAST KIRKJUM. Sumir hellar líkjast meira hugmyndum um ævintýra- eða draumaheima en venjulegum hellum, bæði sakir litaskrauts- ins og dropasteinsmyndanna. Sumir minna á dómkirkjur, aðrir leikhús. Sums staðar gægj ast fram svalir eða turnar teygja sig hátt í loft í rökkri undirdjúpanna. Sums staðar er sem menn eða dýr standi kyrr eða hvílist í eilífðarró. Má þar t.d. nefna hina svo kölluðu „biðjandi nunnu“. Og sums stað ar er eins og að koma inn í blómagarð. Flestir hellarnir í Bandaríkj- unum eru í um 100 og 400 m dýpi og um tveir km á lengd. Sumir eru þó miklu siærri. Einn stærsti hellirinn er í Ohio og Indíana og er 60 km langur. Og Carlsbad hellarnir í Nýju-Mexí kó og Mammoth hellarnir í Kentucky eru mestu hellar jarð arinnar. Á hvorum staðnum er völundarhús mikilla ganga, sem eru um 200 km að lengd. Það hefur verið talað um endalausa hella. Þeir eru þó ekki endalausir, og hellir einn í Virginiu, sem ekki hefur ver- ið kannaður til hlítar, er kall- aður „endalaus“. En staðreynd er hitt, að menn vita ekki enn, Framhald á 11. síðu. íhadið vill ekki Framhald af 12. síðu. nú hefði ísafjörður sótt um sömu undanþágu og ómögulegt væri að gera upp á milli bæj- anna í þessum efnum, enda er það svo, að tekjur * kvik- myndahúsanna renna til fram- kvæmda, sem líkissjóður þyrfti ella að standa undir að nokkru eða öllu leyti. Sigurður Bjarnason var mjög á öndverðum meiði og taldi enga ástæðu til að veita undan- þágu því að rekstur kvikmynda húsa væri svo arðbær. Sig'urður Óli Ólafsson, lýsti hinsvegar yfir því að hann væri andvígur því að leggja 2 krónu gjald á aðgöngumiða að kvikmyndasýn ingum til að afla Menningar- sjóði tekna, því aðkvikmynda- húsin berðust í bökkum. Annað fór eftir þessu í röksemdafærslu Sjálfstæðismanna í efri deild, og enga leið gátu þeir bent á í staðinn til að afla Menningar- sjóði tekna. Gylfi Þ. Gíslason benti á að aðgangseyrir að kvikmyndahús um sé nú tiltölulega mun lægri en hann var fyrir stríð og mun lægri hér en í nágrannalöndun- um, Norðurlöndunum, Bret- landi og í Bandaríkjunum, enda væri verð aðgöngumiða háð vet ðlagsákvæðum. Breytingartillögur Sjálfstæð- ismanna voru báðar felldar með 11 atkvæðum gegn fjórum, en síðan var málinu vísað til 3. umræðu með 11 samhljóða at- kvæðum. Þriðja umræða fer fram í efii deild í dag. TÍU ÞJÓÐIR hafa lagt fram fé að láni til þess að standa straum af kostaði við björgun- ar og ruðningsstarfið í Súez- skurði, en það verk var unnið á vegum Sameinuðu þjóðanna sem kunnugt er. Framlag þess- ara 10 þjóða nemur 10.822.600 dollurum. Auk þess hefur Italía lofað framlagi, en ekki ákveðið upphæðina ennþá. Það er talið, að þetta fé nægi til að greiða björgunar- og ruðningskostnað- inn, en hann reyndist mun minni en áætlað var í fvrstu. Framlög hinna tíu þjóða eru talin upp hér og eru reiknuð í dollurum. Meðal þeirra þjóða, sem lagt hafa fram fé, eru Norð urlöndin, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, sem hafa lagt fram álitlegar upphæðir. þegar tekið er tillit til fóksfjöda í þessum löndum. Nýr Panamaskurður: t grafin jarðgöng fyrir skipaumferð im 300 m hátt f jalllendi á Panamaeiði? sramla. Ojí hann verður ekki ur snemma á hessari öld, og EÆRDAR eru nú í Banda- ríkjunum ærið djarflegar til- lögur um að gera nýjan Pana- maskurð, og hópur verkfræð- inga hefur þegar gert áætl- anir um verkið í einstökum atriðum. Þessi hugmynd hef- ur ferigið byr undir báða vængi sumpart vegna þess að gamli skurðurinn er að verða ófullnægjandi og sumpart vegna hernaðarlegra sjónar- miða.-í Hinn nýi skurður er ráð- gerður 18 km norðan við hinn gamla. Og hann verður ekki beinlínis skurður heldur jarð- göng. Verður hann grafinn gegnum 300 m há fjöll á 90 km svæði. Skip munu ekki sigla gegnum hann með eigin orku, þar eð loftið yrði þá strax eitrað af útblæstri vél- anna. Rafmagnsspil munu draga jafnvel hin stærstu skip gegnum skurðinn með tiltölu- lega miklum hraða. GAMLI 3KURÐURINN. Gamli skurðurinn var gerð- ur snemma á þessari öld, og tók 10 ór að gera hann. Verk- inu var lokið árið 1914. Hann kostaði mörg mannslíf, og varð tilefni til ýmiss konar pólitískra „spekúlasjóna“. — Hann styttir leiðina til vest- ur-strandar Ameríku um mörg þúsund mílur, og þó að dýrt sé um hann að fara, er þaS þó miklum mun ódýrara en krók urinn. Skurðurinn er 80 km langur og um hann fara um 100 skip á degi hverjum. KVIKMYNDÁÞÁITUR TVÆR nýjar myndir eru hlaupnar af stokkunum hjá Rankfélaginu enska. Eru það „Hig Tide at Noon“, eru að- alleikararnir: Betta St. John, William Sylvester, Michael Craig og Flora Robson. Leik- stjóri er Philip Leacock. Hin myndin er „The Secret Place“, með Belindu Lee, Ralph Lewis og Michael Brooke í aðalhlutverkum, en leikstjóri er Clive Donner. „High Tide at Noon“ fjall- ar um lífsbaráttu fólksins á Mackenzie Island. Þar sem aðalatvinnuvegurinn er ostru veiðar. Jóhanna hefir verið á skóla í Kanada, eða á megin landinu, eins og það heitir þarna. Hún kemur heim og finnur að margt hefir breytst. Hún er nú orðin ung og fögur sem áður var aðeins skóla- stúlka. Það er því ekki að ástæðulausu að tveir verða um að leita ástar hennar, Annar á viðurkvæmilegan hátt, en hinn með því að þröngva ást sinni á hana. Hinn þriðji kemur þó frá meginlandinu og sezt að á eynni og vinnur ástir hennar. Hann giftist henni og stundar ostruveiðar eins og allir aðrir. En þar sem nú veiðarnar eru að verða litlar fer svo að lok- um er hann hefur drukknað að veiðum yfirgefa allir eyna. í draumi minninganna fer Jóhanna einu sinni enn til eyjarinnar, en þá finnur hún þar fyrir æskuvin sinn og þann er reyndi að ná eitt sinn ástum hennar á svo við- irkvæmilegan hátt. Honum giftist hún og þau fara að búa ein á eynni. Þetta er kvikmynd um ástir og líf sjómanna, viðburðarík og tekin í sérlega fögru um- hverfi. Seinni myndin er hreint ekki „happy end“ mynd. En þar er um að ræða eínustu von ungrar stúlku til að sleppa út úr hinu leiðá East End hverfi Lundúna til betra lífs. Hún bindur lag sitt við glæfrapilta, er ræna með hennar aðstoð demantabúð. Að fela ránsfenginn reynist alleríitt, en gamall grammó- fónn er látinn hylja fjársjóð- inn og er sonur lögreglu- manns finnur þá í honum ákveður hann að koma þeim í felur. Hann er þó skyggð- ur og reyna bófarnir að ná af honum þýfinu. Það tekst aæstum því, því að á síðustu stundu á stúlkan um það að velja að afhenda lögreglunni þýfið og vera þá náttúrulega tekin sem meðsek. Eða að fleygja því til vinar síns og sleppa. Hún velur fyrri kost- inn og fangelsið bíður henn- ar. Myndin er geysispennandi og vel tekin. S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s S: s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s V s s s s s s s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.