Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 11
VÍSIR
Daaíel á hanasæiiinoi.
i.
Daníel á Trölleyrum var þjónustaÖur i gær.
Hann hefir verið lasinn síÖan á engjaslætti. KvartaÖ
um þrautir innvortis, lystarleysi, nábít og hroÖalegan snar-
anda fyrir brjósti.
Hann fylgdi fötum a'Ö mestu fram undir veturnæt-
ur, en fór þá i rúmiÖ. Og si'Öan hefir hann legiÖ, ekki
mjög þjáður a'Ö jafnaði, en stöðugt við illa líðan.
Trúin er máttug. Daníel trúði þvi statt og stöðugt fram
á jólaföstu, að sér mundi batna. — Líklega hefði hann
gleypt einhver smákvikindi, sem væri nú að naga sig og
klóra innvortis. — En hann tryði ekki öðru, en að þau
léti undan rjúkandi volgum mykjubökstrum og mjólk úr
þrílitri kú.
Énginn sjúkdómur væri svo magnaður, að hann léti
ekki undan blessuðum mylkjubökstrunum, ef rétt væri
að farið. — Galdurinn væri bara sá, að taka mykjuna glóð-
volga, sletta henni á sjúka blettinn og byrgja síðan vel
og vandlega. — En þrátt fyrir bakstrana fór sjúkdóm-
urinn stöðugt versnandi.
Eg hefi verið á Trölleyrum síðustu vikurnar og litið
eftir skepnunum með dreng á mínu reki, Jósíasi Énoks-
syni, frænda Daníels. Auk þess hefi eg haft það embætti
með höndum, að sitja hjá hinum sjúka manni og hafa
af fyrir honum.
Mér hefir leiðst. Og samkomulagið við Moniku hefir
verið í lakasta lagi. Hún er öll af göflunum gengin og á
bágt með að láta okkur strákana í friði.
Hún tók því fálega, er Daníel fór að kvarta um las-
léikann. Lét greinilega á sér skilja, að ekkert gengi að
karlinum. Þetta væri eintóm leti. Sannleikurinn væri sá,
.að hann nénti ekki að vinna.
— Hann ætlast til að eg þræli í öllu, sagði hún við
okkur Jósa. Hann sér það, sem allir sjá, að eg er ung
og lagleg. Og nú vill hann pina mig með vinnu, þangað
til eg er orðin grá og ljót og skorpin — taugaveikluð,
einskisverð- gæra, eins og ráðskonu-myndin i Hvammi. —
ÞaÖ er upp-á-stólið, að gera mig sem allra fyrirgengileg-
asta, í þeirri von, að enginn maður líti við mér. — En
það skal ekki takast, svo sannarlega sem eg heiti Monika
Síraksdóttir. — Æskublómann skal eg varðveita fram í
rauðan dauðann. — En svona er það, að taka niður fyr-
ir sig og giftast þessum andstyggilegu mykju-hlössum.
Það hefnir sin. — Hann sagði það líka við mig, blessað-
ur prinsinn minn, hérna forðum daga, þegar hann rak
að mér stóra kossinn bak við Skólavörðuna, að eg yrði
að muna sig um það, að giftast ekki gömlum manni. -—
Þeir væri æfinlega einskisverðar dulur — undnir og skæld-
ir á sál og líkama, síhræddir um konuna og síbrigslandi,
ef auga væri rent til ungra manna. — Já, þvilíkt og ann-
að eins! — Eg væri ofurlitla ögn betur komin núna, ef
eg hefði siglt með konginum og prinsinum', eins og til
stóð. — Þú væri eg hefðar-frú i sjálfri Danmþrku, fræg-
asta landi í öllum heimi, klædd pelli og purpura, tignuð
og tilbeðin. Allur guðslangur dagurinn færi í heimboð og
kaffidrykkjur og mas og glingur við fína og fallega pilta.
— Og svo nóttin — sjálf nóttin, Nonni minn! Himinsæng
og kóróna yfir — kannske fangamark drotningarinnar i
koddaverinu. Og maðurinn, Nonni! — Prins eða eitthvað
voða-voða fínt. —
— Ætli prinsinn hefði nú ekki fljótlega sýnt þér aftan
undir sig, sagði eg. Þeir piltar eru víst ekki við eina fjöl-
ina feldir.
— Jæja — svo að þú heldur það! Mikið blessað barn
getur ])ú verið, Nonni minn! Dettur þér í hug, að hún
Monika litla hefði ekki reynt að búa svoleiðis um hnút-
ana, að hún hefði haft eitthvað fyrir sinn snúð, ef hann
hefði farið að sýna sig í lauslæti eða einhverju þessháttar?
— Þú hefir víst heyrt kongsjarðirnar nefndar? Þú veist
að kongurinn á urmul af jörðurn um alt Island. — Ætli
eg hefði ckki látið afhenda mér fáeinar kongsjarðir, ef
prinsinn hefði farið að bila i ástunum. Eg býst við þvi.
Svo að annaðhvort væri eg nú hefðarfrú 5 henni Dan-
mörku, eins og eg sagði, ellegar þá að eg ætti svo sem
tuttugu eða þrjátíu stórjarðir og sýslumann eða amtmann
í sænginni. — Fyndist þér það nú ekki ofurlitið annað,
en dulan þarna inni í rúminu, — tuskan með mykjubakst-
urinn á kviðnum.--------------Heyrðu — Nonni! — Eg
er nú komin á þá skoðun, að karlinn sé mikið veikur.
Og líklega gerir þetta út af við hann.----Eg vildi óska,
að hann dæi sem allra, allra fyrst. — Eg er svo viðkvæm
í mér o'g hjarta-góð, að eg get ekki horft á fólk kveljast.
— Nonni! Segðu mér eitt: Heldurðu, að það væri nu
nokkur synd, að hvolfa yfir hann, svo að hann lognaðist
út af og fengi hvíldina? —
— Eg kæri þig fyrir fóstra mínum, prófastinum, og
Arnóri sýslumanni, ef þú nefnir pottinn framar.
— Fyrirgefðu — elsku Nonni minn! — Eg meinti ekk-
ert með þessu. — Og eg segi þér satt, að eg hefði vist
aldrei kjark í mér til þess, að skella pottinum yfir hann.
— — — —- Eg hefi or'ði'Ö fyrir svo miklurn vonbrigð-
unt í lífinu .... og mér líður svo skelfilega illa. — Eg
er eins og fangi eða fugl i búri — berst urn og má ekki
losna. — Hér verð eg að dúsa og hingað kentur ekki nokk-
ur lifandi rnaður. — Eg er veik af ást og þrá til lífsins
og gleðinnar. — Kystu mig, Nonni! — Eg vil fa'ðma
þig eins og prinsinn — eg vil kyssa þig — eiga þig. —
Kystu mig — kystu mig — fallegi afdala-prins!
Og alt i einu steypti hún sér yfir mig, þessi gantli
ásta-stórgripur, og tók að kyssa mig af furðulegunt ákafa.
Eg hratt henni frá ntér. Og.upp frá þessari stundu var
eg sannfærður um, að Monika væri ekki allskostar heil-
brigð á skapsmununt.
II.
Læknirinn ltefir kontið nokkurum sinnunt. Hann er ung-
ur ntaður og ókvæntur, orðfár að jafnaði, talinn góður
læknir. Suntir segja, að hann geti veri'Ö kátur og gantan-
sarnur, ef svo ber undir. Og öllum kemur saman um það,
að hann hafi sérstakt yndi af ungunt og fallegum stúlkum.
Þeim semur prýðilega, Daníel og lækninum. En þegár
sjúklingurinn krefst þess, að fá að vita, hvað að sér gangi,
fer læknirinn tmdan í flæmingi og svarar á þá leið, að
"svona kvillar geti orðið hættulegir venjulegunt mönnum.
— Daníel þykir svarið gott og segir, að það hafi nú ekki
verið vani sinn um dagana, að láta undan, hvorki kon-
unni, sjúkdómum né öðru. — Og nú hafi hann hugsað
sér, a'Ö vera orðinn frískur á jólum. Læknirinn verði að
rétta sér hjálparhönd og drepa þessi kvikindi, sent sé að
pína sig innvortis.
Læknirinn tekur því vel og kveðst nú munu senda hon-
um me'Öal í stórri flösku. Skuli hann taka vænt staup,
þegar verkirnir sé sent ákafastir, og stöku sinnunt þess
á milli, ef flökurleiki sæki að eða önnur óhægð. Og þeg-
ar búið sé úr flöskunni, muni réttast að fá aðra til, ef
þá þurfi á frekari meðulum að halda.
Daniel lætur á sér skilja, að hann eigi sitt .hvað ógert
í heiminum og sér finnist engin mynd á því, að forsjón-
in sé að leggja stein i götu sina — með veikindunt eða
öðru. — Meðal annars hafi hann vanrækt þá höfuð-skyldu
allra kristinna manna, að koma upp eríingjanunt. Satt að
segja hafi hann ekki fundið neina konu gallalausa eða
verðuga að öllu, en eins og læknirinn sjái, verði hann
nú að fara að gera gangskör að þessu.
Læknirinn sest á rúmið hjá honum og segir me'ð hægð,
áð* svona heilabrot geti tafi'ð fyrir batanum. —
— Eg verð að kornast á fætur, segir Dattíel. og rís upp
i sænginni. — Eg á svo tnikið ógert, — alt ógert, liggur
mér vi'ð a'ð segja. — Þú verður að hjálpa mér. — —-
Við sjáum nú til. segir læknirinn. —
Síðan kveðjast ])eir með miklum virktum og læknirinn
gengur til dyra. —- Daníel hallast út af á koddann, lokar
augunum og stynur. — Honum líður sýnilega mjög illa.
Monika hefir verið óvenju rjóð i dag og blúndusvunt-
an gamla lcomið i gó'ðar þarfir. Me'ðan læknirinn stó'ð vi'ð,
lék hún öll á hjólum, trítlaði fram og aftur á „dönsku“
skónum, sem nú eru orðnir harla fornfálegir. Hællinn er
dottinn undan öðrum þeirra, svo að gangurinn er óstöð-
ugur og valtur á ósléttu nroldargólfinu. — Hva'ð eftir
annað reyndi hún að hefja samræður við lækninn, hneigði
sig við hverja setningu, þéra'ði ok-kur strákana — okkur
Jósías — í fátinu og kalla'ði Daníel elskuna sína. —
Þegar út á hlaðið var komið, vatt hún sér enn að lækn-
inum, blessaði hann fyrir komuna og kvaðst vonast til
þéss, að hann létti krossberanum í rúrninu þjáningarnar,
eftir því sem hann gæti. —- Það væri nú einu sinni svona,
að hún hefði tekið lierra Enoksen að sér, eftir beinni
skipan frá æðra heimi, og nú vona'Öist hún til þess, allra
hluta vegna, að stríðið yr'ði ekki langt. — Herra F,*io>'-
sen væri eiginmaður sinn fyrir guði og mönnum, og þó
að aldursmunurinn væri mikiil og sumir vildu halda þvi
fram, a'ð hún hef'ði tekið ni'ður fyrir sig, þá langaði sig
þó til, að koma honum heiðarlega í jörðina, áður en hún
tæki sig upp úr, þessum íslenska táradal og sigldi til vina
sinna í Kaupmannahöfn. — —-------Og nú myndi hún eftir
einu, sem hún hef'ði gleymt áðan ,og vona'ðist til, að bless-
aður læknirinn hjálpaði sér. — Hún gæti nú reyndar varla
komið sér að því, a'ð nefna það, og síst svo að strákarnir
þarna heyrði. Hins vegar væri þó varasamt, að reka þá
burtu,því að þá gætu þeir fundið upp á því a'ð segja.
að eitthvert óleyfilegt pukur væri milli sín og læknisins,
því a'ð svona strákar sæi alls sta'ðar samdrátt og daður,
þó að engu slíku væri til a'ð dreifa. — Herra Enoksen
væri sí-hræddur um sig, enda þætti hún víst heldur lag-
Ieg, og nú vildi hún ekki eiga þa'ð á hættu, að hann fengi
kannske þá flugu i höfuðið, að blessaður læknirinn væri
að koma hér sín vegna. Laglegar konur væri altaf í stök-
ustu hættu, ef þær ætti tal við karlmann í einrúmi, en þó
væri þetta náttúrlega allra-hættulegast, ef maðurinn væri
jafn yndislegur og aðla'ðandi og blessaður læknirinn. En
það vissi guð á hæðum, að meðan nokkur lífsneisti væri
á flökti í brjóstinu á herra Enoksen, þá ætlaði hún ekki
að láta karlmenn freista sin, hvað sem síðar yr'ði.-Hún
þættist nú sjá, að læknirinn setti embættisskylduna ofar
öllu öðru og vildi leggja af stað — og því ætlaði hún nú
— eftir þessi fáu or'ð — að leyfa sér, að bera fram bæn-
ina. — Og hún væri þá sú, að læknirinn gengi inn til
herra Enoksens og fyrirbyði honum — í embættisnafni
— a'Ö nota mykjubakstra. — Herra Enoksen tryði á mykj-
una, strákarnir hlypi með hana glóðvolga til hans og svo
makaði hann út alt holið, sletti lepp yfir og þættist finna
undursamlegar verkanir. En sér væri þetta slíkur viðbjó'ð-
ur, að hún héldi ekki sönsum, ef þessu færi fram.---------
Og nú vildi hún að lokum leyfa sér að segja lækninum
jiað, að prinsinn------
Hún lagði hendur um háls honum og lét dæluna
ganga: — Þa'ð var nefnilega svoleiðis, að þegar hálof-
a'ður kongurinn var hér, þá kyntist eg einum ungum prinsi
— elslculegum prinsi ....
Læknirinn steig á bak og reið úr hlaði. Jósías hljóp með
besti hans. Hann átti a'ð sækja me'ðalið.
Monika hneigði sig hvað eftir annað og horfði á eftir
gestinum. — Hún vænti þess, að hann liti um öxl, en hann
gerði það ekki. — Svo sneri hún til dyranna og mælti:
Þú ert þá svona — bara déskotans hroka-gikkur og dau'ð-
ýfli! — Ja — hvort hún Monika mín skal dekstra þig! —
Að svo búnu rölti hún niðurlút inn í þæinn.
III.
Stundu síðar rakst eg á húsfreýjuna skælandi inni á
búrkistu. Blúndusvuntan var horfin og „dönsku“ skórnir.
Og roðinn á vöngunum var or'ðinn að allavega löguðum
rákum og strikum. Iiún sat í hnipri á kistunni og grét
sáran. — Eg ætlaði ekki a'ð nema staðar, því að mér þótti
sennilegt, að Daníel þyrfti mín við. — Auk þess taldi eg
víst, að Monika færi þegar út í kossaflens og ásta-hjal
og kveið eg sáran fyrir þeirri meðferð.
— Ertu þarna, Nonni mihn. — Röddin var hljómlaus
og vesaídarlég.
— Já, sagði eg.
— Komdu héfna til mín, elsku drengurinn minn. —
Eg er alveg a'ð springa af harmi.
— Þú springur ekki rétt á meðan eg lít eftir því, hvort
maðurinn þinn sefur.
— Eg er svo einmana, Nonni minni. Og eg hefi ekki
til neins að flýja, nema þín. — Þú minnir mig líka á bless-
aðan prinsinn. — Sama ennið, sömu blessu'ð augun —
og svo þessar yndislegu varir, sem engin kona fær stað-
ist. — -— líann var svo útfarinn í kossunum, að uriað-
urinn læstist um mig alla frá hvirfli til ilja...Eg varð
eins og lémagna — vissi hvorki í þennan heim né ann-
an .... logaði bara öll .... útvortis og innvortis og vildí
ekki losna ....
— Jæja — svo a'ð þú hefir bara verið alelda — eins
og taðflaga i hlóðum. —
' — Já. þa'Ö mátti nú segja. —■ Og það var engin moð-
suða — ekki þetta venjulega íslenska kossa-gauf, heldur
ólgandi, logandi bál. —
— Já, eg skil það. Þetta hefir verið eins og þegar kveikt
er í hefilspónum e'ða skrá-þurrum sinuflóka i hvínandi
roki. — En nú ætla eg a'ð skreppa inn til Daníels. —
— Nei — nei. — Farðu ekki frá mér. Láttu karlinn
eiga sig — hann sefur. Talaðu við mig, gó'ði minn. — Við
skulum tala um ástina. Þú ert nú á þeim aldrinum, að
þér veitti ekki af ofurlítilli tilsögn. Eg ætla að kenna þér
kossalistina — þennan seiðandi algleymis-fögnuð.-----------
Þú ert ungur .... og eg .... eg —
— Taktu Jósias og kendu honum. Eg bjargast einhvern
veginn.
— Já — þú bjargast! — Þetta eru svörin ykkar, þess-
ara ungu sjálfbirginga. Eg held eg kannist vi'ð það. Þið
þykist kunna alt, en hver er sú kunnátta? — Ófnerkilegir
sveita-kossar! Það er alt og sufnt. — Þú hefir snuddað
i kring um hismið i Þórðarseli — glingra'Ö og flangsað
— eg veit ]>að. — En þú hefir ekki gefið telpunni þá
kossa, sem binda — binda i lífi og dau'ða. Og það er
ekki von. Þú ert barn í ástamálunum — tilsagnarlaus
aumingi. Þú kant ekki að kyssa upp á dönsku. Og það
gerir gæfumuninn. -----------Annars ver'ð eg nú að segja
þér það, Nonni minn, a'ð eg skil ekki, að þú getir séð
neitt merkilegt á henni Kolfinnu — þessum þvengmjóa
og einskisver'Öa hégóma. — — Og svo tekur Jósias hana
frá þér e'ða Steini á Skarði eða hver sem er. ——-
Eg elska'ði Kolfinnu i Þórðarseli og þótti hún dásam-
legust allra kvenna. Eg unni henni með ofsa og fyrir-
hyggj uleysi unglingsins og var þess albúinn að fyrirfara
mér, ef hún liti aðra pilta hýru auga.------Og nú reyndi
jiessi gamla kláða-rolla í heimi ástarinnar, að læ'ða efan-
um inn í sál mína. — Eg varð svo rei'ður, að eg vissi ekki
hvað eg gerði. — Og i einhverju ofboðs-fáti rauk eg að
Moniku, þar sem hún sat. á kistunni, og laust hana i and-
litið me'Ö kreptum hnefa. — Eg sá að blóðið stökk ni'ður
um hana alla, en eg sinti ]»vi ekki og hljóp inn í ba'ðstofu.
Daníel lá í einhverskonar móki og var'ð mín ekki var.
Eg iðraðist þegar gerða minna, en vissi ekki, hvernig úr
mætti bæta. — Þótti mér ærið lítilmannlegt, a'ð hafa lagt
hendur á konu og taldi víst, a'ð sú skömm mundi vi'ð mig
loða það sem eftir væri ævinnar. — En sárast fanst mér
þó, ef Monika segði frá og fréttin bærist að Þórðarseli.
Og kerlingunni var trúandi til þess, að reyna a'ð gera
smán mína sem allra-allra’ mesta.
Um þetta var eg að hugsa, þegár Daníel vaknaði.
— Þú situr þá þarna, drengurinn minn, mælti sjúkling-
urinn veikri röddu. .— Jósi minn hefir farið með læknin-
um ?
— Já, sagði eg. — Hann kemur aftur í kveld.
— Hann er léttur á fæti, drengurinn — aldeilis eins
og eg var á hans aldri. —1 Já, þar er nú manns-efnið. —
Eg samsinti því.
—- Mig dreymdi svo illa áðan, Nonni minn. — Og eg
er að verða hræddur við ljóta drauma. — Hver veit nema
])eir rætist. —---Mér þótti einhver vera a'Ö skera mig í
kviðinn.-------Hann skar og skar eða sarga'ði og hnífur-
inn var bitlaus.-------Eg var svo feginn þegar eg vakn-
aði og fann að alt var heilt. — — — Það er svo skrítið,
að liggja hérna og eiga kannske a'ð deyja — —
— Þa'Ö kemur ekki til neinna mála, sag'ði eg. — Við
skulum bí'ða og vona.---------
— Já — bíða — bí'ða. — Eg geri ekki anna'ð en a'ð
bíða.-------Altaf vaxa þrautirnar, og pöddunum fjölgar
dag frá degi. — Þær naga, rífa og slíta. — Og lystin er
farin. — Mér býður við öllum mat — jafnvel feitu hangi-
kjöti upp úr pottinum.----------Eg skil ekkert í guði. að
hann skuli leggja þetta á mig.--------
— Hann er a'Ö reyna þig, sag'ði eg.
— Reyna mig — núna!-------------Eftir alt, sem á undan
er gengið. — Hann hefir ekki hlíft mér um dagana —
])að veit hann best sjálfur. — Og hvernig reyndist hann
mér í fyrra, þegar hann dembdi kerlingunni ofan á klyfj-
arnar, sem fyrir voru.--------
— Svona máttu ekki tala. — Þér versnar, ef þú talar
svona. —
— Eg skal þegja.--------Mér er svo flökurt, Nonni —
altaf flökurt.-------Og þrautirnar innvortis — sárar og
pínandi. Stundum er eins og a'llur kvikinda-sægurinn sé
á harða spretti. — Gefðu mér dropana mína, Nonni. —
Honum hægðist eftir inntökuna. Og skömmu sí'ðar rann
á hann mók.
Eg sit á rúmfletinu andspænis sjúklingnum og horfi á
hann. Harin er kinnfiskasogiim og þjáningarsvipur á and-
litinu. Andardrátturinn er órólegur og þungur. — Hann
■vkippist við 1 mokinu, stynur, biður guð að hjálpa sér, opn-
ar augun til hálfs og fellur aftur í sama móki'Ö.
Þetta er fyrsta lega Daníels, síðan er eg kyntist honum,
og eg er sannfæVður um, að hann muni deyja. — Eg hefi
þrásinnis angraö þennan smælingja, gabbað hann á ýmsa
lund, gert gys að honum. — Og hann hefir æfinlega verið
mér góður, fyrirgefið mér brekin, tekið af mér snúriinga,
glatt mig og huggað. •— Og nú er hann a'ð deyja. — Kraft-
arnir þverra dag frá d'egi, lífið fjarar út sriiám saman. —
Bráðum hverfur hann ofan i moldina og gleymist. — Eg
finn að eg elska þennan gamla vinnu-jálk, þennan hrekk-
lausa sóða, þennan hégómlynda fáráðling, sem dauðinn er
að glíma við þarna i rúminu.--------Mig langar til að biðja
hann fynrgefningar á öllum strákapöntrium, græskunni
og gysinu, og eg er sannfærður um, að eg hafi alla tíð
reynst honum miklu ver, en hann átti skilið.
Alt i einu fara tarin að streyma niður vanga mína. Eg
krýp á kné við sjúkrabeð Daníels og bið guð að gefa
honum góða heilsu og langa lífdaga.
Sjúklingurinn hefir rumskað. Og eg finn þunga hönd
lagða á kollinn á mér.
Llsku-drengurinn mirin ■—— augastemnmn nnnn, segir
Daníel veikum rómi. — Þú hefir æfinlega verið mér góð-
ur — eftirlátur og góður.-------Mér batnar. Nonni minn.
— Guð er miskunnsamur og tekur mig ekki frá ykkur
Jósa mínum. — Hann hlýtur að sjá, að þið getið ekki
án mín verið. — Gráttu ekki, Nonni minn. — Eg verð
svo klökkur og hryggur, ef eg heyri þig gráta.
Og stóri, þreytti hrammurinn strýkur mér ástúðlega um
koll og vanga.