Vísir - 24.12.1926, Síða 7

Vísir - 24.12.1926, Síða 7
VlSIH /ólanóttin. Ennþá svifa yfir fold og sænum englar þínir, Rristur, hægt og rótt, og oss heyrist hvíslað vera í blænum, hve þitt riki er voldugt, — þessa nótt! pað er eins og óljóst flestir skilji eitthvert brot af timans mikla söng: Kærleiksfórn og dáð er Drottins vilji, dýpsta spekin, leið úr hverri þröng! Kærleikslindir leysið þið úr dróma, ljúfu jól, og rjúfið klakans bönd. Innst í sáliun khð og klukknahljóma, Kristur, vakið fær þin bróðurhönd. Burt úr hug þú hrekur kaldan efa, hátign birtir okkur sannleikans: Fylhng lifsins felst i því: að gef a, fórna sér á altar’ kærleikans. Nú er eins og hljóður hörpusláttur, himinfagur, líði um kaldan svörð. Og ég skil, að þessi mildi máttur mestur reynist, bæði á himni og jörð. Helga nótt, eg hallast þér að barmi, hníg í faðm þinn, dægurglaumi frá lyftu mér og loka minum hvarmi. Leyfðu mér í draumi Krist að sjá! Gretar Fells. G óska öllum LEÐILEGRA UÓLA GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viSskijtaú'mum sínum Verslunin Vísir. GLEÐILEGRA JÓLA óska eg öllum mínum viðskiftamörmum. O. EUingsen. GLEÐILEGRA JÓLA óska eg öllum minum mörgu viSskiftavinum. GuSm. B. Vikar. talinn harödrægastur og ágengast- ur allra fasteignabraskara þar um slóSir, og er þá mikið sagt. Menn sögðu, að hann hefði steinhjarta, en enginn vissi, að allan lífsferil sin miöaði hann við lítið, fátæk- legt lyngjólatré, x torfkofa norður á íslandi. — Þa'S var leyndarmál þans. Svo dó móðir hans, og öþolin- mæði hans jókst enn. Honum haf'ði ekki farið eins og flestunx innflytjendum í Canada. Þeir eru orðnir þarlendir menn áður en varir. Þeir eiga þarlendar konur og þarlend börn. En hann hafði enga konu eignast, og hann hafði ekki haft önnur mök við landsmenn en þau, sem þurfti til að geta grætt á þeim. Hann hafði aldrei verið búsettur í landinu, heldur aðeins gestur, þvi hann hafði alt af verið á leið til Reykja- víkur, siðan „Laura“ gamla flutti hann þaðan fyrir 25 árum. Og nú fyrir nokkrum vikum hafði hann selt alt, sem hann áttí í Vesturheimi, og var á leið til íslands, með miljóna-bankabók í vasanum og óþolinmóðari en ixokkuru sinni áður. — Það var á aðfangadag jóla, •nokkru fyrir hádegi. „Gullfoss“ var að sigla inn á milli eyja. Á efra þilfari stóð Eirikur E. Harold fasteignasali frá Saska- toon, og starði inn yfir bæinn. Hann var fölur i framan, og beit á vörina. Það lýsti óþölinmæði og angist af svipnum. „Eins getur það auðvitað ekki verið, eftir öll þessi ár. Alt breyt- ist! Ætlti það beri ekki minna á því, þegar eg kem á land?“ hugs- aði hann. Hann stóð altaf i sömu spor- um, meðan skipið var að renna sér inn í höfnina, og hann leit þungbúinn á öll mannvirkin. Hon- um hraut ekki orð af vörum nema einu sinni. Hann spurði mann, sem stóð við hliðina á honum,. hvar batteríið væri. Og þegar honum var ansað, að búið væri að brjóta það niður, fölnaði hann enn meir og beit enn fastar á vörína. Svo rann skipið upp að hafnar- bakkanum. Hann vissi 'það vél, að enginn myndi taka á móti honum, — taka á móti honum með opnum örmum, eins og tekið er á móti þeim, sem kernur heim úr langferð. Og þó voru það vonbrigði fyrir hann, þegar enginn beiö hans, nema strákur með gullborðalagða húfu með nafninu „Hótel ísland“, á. „Liftboy, — „lyftivélarstrákur", hugsaði Mr. Harold. Strákurinn draslaði föggum hans á land, og lét þau í bifreið- ina. „Rafmagn og bifreiðar," taut- aði Mr. Harold. Hann hugsaði með barnslegri gleði til steinolíu- ljóskeranna og götuforarinnar frá æskudögunum. Og þegar hann leit af hafnar- bakkanum niður á steinbryggjuna — „nýju bryggjuna“, sem þegar hann var strákur, hafði verið höf- uðprýði hafnarinnar, þar sem hann svo oft hafði veitt marhnúta og kola, fyltist hann sömu angistinni eins og þegar hann stóð á þilfari skipsins og leit á höfniná. Nú var „nýja bryggjan“ gamall, brunninn og brotinn jaxl, í rrngurn og hcaustum tanngarði. Þegar hann var búinn að ko'ma sér fyrir á gistihúsinu, gekk hann út í bæinn, — áleiðis inn í Skugga- hverfi. Iíann var orðinn úi'kula vonar um að sjá nokkurn tíma gamla lyngtréð aftur. En hann fór af því, að vonin var ekki dá- in, þó að hún væri í andarslitrun- um. Hann gekk um Austurstræti. Það var steinlagt endanna á milli. „Pollarnir — gömlu pollarnir?“ söng í höfðinu á lionum. En þeir voru allir horfnir. Prúðbúið fólk, eins og í öllum öðrum borgum, hraðaði sér um göturnar, hlaðið bögglum. Hann leit á fótabúnað- inn. Hann sá enga íslenska skó, og varla nokkur stúlka var á peysufötum. Sama glysið eins og í öðrum borgum var hlaðið upp fyrir innan stóra spegilglers-búð- arglugga, og ginti peningana upp úr jólapyngjum fólksins. Var hann ]xá ekki korninn heim? Hann fór að efast um það. Hann var óþolinmóður. Hann hraðaði sér inn í Skuggahverfið. Skyldi þar ekki alt vera með kyrr- um kjörum? Hann hrökk saman, við tilhugsunina um að þar gæti verið orðið umbreytt. Það var orð- ið seinasta vígið hans, sem von- brigðuninn enn ekki hafði tekist að vinna. Honum hafði ekki fyr dottið það í hug, að bærinn henn- ar móður hans gæti verið breytt- ur eða jafnvel horfinn. Honum sortnaði fyrir augum við tilhugs- unina. — — Hann nálgaðist gamla bæinn. Hann sá í rökkrinu grilla i þri- lyft steinhús. Óttiixn og efinn voru löngu búnir að heltaka hann, þeg- ar hann kom að stæði bæjarins. — Steinhúsið stóð þar, sem gamli bærinn hafði staðið. — Þó að hann hefði séð bæinn verða uppnuminn, og nýja, stóra steinhúsið koma niður úr skýjun- um i hans stað, með einni svipan, hefði hann ekki geta.ð orðið steini lostnari. Hann vissi ekkert hvað- an á sig stóð veðrið. En það sá hann þó, að takmarkið, sem hann hafði verið að keppa að í öll þessi ár, var ekki til lengur. Hann hafði verið að sælast eftir skugga, — Ijósin á lyngtrénu hans voru löngu, löngu sloknuð, en glampinn af þeim hafði blindað hann fram á þessa stund. Hann gekk í áttina til gistihúss- ins. Hann hugsaði ekkert. Hann slangraði þetta hálfgert milli svefns og vöku. . Hann var lengi á leiðinni. Þeg- ar hann gekk inn í forstofuna, sá hann inn í opinn veitingasalinn. Hann eins og rankaði þá við sér alt í einu. Hann rétti úr sér, beit á vörina, gekk inn og settist við borð, og þjónninn kom til hans. „Færið þér mér hangikjöt,“ sagði Eiríkur. „Hangikjöt er ekki til, en gæsa- steik,“ ansaði þjóninn, hann var mannþekkjari og gat lesjð pen- ingabudduna út úr andlitsfalli gestanna. Eiríkur bognaði í herðunum, það var eins og hann slokknaði út af. „Færið þér mér þá það,“ sagði hann viðutan. Harm sat hreyfingarlaus. Hann tók ekki eftir neinu í kring um sig. Og hann heyrði ekki hið glað- væra gaspur í vinnustúlkunum, við afgreiðsluborðið. Það leið stundarkorn, þá gall önnur þeiri-a alt í einu við: „Já, Gunna mín, bamið vex en brókin ckki.“ i i r | W Hann hrökk upp, þegar hann heyrði þennan ófágaða alþýðu: málshátt. Og hann fór að stagast á honum, eins og menn gera með orð; sem haft hafa áhrif á menn. Þjónninn kom með gæsasteik- ina. Mr. Harold leit ekki á hana, „Hvar býr kirkjugarðsvörðurinn og hvað skulda eg,“ spurði hann. Þjónninn ansaði báðum spurn- ingunx hissa. Mr. Harold lagði lnindrað króna seðil á borðið. „Það stendur heima,“ sagði hann, stóð upp og fór. „Barnið vex en brókin ekki,“ tautaði hann, jafnt og þétt, og áður en hann varði, var hann bú- inn að hafa endaskifti á máltæk- inu: „Brókin vex en bai-nið ekki“. Hann sá nú alt líf sitt, eins og í lófa sér. Hann hafði miðað það og þroska þess við flikur, sem löngu voru stækkaðar og breyttar, án þess að hann vissi eða sæi. Reykjavík var orðinn annar bær, og þessi bær var honum allsendis ókunnugur. Þar var ekki jarðveg- ur fyrir hann. Vestanhafs hafði hann ekki fest rætur, því hugur hans dvaldi í boi-ginni horfnu, með steinolíutýrunum og forugu göt- unum, — dvaldi í bænum hrörlega, við lítið, fátæklegt lyngjólatré. Nú sá hann það, að hann var rótlaus og liafði verið, síðan „Laura“ forðum' bar hann út úr Reykja- víkurhöfn. Það var ekki annað samband milli heimsins og hans en sparisjóðsbók með miklu meiru af peningum en hann gat torgað, Og hann öfundaði nú föður sinn sáluga af því, að hafa verið á skútunni vátrygðu. Kirkjugarðsvörðurinn gat ekki sagt Mr. Harold hvar leiði móður hans væri. Hann beit á vörina, því hann var óþolinmóður, og gekk suður að kirkjugarði. Hann var lokaður og Eiríkur stökk yfir girðinguna. Hann leit varla á ítölsku mar- maraminnisvarðana; þeir voru ekki kunningjar hans. Hann gekk lengi um garðinn, og loks staðnæmdist hann við hné- háa þúfu. Svona höfðu leiðin ver- ið áður en borgin hvarf. Hann settist á leiðið í hálfgerðri leiðslu. Honum fanst hann finna jólamatar-ilminn gamla, frá hlóð- um móður sinnar, og honum sýnd- ist hann sjá lyngjólatréð og ís- lensku ullarsokkana undir. Og hann varð óþolinmóður. Svo tók hann upp úr vasa sín- um skammbyssu. Hún hafði fylgt honum í öllum svaðilförunum í Klondyke. Hann grúfði sig ofan að leiðinu. Alt í einu heyrðust skærar barnsraddir úr fjarska syngja jóla- sálminn gamla: Heims um ból, helg eru jól, signuð mær son guðs ól. Skammbyssan féll úr máttvana hendi Mr. Harolds niður á gadd- freðinn svörðinn, og tárin tóku að renna ofan kinnar hans, og það setti að honum óstöðvandi ekka, — barnsekka. Alt i einu byrjaði að snjóa. Það gerði skæðadrífu. Snjóflyksurnar féllu niður eins og dúnn í logni. Svo breiddi jólanóttin rósemis- blæju sína yfir óþolinmæði Eiríks E. Harold, fasteignasala frá Sas- katoon, Saskatchewan, Canada, en Eiríkur litli Eiríksson, umkomu- leysinginn úr Skuggahverfinu, grét aftur fögrum tárum við barm móður sinnar. — — Það var nóttin helga.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.