Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 8

Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 8
V í S IR gluggarnir að vatninu. Annað var eigi lierbergja niðri, nema lítið eldhús og baðklefi. Kona, allmjög við aldur, gekk inn í stofu hans, kinkaði kolli til hans og brosti: „Barny Jones?“ spurði hún. Barny kinkaði kolli á móti og mælti: „Eg er hann.“ Var auðséð á svip hans, að liann bjósl við, að konan liefði farið liúsavilt, en honum geðjaðist að henni og óskaði sér þess, að hún vildi staldra við dálítið, sér til afþreyingar, til þess að biðin eftir Marie styttist. „Þá er eg á réttum stað,“ sagði konan. Það kom enn meiri undrunarsvipur á andlit Barnv, og hann áttaði sig ekki á þessu þegar, en hann hafði þó hugsun á að bjóða konunni sæti. Hún lagði frá sér loðkápu sína og vetlinga og settist. Hún var á að giska um sextugt og hár herrn- ar orðið algrátt. Svipur hennar var göfuglegur en einbeittur. „Eg er málkunnug konunni yðar, — Marie." Barny var dálítið hissa á þessu, þvi að Marie þekti engan i Cleveland, nema sumt samverkafólk sitt í verksmiðjunni lítils liáttar. „Eg heiti Mrs. Wood,“ hélt konan áfram, „og er aðstoðarbókavörður við alþýðubókasafnið hérna i borginni." Hún þagnaði við sem snöggvast. „Það er ánægjulegt starf,“ mælti hún svo, „eg vinn þar mér til dægrastyttingar. Eg er ekkja, og börniu farin sina leið út í lífið. Það.er betra að starfa á meðan heilsan lejdir, heldur en að láta sér leiðast heima eða taka þátt í einskisverðu sam- kvæmislifi.“ Aftur þagnaði konan. „Bækurnar hafa stytt mér marga stundina,“ sagði Barny. „Eg er yður þakklátur fyrir að velja handa mér góðar bækur.“ „Bækurnar eru dýrmætar,“ sagði konan. „Það er mest um það vert, að velja góðar bækur og lesa þær rétt — ofan í kjölinn. Sjáið þér til, — mér hefir oft fundist, við störf mín í safninu, að það væri næsta líkt um mennina og bækurnar. Eg ætla ekki að skýra það að ráði, en það eru til bækur, sem eg vildi helst ekki snerta á, hvað þá lesa ofan ofan i kjölinn. Stundum er það nafnið eitt, sem gefur vísbendingu um að bókin sé einskis virði, eða frágangurinn. Hvorttveggja gefur bendingu um gildi bóka. Það er likt um svip manna og fram- komu. Hvorttveggja gefur til kynna hvernig menn eru í raun og veru, hið innra fjair. Það er kannske ekki göfugt að líta þessum auguin á menn — og jafnvel bækur — eða frjálslegt, en eg er svona gerð, og eg kem til dyranna eins og eg er klædd.“ Barny skildi ekki livert orð í máli konunnar, en hann skildi vel hvað hún var að fara. „Eg veitti Marie þegar nána athygli,“ sagði kon- an enn, „liið fyrsta sinni, er liún kom. Mér geðj- aðist að lienni, sakleysislegu yfirhragðinu og dá- litið þunglyndislegu. „Þessa bólc vil eg lesa,“ segi eg stundum. „Þessari ungu konu vil eg kynnast,“ sagði eg nú. Eg veitti því eftirtekt, að liún var gií't kona, sem vann fyrir sér. Ósjálfrátt fékk eg þeg- ar samúð með henni. Eg fékk meiri huga á að kynnast henni en að lesa bók, sem eg hefi á til- finningunni, að sé góð bók, er skilur eftir fagrar minningar, — og umliugsunarefni. Eg hefi oft tal- að við Marie, og hún hefir sagt mér frá yður!“ Mrs. Wood leit á Barny samúðarríkum augum. „Þér hljótið að vera einmana, á meðan Marie er í verksmiðjunni?“ „Eg þarf ekki að kvarta!“ „Eg veit, að Marie er yður góð. Þér mégið vel vera þakldátur fyrir fórnfýsi liennar og umönn- un. Þér eruð Islendingur, sagði hún mér. Eg hefi lesið um ísland, Mr. Jónes, og eg þekki fólk, sem hefir ferðast þar. Og i Quebecfylki liefi eg veiáð þrívegis að sumarlagi, eigi langt frá þar sem Marie er borin og barnfædd, í nánd við St. Jolins-vatnið. Það er yndislegt þarna á sumrin, í skógunum við vatnið og Saguenay-ána. Það er einkennilegt, að lífið skyldi leiða ykkur Marie á sömu braul. Þið eruð hvort frá sinu landi, tunga hennar er ekki yðar tunga og trú hennar önnur en yðar. En ást- in, skilst inér, brúar alt, sem annars skilur manns- sálirnar.“ Mrs. Wood brosli. „Eg liefi stundum óskað mér þess,“ sagði Bar- ny, „að eg mætti einlivern tíma sjá sveitina henn- ar Marie og kj'nnast fólkinu þar.“ „Þér munduð hafa ánægju af því. Fólkið i Que- bec-fylki er flest af frakkneskum ættum. Það er afkomendur þeirra, scm námu þar land. Það hefir varðveitt þjóðareinkenni sín svo vel, að menn verða enn og verða altaf, að viðurkeuna sérstöðu þá innan þjóðarheildarinnar, sem þeir liafa, og kalla þá frakkneska Canadamenn, lil að- greiningar frá öðrum. Tungu sína liafa þeir varð- veitt, og hún er jafn rétthátt mál í Qucbec og enskan. Það er hægt að ferðast um dögunum sam- an í Quebec-fylki, án þess að lieyra enskt orð. Þjóðarmetnaður þeirra er mikill, en trygð þeirra og ræktarsemi er enn meiri. Þeir liafa aldrei sleg- ið slöku við þá sjálfsrækt, sem er mönnunum óm'et- anlegur styi’kur í lífsbaráttunni. Þcir hafa verið sjálfum sér trúir, landi sínu og tungu. Og jafnframt liafa þeir rnótast af lifsbaráttunni i landinu, sem þeir námu. Utanaðkomandi áhrif hafa litlum tök- um náð á þeim. Þeir eru traustir, sterkir, eins og trén i skógi norðurbygðanna, og tiðast alvarlegir, en glaðir sem börn, er svo ber undir. Af slíkri þjóð er Marie komin!“ Mrs. Wood liélt áfram að tala um Quebec góða stund og fólkið þar, og Barnv var innilega glað- ur yfir komu hennar. Þegar lionum sýndist hún vera i þann veginn að fara, mælti liún: „Jólin eru nú að koma. Og lengur en til jóla má Marie undir engum kringumstæðum vinna í verk- smiðjunni." „Hvað get eg gert?“ spurði Barny vonleysislega. „Mér er harðbannað að fara á fætur, enn sem kom- ið er.“ „1 því væri lieldur ekkerl vit,“ sagði Mrs. Wood. „en við sjáum nú til!“ Hún beið um stund komu Marie, en ér það drósl að hún kæmi, kvaddi liún Barny ineð þessum orðum: „Mér þykir vænt um, að eg kom. Þið eruð of ung til að þjást.“ Það var komið undir miðnætti. Marie liafði lok- ið dagsverki sínu og sat hjá Barny. Hún var til- búin að ganga til livílu, en sat á rúmstokknum lijá lionum. Hann tók um báðar hendur hennar. Aldrei liafði honum fundist hún fegurri Tn nú, er hún barðist ein i dægurstríði lífsins fyrir þeim báðum. Hún hafði losað um hár sitt, sem var dökt, mikið og fagurt, en liún var fölari en að vanda og meiri angurværð í augunum. Það leyndi sér ekki í svipnum, að liún iiafði göfugt hlutverk með höndum. „Marie!“ Marie brosti. „Já, Barny!“ „Það kom dálítið óvænt fyrir i dag.“ Hann sagði henni frá koinu Mrs. Wood og kveðju- orðum hennar. „Eg veit, að hún er fús til þess að hjálpa okk- ur,. ef með þarf,“ sagði Marie. „En eg vildi lielst, að við gætum lijálpað olckur sjálf.“ „Ef eg að eins gæti farið á fætur og fengið inér eitthvað að gera.“ Marie liorfði á hann ástúðlega og þunglyndislega. „En eg fer nú kannske að hressast!“ „Þú mátt ekki vinna i vetur. Og — eg ekki heldur!“ „Marie! Hvað áttu við?“ Barny sá, að augu liennar vorui rök. Hún kinkaði kolli. „Já, það er svo.“ Hún hallaði sér niður að lionum og liuldi and- lit sitt við barm lians. „Eg verð að komast á fætur,“ sagði hann og strauk um silkimjúkt hár liennar. „Kannske það séu góðir dagar framundan. Vertu glaður og vongóður!“ „Eg liefi ekki mist móðinn, en þú þolir þetta ekki lengur ,og livað eigum við þá. til bragðs að taka.“ „Það er ekki sjálfrar mín vegna, Barny, heldur af þvi, að lif Iiefir kviknað undir brjósti mínu! Ó, þú ert svo ungur og blindur. Mrs. Wood hafði veitt því eftirtelct fyrir nokkru. Hún las það i aug- um minum, svip mínum. Eg þorði ekki að segja þér það, fyrr en nú, af því að eg verð nú að hætta verksmiðjuvinnunni. Horfðu nú ekki svona undr- andi á mig og vertu glaður. Er þetta ekki góð- ur dagur?“ „Jú, það er góður dagur, og eg er glaður, Marie, en — en.“ „Hlýddu nú á. Eg veit, að Mrs. Wood vill hjálpa okkur. Við getum kannske þegið aðstoð hennar. ef við ásetjum okkur bæði að endurgjalda hana síðar, ef ekki henni, þá öðrum, sem ekki stendur betur á fyrir en okkur. I því gætum við farið að óskum liennar. Eg á móðursystur heirna, móður- systur, sem eg ólst upp hjá. Hún á búgarð i nánd við St. Jolinsvatnið. Eg vildi ekki baka þér áhyggj- ur, Barny, en eg sltrifaði henni fyrir nokkru, er eg vissi vissu mína. — Móðursystir min litur á mig sem dóttur sína, og á búgarðinum hennar —.“ „Baðstu liana um lijálp?“ „Nei. Eg þarf ekki að biðja liana. Þar er nóg verkefni fyrir okkur bæði, þegar lieilsan leyfir. Við verðuni þar ckki til neinnar byrði. Og eg er orðin svo þreytt á verksmiðjulífinu, að þó eg væri lieil lieilsu, gæti eg ekki unað þvi lengur. Og eg vil ala barnið mitt heima.“ „Það verður kannsk'e eina leiðin,“ sagði Barny þunglega. „Vertu glaður, Barny. Það besta er ótalið. Þú færð heilsuna heima í skógunum. Það er dásam- legt þar, vötn, skógar, kyrð, gott loft!“ „Eg get ekkert nú; þú verður að ráða,“ sagði Barny. „Eg skil vel, að þú vilt eignast barnið hehna. Éf það nú aðeins yrði drengur!“ Marie hló við, og það var langt uin liðið frá þvi, er hún hafði lilegið. „Drengur! Eg veit ekki! Mér finst dásamlegt, að vita ekkerl um það!“ -------Marie lagðist við hlið hans, er húu liafði slökt, en þegar eldurinn var kulnaður á arnin- um, varð fljótt ískalt í húsinu, því að grimdarfrost var úti. Og Barnv og Marie, þessir einslæðíngar, sem lífið bafði hrakið til og frá, en fært á sömu » braut um síðir, og sameinað í fátækl og ljúfmn vonum, hjúfruðu sig hvort að öðru, umvafin faðmi kaldrar vetrarnætur, og ræddu í hálfum hljóðum um framtíðina og vötn og skóga norðurlandsins. Barny var léttári í lund um jólin eu liann hafði lengi verið. Iionum fanst, að hann hefði aldrei átt betri jól. Þrátt fyrir fátæktina og veikindin var GLEÐILEG JOLl i. STORK. GLEÐILEG JOL! Verslun Símonar Jónssonar, Iiíiugaveg 33. <5* g Gleðileg jól! § Verslunin Foss. U Gledileg jól I Skóbúð Reykjavíkur. ÍS 8 8 8 Óska öllum ininuni viðskiftavinum Gleðilegra jóla og nýáps. B. F. Magnússon. #lJ 8 8 HS3S3S3S3S3HS3S3K3BS3S3SaiS *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.