Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 3
Til Betlehem, til barnsins vil eg fara. Jólahugleiðing eftir síra Bjarna Jónsson. Nú er jólum fagnað um allan kristinn heim. En hugurinn leitar ávalt til hinna fyrstu jóla, er fjárhirðarnir tóku á móti jólaboð- skapnum, og þeir trúðu því, sem við þá var talað, og sögðu: „Ver skulum fara rakleiðis lil Betlehem og sjá þennan athurð, sem orð- inn er og Drottinn hefir kunngjört oss.“ Þeir sáu Jiá sjón, sem þeir vegsömúðu Guð fyrir. Þeir sáu, að „fátæk móðir vafði’ hinn blíða helgri í sælu að hjarta sér.“ Hirðarnir eru hinir fyrstu, sem koma á þann stað, þar sem frelsarinn fæchlist. En á eftir þeim koma mil- jónir manna úr öllum áttum heims. I Betlehem er elsta kii'kja kristninnar. Kon- slantinus keisari og Helena móðir lians létu hyggja Iiana. Allar kirkjur frá þ'eim tímum (í hyrjun 4. aldar) eru horfnar, en kirkjan i Betlehem hefir staðist stormana. Oft hefir lit- Íð svo út, að nú væru dagar hennar laldir, en altaf hefir henni verið hjargað, þó að henni hafi verið húið tjón og hótað gereyðingu. Á 7. öld fóru Persar herskildi um landið helga, rændu og brendu kirkjur. Mörg hundruð kirkjur eyddust, en fæðingarkirkjunni í Betle- hem var lilíft. Sagan segir, að þegar ræningj- arnir persnesku komu að kirkjunni, hafi þeir yfir dyrunum séð mynd af vitringunum frá Austurlöndum, en vitringarnir voru í persneskum búningum. Þá hættu Persar við áform sitt. Þeir vildu ekki hrenna það hús, þar sem persneskir menn voru látnir gæta dyranna. Sama árið sem lcristni var lögtekin á Is- landi, gaf kalífinn E1 Hakim þá skipun, að allar kristnar kirkjur í ríki lians slcyldu eyði- leggjast. En kirkjan i Betlehem komst und- an eyðingunni. A krossferðatímunum lögðu Arabar fjölda margar kirkjur i rústir, og liöfðu ákveðið, að Betlehemskirkjuna skyldi rífa niður. En þá leituðu íbúar Betlehem á uáðir Gotfreds frá Bouillon, og hann sendi Tanered riddara og með lioiium hersveit kirkjunni til verndar. Kirkjunni var bjarg- að. Fáni Tancreds blakti yfir kirkjunni, munk- arnir sungu lofsönginn (Te deum), og fögn- uður var meðal bæjarbúa. Margar öldur liafa skollið á kirkjunni, en liún stendur enn í dag. Þar liafa margir kom- ið, fagnandi og grátandi. Þar hefir mörg liá- tíðin verið halclin. Árið 1101, á sjálfri jóla- hátíðinni, var Baldvin, einn hinna merkustu krossfarenda, krýndur konungur yfir Jerúsal- em. Fór sú atliöfn fram í fæðingarkirkjunni. Það geymast margar sögur, er segja frá árás- um á þessa kirkju, en nú í dag fyllist hún af lofsyngjandi söfnuði. Þar eru nú haldnar jólaguðsþjónustur, og' margir ganga nú niður í hellinn undir háaltarinu, og þar má í einu horninu líta silfurstjörnu, sem fest 'er við gólfið, og þar sést áletranin: „Hic de virgine Maria Jesus Christus natus est.“ — „Hér fæddi María mey Jesúm Krist.“ Þeir eru margir pílagrímarnir, sem komið hafa á þennan stað og i auðmýkt og' með þakklæti hugsað um fagnaðarboðskap jól- anna: „Yður er i dag frelsari fæddur“. Lít- um á þennan fjölda, sem kom til þess að beygja sig í lotningu fyrir barninu. En barn- ið óx, og sagan um hann, sem fæddist í Betleliem, breiddist út um heiminn, eins og dagsbirtan frá austri til vesturs. A heilagri jólanótt er sem eg heyri fótatak kynslóðanna. Fyrst ganga hirðarnir, og á eftir þeim hinir fátæku og ríku, margir brosandi, margir með tár i augum, mæður með börn i fanginu, öld- ungar og röskir sveinar, sorgbitnar ekkjur og fagnandi vngismeyjar. Eg heyri fótatakið, og eg heyri heilaga hljóma, hver kynslóðin á eftir annari tekur undir englasönginn og á mörgum tungumálum, einnig á íslensku er sunginn jólalofsöngurinn. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar * ömu æfigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pilagrímsins gleðisöng. Kirkjan í Betlehem sést enn í sinni fegurð. En margar aðrar hafa bætst við. Nú eru jól- in haldin i hinum veglegustu musterum, þar sem tugir þúsunda kirkjugesta geta komist inn, og jólin eru lialdin í litlu kirkjunni, þar sem geta setið 100 manns, og jólasálmarnir cru sungnir þar sem hátt er til loftsins og rik- mannlegt um áð litast, en þeir eru einnig sungnir í litla herberginu, þar sem lágt er undir loftið, og jólasagan heyrist i uppljóm- uðum kirkjum, en liún er einnig lesin fyrir sjúklinginn i fátæklegu herberginu. Hún vek- ur gleði lijá þeim, sem þrá fögnuð og frið, og hún er dýrmæt gjöf særðu hjarta. Hátíðin er komin, og ómurinn af jólalag- inu berst land úr landi. Eg minnist á jólalag- ið. Fá sönglög eiga meiri töframátt. Skóla- kennari í Tyrol bjó lagið til á jólunum 1818, og nú er það sungið um allan heim, og vér syngjum það í kirkjunni og heimahúsum: „Heims um ból, helg eru jól.“ Veittu börn- unum eftirtekt, er þau'syngja, og taktu eftir þvi valdi, sem hinir heilögu liljómar eiga yfir hjörtum vorum. Eg hugsa um það, sem skáld- ið segir: Vetrarnótt geta í vormorgun breytt vöggubarnanna draumar. Eins geta liugann til himins leitt hreinu tónanna straumar. Hinir hreinu jólatónar leiða hugann til himins, en þeir leiða einnig liugann til ást- vina vorra, sem fyrst sögðu oss frá jólunum. Vér vorum börn heima, er vér fyrst sáum jólaljósið, og endurminningarnar um jólin eru nátengdar minningum um kærleika elsk- andi vina. Eg sé þetta alt eins og það væri að gerast nú. Það var hægt að finna, að jólin voru að koma, og það var lieilagur friður i Reykjavík á jólanótt. Eg man svo vel eftir hinni hátiðlegu gleði. Þegar eg hugsa um heilög jól, þá sé eg birtuna frá hinum eilífa lampa. Þeir, sem fyrst töluðu við mig um jólin, eru farnir héðan, og svo mega margir segja, sem nú lialda jól. En eitt er eftir. Eg held á nýja testamentinu í liendi mér, eg les liið lieilaga jólaguðspjall, og enn er hin sama gleðifregn flutt, enn í dag heyrum vér jólaprédikun engilsins: „Óttist ekki, því sjá, eg boða yður Jólaguósfyjallið Lúk. 2. 1.—14. mikinn fögnu'ð, sem veitast mun öllum lýðn- um; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Daviðs.“ Þessi boð- skapur berst víða um löndin. Það er víða hringt klukkum á heilögum jólum. En mér finst eg heyra silfurskæra klukku, sem hring- ir, og eg veit, að það er verið að kalla á mig. Það eru ekki að eins jói handa fjöldanum, það er jólagleði hoðin hverri einstakri sál. Hér er sá boðskapur, sem nær til fjöldahs, og hér er sá boðskapur, sem ætlaður er hin- um eina. Eg liefi minst á sögu frá liðnum tímum, .bent oss öllum á hina elstu kirkju. Eg hefi bent oss á, hvernig jólasagan og jólalagið lierst ví'ða um heiminn, og hvernig hið hrein- asta og helgasta í hjörtum vorum er i ætt við bjartar jólaminningar. En nú koma jólin til þín. Fjárliirðum fluttu / fyrst þann söng Guðs englar, unaðssöng, er aldrei þver; friður á foldu, fagna þú maður, frelsari lieifflsins fæddur er. Nú er sagt við þig og mig: „Fagna þú mað- ur.“ — Þetta er sagt við þá sem nú gleðjast, við þá er sagt: Gleðjist i Drotni. — Eitt ber öllum saman um: Jólin eru komin. En sú er tilætlunin með heilögum jólaboðskap, að þetta sé gleði vor: Drottinn kemur. Jólin koma til þeirra, sem brosa. En þau koma eiunig til þeirra, sem gráta. Þeir eru margir, sem nú eru áhyggjufullir, með sorg og kvíða í lijarta. En hugsum um hin fyrstu jól. Hverjum var fregnin flutt? Hii’ðunum, 4 sem um nóttina gættu lijarðar sinnar. lljá þeim stóð engillinn og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá. Enn i dag eru jólin send til þeirra, sem þekkja erfiði næturvökunnar. Jól- in liverfa eftir nokkrar stundir. En hin sönnu jól verða eftir, Droltinn sjálfur verður eftir hjá oss, og þá tölum vér við haiin um alt hið erfiða, biðjum fyrir hinum mörgu, sem hágt eiga, biðjum, að aftu'r megi birta og lítum á það sem heilagt jólastarf, að bera birtuna til þeirra. Nú er skammdegi, og myrkur grúfir yfir þjóðunum. En jólin koma, og þá fer aftur að birta. Höldum jól með þvi að biðja, að brátt megi birta yfir landi og þjóð, vfir atvinnu- vegum, yfir heimilum, yfir öllum landsins börnum. Treystum Drotni, vel þá fer. Geym- um þvi jólagleðina í lijarta voru. Það er svo margt, sem vill taka frá oss kjark og gleði. E11 munum eflir því, hvernig næturdimman breýtist i dýrðarbirtu. Treystum því, að svo niuni enn verða. Tökum á móti honum, sem fæddist á heilagri jólanótt, horfum á ungbarn- i'ð reifað og liggjandi í jötu. Hlustum á lofsöng hinna himnesku hersveita og segjum: Guð gefi öllum, er þetta lesa eða heyra gleðileg jól. — Anien. Vér undir tökum englasöng, og nú finst oss ei nóttin löng.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.