Alþýðublaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 6
6 Sextugur Miðvikuadgur 22. maí 1957 JmWMÆmssÉsm ytæssæ&æz Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4906. Afgreiðslusími: 4900. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Bókaútgáfa Menningarsjóðs ÞAÐ er kunnara er frá ourfi að segja, að mörgum hefur þótt á skorta, að bóka- itgáfa Menningarsj óðs væri svo góð sem skyldi. Hefur par allt hjálpast að: val bóka aefur einatt verið misráðið og raunar hæpið á stundum, útlit og frágangur hefur ver- ið snoðið og laust við glæsi- brag, innlend skáldrit hafa iðulega verið mjög fyrir borð borin. Þegar að þessu hefur verið fundið, hefur íjárskorti alla jafna verið um kennt, og má það eflaust til sanns vegar færa. Nú stendur fyrir dyrum alger nýskipan Menningar- sjóðs, samkvæmt þeim stjórn arfrumvörpum, sem mennta- málaráðherra hefur lagt iyrir Alþingi. Tekjur sjóðs- :ns hafa fram til þessa verið iiðleg hálf milljón króna árlega, en nú er svo ráð fyrir gert, að sjóðurinn fái til um- ráða tvær og hálfa milljón króna á ári. Er það stórkost- íeg aukning. Þótt mörg ný og fjárfrek verkefni séu lögð á herðar Menningarsjóði með þessari nýs'kipan, — og ber þá fyrst að nefna Vísinda- sjóð, sem fær 800 þús. kr., og eldri hlutverk séu jafn- framt aukin, fer ekki hjá því, að fjárframlag til bóka- útgáfunnar verði stóraukið í framtíðinni. Það er bersýnilegt, að fyrir dyrum stendur alger endurskipulagning á bóka útgáfu Mennin-garsjóðs og ríður á því, að þessi breyt- ing takist vel og giftusam- lega. Islenzk menning er í örlagaríkri deiglu um þessar mundir, og bókaút- gáfu þjóðarinnar sjálfrar, sem kostuð er af almanna- fé, er því ærinn vandi á höndum. Þáttur hennar í bókmenntum, vísindum og Iistum getur haft var- anleg áhrif í menningar- iífi þjóðarinnar. 'Eitt sjálfsagðasta verkefni hinnar nýju bókaútgáfu Menningarsjóðs verður að áefja útgáfu vandaðs ný- iízku tímarits fyrir almenn- íng. Þetta tímarit á að vera glæsilega úr garði gert, myndskreytt og aðlaðandi óháð og margbreytilegt að efni, í því þarf að vera hátt til iofts og vítt til veggja. Þetta nýja tímarit á að ræða og kynna íslenzkar og er- lendar bókmenntir og listir af skilningi og víðsýni, rekja sögulega þætti og þjóðleg sannindi, skýra ljóst frá nýj- ungum í vísindum og tækni. A.lmenningur þarf að geta fagnað þessu tímariti, beðið útgáfu hvers heftis með eftirvænting og óþreyju, fundið þar svör við ráðgát- um líðandi stundar. Um alla hluti fram þarf tímaritið að ná til alþýðu manna, glæða áhuga fólks fyrir menningu þjóðarinnar og örva til um- augsunar, þroska og skiln- •ngs á margháttuðum við- fangsefnum nútmans. ANNAÐ nauðsynjaverk- efni nýju útgáfunnar hlýtur að verða að hlúa að ungum og efnilegum skáldum og rit- höfundum. Engin þjóð getur vænzt mikilla afreka í bók- menntum nema þeim ungu í víngarðinum sé veitt verðug athygli og uppörvun. Á þaS hefur verið bent, að naumast væri það vansalaust, að ekki eru til með þessari miklu bók- menntaþjóð nein bók- menntaverðlaun fyrir unga höfunda að keppa um. Hér verður Menn- ingarsjóður að ríða á vað- ið og gera mannsæmandi átak. Fyrirkomula-g á framkvæmd málsins er til umræðu, en naumast hitt, að ýta verður undir fram- tak yngri höfunda með verð launum og útgáfu bóka þeirra. Hér hefur aðeins verið minnzt á tvö ný verkefni bókaútgáfu Menningarsjóðs, er hún nú fær aukið fjár- magn. Margt fleira kemur að sjálfsögðu til greina, þótt hér ;é látið staðar numið að iinni. Er þess að vænta, að Menntamálaráð, sem þessi mál hefur með höndum, hrapi ekki að neinu í undir- búningi þeirra stórvægilegu breytinga, sem á bókaútgáfu Menningarsj óðs verður, þeg- ar nýju lögin ná fram að ganga, heldur ýti úr vör af stórhug, djörfung og raun- sæi, Þá mun efling bókaút- gáfunnar verða þjóðlegri menningu, bókmenntum og listum drjúg lyftistöng á við- sjálum tímum. Auglfsið í Alþyðublaðinu Jón Maanús Jónsson vélsfjéri Gárarnir hiala í sól við sand, sofandi bylgjur í lygnu djúpi faðma þar myndir af fjalla- gnúpi. Ó, fegurðarheimkynni, Vestur- land. Við bökum hann, berum á stöfnum, Því báturinn skal á flot! Vér karlmennin kröfum söfn- um, þótt klofni við knýfilinn brot. föður á lífi — háan, stóran og sterkan mann. En hann átti enga mömmu, bara góða ömmu. Leikbróðir hans og samherji hafði misst föður sinn og elsta bróður í sama skifti, á sama bátnum í hinni voðalegu Mann- tapakviðu. þegar mömmu hans fanst sjórinn verða að blóði og þegar hann sjálfur var aðeins þriggja ára gamall og yngstur níu systkyna. — Já, hann átti mömmu, mjög góða en fátæka ÞANNIG hugsuðu þeir, svein- arnir ungu og fóstbræðurnir tveir sem hrundu bátnum á flot við Hringsdalssand, fram á lognskyggðan Arnarfjörð. Öldur blunduðu í bláu djúpi, gárar hjöluðu við hlein og sand. Með sólbrennd andlit. og sigg í lófa létu þessir leikbræður fátt fyrir brjósti brenna. Þeir höfðu farið á sjó með fiski- mönnum, að vitja um rauð- maganetin, séð niður í botn á tuttugu faðma dýpi, þar sem skiftust á skeljasandur og þara- hleinar begar sólin skein ofar snæyiþöktum tindum og sjór- inn varð grænn langt fram fyrir marbakka, iá, langt framá hrognkelsamið. Á þessum stað höfðu þeir. staðið og séð með eigin augum hinar ægilegu holskeflur haust- hrimsins hrynja til strandar. Það munaði oft litlu, að út- sogið ryfi ekki né rótaði við hleinum og heljarbjörgum, er höfðu staðið þar um ómunatíð. Já, og hérna hsjfði hafísinn lent — orðið landfastur milli stórstrauma, þessir voðalega- stóru ja.kar, sem voru stærri heldur en nokkurt hús. sem beir höfðu séð. Og þeir höfðu klifið þessi. biörtu Grænlandsbjörg og gengið karlmannlega með hendur í vösum um þessar út- hafsborgir. Þá höfðu þeir nú verið karlar í krapinu. Já, beir kunnu þetta vel: Að baka skip og bera bát á stöfnum. — Skuturinn var komin í sió fram. Þeir óðu í sjónum í flæð- nrmálinu og vættu hvalbeins- hlunnana, voru samtaka og bát- urinn rann á flot. Þetta voru nú átök, sem um munaði, að þeim fannst. Þeir ýttu úr vör og réru frá landi. Já. hann Magni var svo sterkur, saman rekinn og mikill í herðonum. — Hann átti líka mommu. — Og þarna voru beir, stóru karlarnir, fram á firðinum. Þeir voru auðsjáanlega búnir að draga lóðirnar og ná'lfeuðust nú ströndina —- já, sem betur fór. Þeir drengirnir voru komnir langt frá landi, tveir á bát, með tvær árar. Þeir horfðu upp til fjallanna háu og dalirn- ir opnuðust hver af öðrum eftir því sem lengra dró frá landi. — —• En, hvað var nú þetta? Inní bátinn rann siór og allt laus- legt, sem í bátnum var, flaut, nú udp og skolaðist til innbyrðis. Hægt. og hægt hækkaði austur- inn í bátnum. Var hann svona gisinn? Nei, það var ómögu- legt. •— Þarna kom það. Þeir höfðu glevmt að láta í neglu- gatið! Hvílík yfirsjón! Mangi stökk frá árinni, stiklaði eftir þóftum, aftur í austurrúm. Bát- nrinn valt og hallaðist á aðra hlið og fyrr en varði, rann árin hans út úr keipunum og flaut í sjónum. Hvað var nú til bragðs að taka? Það var róið með einni ár, reynt að leggja að fljótandi árinni, en báturinn var svo stór og þungur í vöfum. Neglan fannst hvergi og ekkert aust- urstrog með í bátnum.-----En nú vildi svo vel til, að mennirn- ir á stærri bátnum komu róandi með þungum skriði og björguðu þeim í nauðum. —• Já, þeir voru nú ekki beinlínis í lífs- háska, en útlitið var orðið ískyggilegt. — Hvað eruð þið að álpast fram á sjó, strákar? En leilcbræðurnir átta ára gamlir, svöruðu engu, því sjón var þarna sögu ríkari. — Fiskimennirnir drógu bát þeirra að landi. Þannig fór um sióferð þá. — Hvorugur kenndi öðrum um ófarirnar. Aldrei var minnst á þetta af neinum þar heima. —o— Orð þessi, er ég festi hér á blað, áttu nú ekki að vera neitt ævintýri, heldur stutt minning- argrein í t.ilefni sextugsafmælis vinar míns og leikbróður, Jóns Magnúsar Jónssonar, vélstjóra. Börn að aldri mættumst við fyrst í Hringsdal í Ketildölum við Arnarfjörð, dvöldum þar og störfuðum saman og í námunda hver við annan, framundir tvítugsaldur. Aldrei bar skugga á vináttu okkar, hvorki í leik né í starfi. Og sú vinátta helzt enn og mun vara. — Minningar að heiman væru efni í stóra bók. Hún verður víst óskráð, því annað meira Kaiiar að. — Og þetta var ekki síðasta sjóferðin. — Jón frá Hvestu, faðir Magn- úsar, brá búi eftir að hafa misst hina fyrri konu sína. Þórunni Jónsdóttur frá Suðurevri í Tálknafiiði. Hann fluttist til Hringsdals ásamt móður sinni Margréti og syni sínum Magn- úsi, sem þá mun hafa verið tveggja eða þriggja vetra. Þetta var um og eftir aldamótin. Sjó- sókn sveitabúskapur voru aðal atvinnuvegir manna og stund- aðir jöfnum höndum. Var það lærdómsríkur skóli fyrir börn og unglinga, sem ólust upp í slíku umhverfi. — Árin liðu o§ fyrstu vélbátarn- ir voru þá að koma til sögunn- ar. Jón varð eigandi að útgerð- arstöðinni Pétursvör, sem stað- sett var á ströndinni hrjóstugu vzt í Hringsdal. Hinn mikli at- hafnamaður, gullgrafarinn, sem auðgast eriendis og var í senn útvegsbóndi og skipstjóri, var hálfbróðir föður míns Elíasar. Pétur Biörnsson, hinn stóra og mikla frænda, erfðu tvö börn Framhald á 8. síðu. KVENNAÞÁTTUR ....... Ritstjóri Torfhildur Steingrímsdóttir . Það er hreint ekki svo þýð- ingarlítið að nota réttar tegund- ir klúta við afþurkun af hús- gögnum og áburð húsgagnagljáa, að ekki sé talað um þegar hús- gögnin eru gljáð á eftir. Bezt mun reynast að nota mjúka klúta eins og flónelsklúta eða jafnvel gamlar bleyjur, Það er sjálfsagt að nota það sem m.innst verður komist af með hv.ert sinn af vatni er grænmeti eða kartöflur eru soðnar. Að vera gætin í þessum efnum margborgar sig sökum vítamínanna er við það sparast. Á síðastliðnum árum hefir farið í vöxt skreytingar hvers- konar muna með þrykkimynd- um. í þessu efni sem öðru ber að gæta fyllstu varúðar, Það má aldrei skreita svo neinn hlut að skreytingin verði aðalatriði og dragi athyglina frá sjálfum hlutnum. Það sjá t.d. allir hve óviðe>i||andi er að skreyta blómsturvasa með stórum lit- fögrum blómum. Þannig skal ætíð gæta þess, að ekki sé of- hlaðið af myndum þessum á skáphurðir eða veggi, annars eru þær ekki til prýði. Þegar þið reynið uppskrift í fyrsta sinn, þá gætið þess að fylgja henni nákvæmlega. Það er fyrst eftir að þið hafið kynnst henni í öllu tilliti, að þið getið leyft ykkur að gera til- raunir með að breyta henni að einhverju leyti og þá oft til batn- aðar. Það eru ekki fáar myndir, sem birtast árlega í blöðum, af eigin- mönnum, sem eru hlaðnir pökk- um uppyfir höfuð. Það mun þó vera algengara í raun og veru að eiginkonan sé svona hlaðin, ekki kannske af pökkum úr verzlunum, heldur stundum af þvotti eða ýmsu öðru er bera á milli herbergja eða hæða í hús- inu. Það skyldi þó enginn gera sér leik að því að byrgja útsýni sitt svo að hún sjái ekki vel niður fyrir fætur sér. Þau eru ekki svo fá föllin er hafa hlotist af því að vera ekki nógu gætin í þessum efnum. Annað sem oft veldur húsJ móðurinni siæmri byltu, er hverskonar feiti eða smáhlutir er falla á gólfin á heimilinu. Takið ailt slíkt strax upp og þér takið eftir því, það getur forðað margri byltu og jafnvel slysi. Gætni á þessum sviðum er oft- ast ekki kostnaðarsöm, en mörg slys er af ógætninni hljótast hafa kostað mikið, jafnvel lífið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.