Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 6

Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 6
VÍSIR Jóiavenjur í Reykjavík fyrir 50 árum. GLEÐILEG JÓL! Versl. Þór. B. Þorldkssonar, Tnlí GLEÐILEG JÓL! , Verslunin FELL. GLEÐILEG JÓL! Verslunin Grettir. Qg GLEÐILEG JÓL! Hjörtur Hjartarson. GLEÐILEG JÓL! Tóbaksverslun tslands h.f. Óskum öllum okkar viðskiftavinum GLEÐILEGIiA J Ó L A! Hf. Efnagerð Reykjavíkur. GLEÐILEG JÓL! Einar 0. Málmberg. I. Áður en eg byrja á að lýsa jólavenjum hér fyrir 50 ár- um, verð eg ögn að minnast á veðráttu um þær mundir, og ennfremur drepa á liag al- mennings, eins og liann var liér þá, svo að hinir nú uppvax- andi Reykvikingar fái séð, að ömmur, afar, mæður og feður þeirra urðu þá alment að búa við þrengri lifskjör en nú eiga sér stað, þó að kjör sumra séu síst enn þá góð. Um þessar mundir var hagur þorra manna hér svo hághor- inn, að vart mátti hann lakari vera, enda flýðu þá margir landið. — „Fóru i álfu fagra og nýja, sem friður beið og auð- sæld nóg.“ Og vist var það, að margir þeirra manna, sem þá flýðu til Ameriku, komust þar ólíkt hetur af en þeir höfðu gert hér. Árin 1879—1890 voru hér á landi, að heita mátti án undan- tekninga, óslitin hai-ðinda-ár; þó mun veturinn 1880—1881 hafa verið frostamestur, og ísa- lög á landi og hafis við strend- ur landsins það mikill, að slíku mundu elstu menn þá ekki eftir. — Þá voru kjör kotunganna hér bágborin, engu síður en fátæklinganna i sveitunum. Á þessum árum var það eng- in nýlunda, að hér væri at- vinnuleysi að vetrinum, því það mátti teljast hér föst venja, að frá haustvertíðar lokum til vetrarvertiðarkomu væri aldrei um útistörf að ræða, nema þegar aðal-göturnar hér urðu ófærar vegna snjóþyngsla, eða þá, að svo mikill krapi settist í lækinn, sem þá rann hér opinn úr Tjörninni, gegnum miðjan bæinn, að hann stiflað- ist. 1 þesskonar vinnu komust hér fáeinir menn dag og dag, en þá var kaupgjald lágt: 16— 18 aurar um klukkustund, en þessa vinnu fengu oft færri en vildu. Á þessu má sjá, að réttir og sléttir daglaunamenn gátu þá ekki hampað þungum pyngjum fyrir jólin, enda fóru jólainn- kaup þeirra eftir því. En þó var það svo, að flestir búandi menn hér streittust við að gera sér og sinum dagamun um jólin; gættu þess, að sem fæstir heimilsmenn þeirra færu í „jólaköttinn“ — þá voru full- orðnir og börn ánægð með lítið. 1 l n. Til jólaundirbúnings verð eg að telja, að um þessar mundir var það venja helstu bátafor- manna hér og í grendinni, að fara nokkuru fyrir jól suður i Garð og Leiru til að sækja í soðið, eins og það þá var kallað; þá þótti ekki ómaksins vert að reyna fyrir fisk á miðunum hér. — Miðin hér talin fiskilaus. Oft voru þessar suðurferðir slarksamar, og oft fiskaðist lít- ið, en út í þessar ferðir Iögðu ekki aðrir en valdir formenn á góðum ckimirn, með órvals lið. Ekki voru þessar ferðir farnar í ábataskyni, heldur var það gert meira af gömlum vana og af því, að það þótti óviðkunn- anlegt, að bragða ekki nýja soðningu um jólaleytið, enda höfðu mörg heimilin þörf fyrir það. Það var því oft mannmargt í „vörunum“ þegar skipin komu að sunnan, þvi margir vildu ná sér i soðið. Það var altitt að for- mennirnir fengu ekki tíma til að súpa kafíisopann, sem þeim var færður, áður en þeir fóru að „skifta“, svo var eftirsóknin eftir fiskinum mikil; um leið vil eg geta þess, að bæði for- menn og hásetar gáfu oft meira af þessum fiski en þeir seldu, og það sem þeir seldu, var selt við svo vægu verði, að fisksal- arnir, sem hér eru nú, mundu ekki trúa mér, þó eg segði þeim verðið. Aðal undirbúningur jólanna lcom þá niður á húsmæðrunum, eins og nú, þó nú sé sá undir- húningur með alt öðrum hætti, þar sem nú þurfa margar þeirra ekki annað en hringja i simann, og þá koma sendisveinarnir með alt heim á lieimilin, jafn- vel steiktar gæsir. Á efnaheimilum fyrir 50 ár- um var jóla-undirbúningur all umstangsmikill, og eins og eg hefi áður sagt, kom hann mest niður á húsmæðrunum. Snemma á jólaföstu byrjuðu þær á að sauma, prjóna og helda, stórar og smáar jóla- gjafir handa lieimilisfólkinu, sem viða var þá margt, þvi eng- inn mátti fara í „jólaköttinn“, en oft höfðu húsmæðurnar góða aðstoð i vel vinnandi vinnukonum, sem þá voru oft 2—3 á stórum heimilum. Á stærri heimilum var hyrjað á jólabakstri og kertasteypingu i kringum viku fyrir jól, enda tók það langan tíma, þvi mikið þurfti af kaffibrauði fram yfir nýár, i heimilismenn og gesti, og svo var það alsiða þá, að bet- ur megandi konur stungu í bök- unarofninn eða undir pottinn „jólakökusnúð“, sem þær á að- fangadagskveld réttu að ein- hverjum fátæklingnum, ásamt saltkjötsbitum, floti eða tólgar- stykki og vanalegast munu þær einnig hafa látið þessu fylgja nokkur kerti, þvi þau þóttu ómissandi fyrir börnin, enda glöddu þá einnig fullorðna, því i þá daga voru hibýli fátæklinga lélega upplýst. Seinni hluta jólavikunnar komu bændur úr nærliggjandi sveitum með rjóma, nýtt smjör og hangikjöt til að selja hér, ennfremur komu þeir þá ineð liinar svo kölluðu „jólarollur“, sem þeir seldu til efnamanna hér. Þessum rollum var slátrað daginn fyrir Þorláksmessu, þá var hér ekki um annað nýtt kjöt að ræða, þar til að Jóhann- es Nordal kom til sögunnar 1894 með frysta kjötið. Þvi ætla eg að trúa ykkur fyrir, að það var betra fyrir þá, sem „jólarollurnar“ fengu, að eiga til góðan eldivið, og fyrir þá, sem kjötið borðuðu, að liafa sterkar tennur, ef alt átti vel að fara. Jæja, þá þykist eg hafa sagt frá því helsta, sem á lierðum húsmæðranna lá við undirbún- ing jólanna, og verð eg því hér á eftir að segja nokkuð frá skyldum húsbændanna um jól- in, því þeir urðu einnig að hafa jólaundirbúning, hver eftir sinni getu. Það helsta, sem þeir drógu að sér var spil, vindlar og flest- ir fengu sér öl og á flöskuna, því þá var hér lítið um bind- indi, enda þóttu bá jólaboð dauf, væri ekki hægt að gefa „tár“ í kaffið og glas af púnsi, þegar á vökuna leið. Þó má eng- inn skilja orð min svo, að þessi vinföng væru misnotuð, því það var sjaldgæft þá, að sjá drukkinn mann inni í húsi eða úti á götum; — það þótti þá ósvinna að sjást drukkinn um jólin. Aftur á móti var minna tekið til þess þótt drukkinn maður sæist á gamlárslcveld og á þrettándanum. III. Eins og nú, byrjaði jólafagn- aðurinn með kveldsöng, á að- fangadagskveld kl. 6, var þá kirkjan hér _ ætið troðfull af áheyrendum. Oft kom það þá fyrir, að guðfræðikandidatar prédikuðu, og einnig bar það við, að óvígður mikill raddmað- ur, við þau tækifæri, tónaði í kórdyrum, og þótti það nokkur tilbreytni, og tónaði þó sira Hallgrimur Sveinsson, sem þá var hér prestur (siðar biskup) ágætlega, en nýungagirnin var þá, sem nú, ofarlega í fólkinu. Á flestum heimilum hér mun húslestur hafa verið lesinn á að- fangadagskveld og það jafnvel á þeim lieimilum, sem ekki höfðu það fyrir sið, að hafa daglega húslestra um liönd. Á fám heimilum var lengi vakað á aðfangadagskveldið, og mjög lítið var um spilamensku það kveld. Þá var jólagjöfum útbýlt og skemtu fullorðnir og börn sér við, að skoða gjafirn- ar. Þar sem jólatré voru var þá eins og nú, dansað og sungið i kringum þau. Alment þektust þá liér ekki útlend jólatré, nema lijá dönsk- um lcaupmannafjölskyldum, eða hátt settum embættismönn- um. Þau jólatré, sem þá voru hér notuð, voru smíðuð hér úr tré, vafin, annaðhvort með mislitum pappír, eini eða sortu- lyngi. Þessi tré voru oft hag- lega gerð og litu vel út alsett kertaljósum. Ekki voru þó þessi jólatré þá almenn hér, að eins lijá þeim fjölskylduin, sem best máttu sín efnalega. Eins og eg þegar hefi tekið fram, var skamma stund vakað á að- fangadagskveld, og aðal gleð- skapurinn liófst ekki fyr en á jólakveldið; þá byrjuðu heim- boðin og þá nótt og annars- dagsnótt var víða hér vakað „framúr“. Hjá æðri sem lægri var mik- ið spilað um jólin. Hjá almenn- ingi var púkk uppáhalds spilið, þvi að þvi spili komust margir, og því fylgdi ælið glaumur og gleði, lijá ungum sem gömlum, en liávaðasamt spil var púkkið og ekki laust við, að unga fólkið hefði stundum rangt við i því, en eldra fólkið jafnaði vanalega allar deilur, sem upp komu. Hjá meiri liáttar embættis- mönnum, og dönskum eða dansksinnuðum kaupmönnuin, mun púkk ekki hafa þótt „fínt“, og spiluðu þeir því alla jafnan lombre, um peninga. Vhist var einnig uppáhalds spil, og var mikið spilað af æðri sem lægri. Þá var og gosi rnikið spilaður, þó lielst af ungum mönnum, og þá oft um peninga. Þar sem margt ungt fólk var saman komið var oft er leið á nóttina, og menn orðnir leiðir á spilamenskunni, slegið upp í ýmiskonar jólaleiki; var þá óspart „fallið í brunninn“, „taldar stjörnur“, og urðu þær oft margar, sem karlmennirnir sáu, væru þeir svo hepnir, að snotrar stúlkur væru með þeim að skoða og telja stjörnurnar. Þar sem húsrúm leyfði var oft dansað, og geri eg ráð fyrir að sú skemtun hafi best þótt. Milli jóla og nýárs, og alt fram yfir þrettánda, var að miklu leyti óslitinn jóla-gleð- skapur, að því leyti, að á þeim tíma héldu lieimboðin áfram og allar sömu jólaskemtanir iðk- aðar af iniklu fjöri. Á þrettándadagskvöld var oft haldinn álfadans og blysför, annað livort af skólapiltum eða þá af ungum mönnum, sem tóku sig saman um það. Báðar þessar skemtanir hleyplu fjöri i fólkið hér, og við þau tækifæri var ekki laust við, að þá sæjust fleiri og færri við skál i kring- um brennuna. Upp úr nýári og kringum þrettánda hófust dansleikir. — Verslunarmenn héldu þá liina svo kölluðu jóladansleiki. Þang- að komust færri meyjar en vildu, þvi á þau þólti þeim slæg- ur að komast. Enn fremur héldu þá „Broddarnir“ dansleik, en þangað komst ekki hversdags- inaðurinn, frekar en úlfaldinn í gegnum nálarauga. Þá dans- leiki sóttu lærðir menn pg nokkrir danskir kaupsýslu- menn, að ógleymdum skólapilt- um, ef þeir voru til húsa hjá „broddafjölskyldunum“.- Þetta var tiðarandinn þá og fáum datt í hug, að taka til þess, þvi þá var stéttaskifting þannig hér. Eg tel upp á, að fleiri venjur mætti til tína, en eg gjöri ráð fyrir, að lesendum þyki þetta orðið full-langt og læt eg því skrafið um þær niður falla. Dan. Daníelsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.