Alþýðublaðið - 03.07.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.07.1957, Blaðsíða 6
6 Miðvikuclagur 3. júlí 1957 /UEaýðublagiff (Jtgeíandi: AlþýSuflokkurirm. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Préttasíjóri: Sigvcldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson o| Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4906. Áfgreiðslusími: 4900. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hveríisgötu 8—10. Handritin GÓÐU heilli er handrita- málið nú komið á dagskrá á ný. Og þótt viðræður þær, sem menntamálaráðherra átti við danska ráðherra um daginn, hafi verið óformleg- ar, er þó fagnaðarefni, að málið skuli vera rætt í bróð- erni af forráðamönnum beggja þjóða. Það er undir- stöðuatriði í samningum þjóða milli, að málin séu rædd og sjónarmið hvors að- ila um sig skýrð sem bezt. Islendingar hafa á seinni árum eignazt æ fleiri fyig- ismenn í handritamálinu í Danmörku. Sérstaklega er dönsk alþýða hlynnt því, að íslenzku þjóSinni sé skilað hinum miklu dýr- gripum encla er rétt- lætiskennd almennings í þessum efnum 1 ítt trufluS af annarlegum sjónarmiðum. Þá ber ekki sízt að nefna stuðning lýð- skólamanna við málstað Islendinga. Gætir þar vafa laust að nokkru áhrifa frá Bjarna M. Gíslasyni, en margir mætir skólamenn hafa þó svo skýíaust tekið í strenginn með íslending- um, að ekki er að efa x*ót- gróna sannfæringu þeirra. Álit lagaprófessorsins við Hafnarháskóla, Alfs Ross, sem hann birti í vor, er og þun-gt á metunum. Hann taldi Hafnarskóla ekki hafa eignarrétt á handritunum. Þennan skilning og stuðn- ing Dana sjáifra í þessu við- kvæma metnaðar- og menn- ingarmáli fslendinga ber að þakka af heilum hug. Sann- gjarnar raddir í Danmörku við málstað íslendinga munu verða mikilvægt lóð á meta- skálarnar, þegar farið verð- ur að ræða málið í alvöru. Enginn efast nú í rauninni lengur um, að íslendingar fái handritin heim fyrr eða seinna. Vonandi er, að af okkar hálfu verði haldið á málum af vinsemd við vini og frændur, en þó af fullri einurð og festu. Hér er um að ræða réttlætismál, sem allir -hafa mestan sóma af að leysa á friðsaman og hávaða lausan hátt. Kosningar AÐALRITSTJÓRI Morg- unblaðsins kvartar sáran yf- ir því í gær, að hann skuli ekki fá að efna til nýrra kosninga. Er furðulegt, hvað hann getur haldið sér sífellt við sama heygarðshornið og lýsir raunar fátt betur sálar- ástandi þeirra- Morgunblaðs- manna. Klifar hann á því sýknt og heilagt, að þjóðin þurfi nauðsynlega að ganga að kjörborðinu á ný, þótt naumast sé liðið ár frá þing- kosningum. Hvað kemur til? Hefur núverandi stjórn ef til vill ekki þingmeirihluta að baki sér og á þann hátt meirihluta kjósenda? Enginn efar það. Hingað til hefur það verið talið lýðræðislegt í fyllsta máta. En aðalritstjórinn kann því samt ekki vel. Hon- um líður ekki sem bezt í sál- inni. NÁUÐUNGARUPPBOÐ, Sannleikurinn er sá, að honum finnst engin ríkis- stjórn vera í iandinu, ef hann og félagar hans sitja ekki í ráðherrastólunum. Það er mergurinn málsins. Því klif- ar hann löngum á því, að þetta sé bara hreint ekkert vit, það þurfi nauðsynlega að kjósa. Öllu berara er varla hægt að sýna sálarástand sitt. Hitt er svo annað mál, að núverandi ríkisstjórn mun sennilega hugsa harla lítið um sáiarhrellingar aðalrit- stjórans. Stjórnarsamstarfi ráðandi flokka mun haldið á- fram, hvort sem honum og þeim öðrum Morgunblaðs- mönnum líkar betun eða verr. Og því fyrr sem þeir- venjast þeirri hugsun, því betra fyi'ir þá sjálfa. Þeim líður þá betur í sálinni. sem auglýst var í 42., 43. og 44. tbi. Lögbirtinga- blaðsins 1957, á hluta í húseigninni nr. 32 við Barma- hlíð, hér í bænum, eign Ólafs Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Hannesar Guðmundssonar hdi., Búnaðarbanka íslands, Guðmundar Péturssonar hdl., og Útvegsbanka íslands, á eigninni sjálfri föstudaginn 5. júlí 1957 kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Frá Sameinuuu þjóðunum: ÞRJÁR af stofnunum Sam- einuðu þjóðanna stuðla að rann- sóknum, sem miða að því, að finna nýjar fæðutegundir, sem eru auðugar að eggjahvítuefn- um og þarafleiðandi hentug næring fyrir börn og mæður, sem ekki eiga kost á mjólkur- mat. Þessar stofnanir eru Barna sjóður Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvæla- og land- búnaðarstofnunin (FAO) og Al- þjóða heilbrigðismálastofnun- unin (WHO). Hafa þær stuðlað að því, að komið hefur verið upp samtals 13 rannsóknarstof- um, — sex í Afríku, fjórar í Bandaríkjunum og ein í hverju landi, Bretlandi, Frakklandi og Mið-Ameríku — sem vinna að þessum málum. Rockefeller- stofnunin hefur veitt 250,000 dollara styrk til rannsóknanna og Barnasjóður Sameinuðu þjóðanna leggur fram 100,000 dollara til kaupa á vélum og verkfærum. Það verður fyrst og fremst lögð áherzla á, að framleiða fæðutegundir, sem eru ódýrar og sem fullunnin vara. Þá er nauðsynlegt, að varan sé auð- veld í meðförum til flutnings, því fæðutegundir skortir mest þar sem erfitt er um flutninga í hinum vanyrktu löndum. Bollur úr jarðhnel- ,rr um og Soya „mjólk' handa börnum. í Dakar í frönsku Vestur- Afríku og í Nígeríu á vestur- strönd Afríku er verið að gera tilraunir með matvælafram- leiðslu úr jarðhnetum og fiski- mjöli sem blandað er með þur- mjólk. Hafa þessar tilraunir gefizt vel. í Kampala, í Uganda, hafa verið framleiddar bollur, sem gerðar eru úr jarðhnetum og fiski og rnais eða hveiti. Hefur þegar komið í ljós, að þegar unglingar neyta þessarar fæðu vaxa þeir örar, en á meðan þeir . nevttu eingöngu hinnar gömlu fæðu. Fiskimjöl og jarðhnetur eiga vel saman segja sérfræð-; ingar, sem starfað hafa í Afríku og ber þeim saman við starfs- j bræður sína, sem að sams konar | rannsóknum vinna í Mið-Ame- j riku. Þegar ekki er hægt að | framkvæma efnagreiningar á staðnum eru sýnishorn send flugleiðis tii efnarannsókna- stofa í London, París eða New York. Meðal annara fæðutegunda, sem eru auðugar að eggjahvítu- efnum, og sem tekizt hefur að framleiða á einfaldan og ódýr- an hátt, er soyabauna-duft, er líkist mjög nýmjólk, er það er blandað með vatni. Duftið geymist vel og er auðvelt í með- förum. Þykir drvkkur sá, er úr því er gerður, vera mjólkur ígildi. Barnahjálpin (UNICEF) og Matvæla- og landbúnaðar- stofnunin (FAÓ) hafa veitt Indónesíumönnum styrki til þess að koma upp verksmiðjU í Djakarta, sem á að vinna soyjabaunaduft til ,mjólkur“- framleiðslu. Búizt er við að framleiðsla hefjist í næsta mán uði. Á sama hátt hefur FAOveitt styrk til Chile til þess að reisa verksmiðju í Quintero, sem á að vinna fiskimjöl í allstórum. stíl. Sú verksmiðja mun taka til starfa í september í haust. Ný met í iækni- aðstoð. ÁRIÐ sem leið var metár hjá Sameinuðu þjóðunum og sjö sérstofnunum þeirra hvað snert ír tæknilega aðstoð til vanyrktu landanna. Framlög þátttöku- þjóðanna voru meiri en nokkru sinni fyrr á einu ári frá því að Tækniaðstoð Sameinuðu þjóð- anna tók til starfa 1950. Á árinu lögðu 77 þjóðir fram fé, sera svarar til 28,8 miiljónum doll- ara til starfseuúnnar. 69% fjár- ins var notað til þess að kosta 2346 sérfræðinga, er sendir voru víðs.vegar um heim. 18% af upphæðinni var notað til námsstyrkja til samtals 2128 styrkþega. 1956 nutu 56 þjóðir og 47 lendur, sem ekki eru sjálfstæð ríki, aðstoðar frá Tækniaðstoð- inni. Á þessu sést, að aðstoð- inni hefur verið skipt á milli margra. Áhersla var lögð á, að hjálpa þeim löndum og lendum, sem mesta þörf hafa fyrir tækni lega aðstoð. Einkum var aðstoð inni beint til þeirra þjóða, sem nýlega hafa öðlazt sjálfstæði og stjórnmálalegt fullveldi. Hin síðari ár hefur Tækniaðstoð t. d. verið aukín til Libíu, ’Viet- nam, Cambodiu, Laos, Sudan, Tunis, Marokko og Ghána. Áð- stoðin til þessara landa er hér hafa verið nefnd Var þreföld á árunuwi 1954—1956 og er í ráði að auka hana enn til muna. 80 þjóðir sfyrkja Tækniaðstoð Sameinuðu þjóð anna til vanyrktu landanna er greidd með frjálsum framlög- um. frá meðlimum Sameinuðu þjóðanna. I ár munu um 80 þjóð ir leggja fé að mörkum og eru þegar fengin loforð fyrir sam- tals 30,8 inilljónum dollara. 30 þjóðir hafa aukið framlög sín miðað við framlög. fyrri ára. Þrátt fyrir þetta ræður S.þ. ekki yfir nægjanlegu fé til þess að hægt sé að veita alla þá tækni, sem um er beðið. Þegar athugað er hvaða lönd það eru, sem njóta tækniaðstoð- Framhald á 8. siðu. KVENNAÞATTU Ritstjórí Torfhildur Steíngrímsdóttir KONA ein, sem hefur verið að megra sig, skrifar: „Á meðan ég starfaði sem hjúkrunarkona, átti ég oft erfitt með að halda frá mér aukakíló- um, sem hlaðast vildu á líkama minn eftir að ég háfði þegið súkkulaði og hvers konar kræs- ingar, sem sjúklingar voru svo elskulegir að bjóða mér. Reyndist mér því oft nauð- synlegt að fara iðulega í kúr, sem.á fljótan hátt losaði mig við þau. Bez'. gafst mér þá að haga hon um svo. 1. dagur: allar þær app- elsínúr, sem mér tókst að láta í mig og svart kaffi. 2. dagur: þrjú egg (hrá, linsoðin eða harðsoðin eins og mig langaCi S á hverjum tíma) og svart kaf'i. 3. dagur: öll þau epli, er ég gat í mig lát- ið og eins mikið rf mjálk og mig langaði í og £ M-rt kaífi. Kúr þessi uppfyllir ailt það, er þarf til viðhalds líkamanum á hverjum tíma af efnum og ár- angurinn af hohurri (að vísu end urteknum nokkrum sinnum) var oftast um það bil 6—7 pund, sem hurfu. Síðan ég svo gerðist húsmóð- ir, hefur mér tekizt að halda þessum aukakílóum í hæfilegri fjarlægð með því að forðast hita einingarnar eins og heitan eld allan fyrri hluta dagsins, en borða svo á við hina íjölskyldu- meðilmina að kvöld. Svo er því komið, að ég þarf ekki lengur að hafa neinar áhyggjur út af megrunarkúrum. Svo er hér ein uppskrift úr bók Hrannar Hilmarsdóttur „Grænmeti og góðir réttir“. HEITT KARTÖFLUSALAT MÉÐ TÓMATKRAFTI Vz kg. soðnar kartöflur, salt, 2 laukar, V2 dl. mjólk, 1 msk. smjör, pipar, 2 msk. tómatkraftur, söxvíð’ steiiis’eljai. Kartöflurnar eru afhýddar skornar í sneiðar, smjörið bræt í potti, iaukurinn saxaður oí soðinn mjúkur 1 smjörinu, ásam ediki, tómatkrafti, salti og pipar Kryddað vel, sósan á að ven fremur sterk. Kartöflúrnar látn ar út í og hrært gætilega í; gæt ið þess, að kartöflurnar fari ekk í sundur . Mjólkinni hellt yfir oí að síðustu er saxaðri steinselj: stráð yfir. Salatið borið fran með pylsum eða steiktum fiski Nú er að koma sá tími, að flest grænmeti fæst hér í verzl- unum og. ættu því sem flestar húsmæður oð fá sér ofangreinda bók og. aðrar bækur um græn- metisrétti, sem ekki eiga þær nú þegar, því að það margborgar sig að búa sig undir allt árið ,með grænmeti til matar og það er mun auðveldara en margir halda. Grænmeti er holl og góð fæða, er hvergi astti að vanta á botðíð árið um kfing.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.